Morgunblaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2019 Fjármálaskrifstofa Reykjavíkur-borgar vekur athygli á ýmsu í nýkynntum reikningum borgar- innar og kemur með ábendingar, sem í raun eru varnaðarorð. Eitt af því sem fjármálaskrif- stofan vekur at- hygli á er að rekstrar- afgangur borg- arsjóðs árið 2018 var að langmestu leyti, 3⁄4, til kominn vegna söluhagn- aðar eigna, sem í eðli sínu er skammgóður vermir.    Fjármálaskrifstofan bendir á aðmikilvægt sé að rekstur borg- arsjóðs „skili verulegu veltufé frá rekstri til að standa undir fjár- mögnun“. Hlutfall veltufjár á móti tekjum var 9,9%, sem tæpast getur talist verulegt.    Fjármálaskrifstofan bendir líkaá að lán „OR sem hafa eig- endaábyrgð nema um 94,7 ma.kr. en bein ábyrgð borgarsjóðs á þeim er um 88,6 ma.kr. Mikilvægt er að gera aðgerðaáætlun hvernig þess- um ábyrgðum verði mætt ef á reyn- ir“.    Og fjármálaskrifstofan bætir viðað ljóst sé að OR standi frammi fyrir „miklu útflæði erlends gjaldeyris á næstu árum“ og að það sé „mun meira en þær tekjur sem OR kemur til með að afla í erlend- um gjaldmiðlum“.    Þetta hljómar ekki traustvekj-andi. Og það vekur ekki heldur traust að á sama tíma og borgin glímir við slíkan vanda eigi að fara í stórfellda skuldasöfnun til að leggja borgarlínu sem mun aldrei borga sig.    Væri ekki nær að borgaryfirvöldhlustuðu á varnaðarorðin? Skollaeyrun STAKSTEINAR S JÁ L F S TÆÐ I S F L O KKUR I N N Fyrir okkur öll Hádegisfundurmeð Bjarna Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra verður gestur á hádegisfundi Samtaka eldri sjálfstæðismanna á morgun, miðvikudaginn 15. maí, kl. 12 á hádegi í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Húsið verður opnað kl. 11:30. Boðið verður upp á súpu við vægu gjaldi, 1.000 krónur. Allir velkomnir! Stjórnin. SAMTÖK ELDRI SJÁLFSTÆÐISMANNA Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Á síðasta fundi borgarráðs voru sam- þykktir sjö leigusamningar vegna Arnarbakka 2-6 og Völvufells 13-21. Reykjavíkurborg festi á síðasta ári kaup á fasteignum í tveimur hverf- iskjörnum í Breiðholti með það að markmiði að styðja starfsemina þar. Þeir sem engar tekjur hafa af sinni starfsemi fá húsnæðið án endur- gjalds en aðrir greiða kr. 1.000 fyrir hvern fermetra. Lagt er til að eftirfarandi aðilar verði leigutakar í Arnarbakka 2:  Rauði kross Íslands, verkefni Karlar í skúrum.  Velferðarsvið Reykjavíkur- borg- ar, SmiRey – smíðastofa fyrir ein- hverfa karla, tveir matshlutar.  Áhugahópur kennara og hand- verksmanna, Verkstæði og kennslu- rými.  Hjólakraftur á Íslandi, hjóla- færni. Fyrir er í húsinu leigutaki á veg- um Reykjavíkurborgar, Hársnyrti- stof- an Arnarbakka. Lagt er til að eftirfarandi aðili verði leigutaki í Arnarbakka 4-6:  Hljóðvera, upptökuver, Óli Gneisti Sóleyjarson. Fyrir eru í húsinu leigutakar á veg- um Reykjavíkurborgar, Sveins- bak- arí og matvöruverslun Iceland. Lagt er til að eftirfarandi aðilar verði leigutakar í Völvufelli 13-21:  Félagasamtökin Stelpur Rokka!, þrír matshlutar.  Seljagarður 109, sjálfbær ræktun – matjurtaræktun í borgarum- hverfi. Fyrir eru í húsinu leigutakar á vegum Reykjavíkurborgar, Nýlista- safnið, safnageymslur og vinnurý- mi og Listaháskóli Íslands, sýning- arsalur nema. Gert er ráð fyrir í fjárfestingar- áætlun ársins fjármagni til að bæta gæði umhverfisins á þessum svæð- um og lagfæra útlit húsanna til bráðabirgða. sisi@mbl.is Borgin leigir sjö rými í Breiðholti  Ætlað að styrkja hverfiskjarnana Arnarbakki Hleypa á meira lífi í hverfiskjarna í Neðra Breiðholti. Blindrafélagið, sem hélt aðalfund sinn um helgina, mótmælir hug- myndum um að leggja niður Hljóð- bókasafn Íslands og færa starfsemi þess undir Landsbókasafnið. Forveri safnsins er Blindrabóka- safn Íslands, sem á rætur í sam- starfi Blindrafélagsins og Borgar- bókasafns Reykjavíkur um dreifingu hljóðbóka til félags- manna. Vill Blindrafélagið fá við- ræður við menntamálaráðherra um að félagið taki að sér rekstur Hljóð- bókasafnsins, að því er segir í til- kynningu. Vilja fá að reka Hljóðbókasafnið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.