Morgunblaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 2
Fiðruðu vinirnir við Reykjavíkurtjörn hafa löngum glatt vegfarendur sem þangað leggja leið sína. Dúfur, endur, gæsir og álftir eru meðal þeirra sem þar halda til og fúlsa ekki við brauð- molum frá þeim sem að þeim gauka. Notalegt er að setjast niður og spjalla við fugla himinsins. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Í góðum félagsskap fugla við Reykjavíkurtjörn 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2019 413,7 m2 eining 276,3 m2 eining TIL SÖLU! Upplýsingar: Baldur s. 660 6470 baldur@verkefni.is Gauti s. 894 8060 Flugvellir 20 Nýtt þjónustu- / iðnaðarhúsnæði nálægt Leifsstöð. (3jamínútna akstur) Í REYKJANESBÆ Eða selt saman sem eitt húsnæði samtals 690m2. Stór lóð! Tilbúið til afhendingar, fullbúið að utan og tilbúið til innréttingar að innan með rafmagns- og hitalögnum. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Biskup Íslands hefur ákveðið, byggt á samþykkt kirkjuþings 2018, að embætti sóknarprests í Bústaðaprestakalli og embætti sóknarprests í Grensásprestakalli verði lögð niður 1. júní næstkom- andi. Séra María Ágústsdóttir hefur þjónað sóknarprestsembætti Grensásprestakalls og mun halda því áfram til mánaðamóta. Séra Pálmi Matthíasson verður sóknar- prestur í sameinuðu prestakalli, Fossvogsprestakalli, frá 1. júní næstkomandi. Sameina tvö prestaköll Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof var samþykkt á Alþingi um kvöldmatarleytið í gærkvöldi og fagnaði fjölmennur hópur gesta á þingpöllum úrslitunum. Frumvarpið hlaut stuðning 40 þingmanna en 18 voru á móti og 3 greiddu ekki atkvæði. Tekist var hart á undir atkvæða- greiðslunni og tóku fjölmargir til máls til þess að gera grein fyrir atkvæði sínu. Vakti athygli að Sjálfstæðis- flokkurinn var klofinn í málinu, en hin- ir ríkisstjórnarflokkarnir studdu mál- ið. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þungunar- rof á 22. viku vera eitthvað sem væri til þess fallið að veita konum úrræði í undantekningartilfellum og væri ekki léttvægur valkostur. Sigríður Ander- sen, flokkssystir Bryndísar, nefndi hins vegar að enginn sem hefði lýst áhyggjum í málinu hefði verið mótfall- inn sjálfsákvörðunarrétti kvenna. Taldi hún frekar að mikilvægt væri að umræðan yrði meiri til þess að tryggja víðtækari sátt. Var tekist á um einstök ákvæði frumvarpsins, sérstaklega hvað varðaði heimild til þungunarrofs að lokum 22. viku meðgöngu. Treystir konum til fulls Í umræðum um frumvarpið á Al- þingi sagði Katrín Jakobsdóttir for- sætisráðherra að sjálf hefði hún viljað ganga lengra og treysta konum til fulls með því að hafa engin tímamörk á þungunarrofi. „Þetta er grundvall- armál sem snýst um sjálfræði kvenna að mínu viti, réttindi þeirra til að ráða yfir eigin líkama og eigin lífi, langþráð réttindamál, en um leið fylgir því frelsi sem boðað er í frumvarpinu mikil ábyrgð. Ég hef þá afstöðu að ég treysti fólki og konum til að taka ekki slíkar ákvarðanir af neinni léttúð. Ég treysti konum fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir þessum réttindum,“ sagði Katr- ín. „Einhverjir hefðu viljað ganga lengra og hafa engin tímamörk á og treysta konum til fulls. Það er mín persónulega afstaða,“ sagði forsætis- ráðherra sem brást þar við fyrirspurn um málið frá Birgi Þórarinssyni, þingmanni Miðflokksins. Frumvarp um þungunarrof samþykkt  Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði við afgreiðslu málsins á Alþingi  Tekist á um heimild til þungunar- rofs fram að lokum 22. viku  Forsætisráðherra hefði viljað leyfa þungunarrof alveg fram að fæðingu Ferðamenn beðnir að mynda ekki börn án leyfis  Seyðisfjörður setur farþegum skemmtiferðaskipa reglur Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Seyðisfjörður hefur fyrstur bæjar- félaga sett leiðbeinandi reglur til er- lendra ferðamanna á skemmtiferða- skipum sem koma til bæjarins. Mikil umferð ferðamanna er um Seyðis- fjörð yfir sumartímann og að sögn Aðalheiðar Borgþórsdóttur bæjar- stjóra stefnir í að 70 skemmtiferða- skip komi til Seyðisfjarðar í sumar. „Þetta byrjaði fyrir tveimur árum, þá var hópur sem fór að ræða þessi mál. Það var orðinn nettur pirringur því fólk er að taka myndir inn um glugga hjá fólki er jafnvel að ganga inn í garða. Þetta er pínulítill bær og það er rosalega mikil ferðmannaum- ferð hér. Þá kviknaði þessi hug- mynd,“ segir Aðalheiður. Í reglum bæjarins er ferðamönn- um m.a. bent á að íslensk börn leika sér á leikvöllum nálægt skólum og eru þeir vinsamlegast beðnir um að taka ekki myndir af þeim nema með leyfi frá foreldrum. Þá er ferða- mönnum bent á að ganga vel um náttúru landsins og skilja ekki rusl eftir sig svo dæmi séu tekin. Í samstarfi við AECO „Við komumst í samband við AECO sem eru samtök leiðsögu- skipafyrirtækja á norðurslóðum. Þetta eru samtök sem hafa verið að vinna á Svalbarða og fleiri stöðum að aðstoða fólk við að gera leiðbeining- ar fyrir ferðamenn,“ segir Aðalheið- ur. Fyrsta skemmtiferðaskipið kom til Seyðisfjarðar 8. maí en að sögn Aðalheiðar þarf bærinn að koma reglunum betur á framfæri. „Þetta er nýkomið út og það á eftir að taka langan tíma að koma þessu í umferð en í gegnum AECO mun þetta fara til þeirra skipafélaga sem heyra und- ir þeirra félagasamtök.“ Reglunum verður einnig dreift í Norrænu sem siglir vikulega til Seyðisfjarðar á sumrin. Morgunblaðið/Árni Sæberg Seyðisfjörður Norræna kemur með 1.200 farþega vikulega. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði við umræðurnar á Alþingi í gær að sjálf hefði hún viljað ganga lengra með því að hafa engin tímamörk á þungunarrofi. Spurð hvort túlka eigi ummælin svo að leyfa eigi þungunarrof alveg fram að fæðingu, segir Katrín svo vera. „Það er náttúrlega fordæmi sem við höfum t.d. frá Kanada og það hefur ekki aukið þung- unarrof og er þess merki að konum er í raun treystandi til þess að taka þessa erfiðu ákvörðun,“ segir hún. „Ég hef að sjálfsögðu skilning á því að þetta er flókið mál eins og ég sagði í ræðu minni og ber virðingu fyrir öðrum sjónarmiðum en ég lít svo á að það sé góður millivegur sem hér er farinn.“ Hefði viljað ganga enn lengra FORSÆTISRÁÐHERRA UM ÞUNGUNARROF Katrín Jakobsdóttir Stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins var endurkjörin í gærkvöldi með mikl- um meirihluta. Þrír eru kjörnir í stjórn Lífeyrissjóðsins til þriggja ára og tveir til tveggja ára og síðan eru þrír varamenn til þriggja, tveggja og eins árs. Elín Þórðardóttir hlaut flest at- kvæði en Elías Jónatansson litlu færri. Ásamt þeim var Jón Guðni Kristjánsson kosinn til þriggja ára í stjórn. Þá voru þau Ásdís Eva Hannesdóttir og Magnús Pálmi Skúlason kjörin til tveggja ára í stjórn sjóðsins. Stjórn Frjálsa lífeyris- sjóðsins endurkjörin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.