Morgunblaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 32
32 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2019 Pepsi Max-deild kvenna HK/Víkingur – Selfoss............................. 0:1 Keflavík – Breiðablik ............................... 0:3 Fylkir – KR............................................... 2:1 Staðan: Breiðablik 3 3 0 0 9:1 9 Valur 2 2 0 0 8:2 6 Stjarnan 2 2 0 0 2:0 6 Þór/KA 3 2 0 1 7:6 6 Fylkir 3 2 0 1 4:4 6 HK/Víkingur 3 1 0 2 1:2 3 ÍBV 3 1 0 2 3:5 3 Selfoss 3 1 0 2 2:5 3 KR 3 0 0 3 1:6 0 Keflavík 3 0 0 3 1:7 0 Pepsi Max-deild karla Staðan: Breiðablik 3 2 1 0 7:3 7 ÍA 3 2 1 0 7:4 7 FH 3 2 1 0 6:3 7 Fylkir 3 1 2 0 6:3 5 KR 3 1 2 0 5:2 5 Stjarnan 3 1 2 0 3:2 5 KA 3 1 0 2 4:6 3 Víkingur R. 3 0 2 1 5:7 2 Grindavík 3 0 2 1 3:5 2 Valur 3 0 1 2 4:6 1 HK 3 0 1 2 2:5 1 ÍBV 3 0 1 2 2:8 1 Danmörk Bröndby – Nordsjælland ........................ 2:0  Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn fyrir Bröndby.  Köbenhavn 82, Midtjylland 71, OB 51, Esbjerg 50, Bröndby 46, Nordsjælland 40. Tvær umferðir eftir, Köbenhavn er meist- ari. Svíþjóð Norrköping – Gautaborg........................ 1:2  Guðmundur Þórarinsson lék allan leik- inn fyrir Norrköping. Alfons Sampsted var ekki í leikmannahópi liðsins. Staða efstu liða: Gautaborg 8 5 1 2 18:10 16 Häcken 8 4 2 2 11:5 14 Malmö 7 4 2 1 12:7 14 Hammarby 8 4 2 2 14:12 14 Östersund 8 3 4 1 10:7 13 Djurgården 7 3 3 1 11:7 12 Elfsborg 7 3 3 1 13:10 12 Noregur Strömsgodset – Viking ........................... 0:0  Samúel Kári Friðjónsson lék allan leik- inn fyrir Viking. Axel Óskar Andrésson er frá keppni vegna meiðsla. Staða efstu liða: Molde 8 6 1 1 18:6 19 Odd 7 5 1 1 11:6 16 Bodø/Glimt 7 4 2 1 16:10 14 Vålerenga 8 4 2 2 15:10 14 Kristiansund 8 4 1 3 8:8 13 Viking 7 3 2 2 9:8 11 Spánn B-deild: Málaga – Real Oviedo ............................. 3:0  Diego Jóhannesson lék allan leikinn fyr- ir Real Oviedo. KNATTSPYRNA 3. UMFERÐ Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Ekki þarf að eyða mörgum orðum í það sem hefur komið mest á óvart í fyrstu þremur umferðum úrvals- deildar karla í knattspyrnu. Slæm byrjun Íslandsmeistara Vals er það sem stendur uppúr þegar úrslit og staða deildarinnar eru skoðuð. Valsmenn náðu naumlega jafntefli gegn Víkingi, töpuðu fyrir KA á Ak- ureyri, og biðu síðan sinn fyrsta ósigur á heimavelli í 25 leikjum í deildinni þegar nýliðar Skagamanna komu, sáu og sigruðu þá á Hlíðar- enda á laugardagskvöldið. Þeir eru með eitt stig eftir leiki gegn þremur liðum sem reiknað hefur verið með að verði um eða fyrir neðan miðja deild. „Krísa á Hlíðarenda“ og fleira í þeim dúr hefur verið í umræðunni að undanförnu. Vissulega hefur margt verið að hjá Valsliðinu í þess- um fyrstu leikjum, ef miðað er við gengi þess undanfarin tvö ár og liðs- auka sem það fékk í vetur. Það er hinsvegar rétt að minna á að ein- ungis þrjár umferðir eru búnar og ef horft er til síðasta tímabils unnu Valsmenn einn af fyrstu fimm leikj- um sínum. Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson þekkja því mæta vel hvað það er að byrja tíma- bil á lítilli stigasöfnun. Þeir voru samt komnir á toppinn í áttundu umferð í fyrra og stóðu uppi sem meistarar annað árið í röð. Gefum þeim aðeins meira svigrúm áður en við förum að tala um alvörukrísu í þeirra herbúðum. Góð byrjun Skagamanna er það sem að öðru leyti hefur vakið mesta athygli í byrjun móts. Það sást í vet- ur að nýliðarnir frá Akranesi myndu mæta sterkir til leiks og sjö stig segja allt um það. Viðureign þeirra gegn FH á Akranesvelli annað kvöld verður heldur betur áhugaverð en þar mætast tvö lið sem þegar eru komin með 7 stig í sarpinn. Breiðablik trónir þó á toppnum með 7 stig. Blikar rifu sig heldur betur upp eftir að hafa náð naum- lega jafntefli við HK og unnu sann- færandi sigur á Víkingum. Markheppni miðvörðurinn  Miðvörðurinn Óttar Bjarni Guðmundsson er leikmaður 3. um- ferðar hjá Morgunblaðinu fyrir frammistöðu sína með ÍA í sigrinum á Val á Hlíðarenda, 2:1. Óttar kom til ÍA frá Stjörnunni fyrir þetta tímabil og hafði aldrei náð að skora mark í 34 leikjum í efstu deild, sautján með Stjörnunni og 17 með Leikni úr Reykjavík. Hann hefur heldur betur breytt því. Óttar, sem hefur verið í stóru hlut- verki í varnarleik ÍA í fyrstu leikjum tímabilsins, hitaði upp með því að skora í 3:0 sigri á Augnabliki í 32ja liða úrslitum bikarkeppninnar og er síðan búinn að skora jöfnunarmark ÍA gegn Fylki í uppbótartíma í 2. umferð Pepsi Max-deildarinnar, og svo skallamarkið gegn Val. Óttar er 29 ára gamall og var síð- ustu tvö ár aðallega varamaður fyrir miðverði Stjörnunnar, Daníel Lax- dal og Brynjar Gauta Guðjónsson. Fram að því lék hann með Leikni og var lykilmaður í ævintýri Breið- holtsliðsins þegar það vann sér sæti í úrvalsdeildinni haustið 2014 og lék þar í fyrsta og eina skiptið árið 2015. Kolbeinn þakkaði traustið  Kolbeinn Þórðarson sóknar- maður úr Breiðabliki var besti ungi leikmaðurinn í 2. umferð deildar- innar að mati Morgunblaðsins. Kol- beinn kom inná sem varamaður í fyrstu tveimur leikjum Blika, skor- aði í 2:0 sigri í Grindavík og lagði upp jöfnunarmark gegn HK í lok uppbótartíma, 2:2, í annarri umferð. Gegn Víkingi á föstudagskvöldið var Kolbeinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Ágústs Þórs Gylfasonar og þakkaði traustið með því að skora tvö mörk og eiga prýðisleik sem skilaði hon- um tveimur M-um í einkunn hjá okkur. Kolbeinn er 19 ára gamall, uppal- inn hjá Breiðabliki, og spilaði tólf leiki í deildinni í fyrra, sex þeirra í byrjunarliðinu. Í vor hafði hann ekki náð að skora mark í 19 leikjum í efstu deild en hefur heldur betur bætt úr því og er einn af fjórum leik- mönnum sem hafa skorað 3 mörk í fyrstu þremur umferðunum.  Halldór Orri Björnsson úr FH er einn þeirra fjögurra sem hafa skorað 3 mörk í deildinni en hann gerði tvö mörk í sigrinum á KA, 3:2. Halldór hafði ekki náð að skora mark fyrir FH í deildinni á tveimur tímabilum, en er nú með þrjú mörk í síðustu tveimur. Hann er marka- hæstur í sögu Stjörnunnar í efstu deild með 56 mörk, og einnig sá þriðji leikjahæsti með 146 leiki.  Hallgrímur Mar Steingrímsson úr KA og Nikolaj Hansen úr Víkingi eru hinir tveir sem hafa skorað þrjú mörk. Þeir hafa hvor um sig skorað í öllum þremur leikjum sinna liða.  Fjórða umferð deildarinnar fer fram í vikunni, fjórir leikir annað kvöld og tveir þeir síðustu á fimmtu- dagskvöld. HK mætir ÍBV í upp- gjöri tveggja neðstu liðanna í Kórn- um og stórleikurinn er tvímælalaust viðureign ÍA og FH á Akranesvelli annað kvöld. Víkingur tekur á móti Stjörnunni á Eimskipsvelli Þróttar og KA fær Breiðablik í heimsókn norður. Á fimmtudagskvöld leikur Grindavík við KR og Fylkir við Val. Lið umferðarinnarEinkunnagjöfi n 2019 Þessir eru með fl est M í einkunnagjöf Morgunblaðsins. Gefi ð er eitt M fyrir góðan leik, tvö M fyrir mjög góðan leik og þrjú M fyrir frábæran leik. Guðmundur Kristjánsson, FH 4 Óttar Bjarni Guðmundsson, ÍA 4 Björn Daníel Sverrisson, FH 3 Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 3 Jónatan Ingi Jónsson, FH 3 Kolbeinn Þórðarson, Breiðabliki 3 Óskar Örn Hauksson, KR 3 Sam Hewson, Fylki 3 Stefán Teitur Þórðarson, ÍA 3 Sölvi Geir Ottesen, Víkingi 3 Alexander H. Sigurðarson, Breiðabliki 2 Almarr Ormarsson, KA 2 Arnar Már Guðjónsson, ÍA 2 Arnar Freyr Ólafsson, HK 2 Aron Snær Friðriksson, Fylki 2 Aron Jóhannsson, Grindavík 2 Björn Berg Bryde, HK 2 Callum Williams, KA 2 Daði Ólafsson, Fylki 2 Daníel Hafsteinsson, KA 2 Einar Karl Ingvarsson, Val 2 Elfar Árni Aðalsteinsson, KA 2 Eyjólfur Héðinsson, Stjörnunni 2 ÍA 18 KR 17 FH 16 Breiðablik 15 KA 15 Víkingur R.14 Fylkir 13 Stjarnan 12 HK 12 Grindavík 10 Valur 9 ÍBV 8 Lið: Leikmenn: Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið umferðarinnar 23-4-3 Aron Snær Friðriksson Fylki Björn Daníel Sverrisson FH Höskuldur Gunnlaugsson Breiðabliki Aron Jóhannsson GrindavíkHilmar Árni Halldórsson Stjörnunni Halldór Orri Björnsson FH Tryggvi Hrafn Haraldsson ÍA (2) Finnur Orri Margeirsson KR Óttar Bjarni Guðmundsson ÍA Kolbeinn Þórðarson Breiðabliki Marcus Johansson ÍA 3. umferð í Pepsi Max-deild karla 2019 2 2 Finnur Orri Margeirsson, KR 2 Guðjón Baldvinsson, Stjörnunni 2 Gunnar Þór Gunnarsson, KR 2 Gunnar Þorsteinsson, Grindavík 2 Halldór Smári Sigurðsson, Víkingi 2 Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni 2 Höskuldur Gunnlaugsson, Breiðabliki 2 Júlíus Magnússon, Víkingi 2 Kennie Chopart, KR 2 Logi Tómasson, Víkingi 2 Marcus Johansson, ÍA 2 Martin Rauschenberg, Stjörnunni 2 Matt Garner, ÍBV 2 Ólafur Örn Eyjólfsson, HK 2 Pálmi Rafn Pálmason, KR 2 Rick ten Voorde, Víkingi 2 Tryggvi Hrafn Haraldsson, ÍA 2 Víðir Þorvarðarson, ÍBV 2 Er krísa á Hlíðarenda?  Valsmenn þekkja vel að byrja Íslandsmótið illa  Frískir nýliðar á Akranesi  Óttar Bjarni besti leikmaður 3. umferðar  Kolbeinn besti ungi leikmaðurinn Morgunblaðið/Ómar Skoraði Óttar Bjarni Guðmundsson hefur leikið vel í vörn ÍA og að auki skorað mikilvæg mörk fyrir liðið. PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til mánudagsins 20. maí. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími 569 1105, kata@mbl.is Blaðið verður með góðum upplýsingum um garðinn, pallinn, heita potta, sumarblómin, sumar- húsgögn og grill ásamt girnilegum uppskriftum. Garðar &grill fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 24. maí SÉRBLAÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.