Morgunblaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 17
UMRÆÐAN 17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2019 Dýrabær Smáralind, Kringlunni, Reykjanesbæ og Akranesi | Byko Selfossi Fiskó Garðabæ | Heimkaup | Hundaheppni | Sími 511 2022 | dyrabaer.is NÁTTÚRULEG INNIHALDSEFNI bragðgott – hollt – næringarríkt – fyrir dýrin þín Góðu alþingismenn og embættismenn! Standið gegn frum- varpi landbúnaðar- ráðherra um leyfi til innflutnings á ófrosnu hráketi og hrámeti öðru. Það er í bráð og lengd hættulegt mönn- um og dýrum, ef gefið verður eftir. Ástæðan er sú að íslenskir dýra- stofnar hafa verið lengi einangraðir og því varnarlitlir gegn smitefnum, sem ekki hafa borist hingað áður. Margoft hafa áður óþekktir smit- sjúkdómar borist til landsins með ógætilegum og óþörfum innflutningi og valdið stórfelldu tjóni og erfið- leikum. Frumvarp ráðherrans um breytingar á lögum um dýrasjúk- dóma hefur auk þess í för með sér aukna hættu á innflutningi sýklastofna, sem engin lyf vinna á. Það er hættulegt heilsu manna og dýra. Við- námsaðgerðir og var- úðarráðstafanir til að draga úr eða koma í veg fyrir slíka hættu hafa fæstar komið að nokkru gagni. Svo mun vera um viðnáms- aðgerðir og tryggingar, sem teflt hefur verið fram nú. Þær eru sýnist mér að mestum hluta hjóm eða blekkingaleikur. Menn virðast hrekjast undan þrýstingi hagsmunaafla innanlands og reglum erlendis frá, sem ekki eru heilagar. Þær eiga sumar alls ekki við hér á landi, hægt að mótmæla og verjast og berjast fyrir rétti okkar. Land- búnaðarráðherra á sjálfur að standa í fararbroddi í vörninni en ekki ýta ábyrgðinni yfir á aðra eins og hann hefur gert. Af hverju er hann að bregðast í stað þess að berjast? – Mér virðist að nokkrir dýralækn- ar, meira segja dýralæknar í hæstu stöðum, séu, svo ótrúlegt sem það er – um það bil að láta blekkjast til fylgis við þetta ógæfulega viðhorf og geti með afstöðu sinni svikið skjól- stæðinga okkar dýrin og brugðast í vörninni í stað þess að berjast fyrir rétti dýra og landsmanna eins og þeim er skylt. Sjáið að ykkur, góðir kollegar, standið á vakt og bilið ekki. Vörnin er til, ef viljann skortir ekki. Fellið þetta frumvarp. Það er hræðsluáróður og ósæmileg ógnun, að fullyrða að óreyndu að spillt verði fyrir sölu á fiski frá Íslandi, ef við samþykkjum ekki þetta mál. Orku- málin og sala á sjávarafurðunum eru lífsgrunnur okkar nú og í framtíð- inni. Svo slæmir eru viðsemjendur okkar ekki og vinir að fornu og nýju, að þeir vilji taka fyrir kverkar okk- ar. Þeim er skylt að sýna skilning skv. samningum, en til þess má heimavarnarliðið ekki bregðast. Það þarf að standa í fæturna, rökstyðja okkar málstað og berjast fram í rauðan dauðann. Grípið til duglegra varna, stjórnmálamenn og dýra- læknar. Herðið bein í nefi. Þar er varla eintómt brjósk. Meira en hálfa ævina hef ég ásamt fleirum verið að berjast gegn afleið- ingum óviturlegra ákvarðana stjórn- valda m.a. um innflutning af ýmsu tagi, sem allar áttu að hafa bestu tryggingar gegn hugsanlegum hætt- um en dugðu ekki, þegar á reyndi. Barátta hefur samt skilað árangri. Mörgum innfluttum smitsjúkdóm- um hefur verið útrýmt á löngum tíma með ærnum kostnaði og fórn- um. Ég hef margra áratuga reynslu í þessum efnum og vil ekki að við þurfum að heyja mörg fleiri stríð af sama tagi. Hver er nauðsyn þess að samþykkja þetta nú. Hættan blasir við, ef slegið er undan og stjórnvöld sýna kæruleysi við varnir eins og nú virðist vera. Ég hef ekki séð rök fyr- ir því annað en ótta við illskeyttar hefndaraðgerðir stofnana Evrópu- bandalagsins, sem hægt er að verj- ast eins og í æseif-málinu, ef vilji og staðfesta er fyrir hendi hjá stjórn- málamönnum. Eftir Sigurð Sigurðarson Sigurður Sigurðsson Höfundur er dýralæknir. » Svo slæmir eru við- semjendur okkar ekki og vinir að fornu og nýju, að þeir vilji taka fyrir kverkar okkar. Innflutningur á ófrosnu hráketi og öðru hrámeti ans. Ég fæ aldrei skilið þennan hugsunarhátt, sérstaklega hjá sjálfstæðismönnum, og þar fer fremstur Bjarni, formaður og fjár- málaráðherra, að borga ekki lág- launafólki góð laun því ég sé ekki annað en það myndi skila sér ríku- lega út í samfélagið allt. Hvað er þá í veginum? Illmennska? Er ein- hver furða þó að ég nefni Ísland og Venesúela í sömu setningunni, þar sem fólk dregur fram lífið í stórum stíl á ruslahaugum og býr í hreysum og allt vegna þess að bú- ið er að hreinsa allan auð þessa eins ríkasta lands af einum manni og hans nánustu. Hér á Íslandi er fólk svo heppið að til eru nokkrar stofnanir með góðu fólki, sem útdeilir reglulega matargjöfum svo heilu fjölskyld- urnar með börn þurfa ekki hrein- lega að svelta. Mikla þökk á þetta fólk skilið. Að lokum vil ég, sem ellilífeyrisþegi, koma inn á þau sultarkjör sem þessu fólki í þús- unda tali eru búin. Þetta er ein- mitt fólkið sem vann hörðum höndum, borgaði sína skatta og skyldur við að koma þessu þjóð- félagi þangað sem það er í dag. Hvert er þakklætið og auðmýktin? Ekki til. Bjarni fjármálaráðherra til margra ára stofnaði kjararáð og réði þar öllu og skipaði formann úr röðum miðstjórnar Sjálfstæðis- flokksins og þeir í sameiningu ákváðu allt upp í 60% og 70% launahækkanir til yfirstéttarinnar hjá ríkinu og Bjarni sjálfur nældi sér í um 60% launahækkun. Þegar svona menn eiga í hlut, auðmenn og milljónamæringar, getur hver sem er ímyndað sér hvort svona menn hugsi eitthvað um gamla fólkið sem byggði upp landið og var á sama tíma nurlað í langt inn- an við 10% launahækkun. Það er augljóst að þetta fólk, t.d. ein- staklingar sem hafa aðeins um 250 þ. kr. á mánuði, og algengt er að af því fari 50% til 60% í húsaleigu og geta þá allir séð hvað eftir verður. Enda getur þetta fólk þess vegna dáið drottni sínum í boði Bjarna fjármálaráðherra og ríkis- stjórnar hans. Má segja að í ríkis- stjórninni séu illmenni og bendi þeim á að hugsa til Venesúela, þar fór illa. »Er það virkilega sósíalismi að biðja um betri kjör og laun og berjast fyrir lífi sínu? Höfundur er ellilífeyrisþegi á Akureyri. SMARTLAND MÖRTUMARÍU Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsend- ar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgun- blaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höf- unda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn.Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf notand- inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít- arlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfs- fólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Eftir einar þrjár krossbandaaðgerðir og ekkert brjósk á milli liða í hnénu kom að því að fara í lið- skiptaaðgerð á hné, aðeins rúmlega fimm- tug konan. Ég hafði verið hjá lækni sem sagði mér að ekkert væri hægt að gera nema að fá spelku frá stoðtækja- fyrirtækinu Össuri hf. sem kostaði heilar 140.000 krónur og Sjúkra- tryggingar Íslands kæmu til með að greiða að fullu. Ég spurði lækninn hvort það væri ekki hægt að setja mig á biðlista vegna aðgerðar, en svarið var: „Það er svo löng bið“! Ég fór til þeirra hjá Össuri og fékk spelku. Helgarnar fóru í það að liggja upp í sófa og finna þunglyndið banka að dyrum. Ég gat svo lítið gert, var sífellt með mikinn sársauka í fætinum. Fékk ég heimilislækninn minn til að láta mig á biðlista hjá Landspítalanum. Eftir nokkrar vikur með spelkuna og á þrjóskunni einni saman, spelku sem gerði akk- úrat ekki neitt, festist hnéð þegar ég var úti í búð að versla. Þurfti ég hækju til að komast inn heima hjá mér, ég gat ekki gengið. Þá var ég gjörsamlega búin að fá mig fullsadda af þessum verkjum. Lái mér hver sem vill. Ég var svo lánsöm að hitta konu sem nefndi við mig að ég skyldi fara á Klínikina og tala við Hjálmar. Ég hafði ekki heyrt um Klínikina getið, en ákvað að panta tíma. Það sakaði ekki að reyna. Ég hafði samband við Klínikina og viti menn, Hjálmar var nýkominn heim eftir að hafa starfað við lið- skiptaaðgerðir í Svíþjóð um árabil. Ég pantaði viðtal, ræddi við Hjálm- ar og tjáði hann mér að hann væri að fara að framkvæma liðskipta- aðgerðir, en ég skyldi engu að síður fara í viðtal hjá bæklunarlækni sem Sjúkratryggingar myndu greiða fyr- ir. Svo virðist sem ekki hafi verið komið svar frá Sjúkratryggingum hvort stofnunin myndi greiða fyrir aðgerðir sem Klínikin myndi fram- kvæma á sjúklingum. Mætti ég í viðtal á Landspítalann Fossvogi og mér sagt að ég yrði að bíða í það minnsta í sex mánuði eftir aðgerð. Ekki lagaði þetta svar sál mína, sem var orðin ansi hvekkt fyr- ir. Ég hugsaði málið og ákvað að hringja í Hjálmar og segja að þetta væri ekki boðlegt, ég yrði að komast í aðgerð eða andlega heilsan myndi að fullu gefa sig. Ég ræddi við bankastjórann minn, fékk lán og veðsetti íbúðina mína fyrir aðgerðinni. Fór síðan í aðgerð í mars 2017, greiddi sjálf fyr- ir aðgerðina. Ég, sjúkratryggði Ís- lendingurinn. Allt gekk að óskum og einnig í bataferlinu. Var Hjálmar alltaf til taks við að aðstoða mig hvað varðaði batann. Í dag get ég gert allt sem mig langar til, er dugleg í ræktinni og nýt lífsins til fulls. Var ég búin að eiga í þessum meiðslum frá 15 ára aldri, eftir slys í mínum heimabæ. Aldrei hefur komið sá dagur að ég hafi séð eftir að hafa farið í aðgerð hjá Klínikinni. Ég sakna að vísu 1.200.000 krónanna sem ég þurfti að greiða fyrir, en ég held í þá von að ég fái þetta endurgreitt, einn dag- inn. Heilbrigðisráðherra vill ekki semja við Klínikina vegna liðskipta- aðgerða. Ráðherra vill frekar senda sjúklinga til Svíþjóðar í aðgerð með hærri kostnaði fyrir skattgreið- endur. Þetta er gjörsamlega galið! Eftir Valborgu Önnu Ólafsdóttur Valborg Anna Ólafsdóttir »Ég ræddi við banka- stjórann minn, fékk lán og veðsetti íbúðina mína fyrir aðgerðinni. Fór síðan í aðgerð í mars 2017, greiddi sjálf fyrir aðgerðina. Ég, sjúkratryggði Íslend- ingurinn. Höfundur er skrifstofustjóri og for- maður Miðflokksins í Mosfellsbæ. Takk Klínikin – takk Hjálmar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.