Morgunblaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 27
alltaf tilbúinn að sinna öllum sem til hans leituðu, hvort sem það voru viðskiptavinir eða samstarfsmenn, það var Stefáni eðlislægt. Aldrei kom upp sú staða að hann treysti sér ekki til að fara til vinnu um miðja nótt, jafnvel þótt um hávetur væri. Aka Reykjanesbrautina og mæta í Leifsstöð áður en viðskiptavinir á leið í flug kæmu í verslunina. Hann kvartaði aldrei, og ef hann var spurður um líðanina var svarið jafnan „ég er góður“. Hann er okkur, sem áttum þess kost að kynnast honum, fyrirmynd í hógværð og góðum samskiptum hvert við annað. Það er svo ósanngjarnt þegar ungur fjölskyldufaðir í blóma lífsins er burtkallaður. Það níst- ir hjörtu okkar og orð fá ekki lýst því hversu sorgin er mikil. Eva Dís og hin samhenta fjölskylda Stefáns ber þessa miklu sorg með reisn. Við, hjá Optical Studio, syrgjum góðan og lífsglaðan dreng og söknum hans ákaft. En yndisleg minning lifir í hjörtum okkar allra og yljar okkur um ókomna tíð. Elsku Eva Dís og synir, Har- aldur, Helga Steingerður og aðrir ástvinir, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Guð gefi ykkur styrk á þess- um erfiðu tímum og blessi minningu elsku Stefáns. Kjartan og Hulda, Optical Studio. Svo alltof snemma er víst kominn tími til að kveðja kæran vin. Aldrei hélt ég í svo mikið sem eitt augnablik að svona myndi fara. Það var einhvern veginn bara skrifað í skýin að allt myndi ganga vel. En sá sem öllu ræður er stundum með allt önnur og öðruvísi plön en við hin og þig vildi hann fá í ein- hver önnur verkefni. Eftir sitj- um við með brostið hjarta og skiljum ekki af hverju. Hver er tilgangurinn eiginlega? Þú varst minn fyrsti vinur, enda ekki nema níu mánuðir upp á dag á milli okkar. Við átt- um alltaf sérstakt samband, einhvers staðar mitt á milli vina og systkina. Foreldrar okkar nutu þeirra forréttinda að börn- in þeirra náðu eins vel saman og við gerðum, það er ekki sjálfgefið. Þær eru ófáar æskuminning- arnar þar sem þú kemur við sögu. Í minningunni fórum við fjölskyldan varla í útilegu án þess að vera í samfloti með ykkur. Það var í einni slíkri, einhvers staðar fyrir vestan, að þú kynntir mig fyrir Sálinni hans Jóns míns, með Stefán nafna þinn í fararbroddi. Ég man þá útilegu eins og gerst hafi í gær, geggjaði leikurinn sem við bjuggum til í skóginum, hornsílaveiði og svo auðvitað var Sálinni blastað úr bílnum ykkar yfir kvöldspjallinu. Við fórum líka saman á okk- ar fyrstu útihátíð „sjálf“, tjöld- uðum ásamt tveimur vinkonum mínum allt annars staðar á tjaldstæðinu en foreldrar okk- ar. Svo skröltum við um miðbæ Akureyrar hálfskelkuð yfir öll- um drykkjulátunum allt um kring, enda komst Halló Ak- ureyri í fréttirnar þetta árið fyrir fullmikinn hressleika. En við skemmtun okkur samt vel og fengum steypurass á því að bíða svo lengi í okkar fyrstu leigubílaröð, til að komast heim á tjaldstæði. Ég man líka svo vel að eitt sinn þegar þú varst ekki heima, tók ég í hvatvísi minni upp lagið um Stebba og Lenu með hálf- frumsömdum texta á kassettu sem þú áttir, eftir að hafa heyrt lagið um Stebba og Línu í út- varpinu. Guð hvað ég skamm- aðist mín næst þegar ég hitti þig en þú bara hlóst þínum dásamlega hlátri og hafðir sem betur fer húmor fyrir þessu skemmdarverki mínu á eigum þínum. Við hittumst nú ekki oft á síðustu árum, en eins og sönn- um vinum sæmir var alltaf eins og við hefðum hist síðast í gær þegar við náðum að rekast sam- an og þykir mér svo ósköp vænt um það. Þær eru svo ótal margar minningarnar sem ég mun geyma um ókomna tíð, elsku vinur minn, á stað í hjarta mínu sem alla tíð hefur tilheyrt þér. Elsku Eva Dís, Alexander, Patrekur, Helga, Halli, Krist- inn, Sævar og fjölskyldur, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur. Minningin um góðan dreng með dásamlegan hlátur mun lifa í hjarta okkar um ókomna tíð. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Þín vinkona Lena Dóra. Það er furðulegt að setjast niður og skrifa minningarorð um kæran vin sem yfirgaf okk- ur alltof snemma. Í 30 ár höfum við brallað ýmislegt saman og þó maður hefði viljað hafa það allavega 30 ár í viðbót þá verð- ur minningin um Stefán eitt- hvað sem fylgir manni alla ævi. Við Stefán Már kynntumst þegar ég flutti níu ára gamall til Hafnarfjarðar og mæður okkar búnar að plotta það að við myndum hittast. Það má í raun segja það að við höfum frá þessum tímapunkti fundið góð- an vin í hvor öðrum og erum búnir að fara samferða í gegn um lífið síðan þá. Körfubolti var okkar stærsta áhugamál og það er einmitt fyrir hans tilstilli að ég byrjaði að æfa og spila körfubolta og núna 30 árum seinna er þetta ennþá stór part- ur í lífi mínu. Við fórum snemma að draga félaga okkar með okkur í körfuboltann og stór kjarni þessa hóps er enn í miklu sambandi. Þarna er mað- ur búinn að eignast góða félaga fyrir lífstíð og allt þessu mó- menti, þegar Stefán plataði mig á mína fyrstu æfingu, að þakka. En það var ekki bara körfu- boltinn. Við Stefán Már, ásamt Stefáni Þór vini okkar, höfum verið þríeyki í 30 ár og nánast undantekningalaust gert allt í sameiningu. Það verður því skrítið að plana næstu utan- landsferð eða næstu bíóferð eða næsta „roadtrip“ á útileik og alla þessu litlu hluti sem við vorum vanir að gera saman og hafa hann ekki með í ráðum. Við treystum því að hann haldi áfram að fylgja okkur hvert svo sem við förum eða gerum. Þegar við fengum skilaboð um að Stefán væri farinn til Gautaborgar eftir langa bið var mikil gleði og bjartir dagar framundan. En hlutirnir fara ekki alltaf eins og maður hefði ætlað. Þegar ég fékk símatalið um að Stefán væri farinn frá okkur var það mikið reiðarslag og ekki eitthvað sem maður var búinn undir. Eftir lifir minning um gríðarlega góðan dreng, föður, eiginmann og umfram allt góðan vin. Elsku Eva Dís, Alexander, Patrekur og aðrir aðstandend- ur, við Þóra vottum ykkur okk- ar dýpstu samúð á þessum erf- iðu tímum. Stebbi, það voru forréttindi að fá að kynnast þér og hafa þig í mínu lífi. Ég kveð með miklum söknuði. Þinn vinur, Emil. MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2019 Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann ✝ Guðný Ingi-gerður Péturs- dóttir fæddist í Reykjavik 28. febr- úar 1955. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 26. apríl 2019. Foreldrar henn- ar voru Ingunn Ólafsdóttir, f. 25.8. 1928, d. 18.1. 2007, og Pétur Þorgils- son, f. 27.4. 1928, d. 14.1. 2001. Systkini Guðnýjar: Sólveig, f. 1949, d. 2011; Ólafur Tryggvi, f. 1951, maki Margrét Þorgeirs- dóttir; Auður, f. 1957, d. 2012, maki Ríkharður Sverrisson. Árið 1974 giftist Guðný Haf- steini Árnasyni, f. 1952, d. 2011. Þau skildu. Foreldrar hans eru Árni G. Ferdinandsson, f. 1927, Þorsteinn Jónsson, f. 1931 (fósturfaðir), og Helga Hafsteins- dóttir, f. 1930. Börn Guðnýjar og Haf- steins eru: 1) Helga, f. 3.2. 1974, d. 21.2. 2015, maki Dag- bjartur Hilmars- son, börn Hilmar Hafsteinn, f. 1999, og Darri Dagur, f. 2006. 2) Magnea Ingibjörg, f. 8.3. 1977, maki Njáll Flóki Gíslason, börn Gísli Steinn, f. 2001, Hrafn- hildur Guðný, f. 2003, og Pat- rekur Emil, f. 2011. Guðný var mikil handavinnu- kona, prjónaði mikið fyrir versl- anir og aðra alla sína tíð, einnig rak hún verslunina Slétt og brugðið um tíma. Guðný var jarðsungin 6. maí 2019. Að eignast góða vinkonu er ómetanlegt. Hana eignaðist ég fyrir 42 árum á fæðingarheim- ilinu. Við Guðný vorum á sömu stofu, hún að eignast Magneu og ég Ingva en þau fæddust 8. mars 1977. Guðný gekk í gegnum ýmsa erfiðleika á lífsleiðinni og upp úr því fóru veikindi að gera vart við sig sem hún fór ætíð í gegnum af æðruleysi og þrjósku. Mikill áhugi hennar á prjónaskap gaf henni mikið á þessum stundum. Hún greindist með krabbamein í brjósti fyrst fyrir um 24 árum og eignaðist hún þá góðar vinkonur í Ljósinu sem hittast í hverri viku. Sama hvernig henni leið þá fór hún alltaf en hún var í for- svari fyrir hópinn. Hún unni dætrum sínum af öllu hjarta og var velferð þeirra og fjölskyldnanna alltaf ofarlega í hennar huga. Það varð henni hræðilegt áfall að missa hana Helgu sína úr krabbameini að- eins tæplega 41 árs gamla í jan- úar 2015. Barnabörnin voru sólargeislarnir í lífi hennar og ef þau báðu hana að prjóna fyrir sig þá lét hún allt annað sitja á hakanum og ánægð var hún ef þau komu í heimsókn. Oft talaði hún um í seinni tíð að sig langaði að Magnea og fjöl- skylda byggju nær. Á jólum og áramótum var hún hjá þeim fyr- ir vestan og lifði þar eins og blómi í eggi, allir stjönuðu við hana og maturinn var góður. Á tímabili talaði hún um að sig langaði jafnvel að flytja vestur á Ísafjörð. Á hverjum degi töluðum við saman í síma, fórum oft saman í garnbúðir sem henni þótti svo sannarlega ekki leiðinlegt, sem og fatabúðir og kaffihús. Nú verða ekki fleiri símtöl eða búðarferðir. Mikið óskaplega sakna ég þess því að góð vinkona er alltaf stór hluti af lífi manns. Ég kveð þig, elsku Guðný mín, með miklum söknuði en líka þakklæti fyrir okkar stundir saman. Nú eru þínar þjáningar búnar og hvíldin er komin. Elsku Guðný, takk fyrir að vera mér góð vinkona. Sigríður Ósk. Elskulega Guðný mín og fjöl- skylda. Það er með sorg í hjarta og sinni sem ég kveð þig í dag því þú hefur verið hluti að mínu lífi síðastliðin sjö ár og það var sér- stakt. Upphaf kynna okkar var að ég var tilbúin að vinna fyrir Rauða krossinn sem heimsóknarvinur með því að heimsækja einstak- ling einu sinni í viku og vera með honum í klukkustund þess að spjalla og fleira. Það leið ekki á löngu þar til að við vorum leiddar saman þar sem við bjuggum í nágrenni við hvor aðra og höfðum áhuga á handavinnu, þá aðallega prjóna- skap. Ég fór fljótlega að mæta til þín með prjóna og við prjón- uðum saman og bárum saman bækur okkar varðandi prjóna- skapinn og leiðbeindum hvor annarri eftir því sem við gátum. Þú komst mér oft á óvart með frábærum lausnum á verktækni sem þú bjóst yfir varðandi prjónaskap. Þótt við höfum prjónað saman þá datt okkur líka ýmislegt annað í hug að gera, fara í bíó, út að fá okkur í svanginn, prjónakaffi hjá hinum ýmsu aðilum sumarbústað og leikhús svo fátt eitt sé nefnt en þó mest spjall og það var aldrei setið og þagað. Eftir því sem við kynntumst betur fórum við hreinlega á flug og umræðurnar oftar en ekki hreinlega út um allt og okkur var ekkert óviðkom- andi og töluðum hvor í kappi við aðra og hlógum að vitleysunni í okkur og öðrum, já hvað við gát- um hlegið. Þú hafðir kannski verið að horfa á einhverja bíó- mynd kvöldið áður og varst að reyna að segja mér frá henni en ég skildi hvorki upp né niður í því hvað væri svona fyndið en gat ekki annað en hlegið með þér því þú varst svo fyndin, og þegar þú sagðir mér frá því að þú vær- ir að fylgjast með þáttum um krabbaveiðar langt fram eftir nóttu þá var mér allri lokið. Tal okkar snerist oft um mat og þá var ég að velta fyrir mér hvað ég ætti að hafa í kvöldmatinn þann daginn, svarið frá þér var meira að segja fyndið „brott flogið hænsni, með rennandi sósu og teiknuðum kartöflum“ og er mér orðið tamt að nota þetta í dag þökk sé þér. En að alvarleikanum. Það var vitað að þegar við kynntumst að þú værir með illvíga sjúkdóma, ekki einn eða tvo heldur var margt sem hrjáði þig en væri með alls konar meðferðum hægt að halda niðri, þú sóttir til lækna stundum oft í viku hverri en það sem hjálpaði þér mest var vilja- styrkurinn að halda áfram og standa upp aftur og aftur, það mættu margir taka það sér til fyrirmyndar, en aldrei heyrði ég þig kvarta. Já, það er margs að minnast mín elskulega vinkona og er ég full af þakklæti yfir að hafa fengið að kynnast þér og hafa átt með þér ógleymanlegar stundir, farðu í friði. Bylgja Bragadóttir. Guðný Pétursdóttir ✝ Magnús Ingólfs-son fæddist á Sandfellshaga í Öx- arfirði 24. sept- ember 1940. Hann andaðist á Fjórð- ungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 27. apríl 2019. Foreldrar hans voru Ingólfur Krist- jánsson, f. 8.9. 1889, d. 9.1. 1954, bóndi á Grímsstöðum og á Víðirhóli, síð- ar á Kaupangsbakka í Eyjafirði, og kona hans Katrín María Magnúsdóttir, f. 13.10. 1895, d. 17.3. 1978, húsfreyja. Ingólfur og Katrín áttu fimmtán börn. Magnús kvæntist 18.9.1966 Helgu Maríu Aðalsteinsdóttur, f. 24.5. 1942. Foreldrar hennar voru Aðalsteinn Jóhann Eiríks- son, f. 30.10. 1901, d. 27.1. 1990, námsstjóri, og kona hans Bjarn- veig Sigríður Ingimundardóttir, f. 31.1. 1902, d. 27.4. 1992, hús- freyja. Blámar. Þær eiga fjögur börn, Þórdísi Lind, Búa, Huga og Elí. 4) Aðalsteinn Ingi, f. 8.3. 1978, starfsmaður álvers Alcoa í Reyðarfirði, sambýliskona hans er Þórdís Mjöll Benediktsdóttir, f. 9.12. 1982, leikskólastjóri á Eskifirði. Þau eiga eitt barn, Emmu Kristínu. Magnús og Helga kynntust í Menntaskólanum á Akureyri en hófu búskap sinn í Reykjavík. Fljótlega fluttu þau til Egils- staða þar sem Magnús sá um útibú Samvinnutrygginga. Á Egilsstöðum fæddust börn þeirra og þar bjuggu þau mest- allan sinn búskap. Magnús sinnti ýmsum skrifstofustörfum á Egilsstöðum auk starfsins hjá Samvinnutryggingum, m.a. á skattstofunni, sýsluskrifstof- unni, hjá Verslunarfélagi Aust- urlands, rak eigin bókhalds- stofu og sá um bókhald fyrir marga einstaklinga og fyrirtæki á Austurlandi um langt skeið. Magnús var alla tíð virkur í ýmsum félags- og/eða trúnaðar- störfum. Útför Magnúsar hefur farið fram í kyrrþey. Magnús og Helga eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Finnur Freyr, f. 6.8. 1967, deildarstjóri Rarik á Austurlandi, eig- inkona hans er Bergþóra Hlín Arnórsdóttir, f. 13.7. 1967, starfs- maður Vinnueftir- litsins á Austur- landi. Þau eiga þrjú börn, Maríu Brá, Arnór Daða og Kristján. 2) Katrín María, f. 24.5. 1970, fjár- málastjóri í Menntaskólanum á Egilsstöðum, eiginmaður henn- ar er Þorsteinn Óli Kjerúlf Sveinsson, f. 2.7. 1970, rekstrar- stjóri Húsasmiðjunnar á Egils- stöðum. Þau eiga fjögur börn, Þorgeir Óla, Aldísi Önnu, Magn- ús Tý og Helgu Sóleyju. 3) Hanna, f. 1.3. 1973, starfsmaður VITA í Reykjavík, eiginkona hennar er Valdís Fjölnisdóttir, f. 17.8. 1978, framkvæmdastjóri Nú er látinn heiðursmaður- inn Magnús Ingólfsson. Hann og tvíburabróðir hans Páll voru yngstir í stórum hópi systkina sem ólust í fyrstu upp á hinum afskekkta kirkjustað Víðihóli á Hólsfjöllum, sem er löngu kom- inn í eyði. Fjölskyldan flutti svo að Kaupangsbakka í Eyjafirði sem einnig er löngu kominn í eyði. Ekki bjuggu systkinin við mikið ríkidæmi í æsku, en löng- un margra þeirra til menntunar var öflug. Tvíburarnir braut- skráðust sem stúdentar frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1962 úr máladeild, í stórum árgangi. Meðal þess sem við bekkjarsystkini þeirra tókum eftir var færni Magn- úsar á skíðum, kannski voru þar á ferð áhrif frá Hólsfjöllum. Þá var hann einn besti skák- maður skólans á sinni tíð. Magnús tók gott stúdents- próf, var jafnvígur á flestar greinar, en líklega var hann einna bestur í þýsku, frönsku og latínu. Hann lagði málanám þó ekki frekar fyrir sig, enda líka glöggur á tölur. Ein bekkj- arsystirin, Helga María, varð lífsförunautur hans. Á árum okkar í MA hafði skólinn aðgang að skíðaskála, Útgarði. Um Magnús var ort við stúdentspróf: Í Útgarðsferðum oftast rann öðrum meira á skíðum. Latínuna lærir hann. Af leikni og snilli tefla kann. – Þetta var sannarlega ekki orðum aukið. Þegar leið á ævi okkar juk- ust á ný samskiptin, og undir- ritaður ásamt eiginkonu heim- sótti þau Magnús og Helgu Maju oftar en einu sinni austur til Egilsstaða, og þau litu líka inn til okkar á Akureyri. Þau höfðu komið sér afar vel fyrir eystra. Hús sitt á Egilsstöðum létu þau börnum sínum smám saman eftir en fluttu sjálf út í sveitina. Sumarbústaður þeirra, með torfþaki, nærri Höfða við Lag- arfljót, stækkaði og breyttist í eiginlegt íbúðarhús, og það var ekki síst að þakka smíðahæfi- leikum og útsjónarsemi Magn- úsar, en þar var hann á heima- velli. Minnisstætt er að við komum til þeirra þarna í Hrafnás, sem þau kölluðu svo, þann 29. ágúst 2016, nutum gestrisni hjónanna, fengum kaffi með vöfflum. Við tveir gengum síðan að fljótinu mikla að skoða náttúr- una, berjalautir, blóm og fugla- lífið, en því öllu unni hann mjög. Það var einkar ánægju- leg stund. Magnús var einhver grandvarasti, hógværasti og ljúfasti maður sem ég hef kynnst. Alls staðar kom hann sér vel. Við Anna sendum Helgu Maju og afkomendum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Magnúsar Ingólfssonar. Björn Teitsson. Magnús Ingólfsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.