Morgunblaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 33
ÍÞRÓTTIR 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2019 Það er gaman að sjá hversu fljót Dagný Brynjarsdóttir hefur verið að stimpla sig aftur inn í lið Orlando Pride í Bandaríkjunum. Þegar ég tók viðtal við hana í febrúar talaði hún um að geta vonandi farið að spila 90 mín- útna leiki í júní, en verkir í mjaðmagrind höfðu þá tafið fyrir henni á leið aftur á fótboltavöll- inn eftir að hafa átt barn í fyrra. Dagný var því á undan áætlun þegar hún lék um helgina sinn fyrsta 90 mínútna leik síðan haustið 2017. Hún gerði gott bet- ur og skoraði í 3:1-sigri. „Því miður“ er enn langur tími fram að næsta mótsleik íslenska landsliðsins, þegar undankeppni EM hefst í lok ágúst, en það er gott að sjá einn lykilleikmanna liðsins vera að snúa aftur. Ég segi „því miður“ vegna þess að auðvitað hefði ég viljað að næstu leikir íslenska liðsins væru leikir á HM í Frakklandi í júní. Ég sá viðtal við Dagnýju fyr- ir helgi þar sem hún lýsti því ein- mitt hvílík vonbrigði það hefðu verið að komast ekki á HM. Að það hefði í fyrstu hreinlega verið áfall að komast að því að hún ætti von á barni, því Ísland hefði átt svo góða möguleika á að komast á HM og að hún tryði því enn í dag að liðið hefði komist þangað ef hún hefði verið með. Hún gat þess þó að vissulega væri hún í skýjunum í dag, með Brynjar litla á kantinum. En já, maður þarf sem sagt að finna sér annað lið til að halda með þegar HM hefst 7. júní. Áður en íslenska karlalandsliðið tók upp á því að komast á HM í Rúss- landi í fyrra hélt ég alltaf með hollenska landsliðinu á heims- meistaramótum karla. Það er orðinn vænlegur kostur að velja líka þær appelsínugulu á HM kvenna, eftir uppgang Evrópu- meistaranna síðustu ár. BAKVÖRÐUR Sindri Sverrisson sindris@mbl.is HANDBOLTI Ívar Benediktsson iben@mbl.is Klukkan 18.30 í kvöld verður flaut- að til fyrsta úrslitaleiks Hauka og Selfoss um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla á heimavelli Hauka, Schenker-höllinni á Ásvöll- um í Hafnarfirði. Haukar luku rimmu sinni við ÍBV á laugardaginn í fimmtu viðureign liðanna. Selfoss- liðið hefur hinsvegar haft rúma viku til þess að búa sig undir úrslitaleik- ina eftir að hafa lagt Valsmenn í þremur hörkuleikjum. Selfoss hefur farið taplaust í gegnum úrslitakeppnina til þessa. Liðið hefur unnið alla leiki sína fimm. Deildarmeistarar Hauka hafa fengið að hafa meira fyrir sæti sínu í úrslitum. Þeir lögðu Stjörnuna með tveimur vinningum gegn einum og ÍBV með þremur sigrum í fimm leikja rimmu. Hvort það skiptir máli þegar á hólminn er komið að annað liðið hefur fengið rúmlega vikuhvíld frá leikjum meðan hitt lék síðast fyrir þremur sólarhringum er erfitt að segja til um. Tjörvi Þorgeirsson, fyrirliði Hauka, sagði í samtali við Morgunblaðið eftir sigurinn á ÍBV í oddaleiknum á laugardaginn að það skipti ekki öllu máli þótt stutt væri á milli leikjanna í undanúrslitum og úrslitum. Haukar eru sennilega með best skipaða hópinn enda ekki deildar- meistarar fyrir ekki neitt. Varn- arleikur er aðal liðsins auk mark- vörslu, hraðaupphlaupa og hinnar margumtöluðu seinni bylgju. Selfoss hefur hinsvegar á að skipa skemmtilegasta sóknarliði ís- lensks handknattleiks um þessar mundir með ungstirnin Hauk Þrast- arson og Elvar Örn Jónsson í aðal- hlutverki, mennina sem léku hina feikisterku Valsvörn grátt hvað eft- ir annað í undanúrslitum. Besta varnarlið Olís-deildarinnar mætir því besta sóknarliði deildarinnar í úrslitum. Er þetta þá ekki bara uppskrift á bráðskemmtilega úr- slitaleiki? Vafalaust verður hraðinn mikill í leikjunum og hætt er við að það verði á kostnað varnarleiksins í einhverjum mæli. Þó verður að telj- ast sennilegt að úr hraðanum dragi þegar á rimmuna líður enda er gert ráð fyrir að tíu daga líði frá fyrsta leik í kvöld og þar til sá fimmti verður háður, komi á annað borð til hans. Annar leikur liðanna fer fram á Selfossi á föstudagskvöld, þriðja viðureign á sunnudaginn á heima- velli Hauka og síðan er reiknað með fjórða leik á miðvikudaginn í næstu viku. Oddaleikur, komi til hans, fer fram á heimavelli Hauka annan föstudag. Unnu báða leikina í deildinni Haukar höfðu tak á Selfoss-liðinu á keppnistímabilinu í Olís-deildinni í vetur og unnu þeir báða leiki lið- anna. Sá fyrri fór fram á heimavelli Hauka 12. nóvember og lauk með fjögurra marka öruggum sigri heimamanna, 30:26. Hinn 12. mars mættu leikmenn Hauka í Hleðslu- höllina á Selfossi og unnu með tveggja marka mun, 29:27, eftir að hafa verið tveimur mörkum undir að loknum fyrri hálfleik, 15:13. Þegar upp var staðið frá deild- arkeppninni voru liðin jöfn að stig- um, hvort með 34 stig eftir 22 leiki. Eftir því sem næst verður komist eru liðin eins vel búin undir leikina og kostur er á. Patrekur Jóhannes- son, þjálfari Selfoss, sagði við Morg- unblaðið í gær að hann gæti teflt fram sama liði og í undanförnum leikjum í úrslitakeppninni. Allar ka- nónur liðsins væru tilbúnar og biðu þess aðeins að blásið væri til leiks. Svipaða sögu er að segja af liði Hauka. Brynjólfur Snær Brynjólfs- son lék ekki með liðinu í oddaviður- eigninni við ÍBV á laugardaginn vegna meiðsla. „Staðan verður tekin á Binna fyrir leik á morgun. Annars eru allir klárir,“ sagði Gunnar í svari fyrir fyrirspurn Morgunblaðs- ins. Fremsta sóknarliðið sækir besta varnarliðið heim  Tvö fremstu lið landsins hefja í kvöld kapphlaupið að Íslandsbikarnum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Barátta Atli Ævar Ingólfsson, línumaður Selfoss, í harðri baráttu við Daníel Þór Ingason og Ásgeir Örn Hall- grímsson, leikmenn Hauka, í leik liðanna í deildinni í mars. Það verður ekkert gefið eftir í leikjum liðanna. Körfuknattleiksliði KR í kvenna- flokki barst mikill liðsstyrkur í gær þegar landsliðskonan Hildur Björg Kjartansdóttir skrifaði undir eins árs samning við félagið. Hildur Björg, sem er 24 ára göm- ul, flytur þar með frá Spáni en hún hefur leikið þar undanfarin tvö ár ár, fyrst hjá Leganés og síðan með Celta á nýliðnu tímabili. Liði Celta gekk vel á leiktíðinni og komst m.a. í úrslitaleiki um sæti í A-deildinni. Hildur Björg lék stórt hlutverk hjá liðinu enda segist hún hafa bætt sig mikið sem körfuknattleikskona á síðustu misserum. „Mig langar til þess að aðstoða KR-liðið við að halda áfram að byggja ofan á það góða starf sem unnið hefur verið innan deildar- innar með kvennaliðið,“ sagði Hild- ur í samtali við Morgunblaðið. Hún væntir þess að KR-liðið geti veitt þreföldum meisturum Vals enn meiri keppni á næsta keppnis- tímabili og ætlar að leggja sitt lóð á vogarskálina í þeim efnum. „Ég er viss um það að við eigum góða möguleika á að gera góða hluti.“ KR verður fyrsta liðið hér á landi sem Hildur Björg leikur með fyrir utan uppeldisfélagið Snæfell. Hún ólst upp í Stykkishólmi og lék með Snæfelli allt þar til hún fór til náms í Bandaríkjunum. Hildur Björg skrifaði undir samning við Breiða- blik fyrir tveimur árum. Áður en kom að því að hún færi að leika með liði Blika gekk hún til liðs við Lega- nés á Spáni. „Mér líst vel á að ég geti fallið vel inn í leikmannahópinn hjá KR og þann leikstíl sem liðið leikur,“ sagði körfuknattleikskonan Hildur Björg Kjartansdóttir í gær. iben@mbl.is Vill aðstoða KR í keppninni við Val Morgunblaðið/Ívar Öflug Hildur Björg Kjartansdóttir leikur með KR á næsta vetri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.