Morgunblaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 30
Mímis en ákveðið var að leggja það niður. Hann fékk greiddan sinn hlut og ákvað að fara í land. Fljótlega fékk hann stöðu sem vél- stjóri í Hraðfrystihúsinu í Hnífsdal, drengurinn vann í tuttugu tíma törn- um og svaf fjóra tíma. Kalli var með afbrigðum fljótur að beita og var leit- un að annarri eins hamhleypu. Tvisv- ar tók hann þátt í beitningarkapp- mótum í Alþýðuhúsinu á Ísafirði og tók fyrstu verðlaun í bæði skiptin. Líkt og svo margir ungir menn í ís- lenskum sjávarþorpum byrjaði Kalli ungur til sjós og kom fljótt í ljós að sjómennskan átti vel við hann. Árið 1940 fór hann suður til Reykjavíkur í Stýrimannaskólann. Þar var hann í nokkra mánuði og tók það sem þá kallaðist minna fiskimannapróf, en það gaf skipstjórnarréttindi á 120 tonna báta. Kalli var ágætur náms- maður, sérstaklega lá stærðfræði vel fyrir honum og þar skaraði hann fram úr. Hann útskrifaðist úr skipstjórn- arnáminu með fyrstu einkunn. Kalli átti farsælan skipstjórnarferil en lengstan tíma var hann á Mími eða alls 25 ár. Eftir að síldin fór breyttist margt í útgerð á Íslandi. Kalli hafði verið meðeigandi í útgerðarfyrirtæki K arl Kristján Sigurðsson fæddist 14. maí 1918 á Ísafirði, nánar tiltekið í húsi sem kallast Róma- borg og tilheyrir í dag Sundstræti. Þegar Kalli var á fyrsta ári flutti fjölskyldan út í Hnífsdal en þar hefur hann búið stærstan hluta ævi sinnar. Karl er kominn af harðduglegu al- þýðufólki sem hafði ekki mikið á milli handanna. Sex daga vikunnar var borðaður fiskur í bæði mál, á sunnu- dögum fékk heimilisfólkið saltkjöt til hátíðabrigða. Stundum fundu krakk- arnir krækling og kúskel í fjörunni. Ekkert fór til spillis; þó að slíkt sjáv- arfang væri ekki í hávegum haft á þessum tímum var farið með það heim, það soðið og borðað. Á haustin tíndu krakkarnir þurran hrossaskít- inn á Búðatúninu og var hann síðan notaður til að drýgja eldiviðinn yfir veturinn. Mjólk var munaðarvara. Þegar Kalli er inntur eftir ástæðum langlífisins nefnir hann gjarnan það að hann hafi fengið kaffi á pelann í bernsku. Kalli byrjaði snemma að vinna og leggja til heimilisins. Þegar hann var aðeins tíu ára fór hann sem smali að Eyri við Seyðisfjörð. Í þá daga var fært frá, eins og það kallaðist. Lömb- in voru tekin undan ánum, þær rekn- ar í haga yfir daginn og mjólkaðar í kvíum kvölds og morgna. Það er erfitt að setja sig í spor lítils, tíu ára drengs við þessar aðstæður. Þeir voru tveir smalarnir, vöknuðu klukkan sex á morgnana, ráku ærnar í hagann og sátu þar yfir þeim allan daginn. Undir kvöld komu þeir heim með kindahóp- inn svo lítill tími hefur gefist til leikja. Á Eyri bjó ekkja með börn sín. Á heimilinu voru einnig kaupakonur og sláttumenn. Auk fyrrgreindra var á heimilinu ung stúlka frá Hnífsdal. Stúlkan sú þurfti ekki að vinna frá morgni til kvölds líkt og smalarnir heldur virtist hlutverk hennar eink- um fólgið í því að vera heimasætunum til skemmtunar. Ekki grunaði tíu ára drenginn á þessari stundu að þarna væri komin tilvonandi eiginkona hans, Kristjana Hjartardóttir. Fjórtán ára fór Kalli að vinna við beitningu. Vaktafyrirkomulagið yrði seint samþykkt í dag en fjórtán ára en því starfi sinnti hann í tæplega 30 ár. Auk vélstjórastöðunnar starfaði hann sem matsmaður og einnig sem vigtarmaður. Kalli hefur alla tíð verið vel á sig kominn líkamlega. Sem ungur maður var hann kattliðugur, stundaði glímu um tíma og var vel liðtækur í fótbolta. Í dag eru árin orðin hundrað og eitt. Þó að sjón og heyrn hafi daprast nokkuð er Kalli ótrúlega vel á sig kominn, hann er stálminnugur og gildir það jafnt um gamla daga sem aðra. Það sem ef til vill er þó eftirtekt- arverðast er lífsviðhorfið – sáttin sem einkennir allt hans fas. Biturð og nei- kvæðni hefur einfaldlega ekki verið úthlutað plássi í hans tilveru því þar er jákvæðnin, glaðværðin og elskan alltumlykjandi. Fjölskylda Eiginkona Karls var Kristjana Hjartardóttir, f. 1.7. 1918, d. 30.8. 2013, húsfreyja og verkakona. For- eldrar hennar voru hjónin Hjörtur Karl Sigurðsson, fyrrverandi skipstjóri – 101 árs Í Hnífsdal Karl, efst til vinstri, ásamt bræðrum sínum, Salómon og Lárusi, og foreldrum sínum. Glaðværðin alltumlykjandi Hjónin Kristjana og Karl. 30 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2019 70 ára Elín er fædd í Ytri-Njarðvík en flutti til Hafnarfjarðar tíu ára og býr þar. Hún er hætt að vinna en starfaði við verslun og þjónustu og við umönnun á Sól- vangi og Hrafnistu. Maki: Einar Sigursteinsson, f. 1950, kerf- isfræðingur hjá Isavia. Börn: Sigrún Lilja, f. 1967, Þórdís Tinna, f. 1968, d. 2008, Bjarni Þór, f. 1973, Drífa Huld, f. 1974, og Daði Rúnar, f. 1991. Barnabörn eru 8 og langömmubörn eru 4. Foreldrar: Kristófer Þorvarðarson, f. 1926, d. 1993, verkamaður í Njarðvík, og Sigrún Halla Eiríksdóttir, f. 1927, d. 2016, verkakona í Njarðvík og Hafnarfirði. Elín Kristófersdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þér hentar oft að vera einn með sjálfum þér því þú veist að einvera er ekki sama og einsemd. Þú færð upplýsingar sem þú verður að halda fyrir þig. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er ekki alltaf svo að besta lausnin sé sú sem liggur í augum uppi. En ekki er allt sem sýnist í nýju ástarsam- bandi. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þér finnst þú vera undir smásjá yfirmanna þinna og þér líður illa þess vegna. Einhver daðrar við þig og þér líkar það ekki illa. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú munt sjá að eitt er um að tala og annað í að komast. Einföld gönguferð í fjöru eða á fjall getur verið allra meina bót. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þótt þú getir verið sveigjanleg/ur þýðir það ekki að þú eigir að láta stjórn- ast af tilfinningum annarra. Vinna þín er líka áhugamál þitt. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ert friðsæl/l og í góðu jafnvægi og hefur því góð áhrif á alla í kringum þig. Ekki er gott að taka ákvarðanir í dag sem lúta að íbúðaskiptum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Ræktaðu tilfinningar þínar, þar er þitt ríkidæmi. Reyndu að koma eins miklu í verk og þú getur áður en sumarið kemur. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Eins og það er gott, þegar menn hjálpast að, getur það stundum orðið til trafala, þegar of margir koma að verki. Vertu með fólki sem hvetur þig áfram. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú getur lært ýmislegt af öðr- um í dag. Athygli þín er skörp og ekkert fer fram hjá þér. Fjölskyldan er þér allt. 22. des. - 19. janúar Steingeit Óreiða og ruglingur þarf ekki endilega alltaf að vera af hinu slæma. Gefðu þér tíma til þess að skipuleggja hlutina og þá muntu ná mun betri árangri. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú þarft að söðla um og finna orku þinni heppilegasta farveginn, að öðr- um kosti áttu á hættu að vinna allt fyrir gíg. Slökktu á gemsanum – þá hefurðu meiri tíma. 19. feb. - 20. mars Fiskar Mannlegu samskiptin sitja í fyrir- rúmi en þú þarft að gæta þess að þau komi ekki niður á starfi þínu. Ekki hella olíu á eldinn í ástarsambandi. 60 ára Sigríður er fædd í Ytri-Njarðvík, ólst upp í Keflavík, bjó lengi á Suðureyri en býr núna í Ytri- Njarðvík. Hún hefur verið dagmóðir frá 1996, en vann ýmis störf fram að því. Maki: Ólafur Reynir Svavarsson, f. 1952, fyrrverandi sjómaður. Börn: Svavar, f. 1981, Friðrik Már, f. 1983, og Róbert Ólafur, f. 1988. Barnabörn eru 6. Foreldrar: Jón Karl Sigurðsson, f. 1937, d. 1975, sjómaður, síðast í Keflavík, og Guðrún Halldóra Ólöf Ólafsdóttir Benitez, f. 1939, d. 2010, húsmóðir og verkakona í Keflavík. Sigríður Eiríka Jónsdóttir Til hamingju með daginn ÁRMÚLA 26 – 108 REYKJAVÍK Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.