Morgunblaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2019 Lesið vandlega upplýsingarnar á umbúðumog fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingumumáhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið áwww.serlyfjaskra.is Ofnæmið burt! Zensitin 10mg töflur -10, 30 og 100 stk Reykjavíkurvegur 62 | Sími 527 0640 | 220Hafnarfjörður | www.wh.is Pokémon Detective Pikachu Ný Ný Avengers: Endgame 1 3 The Hustle Ný Ný Hellboy (2019) Ný Ný UglyDolls Ný Ný Wonder Park 2 5 Eden Ný Ný Dumbo (2019) 8 7 Missing Link 6 4 Five Feet Apart 4 4 Bíólistinn 10.–12. maí 2019 Nr. Var síðast Vikur á listaKvikmynd 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Bíóaðsókn helgarinnar Bresku þættirnir Killing Eve fengu flest verðlaun á sjónvarpsverðlauna- hátíð bresku kvikmynda- og sjón- varpsakademíunnar, Bafta TV, um helgina eða þrenn alls. Verðlaunin hlutu þættirnir fyrir bestu leikkonu í aðalhlutverki, Jodie Comer, bestu leikkonu í aukahlutverki, Fionu Shaw og bestu dramatísku þátta- röðina. Í þáttunum segir af laun- morðingja, ungri konu að nafni Vill- anette og bandarískri leyniþjón- ustukonu, Eve, sem er á hælunum á henni. Þáttaraðirnar eru nú orðnar tvær og enn verið að sýna þá seinni. Benedict Cumberbatch hreppti verðlaun sem besti leikari í aðal- hlutverki fyrir túlkun sína á titil- persónu Patrick Melrose. Sú þátta- röð var einnig verðlaunuð sem sú besta í flokki stuttra þáttaraða. Cumberbatch hefur verið tilnefndur til Bafta TV-verðlaunanna sjö sinn- um og er þetta í fyrsta sinn sem hann hlýtur þau, að því er fram kemur á vef BBC. Henti Leikarinn gaman að því í þakkarræðu og sagð- ist vera vanari því að vera brúðar- mey en brúður. Comer tileinkaði verðlaunin ömmu sinni heitinni og felldi hún tár þegar hún veitti þeim viðtöku. Verðlaun sem besti aukaleikari hlaut Ben Wishaw fyrir leik sinn í þáttunum A Very English Scandal og hæfileikaþáttaröðin Britain’s Got Talent hlaut verðlaun fyrir bestu skemmtiþætti. Heildarlista yfir vinningshafa og tilnefnda má finna á menningarvef BBC. Þáttaröðin Killing Eve fengsæl á Bafta TV Jodie Comer Bandaríska leik- konan Doris Day er látin, 97 ára að aldri. Day var ein stærsta kvik- myndastjarna heims á sjötta og sjöunda áratugn- um en hún var söngkona áður en hún sneri sér að kvikmyndaleik. Af kvikmyndum sem hún lék í má nefna Calamity Jane og Pillow Talk og The Man Who Knew Too Much en í þeirri síð- astnefndu söng hún sinn þekktasta smell, „Que sera, sera“. Leikkonan Doris Day látin, 97 ára Doris Day Rósa Margrét Tryggvadóttir rosamargrett@gmail.com „Kórinn er mjög vel æfður, hljóm- sveitin er frábær og Eyþór er svona rúsínan í pylsuendanum,“ segir Guð- jón Þ. Kristjánsson, varaformaður í stjórn Karlakórs Keflavíkur. Kórinn mun halda vortónleika í Hljómahöll í dag, 14. maí, og á morgun, 15. maí, og mun rokkstjarnan Eyþór Ingi Gunnlaugsson sameina krafta sína með kórnum. Guðjón staðfestir að tónleikarnir muni færast úr klassíkinni og yfir í rokkið. „Með viðkomu í poppinu í miðjunni,“ bætir hann við. „Fyrst verða þetta örfáir klassískir karla- kórastandardar. Síðan fengum við Arnór Vilbergsson organista til að útsetja fyrir okkur lög sem hafa ver- ið vinsæl hjá yngri poppurum, eins og Mugison, Ásgeiri Trausta og Hjálmum. Eftir hlé taka við Queen- lög sem Eyþór syngur með okkur og svo nokkur óperulög sem hafa verið sett í rokkbúning, eins og Nessun Dorma og Pílagrímakórinn. Þannig að þetta mun enda í rokki,“ segir Guðjón. Hann segir kórinn öflugri en hann hafi verið áður en óperusöngv- arinn Jóhann Smári Sævarsson, sem er stjórnandi kórsins á tónleikunum, bauð upp á einkakennslu fyrir kór- félaga síðasta vetur. Guðjón segir kórinn vera heppinn með stjórnanda og að hann hafi kennt kórnum mikið. Hljómsveitin sem spilar undir á tónleikunum gengur undir nafninu A band with no name sem þýða má á ís- lensku sem „nafnlausa hljómsveitin“ með áðurnefndan Arnór Vilbergs- son, organista við Keflavíkurkirkju, fremstan í flokki. Karlakórinn rokkar Vortónleikarnir eru titlaðir Karla- kórinn rokkar sem endurspeglar samstarf rokkgoðsins Eyþórs Inga og efnisskrá vortónleikanna eftir hlé. Guðjón segir samstarfið við Eyþór tilkomið í kjölfar þess að kórinn söng með Eyþóri á tónleikum hans um síðustu jól. Segir Guðjón að Eyþór hafi komist að samkomulagi við stjórnarformanninn eftir jóla- tónleikana um að syngja á vortón- leikum kórsins í skiptum fyrir jóla- tónleikana. Guðjón segir að fyrsta og eina æfingin með Eyþóri hafi farið fram síðasta sunnudag og að hún hafi gengið frábærlega, allt hafi smollið saman. Miðasala fyrir tónleikana fer fram á miðasöluvefnum tix.is. Fjölhæfir Karlakór Keflavíkur syngur klassísk karlakóralög, popp og rokk ásamt Eyþóri Inga í dag og á morgun. Óperulög í rokkbúning  Karlakór Keflavíkur fer úr klassík í rokk með viðkomu í poppi á vortónleikum  Eyþór Ingi rokkar með kórnum Rokkari Eyþór Ingi Gunnlaugsson í Söngvakeppninni árið 2013. Verk Ragnars Kjartanssonar, Bliss, verður sýnt í Walt Disney-tónleika- höllinni í Los Angeles 25. þessa mánaðar. Sýningin er hluti af dag- skrá helgaðri flúxus-listhreyfing- unni sem stendur yfir þessa mánuði í tónleikahúsinu kunna, en það er heimili Fílharmóníuhljómsveitar Los Angeles. Ragnar sýndi Bliss fyrst ásamt samstarfsmönnum, söngvurum og hljóðfæraleikurum, í leikhúsi á Per- forma-gjörningahátíðinni í New York árið 2011 og vakti gjörningur- inn mikla athygli og hlaut lof gagn- rýnenda. Lokaaría óperunnar Brúðkaup Fígarós er flutt aftur og aftur, alls í tólf klukkustundir, án hlés. Þessi úthaldsgjörningur er í kynningu sagður undir áhrifum af gjörningum flúxus-listamanna og er uppselt á hann í Los Angeles. Eins og í fyrri uppfærslunni í New York syngur Kristján Jóhannsson hlutverk Almaviva greifa og Ragn- ar Kjartansson er leikstjóri verks- ins og syngur líka hlutverk Anton- ios en átta aðrir söngvarar taka þátt. Christopher Rountree stjórn- ar hljómsveitinni wild Up sem leik- ur undir síendurtekinni aríunni, sem er sviðsett á glæsilegan hátt þar sem mikið er lagt í sviðsmynd og búninga. Flutningur Bliss verður kvik- myndaður í mestu mögulegu gæð- um, af sérfræðingum í kvikmyndun óperuuppfærslna. Ljósmynd/LuhringAugustine Galle Úthaldsgjörningur Kristján Jóhannsson og Ragnar Kjartansson voru fyrir miðju söngvaranna í Bliss árið 2011 og nú endurtaka þeir leikinn. Bliss Ragnars Kjart- anssonar í Los Angeles Benedict Cumberbatch

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.