Morgunblaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 28
14. maí hefði Snædís Gunnlaugs- dóttir orðið 67 ára. Við félagar í Hann- yrðaklúbbi Húsa- víkur minnumst kærrar vinkonu með söknuði og jafnframt þakk- læti fyrir ógleymanlegar stundir. Leiðir sumra okkar lágu fyrst saman þegar Snædís og Sigurjón fluttu til Húsavíkur og settust að í Kaldbak. Fyrir einhverja tilvilj- un sem að hluta er hulin þoku gleymskunnar æxlaðist það svo að fyrsta haust þeirra á Húsavík var haldinn stofnfundur Hann- yrðaklúbbs Húsavíkur og þar með lagður grunnur að vináttu sem haldist hefur í rúm 40 ár. Eins og gengur breyttist sam- setning hópsins í áranna rás – fé- lagar komu og fóru. Síðustu árin vorum við tvær eftir af stofnfélögum, ég og Snæ- dís, sem var að mörgu leyti límið í hópnum. Hún var óþreytandi að minna okkur á ef henni fannst orðið fulllangt milli klúbba. Það var jafn líklegt að einmitt hún gleymdi klúbbnum, þangað til hringt var í hana. Þá hafði þessi eldhugi, sem hún var, ef til vill gleymt sér við gluggatjaldasaum eða húsgagnaviðgerðir eða garð- vinnu eða bara gleymt sér því hugurinn flögraði annað. Hún var oft svolítið illa tengd við það sem var að gerast í kringum hana og leit hlutina ekki alltaf sömu aug- um og samferðafólkið, það meðal annars hafði þau áhrif að hún var litríkur og skemmtilegur per- sónuleiki, sem svo sannarlega gerði lífið og umhverfið svo miklu skemmtilegra og fallegra í eigin- legri og óeiginlegri merkingu. Þegar Hannyrðaklúbburinn var nýstofnaður mætti Snædís með peysu sem hún var að prjóna. Peysan var eins og hönn- uðurinn – litrík og glaðleg. Í fyrstu klúbbum þekktumst við fé- Snædís Gunnlaugsdóttir ✝ Snædís Gunn-laugsdóttir fæddist 14. maí 1952. Hún lést 22. október 2018. Bálför Snædísar fór fram í kyrrþey. lagar ekki mikið, hönnuðurinn og prjónakonan Snæ- dís sat einbeitt við að prjóna fyrri erm- ina, hún jók fallega út með jöfnu milli- bili og skipti reglu- lega um lit: Ermin var smáröndótt og víkkaði jafnt og þétt og féll fallega að handlegg þegar hún var mátuð. Þegar fram leið á veturinn jukust kynnin, umræður urðu fjörugri og ákafari. Komið var að seinni erminni og enginn tími til að telja lykkjur eða umferðir. Ég man ekki um hvað var rætt en erminni gleymi ég aldrei; hún víkkaði í fulla vídd strax að lokn- um snúningi og ef ég man rétt voru á henni 3-4 rendur á móti ca 30 á þeirri fyrri. Því miður lauk Snædís aldrei við peysuna en hún sýndi okkur hana við hátíð- leg tækifæri og við reyndum að giska á hvaða umræðuefni til- heyrði hverri rönd. Að sjálfsögðu vorum við ekki sammála um það frekar en svo margt annað. Við vorum ekki vinkonur og klúbbsystur til að vera sammála, saumaklúbbarnir voru engar hallelújasamkomur, fjarri því, og oft á tíðum er ég hrædd um að heimilisfólk hjá þeirri sem hélt klúbbinn hverju sinni hafi átt erfitt með að festa blund þegar skoðanaskiptin og hlátrasköllin stóðu sem hæst. Ég veit að þeir hinir sömu eru í dag jafn þakk- látir og við fyrir vináttuna og gleðistundirnar sem við áttum saman því það duldist engum hvað þær hafa gefið okkur mikið og hvers virði við erum hver ann- arri. Að leiðarlokum þökkum við núverandi og fyrrverandi félagar í Hannyrðaklúbbi Húsavíkur samfylgdina og sendum fjöl- skyldu og vinum innilegar sam- úðarkveðjur. Minningar um stórbrotna konu lifa með okkur um ókomna tíð. Fyrir hönd Hannyrðaklúbbs Húsavíkur, Regína Sigurðardóttir. 28 MINNINGARAfmælisminning MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2019 Smáauglýsingar 569 1100 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Bókhald NP Þjónusta Annast liðveislu við bókhaldslausnir o.þ.h.. Hafið samband í síma 831-8682. Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Ýmislegt Húsviðhald FLÍSALAGNIR - MÚRVERK FLOTUN - SANDSPARSL MÁLUN - TRÉVERK Ásamt öllu almennu viðhaldi fasteigna Áratuga reynsla og þekking skilar fagmennsku og gæðum Tímavinna eða tilboð Strúctor byggingaþjónusta ehf. S. 893 6994 Hreinsa þakrennur ryðbletta þök og tek að mér ýmis verkefni Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com KRISTALS LJÓSAKRÓNUR í Glæsibæ Glæsilegar kristalsljósakrónur fyrir falleg heimili. Handskornar kristals- ljósakrónur, veggljós, matarstell, kristalsglös til sölu. BOHEMIA KRISTALL, Glæsibær Sími 7730273 Til sölu Raðauglýsingar 569 1100 Fundir/Mannfagnaðir Aðalfundur Tölvubíla hf. verður haldinn í fundarsal Hreyfils á 6. hæð, Fellsmúla 26, þriðjudaginn 28. maí, kl. 20. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Reikningar félagsins. 3. Kosning stjórnar, skoðunarmanna og löggilds endurskoðanda. 4. Önnur mál. Reikningar félagsins afhentir við innganginn. Stjórnin. Aðalfundur Aðalfundur Vörubílastöðvarinnar Þróttar hf. verður haldinn að Sævarhöfða12, fimmtudaginn 30.5.2019 Dagskrá fundarins samkv. samþykktum félagsins. Vörubílastöðin Þróttur hf. Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30. Gönguhópur kl. 10.15. Tálgað í tré kl. 13. Postulínsmálun kl. 13. Vatnslitun kl. 13. Bíó í mið- rými kl. 13. Kaffi kl. 14.30-15.20. Árskógar 4 Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9- 16. Opin handavinnustofa kl. 9-12. Brids kl. 12.30. Bónusbíllinn fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.30. Handavinnuhópur kl. 12-16. Bíó í matsal kl. 13.15. MS fræðslu- og félagsstarf kl. 14-16. Opið fyrir innipútt og 18 holu útipúttvöll. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 14:45-15.30. Heitt á könnunni, allir velkomnir. S. 535-2700. Boðinn Botsía kl. 10.30, fuglatálgun kl. 13, brids og kanasta kl. 13. Bústaðakirkja Vorferð félagsstarfsins verður farin miðvikudaginn 15. maí kl. 13 frá Bústaðakirkju. Skráning og nánari upplýsingar eru hjá Hólmfríði djákna og Ásbirni kirkjuhaldara í sima 5538500 og hægt að senda Hólmfríði tölvupóst, holmfridur(hjá)kirkja.is Dalbraut 18-20 Félagsvist kl. 13.30. Fella- og Hólakirkja Vorferð eldri borgara.starfsins, lagt af stað kl. 10 frá kirkjunni. Fullt er í ferðina en nánari upplýsingar í s. 5573280. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffispjall og blöðin við hring- boðið kl. 8.50. Listasmiðja opin kl. 9-12. Thai chi kl. 9-10. Leikfimi kl. 10-11.45. Spekingar og spaugarar kl. 10.45-11.45. Hádegismatur kl. 11.30. Kríur myndlistarhópur kl. 13. Brids kl. 13-16. Enskunámskeið kl. 13-15. Gáfumannakaffi kl. 14.30. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790. Furugerði 1 Opin fjöliðja með leiðbeinanda frá kl. 10-16. Leikfimi kl. 11, hádegismatur kl. 11.30-12.30, ganga kl. 13, botsía kl. 14, kaffisala kl. 14.30-15.30, samsöngur kl. 15. Garðabær Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 7.30/15. Karlaleikfimi Ásgarði kl. 12 fellur niður. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Qi gong Sjálandi kl. 9. Botsía Ásgarði kl. 12.45. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 14.45. Línudans í Kirkjuhvoli kl. 13.30/14.30. Félagsvist í Jónshúsi kl. 20. Gerðuberg 3-5 Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Keramik málun kl. 9-12. Glervinnustofa með leiðbeinanda kl. 13-16. Leikfimi gönguhóps kl. 10-10.30. Gönguhópur um hverfið kl. 10.30. Allir velkomnir. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.45 stólaleikfimi, kl. 13 handavinna, kl. 13 hreyfi- og jafnvægisæfingar, kl. 13.30 alkort, kl. 14 hreyfi- og jafnvægisæfingar. Grensáskirkja Kyrrðar- og bænastund kl. 12. Verið velkomin! Gullsmári Myndlistarhópur kl. 9, botsía kl. 9.30, málm/silfursmiði / kanasta kl. 13. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Hjúkrunarfræðingur kl. 10-11. Hádegismatur kl. 11.30. Bónusbíllinn kl. 12.15. Félagsvist kl. 13.15. Kaffi kl. 14.15. Hraunsel Kl. 9 dansleikfimi, kl. 10 qi-gong, kl. 13 brids Sólvangs- vegur 1, kl. 9 handmennt Hjallabraut 33, kl. 13 Fjölstofan. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45 og hádegismatur kl. 11.30. Brids í handavinnustofu kl. 13, helgistund kl. 14 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Korpúlfar Botsía kl. 10 í dag í Borgum og kl. 16 í Borgum. Helgistund Grafarvogskirkju kl. 10.30 í dag og sundleikfimi með Brynjólfi í Grafar- vogssundlaug kl. 13.30 í dag. Heimanámskennsla í Borgum kl. 16.30. Minnum á kvikmyndasýningu á morgun í Borgum kl. 13. Velkomin. Neskirkja Krossgötur kl. 13, Kristján Björnssson, Skálholtsbiskup, fjallar um verkefni vígslubiskups á nýjum tímum. Kaffiveitingar. Norðurbrún 1 Morgunleikfimi kl. 9.45, lesið upp úr blöðum kl. 10.15, upplestur kl. 11-11.30, hádegisverður kl. 11.30, trésmiðja kl. 9-12, opin listasmiðja án leiðbeinanda kl. 9-12 og 13-16, bókasafnshópur kl. 14, kaffihúsaferð kl. 14. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30–12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Bókabíllinn kemur kl. 13.15 og Bónusbíllinn kl. 14.40. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30–15. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586. Stangarhylur 4, Skák kl. 13, allir velkomnir. Fyrsta ferð sumarsins; Borgarfjörður – Dalir – Snæfellsnes 1.-2. júní nk., 2ja daga ferð á þetta svæði. Skráning á feb@feb.is / síma 5882111. Innifalið í verði er akstur í rútunni, gisting, kvöldmatur og morgunmatur í Stykkishólmi. Farar- stjóri og leiðsögumaður Kári Jónasson. Skráning í allar aðrar ferðir félagsins á feb@feb.is Aðalfundur Aðalfundur Vörubílstjórafélagsins Þróttar verður haldinn í húsi félagsins að Sævarhöfða 12, fimmtudaginn 23. maí n.k. og hefst kl. 19:00. Dagskrá aðalfundar skv. 27. gr. laga Vörubílstjórafélagsins Þróttar. Stjórnin atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á Er ég frétti um andlát Kristínar Óskarsdóttur komu upp í huga mér sam- verustundir okkar forðum í Öskjuhlíðarskólanum. Kristín heitin var þar einn af nem- endum mínum er ég hóf tón- menntarkennslu við skólann 1989. Kristín var gædd mjög góðum tónlistarhæfileikum, sem varð til þess að hún mætti í tilboðstíma hjá mér í tónlist. Þar söng hún af mikilli innlifun, lék á ásláttarhljóð- færi og dansaði. Hún var í essinu sínu þegar hún samdi dansa við tónverk mitt Töfratóna en það varð til í samskiptum mínum við kennara og bekkjarfélaga Kristín- ar heitinnar. Það gaf mér mikið að vinna með Kristínu Óskarsdóttur og ég er þakklátur fyrir okkar samverustundir. Kristín naut þess að eiga góðan bakhjarl í fjölskyldu sinni er studdi hana vel á lífsleið- inni. Ég trúi því, að hún njóti nú tónlistar á himnum og kveð hana með vísu er við sungum mikið: Kristín Óskarsdóttir ✝ Kristín Óskars-dóttir fæddist 16. júlí 1981. Hún lést 24. apríl 2019. Útförin fór fram 6. maí 2019. Ég vil hald’í þína hönd horfa inni í augað bjarta. Fara um hin fögur lönd, hlust́á frið í mínu hjarta. Bjóða góðan, góðan dag. Gera það með gleði- brag. Viltu vera vinur minn. Ég skal vera vinur þinn. (Ól. B. Ól.) Hvíl þú í friði, kæra góða Kristín mín. Sendi fjöl- skyldu hennar samúðarkveðjur. Ólafur Beinteinn Ólafsson. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi lið- ur, „Senda inn minningar- grein,“ valinn úr felliglugg- anum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.