Morgunblaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2019 ✝ Ingveldur Geirsdóttir fæddist 19.nóvember 1977 á Sjúkrahúsinu á Selfossi. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut 26. apr- íl 2019. Foreldrar hennar eru Geir Ágústsson, f. 11.1. 1947, og Margrét Jónína Stefánsdóttir, f. 19.8. 1948. Ingveldur var önnur í röð fjögurra systkina en þau eru: Þórdís, f. 27. jan- úar 1976, eiginmaður Þórir Jóhanns- son, f. 18. ágúst 1972, og eiga þau tvo syni; Stefán, f. 30. maí 1981, eigin- kona Silja Rún Kjartansdóttir og eiga þau fjórar dætur; Hugrún, f. 28. nóvember 1985, eiginmaður Hörður Sveinsson og eiga þau þrjú börn. Eiginmaður Ingveldar er Kristinn Þór Sigur- jónsson, f. 23. febrúar 1972. Börn Ingveldar eru Ásgeir Skarphéðinn Andrason, f. 15. mars 2008, og Gerður Freyja Kristinsdóttir, f. 6. apríl 2015, og þrjú stjúpbörn, Steinunn Helga Kristinsdóttir, f. 2. júní 1991, og á hún einn son, Alan Þór Solquist, f. 1. sept- ember 2016, Sigurjón Þór Kristinsson, f. 14. apríl 2004, og Kristín Þórunn Kristinsdóttir, f. 21. apríl 2005. Ingveldur ólst upp á heimili for- eldra sinna í Gerðum í Gaulverjabæj- arhreppi, nú Flóahreppi. Hún gekk í Barnaskóla Gaulverja til 13 ára aldurs og fór það- an í Gagnfræðaskólann á Selfossi. Hún hóf nám við Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSU) árið 1993 en gerði hlé á námi sínu árið 1996 þegar hún fór til Bretlands sem au pair. Hún brautskráðist af viðskiptabraut Fjölbrautaskóla Suðurlands árið 1997 og flutti þá til Reykjavíkur og vann þar ýmis þjónustustörf. Árið 1999 hóf hún nám við bænda- deild Landbúnaðarháskóla Íslands og útskrifaðist þaðan sem búfræðingur árið 2001. Sama ár hóf hún nám í bókmenntafræði við Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan með BA-próf í bókmenntafræði með þjóðfræði sem aukagrein árið 2004. Að því loknu lá leið hennar beint í mastersnám í blaða- og fréttamennsku við HÍ sem hún kláraði árið 2011 þegar hún skilaði mastersritgerð sinni: Er lands- byggðin í fréttum? Ingveldur hóf störf hjá Morgunblaðinu árið 2005 og var blaðamaður fyrir Daglegt líf og menningar- deild áður en hún hóf störf á fréttadeild. Ingveldur venti kvæði sínu í kross um áramótin 2013 og hóf störf hjá 365 miðlum sem fréttamaður Stöðvar 2 en flutti sig aftur yfir á Morgunblaðið undir lok árs. Þar starfaði hún sem blaðamaður fréttadeildar til loka og sinnti aðallega innlendum fréttaskrifum auk þess að gegna stöðu kvöld- og helgarfrétta- stjóra og fréttastjóra í afleysingum. Ingveldur sat í stjórn Blaðamannafélags Íslands, fyrst í varastjórn árin 2014-2015 og síðan í aðal- stjórn árin 2015-2019. Eftir að Ingveldur greindist með krabbamein árið 2014 starfaði hún um tíma með samtökunum Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk með krabba- mein og aðstandendur, og sat m.a. fyrir á mynd sem notuð var í herferð til vitundarvakningar um ungt fólk og krabbamein. Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 14. maí 2019, klukkan 13. Inga mín, það tekur mig sárt að þurfa að kveðja þig. Manstu þegar við hittumst fyrst á dansgólfinu fyrir næstum 22 árum? Þú varst eitt með tónlistinni eins og að hún væri töfraklæði sem enginn sá, en varð hluti af þér. Við áttum okkar sumar þarna um árið og tókum svo pásu í nokkur ár. Lengi varstu í huga mér sem sú sem ég missti af. Nokkur ár urðu 16 og þá sá ég þessi augu þín aftur og gat ekki sleppt þér aftur. Við blönduðum saman okkar hópi og bættum við betur og úr varð sex manna fjöl- skylda, og mínar bestu stundir. Ég er svo óendanlega þakklát- ur þeim tíma sem við fengum sam- an. Allt sem þú snertir varð betra á eftir. Nú ert þú aftur sú sem ég missti af. Ég syrgi ekki þann tíma sem við áttum, eða nokkurn hluta af okkar lífi. Ég syrgi það sem við áttum eftir að lifa. Ég syrgi öll barnaafmælin sem við áttum eftir að halda, syrgi það að sjá þig ekki verða gamla með gráa lokka í þessu fallega rauða hári þínu. Ég syrgi það að sjá þig ekki dansa framar, sjá tónlist hlutgerast í þér, sjá þig ekki halda á ömmubarni, sjá þig ekki með mér meir. Ég syrgi það að hafa ekki getað farið í þinn stað í þessa ferð. Morgnarnir um helgar með kaffinu okkar og helgarblöðin, þú að klára krossgátuna í Morgun- blaðinu og ég að berjast við su- doku, ekki aftur. Ég veit að þú verður með okkur krökkunum öll- um stundum hér eftir í hverju sem við gerum. Ég skal klára fyrir þig krossgáturnar, eða legg mig í það minnsta allan fram við það – ég veit að ég mun finna fyrir þér þá, að hlæja að vandræðum mínum. Ég veit ekki hver á að baka hér á heimilinu héðan í frá. Ég verð bara að vona að Gerður hafi lært nóg í kennslustundum þínum í eld- húsinu til þess að ég fái sjónvarps- köku og döðlugott aftur. Ég kannski reyni. Þú fékkst erfitt verkefni í hend- urnar þegar litla draumadísin okkar var rétt að hefja sinn vöxt í kvið þínum – í skjóli, því þú pass- aðir upp á hana. Hörkutólið þú fórst í gegnum þetta án þess að kvarta einn einasta dag. Við áttum okkar tíma og ég mun varðveita hann og geyma fyr- ir börnin og mig. Takk, elsku Inga mín. Ég elska þig, Kristinn (Kiddi). Farandi í gegnum lífið gerir maður einhvern veginn bara ráð fyrir því að systkini manns verði alltaf til staðar og taki þátt í því sem lífið býður manni upp á. Sam- band systkina er sérstakt, fólk sem hefur ekki endilega sömu áhugamál en er sameinað af sam- eiginlegum grunnstreng þannig að suma hluti þarf ekkert að ræða, fólk skilur hvað annað og þekkir. Þannig var samband okkar við Ingveldi, á yfirborðinu erum við systkinin að mörgu leyti ólík en undir niðri alveg eins. Hún vissi alveg hvað okkur fannst um mál þó að hún væri ekki sammála og gekk til verka við hlið okkar án þess að það þyrfti eitthvað að ræða, við einfaldlega gengum í takt. Ingveldur var frá barnæsku kraftmikil, atorkusöm og sjálf- stæð. Hún var áhugasöm um allt í umhverfi sínu og vildi taka þátt í sem flestu. Hún var foringi í leikj- um og tók virkan þátt í félagslífi. Á námsferli hennar var hún fljót að kynnast samnemendum sínum og eignaðist alls staðar góða vini. Hún var rösk til verka og var vin- sæll starfsmaður hvar sem krafta hennar naut. Áhugamál Ingveldar voru fjöl- breytt en kannski var aðaláhuga- málið fólk og allt það sem fólk tek- ur sér fyrir hendur. Hún tók fólki með opnum huga og átti félaga og vini úr ólíkum hópum þjóðfélags- ins. Ingveldur setti sér nefnilega aldrei nein mörk um að hún væri einhver ákveðin týpa. Eina stund- ina var hún við mjaltir í fjósagall- anum en hina var hún komin í sparidressið. Það var auðséð þegar Ingveld- ur náði í hann Kidda sinn að þarna var sá rétti fundinn. Karlmann- legur nútímamaður, jafnvígur á bíla og excel. Þeim tókst vel að skapa sér sameiginlega tilveru, virtu sjálfstæði og áhugamál hvort annars og eignuðust ný saman. Þeirra samvistir voru skammt á veg komnar þegar líf þeirra tók óvænta stefna. Barn undir belti og heilsu móðurinnar ógnað. Í gegn- um gleði og erfiðleika reyndist Kiddi Ingveldi ómetanlegur lífs- förunautur, sannkölluð stoð og stytta. Það dýrmætasta í lífi Ingveldar voru börnin hennar og Kidda. Við sáum hvað hún fann sig vel í því að búa sér heimili með Kidda og börnunum sem fóru á skömmum tíma frá því að vera eitt yfir í að vera fjögur. Móðurhlutverkið fór Ingveldi einna best, hún hugsaði um börnin af hlýju og reglufestu en var alltaf til í að gera eitthvað með þeim til að brjóta upp daginn. Að sama skapi hvatti hún þau til að vera sjálfstæð og áhugasöm um umhverfi sitt á sama hátt og hún. Systkinabörn hennar nutu hlýju hennar en hún var dugleg að sinna þeim og sýndi þeim áhuga. Þegar ástvinur tekst á við jafn hörð veik- indi og Ingveldur undir lokin er það ákveðinn léttir þegar fólk er leyst undan kvölum og sjúkralegu. Aldrei verðum við samt sátt við að hafa hana ekki með okkur í fram- tíðinni. Þá verðum við að láta okk- ur nægja að hugsa til hennar, þakka fyrir tímann sem við áttum saman og skynja í þeim grunn- streng sem tengir okkur saman hvernig hún hefði gengið í verkin, skipst á skoðunum eða glaðst yfir einhverju með okkur, hlegið og dansað á eldhúsgólfinu. Við höld- um áfram að ganga saman í takt með Ingveldi með okkur í hverju skrefi. Þórdís Geirsdóttir, Stefán Geirsson, Hugrún Geirsdóttir. Meira: mbl.is/minningar Dauðinn má svo með sanni samlíkjast, þykir mér, slyngum þeim sláttumanni er slær allt, hvað fyrir er, grösin og jurtir grænar. Glóandi blómstrið frítt, reyr, stör sem rósir vænar reiknar hann jafn fánýtt. Allt eins og blómstrið eina, ljóð Hallgríms Péturssonar, var fyrst flutt í útför atgerviskonunnar ungu, Ragn- heiðar Brynjólfsdóttur, sem lést í blóma lífsins og höfðaði ljóðið til hetjulegrar baráttu Ingveldar Geirsdóttur. Það er sárt að sjá á bak frænku sinni sem alltaf fylgdi lífsins kraft- ur hvar sem hún var eða kom með- al fólks. Henni fylgdi gustur geðs og gríðarþokki. Það eina sem gef- ur manni nú afl er hennar hetju- barátta, hennar hvatningarorð sem voru svo mögnuð og hugprúð að manni finnst nú eftir á þau hljóma eins og sigurorð lífsins yfir dauðanum. Lífið er hverfult og heggur burt „glóandi blómstrið frítt, reyr, stör sem rósir vænar,“ en enginn má trúa því að fráfall hennar sé annað en slys og harmleikur lífsins, þeg- ar ung kona á besta aldri er hrifin burt frá eiginmanni og börnum sínum, fjölskyldu og ástvinum, þar sem hún var eikin sterka í blíðu og stríðu, slíkt er gegn vilja al- mættisins. Ingveldur varð strax sem barn og unglingur einstök, hæfileikar hennar blómstruðu hvar sem hún kom að verki í leik eða starfi. Ég minnist þess hversu margir ósk- uðu mér til hamingju með þessa glæsilegu stelpu, frænku mína, þegar fór að kveða að henni og svo bar hún nafn ömmu sinnar á Brúnastöðum sem vílaði heldur aldrei neitt fyrir sér. Það var eins og Ingveldur hefði erft allt það besta úr ættum sínum. Enginn gleymir myndinni mögnuðu þar sem hún, með barn undir belti, hlaðin eldmóði og vilja, sagðist líta á veikindin sem verkefni sem hún yrði að glíma við. Með þessari mynd og þeim hvatningarorðum sem fylgdu gaf hún ungu fólki afl von og kraft og vilja til að sigra hinn óboðna gest. Eða eins og sagði í leiðara Morgunblaðsins: „Hún var táknmynd þess að gef- ast aldrei upp en njóta lífsins til fulls og þess tíma sem gæfist.“ Ingveldur var foringi að gerð, hafði myndað sér skýra sýn og hikaði aldrei við að ganga fram fyrir skjöldu og fylgja hugsjónum sínum eftir. Hún lét að sér kveða strax sem barn í sveit sinni, stúlka í skóla eða fullorðin kona í hópi vinnufélaga. Hún unni uppruna sínum, sveitinni og íslenskum landbúnaði og hennar mögnuðu pistlar hér í Morgunblaðinu, hlaðnir rökum á skýru máli með sóknarvilja í hverri setningu, höfðu þau áhrif að frændi hennar hallaði sér aftur á bak og sagði upp hátt, vá, hvílík rök og snilld. Og stundum nefndi ég það við hana og forystumenn bændanna að svona málsvari ætti að vera upplýsingafulltrúi landbúnaðar- ins. Nú svífur þú á brott Ingveldur mín, ég sé þig hverfa á braut með brosið þitt og tár í auga í sólroðnu glitskýi. Þú brosir í gegnum tárin því þú saknar lífsins, ástvinanna, og við grátum brottför þína og er- um harmi slegin, kæra frænka. Þú stóðst aldrei ein, áttir þinn ynd- islega mann að í baráttunni, hann umvafði þig ást sinni. Þú áttir börnin þín, foreldra og systkini og samhentar fjölskyldur og mikinn skara af æskuvinum, frændfólki og samstarfsfólki. Nafnið þitt mun alltaf koma upp í huga minn þegar ég heyri afrekskonu getið. Far þú í friði og friður Guðs varðveiti þig og huggi ástvini þína. Við Margét sendum fjölskyldu og ástvinum Ingveldar okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Guðni Ágústsson. Þeir hafa verið fallegir vordag- arnir undanfarið, túnin orðin iðja- græn og loftið kvikt af lífi. Lömbin fæðast og sveitin okkar í Flóanum er að komast í sinn fegursta bún- ing, uppáhalds árstíðin gengin í garð. En mitt í allri fegurðinni erum við harkalega minnt á hverfulleika lífsins. Ung kona sem á að eiga langt líf fram undan er burt kölluð, Ingveldur Geirsdóttir frá Gerðum er látin. Eftir harða bar- áttu við krabbamein er hún okkur horfin, það er vart hægt að sætta sig við þessi málalok en við verð- um víst að sættast á að svona fór. Ingveldur frænka okkar var af- ar vel gerð manneskja, glaðvær og hispurslaus. Hún var ákveðin og fylgin sér og var ávallt mjög ein- beitt í því sem hún tók sér fyrir hendur, það var engin hálfvelgja þar sem hún var. Ingveldur var líka mjög glæsi- leg kona, það sópaði að henni hvar sem hún kom, frjáls af sér og opin. Hún fékk gott veganesti úr föður- húsum þar sem hún ólst upp í góð- um og samhentum systkinahópi í Gerðum og var alltaf mjög tengd sveitinni, lærði m.a. búfræði og hennar hugur var oft þar. Ingveldur var alla tíð mjög sjálfstæð og bjó um árabil ein með Ásgeiri Skarphéðni sínum. Hugur hennar virtist ekki standa til þess að breyta því neitt, en það kom nú samt að því að hún hitti lukkuridd- arann sinn og saman hafa hún og Kristinn Þór fylgst að í fimm ár og stór hluti þeirra tíma saman hefur verið markaður af baráttu fyrir líf- inu og hugprúð fylgdust þau að. Það er ógleymanlegt öllum þegar Ingveldur greindist með krabba- mein á meðgöngu haustið 2014. Hún kom beint framan að því verkefni eins og öðru og það fædd- ist mikill gleðigjafi vorið eftir, hún Gerður Freyja. Að leggja árar í bát var ekki til í kokkabókum Ingveldar, í það minnsta ekki fyrr en í fulla hnef- ana. Hún fékk nokkur góð ár eftir fyrsta áfallið en svo varð ekki við neitt ráðið eftir að hún veiktist aft- ur í fyrrasumar. Hún sýndi ein- stakt æðruleysi í sínum veikindum allt þar til yfir lauk. Það eru engin orð sem fá lýst þeirri sorg sem Kristinn og öll börnin hafa orðið fyrir, það er lítið sem hægt er að segja til hugg- unar. Geir og Margrét sjá á bak ást- kærri dóttur og öll fjölskylda Ingveldar, systkini og frændfólk syrgja það líf sem átti að verða miklu lengra og sakna yndislegrar manneskju. Þau eiga samúð okkar allra. Það er bjart yfir minningunni um kæra frænku, hún setti lit á líf allra sem henni kynntust og við erum þakklát fyrir að hafa fengið að vera henni samferða. Ingveldur skilur mikið eftir sig sem eru börnin hennar tvö, gimsteinar sem bera móður sinni fagurt vitni. Guðs blessun fylgi Ingveldi til Sumarlandsins sem við förum öll til að lokum. Við trúum því að það sé jafn fallegt og sveitin okkar er á þessum vordögum, þá verður góð heimkoman og vísast tekið vel á móti okkur. Fjölskyldan Syðra-Velli, Þorsteinn, Margrét, Ingveldur, Jón Gunnþór og Ágúst. Mig langar að minnast ungrar konu sem var að deyja og ég get ekki hætt að hugsa um hana. Ekki bara af því að hún var að kveðja okkur öll, allt of snemma, frá tveimur ungum börnum, elskandi eiginmanni og góðri fjölskyldu, foreldrum, systkinum og vinum. Heldur af því að Ingveldur var í alvöru einstakt náttúrubarn, engum öðrum lík. Þegar ég hitti hana í fyrsta sinn, ég þá í tilhugalífinu með móðurbróður hennar, saman á leið í ævintýri lífsins, tók hún á móti mér nákvæmlega eins og ég var, ókunnug sveitinni, líðandi eins og geimveru. Sjö ára gömul Ingveldur sagði: „Helga, langar þig að skoða fjósið? Ég skal sýna þér“ og fór með mig úr vandræðalegum fyrstu kynn- um við fjölskylduna samheldnu og til dýranna sem tóku öllu með stó- ískri ró. Stór, sterk og svipsterk stelpa. Hún töfraði mig, mér leið eins og í ævintýri og fannst ég hafa fundið nýjan heim. Einlægnin, jarðfestan, sam- kenndin, æðruleysið, heimspeki- legar umræður um sveitalíf og pólitík, allt þetta einkennir Ingv- eldi og fólkið hennar. En hún var líka heimsborgari fannst mér. Hvernig hún mátaði samfélagið á eigin forsendum, yfirgaf framhaldsskólann án hvítu húfunnar sem allir hinir voru og eru enn að eltast við. Eftir au pair-dvöl í London réð sveitauppruninn námsvalinu. Að loknu búfræðiprófi tók lestrar- hesturinn stefnuna á bókmennta- fræði í HÍ og síðan fjölmiðlun. Þessi bakgrunnur gerði hana að fjölhæfum blaðamanni. Maður drakk í sig pistla merkta henni. Því miður gáfust ekki margar stundir til að ræða við hana um at- hyglisverða bókadóma hennar. Spjallstundir með Ingveldi ein- kenndust af hressileika, fjöl- breyttum umræðuefnum, já- kvæðni og áhuga hennar á viðmælandanum. Maður fór alltaf dálítið upptendraður af hennar fundi. Fyrirmyndin yndislega hún Ingveldur tók á móti krabbaófét- inu eins og það er, staðreynd nátt- úrunnar sem þarf að vinna á og vinna úr. Opinskátt blaðaviðtalið fyrir fjórum árum lýsti fágætri kjarkmanneskju. Hún fékk færri ár en mörg okkar. En hún skilur eftir sig von fyrir okkur hin. Um gildi æðruleysis og þess að vera til í núinu, hér og nú. Falleg sál í fallegum líkama. Við geymum hana á fallegum stað í sál og hjarta. Ég votta okkur öllum samúð. Farðu vel, kæra samferðakona, Helga á Vogi. Sveitastelpa eða heimskona? Þær voru þarna báðar tvær í Ingveldi, konu sem hafði skarpan skilning á lífinu, var öfgalaus, rétt- látlega gagnrýnin og geislaði af mannlegri hlýju. Yfir henni var einhvers konar æðruleysi, sjálfs- agi og sálarró, jafnvel þótt hún væri búin að missa tökin á glím- unni við bannsettan krabbann. Ingveldur varð bikarmeistari í hinni íslensku kvennaglímu árið 1993 og stóð sig jafnan vel á þeim vettvangi. Í veikindunum varð andstæðingurinn því miður sterk- ari á vellinum. Það er sárt að horfa á eftir manneskju sem prýdd er öllum þessum góðu kostum og átti svo margt eftir að klára á lífsbraut sinni. Þá verða einhvern veginn orð til lítils. Jafnvel þegar hún lá fársjúk í sjúkrarúminu tók á móti manni glatt viðmót og gamansemi. Úr hástóli himnanna mun Ingv- eldur örugglega hafa sterkar skoðanir á þessu ranglæti. Að taka unga móður úr faðmi barna sinna og fjölskyldu á maður erfitt með að sætta sig við. Barnabarn okkar, Ásgeir Skarphéðinn, er aðeins ellefu ára. Missir hans og systur hans, Gerð- ar Freyju sem er bara fjögurra ára, er sár og mikill, jafnt sem eiginmanns Ingveldar og stjúp- systkinanna. Það var alltaf sterkur og náinn vinskapur á milli okkar Ingveldar og hennar verður sárt saknað. Við munum halda áfram að hvetja Ás- geir Skarphéðin til dáða og halda minningu dásamlegrar móður hans á lofti. Við sendum Kristni Þór, börnunum, foreldrum, syst- kinum og fjölskyldum þeirra okk- ar dýpstu samúðarkveðjur. Góðar vættir gefi þeim styrk á erfiðum tíma. Okkur detta í hug ljóðlínur Sig- urðar heitins Pálssonar rithöfund- ar úr bókinni Ljóð muna rödd sem kom út árið 2016: Ég ber enga virðingu fyrir honum hann kemur þegar hann kemur. „Kom þú sæll, þá þú vilt.“ Elín Albertsdóttir, Ásgeir Tómasson. Veturinn 1995-1996 kynntumst við au pair-stúlkurnar í London. Það var fyrir einskæra tilviljun að við rákumst á Ingveldi í neðan- jarðarlest þegar við vorum á leið á þorrablót Íslendingafélagsins í London og reyndist það okkur mikil gæfa. Þar sem við bjuggum erlendis fjarri fjölskyldum og vin- um myndaðist fljótt sterk vinátta okkar á milli sem hefur haldist ætíð síðan. Við eyddum öllum okk- ar frítíma saman milli þess sem við sinntum skyldustörfum okkar sem au pair-stúlkur. Á þessum tíma höfðum við enga farsíma né internet og vorum því duglegar að hittast og finna okkur alls kyns Ingveldur Geirsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.