Morgunblaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2019 Smiðjuvegi 66 • 580 5800 • landvelar.is Loftpressur af öllum stærðum og gerðum SKRÚFUPRESSUR Mikð úrval af aukahlutum Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Bretar, Frakkar og Þjóðverjar vör- uðu Bandaríkjastjórn í gær við því að auka frekar spennu í samskipt- um sínum við Írani vegna kjarn- orkusamkomulagsins, en Íranir til- kynntu í síðustu viku að þeir hygðust ekki lengur hlíta skilmál- um þess að fullu. Fjögur olíuflutningaskip urðu fyrir dularfullum skemmdarverk- um í Persaflóa í gær, en tvö þeirra tilheyrðu Sádi-Arabíu, helsta keppinauti Írans. Ekki var ljóst í gær hver bæri ábyrgðina og köll- uðu írönsk stjórnvöld eftir fullri rannsókn málsins. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, frestaði fyrirhug- uðum fundi sínum með Vladimír Pútín Rússlandsforseta og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, í Moskvu um einn dag vegna ástandsins. Hélt Pompeo þess í stað til Brussel, þar sem hann ræddi við utanríkisráðherra Bretlands, Frakklands og Þýskalands, sem þar sátu á fundi utanríkisráðherra Evrópusambandsins. Lýstu ráð- herrar Evrópuríkjanna þriggja all- ir yfir óánægju sinni með stefnu Bandaríkjastjórnar í málinu sem og að aukin harka virtist vera að færast í samskipti Bandaríkjanna og Írans, en Bandaríkjaher sendi í síðustu viku flugmóðurskip og langdrægar sprengjuflugvélar til Persaflóa. Voru ráðherrar ríkjanna þriggja jafnframt einhuga um að samkomulagið frá 2015 væri besta leiðin til þess að koma í veg fyrir að Íranir eignuðust kjarnorkuvopn. Sagði Jeremy Hunt eftir fund sinn með Pompeo að bresk stjórn- völd óttuðust að aukin hervæðing Persaflóans gæti leitt til þess að stríðsátök hæfust á milli Banda- ríkjanna og Írans af slysni, og hvatti til þess að báðir aðilar sýndu stillingu. Sagði Hunt það skipta mestu máli að Íranir hæfu ekki aftur að koma sér upp kjarnorkuvopnum, því að slíkt myndi leiða til þess að önnur ríki Mið-Austurlanda myndu sækjast eftir því sama, sem aftur yrði risaskref í ranga átt fyrir þennan órólega heimshluta. Vara við aukinni spennu  Óttast að átök geti hafist í Persaflóa „af slysni“  Pompeo til fundar í Brussel AFP Íran Mike Pompeo og Jeremy Hunt funduðu í gær um málefni Írans. Nigel Farage, formaður hins nýja Brexit-flokks, og Ann Widdecombe, fyrrverandi þingmaður Íhalds- flokksins og frambjóðandi Brexit-flokksins, leiddu kór- söng á kosningafundi í norðurhluta Englands í gær. Skoðanakannanir fyrir Evrópuþingkosningarnar í næstu viku benda til þess að Brexit-flokkurinn njóti fylgis um 34% kjósenda, á meðan Íhaldsflokkurinn, sem nú er í ríkisstjórn, fær einungis um 10% stuðning. AFP Svífa hátt í skoðanakönnunum og söng Saksóknarar í Svíþjóð lýstu því yfir í gær að þeir hefðu hafið rann- sókn á nauðg- unarkæru gegn Julian Assange, stofnanda Wiki- Leaks-heimasíð- unnar, á ný, en von þeirra er sú að takast megi að rétta yfir Assange áður en meint brot fyrnist í ágúst á næsta ári. Eva-Marie Persson, vararíkis- saksóknari Svíþjóðar, sagði við fjöl- miðla í gær að það væri enn rök- studdur grunur um að Assange hefði gerst sekur um nauðgun, og að málinu hefði ekki verið lokað í maí 2017 vegna skorts á sönnunar- gögnum heldur vegna annarra erfiðleika við rannsókn málsins. Assange var dæmdur í Bretlandi í upphafi mánaðarins í 50 vikna fangelsi fyrir að hafa óhlýðnast fyr- irmælum bresks dómstóls þegar hann leitaði hælis í sendiráði Ekva- dor árið 2012 frekar en að vera framseldur til Svíþjóðar. Hefja rannsókn gegn Assange á ný Julian Assange SVÍÞJÓÐ Ranil Wickre- mesinghe, for- sætisráðherra Srí Lanka, til- kynnti í gær að útgöngubann hefði tekið gildi um alla eyjuna eftir að óeirðir gegn múslimum áttu sér stað í þremur héruðum í norðurhluta hennar. Á útgöngu- bannið, sem tekur gildi á kvöldin, að koma í veg fyrir frekara ofbeldi í hefndarskyni fyrir hryðjuverka- árásina á páskasunnudag þar sem 258 létust og nærri 500 særðust. Mikil reiði ríkir meðal kristinna manna á eyjunni í kjölfar hryðju- verkanna og hefur hún brotist út í ofbeldisverkum og óeirðum gegn múslimum síðustu vikurnar. Útgöngubann sett á í kjölfar óeirða Ranil Wickremesinghe SRÍ LANKA Evrópusambandið varaði Tyrki við því í gær að hefja leit að olíu og jarð- gasi á hafsbotninum undan strönd- um Kýpur. Sagði Federica Mogher- ini, utanríkismálastjóri Evrópu- sambandsins, að áform Tyrkja væru ólögleg og að þeim yrði svarað á við- eigandi hátt. Fylgdi sambandið þar með í fótspor Bandaríkjamanna, sem gagnrýndu tyrknesk stjórnvöld í síð- ustu viku fyrir olíuleitaráform sín á Miðjarðarhafi. Sagði Mogherini eftir fund utan- ríkisráðherra sambandsins að þeir hvettu Tyrki til þess að sýna stillingu og virða fullveldisrétt Kýpverja inn- an efnahagslögsögu sinnar. Ítrekaði hún jafnframt að Evrópusambands- ríkin stæðu þétt við bakið á Kýpverj- um í þessu máli. Tyrknesk stjórnvöld hafa hins vegar lýst því yfir að þau líti á svæðið sem hluta af eigin landgrunni. Munu Tyrkir því halda ótrauðir áfram með olíuleit á svæðinu, en áformað er að tilraunaboranir hefjist á næstunni og standi fram til september næstkom- andi. Tyrkir hafa tvisvar áður veitt ríkisolíufélagi sínu samsvarandi olíu- leitarleyfi, árin 2009 og 2012. Talið er að gríðarmiklar birgðir af jarðgasi leynist í austurhluta Miðjarðarhafs- ins, sem aftur hefur ýtt undir mis- sætti á milli Kýpverja og Tyrkja, sem hertóku norðurhluta eyjunnar árið 1974 eftir deilur á milli þjóða- brota Grikkja og Tyrkja á eyjunni. Þá hóf tyrkneski flotinn heræf- ingu í nágrenni Kýpur í gær, en 131 skip, 57 flugvélar og 33 þyrlur taka þátt í æfingunni. Hulusi Akar, varn- armálaráðherra Tyrklands, sagði á sunnudaginn að Tyrkir myndu gera hvað sem þyrfti til að verja réttindi sín á Miðjarðarhafi. Lýsa yfir stuðn- ingi við Kýpur  ESB leggst gegn olíuleitar- áformum Tyrkja AFP Kýpur Federica Mogherini gagn- rýndi olíuleitaráform Tyrkja í gær. Kínverjar tilkynntu í gær að þeir myndu hækka tolla á ýmsar banda- rískar vörur 1. júní næstkomandi, en ákvörðunin er tekin í hefndarskyni fyrir tolla sem Bandaríkjastjórn lagði á Kína um helgina. Viðræður ríkjanna í tollamálum sigldu í strand á föstudaginn og fyr- irskipaði Donald Trump Bandaríkja- forseti í kjölfarið að tollar yrðu hækkaðir eða lagðir á flestar vörur sem Kínverjar flytja út til Banda- ríkjanna. Samkvæmt tilkynningu Kínverja munu sumar bandarískar vörur bera allt að 25% háan toll eftir 1. júní næstkomandi, en í tilkynningunni var því jafnframt lýst yfir að Kín- verjar vonuðust til þess að Banda- ríkjamenn myndu skipta um skoðun og vinna að því að finna samkomulag sem hentaði báðum ríkjum. Þá væri mögulegt að hætt yrði við tolla- hækkunina ef ríkin ná samkomulagi fyrir næstu mánaðamót. Leggja hefndartolla á Bandaríkin  Taka gildi um næstu mánaðamót

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.