Morgunblaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 23
Á gistiheimilinu sýndi amma okkur hvað hlýtt viðmót gæti skipt sköpum og listina að gefa af sér og tengjast fólki. Það var alltaf fullt hús á Flókó og í tvo áratugi var hún iðulega með barnabörn í vinnu, gistiheimilið varð sannkallað fjölskyldufyrir- tæki. Við lærðum góða vinnu- siði, amma fagnaði okkur með opnum faðmi, hvatti okkur óspart og við fórum aldrei heim frá henni svöng. Amma vann verk sín í hljóði, stóð við orð sín og það var allt- af hægt að stóla á hana. Amma var trygg vinkona, frábær fyr- irmynd og ég er henni ævinlega þakklát. Kristín Zoëga. Það eru margar minningar sem koma upp í hugann nú þeg- ar komið er að því að kveðja ömmu Kristínu. Það varð snemma sport að fá að skreppa ein í strætó á Flókó, enda gam- an að flakka um stórt húsið, nóg af verkefnum tengdum gistiheimilinu og amma átti alltaf eitthvað gott að borða. Þegar ég var í menntaskóla rölti ég gjarna yfir til ömmu, tók vaktina á meðan hún fór í sund eða átti bara gott spjall við ömmu um lífið og tilveruna. Amma var gjöful á hrós og hvatningu fyrir vinnusemi og góðan árangur í því sem ég tók mér fyrir hendur en hún var jafnframt ekkert að spara ráðin ef hún taldi þörf á. Mörg þeirra náðu í gegn og hafa reynst vel eins og að fara vel með, leggja fyrir, vera fylgin mér og sjálfri mér nóg. Amma lagði mikla áherslu á að ganga menntaveg- inn en hún var líka praktísk og tengdi ekki alveg við þá ákvörð- un mína að læra efnafræði en hún var á endanum mjög sátt þegar ég mætti með Stebba minn í heimsókn og þau náðu strax vel saman. Það er okkur fjölskyldunni sérstaklega eftirminnilegt þeg- ar hún heimsótti okkur til Sví- þjóðar og við fögnuðum 80 ára afmæli hennar í Tívolí í Köben. Meðal þess sem hún vildi gera í ferðinni var að fara í alvöru kjötbúð og elda með mér kjöt og kartöflur fyrir Stebba og stelpurnar, en hún vissi að það var ekki daglega á borðum hjá mér. Amma var alltaf áhuga- söm um það sem við tókum okkur fyrir hendur og naut þess að fá langömmustelpurnar í heimsókn og fá fréttir af því sem var að gerast í þeirra lífi. Og það var alveg ótrúlegt hve minni hennar var gott og hve vel hún fylgdist með allt fram á síðasta dag. Amma hefur nú kvatt okkur en minningarnar og góðu ráðin lifa áfram með okkur. Jóna, Stefán, Soffía, Karólína og Kristín Birna. Langömmu Kristínar verður sárt saknað. Hún var sterk, klár og góð kona. Hún var með stórt og hlýtt hjarta og tók á móti öllum með opnum örmum. Alveg frá því ég man eftir mér hafði langamma mikinn áhuga á okkur Tómasi. Það var gaman að koma í heimsókn á Skúlagöt- una og seinna meir á Hrafnistu. Hún gaf okkur heitar pönnu- kökur og súkkulaði. Hún sýndi okkur myndaalbúm og sagði okkur skemmtilegar sögur. Mér fannst mjög áhugavert að hlusta á langömmu tala um líf sitt og forna tíð. Hún gaf góðar ráðleggingar sem við eigum eft- ir að nota í gegnum lífið. Við gátum talað við hana um allt og spjall við langömmu breytti oft lífsviðhorfi mínu. Langamma dekraði við okk- ur, hún gaf okkur bækur, sæl- gæti og fréttir af öllum frænd- systkinum okkar. Hún prjónaði mikið fyrir okkur, peysur, húf- ur, vettlinga, trefla. Hún vildi passa upp á það að okkur yrði aldrei kalt. Það var alltaf leið- inlegt að kveðja langömmu en hún kvaddi okkur með kossa- flóði. Langamma hafði óbilandi minni, mundi öll símanúmer, heimilisföng og afmælisdaga allra 26 langömmubarna sinna. Þó að hún væri orðin blind gat hún hringt í okkur! Hún kunni að láta okkur brosa. Langamma Kristín kenndi mér margt og var góð fyrirmynd. Ég er stolt af að bera nafnið hennar og vona að ég verði jafn sterk og sjálfstæð kona og hún var. Svava Kristín Valfells. Um það leyti sem við Kristín kynntumst bjó amma hennar og nafna á Skúlagötu 20. Íbúðin var á næstefstu hæð vestan megin í húsinu, svalirnar sneru til suðurs, hún lét byrgja þær með gleri og sat þar oft í sól- inni. „En hvað er gaman að sjá ykkur,“ heilsaði hún okkur og bauð svo mat eða drykk. „Hvað er að frétta?“ spurði hún svo. Kristín kunni að spyrja. Hún spurði af umhyggju um hagi vina og vandamanna. Ekkert mannlegt var henni óviðkom- andi. Við góðar fréttir brosti hún, „en hvað það er gaman að heyra“. Við það sem fór miður sagði hún, „lífið snýr sér á alla kanta“. Enginn fylgdist heldur betur með fréttum. Hún var fróðleiksfús og spurði stöðugt um skoðanir og viðhorf til helstu málefna. Hvort ráð væri að kaupa gjaldeyri eða selja, hvort forseti Bandaríkjanna væri að standa sig, hvernig kaup Íslendinga á fyrirtækjum erlendis gætu gengið upp. Hin sókratíska aðferð var henni eðl- islæg. Hvert svar viðmælenda framkallaði iðulega nýja spurn- ingu uns hún hafði greint að henni fannst kjarna málsins, leyst mótsagnir og eytt óná- kvæmni, samræður snerust þá í rökræður um kosti og galla, or- sakir og afleiðingar. Fáum er gefin greind og skynsemi í sama mæli og ömmu Kristínu. Hún var mótuð í skóla lífsins en hafði samt alla burði til að vera prófessor við há- skóla. Fljótlega eftir að kynni okkar tókust varð mér á orði við farsælan mann í viðskipta- lífinu að eftir hvert samtal við Kristínu væri maður einhverju nær. „Hagfræðin hennar Stínu klikkar ekki,“ sagði hann, „þú getur bókað það“. Eftir að við fluttum til Bret- lands hringdi hún reglulega og heimsótti okkur í tvígang. Í fyrra skiptið á sólríkum heitum degi gekk hún yfir Hampstead Heath og til baka fótalúin en brosandi. Þrátt fyrir versnandi sjón prjónaði hún falleg teppi, húfur og vettlinga fyrir Svövu Kristínu og Tómas. Þegar Kristín (mín) veiktist alvarlega og fór í erfiða meðferð hringdi hún oft áhyggjufull. Henni varð rórra þegar hún frétti að nafna hennar svaraði meðferð. Í mörg ár á eftir að meðferð lauk hóf hún hvert samtal á spurningu um heilsu nöfnu sinnar. „Þetta er mikil Guðs mildi og krafta- verk,“ sagði hún sem var hverju orði sannara. Einhvern veginn fannst mér að við hefðum þekkst lengi. Kristín minnti mig á aðra af sömu kynslóð fædda á fyrri hluta síðustu aldar við ófull- komin kjör sem höfðu samt spjarað sig í sátt við Guð og menn. Sparsemi, nægjusemi og fyrirhyggja voru henni eðlis- læg. „Þau eru að mynda eign“ sagði hún um fólk sem var að gera upp gamalt hús, „það skil- ar sér“. Kristín var kristin og trúði af einlægni. Við ævilok var sál hennar tær eins og lindin óþrjótandi í Hugleiðingum Markúsar Árelíusar. Hún skildi ekki trúleysi mitt og gaf mér biblíu. Í henni stendur að í húsi Guðs séu margar vistarverur. Ef Kristín hefur rétt fyrir sér er henni ætlaðar fallegur stað- ur í næsta lífi, sólríkar svalir mót suðri umkringd sínum nán- ustu, hún á mikla auðlegð þar. Eftirlifendur í þessu lífi eru einnig ómælt ríkari af kynnum sínum af Kristínu Einarsdóttur. Sveinn Valfells. Fallin er frá merk kona, Kristín Einarsdóttir. Ef börn manns tengjast góðu fólki við hjúskap fáum við foreldrar oft líka happafeng. Slíkur happa- fengur var Kristín sannarlega, en hún var amma Helgu, tengdadóttur okkar Harðar. Kristín var fædd 1. maí árið 1924. Elsta barnabarn okkar, Áslaug Kristín dóttir Helgu, var fædd á 75 ára afmælisdegi Kristínar langömmu sinnar árið 1999. Upp frá því nutum við flestra afmælisdaga með Krist- ínu sem alltaf hélt veglega veislu enda afar gestrisin og góð heim að sækja. Fljótlega komu i ljós tengsl forfeðra for- eldra Áslaugar Kristínar – úr uppsveitum Suðurlands og voru þau tengsl gjarnan rifjuð upp. Þá var líka mjög gaman að heyra hana lýsa bændum og búaliði á Suðurlandi á síðustu öld enda var hún bæði minnug og margfróð. Kristín var mannblendin og þegar við heimsóttum hana seinustu árin á Hrafnistu í Reykjavík var gjarnan einhver á tali við hana. Oft hjálpaði hún líka og leiðbeindi nýkomnum til dvalar að venjast nýju um- hverfi. Allir virtust laðast fyr- irhafnarlaust að henni. Kristín talaði áreiðanlega aldrei illa um nokkurn mann. Einu sinni varð mér á að segja að einhver væri nú heldur leið- inlegur. Þá horfði hún fast í augu mér og þagði. Í annað sinn kom ég döpur til hennar úr annarri heimsókn á Hrafnistu. Þá veitti hún mér uppörvun og hvatningu sem ég gleymi aldr- ei. Kristin var falleg kona, svip- hrein, brosmild og yfir henni var blær heiðríkju. Hún lést á 95 ára afmælisdaginn sinn 1. maí síðastliðinn. Ég votta Fríðu, Antoni, Bjarna og allri fjölskyldu Krist- ínar dýpstu samúð. Guð blessi minningu hennar. Áslaug Ottesen. Fjórðungi bregður til fóst- urs, kemur mér í hug þegar ég kveð Stínu frænku, hún var alltumlykjandi alla mína barn- æsku, unglingsár, mótunarár og fullorðinsár. Ég flutti til hennar þegar ég fór í skóla til Reykjavíkur og bjó hjá henni í nokkur ár. Síðan er hún flutti í Kópavoginn átti ég athvarf þar og einnig þegar hún flutti á Flókagötuna. Hún fæddist rétt fyrir kreppuna miklu, missti föður sinn barn að aldri og þær mæðgur Sigfríður Gestsdóttir máttu berjast í gegnum þrengingar þessara ára. En hún fór í sveitina á sumrin til móðurforeldra minna og þar var hún öll sín unglings- ár, móðir mín sagði mér að vor- ið hefði komið í sveitina með Stínu frænku, hún var viljug, dugleg og hljóp hraðast allra. Hún fór ekki varhluta af erf- iðleikum, berklaveiki og maka- missi, en henni var gefið að leysa úr öllum málum á raun- hæfan hátt, hún var sigurvegari í orðsins fyllstu merkingu, og svo gaf hún samferðafólki sínu hlutdeild í sigrunum. Síðustu árin dvaldi hún á Hrafnistu og það var gefandi að heimsækja hana . Bauð í kaffi og kökur eins og hún hafði allt- af gert og vildi vita allt um frændfólkið, mundi alla afmæl- isdaga og hafði áhuga á hvernig unga fólkinu reiddi af. Hún fylgdist með þjóðmálum og spurði spurninga, hafði skoð- anir en var fordómalaus. Af hennar fundi kom ég bjartsýnni og betur í stakk bú- inn að takast á við dagsins önn. Þorbjörn Sigurðsson. Ég kynntist Kristínu árið 1988. Dóttir hennar, Fríða, sem hafði búið nokkrum árum fyrr í heimabæ mínum nálægt Bost- on, hafði sagt mér að mamma hennar ræki gistihús, og það endaði með því að ég fékk ókeypis gistingu gegn því að hjálpa til við að reka gistihúsið, aðallega þegar það þurfti að tala ensku við útlenda gesti. Við urðum strax bestu vinkonur, enda fór mér mikið fram í ís- lensku með því að vera hjá henni. Eitt af því sem var sér- stakt við gistihús Kristínar á Flókagötunni var morgun- verðurinn. Hún gætti þess að hafa hann mikinn og fjölbreytt- an þannig að gestirnir fengju allir eitthvað við sitt hæfi. Þetta var ekki sjálfgefið á gististöðum á þessum tíma. Við Kristín skiptumst líka á matarupp- skriftum, og það reyndist stundum mjög vel: einu sinni týndi ég uppskrift, en mörgum árum seinna fór ég í heimsókn til Kristínar sem, eins og venju- lega, bar fram mjög góðan mat. Í þetta skipti vildi ég, eftir venju, fá uppskriftina, en þá svaraði hún: „En þú gafst mér hana!“ Þá var gamla, góða upp- skriftin komin í leitirnar, Krist- ín hafði aðeins breytt henni svolítið. Það má draga þann lærdóm af sögunni að maður eigi aldrei að vera tregur til að deila mataruppskriftum! Ég á aðra matartengda minningu um Kristínu. Hún varð ein af þeim fyrstu hér á landi til að eignast örbylgjuofn og mér til mikillar ánægju gat ég kennt henni að nýta hann til að sjóða lax. Þetta ár sem ég var hjá Kristínu var ég frekar peninga- laus og hún var jafnfegin og ég þegar ég festi kaup á góðri leð- urtösku í nytjamarkaði sem var á Skólavörðustíg í þá daga. Taskan hefur dugað mér vel í gegnum árin og var ég með hana í hvert skipti sem ég kom til Íslands. Kristínu var alltaf mikið skemmt þegar ég kom í heimsókn með töskuna góðu. Nú er ég alflutt til landsins og nú ætla ég að mæta með töskuna til jarðarfarar hennar. Kristín var indæl kona sem lifði langa og gefandi ævi. Ég sendi fjölskyldu hennar og vinum innilegar samúðarkveðjur. Margaret Cormack. Fallin er frá Kristín Einars- dóttir sómakona á 95 ára af- mælisdeginum sínum þann 1. maí síðastliðinn. Kristín var sannkallaður frumkvöðull en hún rak um langt skeið Gistiheimilið Flóka- götu 1, þar sem hún bjó ásamt Helga seinni manni sínum og leigði út 10 herbergi í húsinu. Á þessum árum voru einungis nokkur hótel og gistiheimili í Reykjavík og björtustu spár töluðu um að líklega myndu 200.000 ferðamenn heimsækja Ísland á ári í framtíðinni. Ég var svo lánsöm að fá að vinna á Flókagötunni í nokkur sumur frá miðjum níunda ára- tugnum og var það einstaklega góður skóli á marga vegu. Kristín var sérstaklega gestris- in kona og tók á móti öllum þeim sem gistu hjá henni sem sínum prívat gestum. Hún gerði allt í sínu valdi til að gera dvöl gestanna sem ánægjulegasta, gaf sér tíma til þess að spjalla við alla á einfaldri ensku og það var alúð og natni í öllu því sem hún gerði. Það má segja að hún hafi verið einstaklega fær í mannlegum samskiptum. Hún var ákveðin og vissi upp á hár hvað hún vildi en fékk sínu framgengt með mildi og stakri ró. Hún var óspör á hrós og jós lofi á störf okkar unglinganna sem vorum að vinna hjá henni og kunni að meta það sem við gerðum þannig að maður vildi alltaf gera betur og leggja sig fram eins vel fram eins og mað- ur gat. Kristín treysti okkur líka fyrir verkefnum sem að val- defldu okkur og kenndi okkur heilmikið um fjármál enda var hún séð í þeim og hafði farið sínar eigin leiðir sem oft voru óhefðbundnar, sérstaklega hjá konum á þessum tíma. Kristín var bæði afskaplega vel gerð og einnig vel gefin manneskja og hefði svo sann- arlega getað lært hvað sem er. Lífshlaup hennar var ekki auðvelt. Hún hafði veikst af berklum og stóð ung uppi sem ekkja þriggja barna, en aldrei upplifði ég biturð eða þyngsli vegna þess harðræðis sem hún hafði mátt þola. Kristín var glaðlynd og félagslynd og ein- staklega vinnusöm enda voru dagarnir á Flókagötunni langir og gestirnir hluti af heimilinu. Hún var trúuð og naut þess að taka þátt í starfinu í Hall- grímskirkju ásamt Helga en hún var að sama skapi einstak- lega opin og fræddi mig og gaf mér líka bækur um jóga og austræna heimspeki. Kristín fylgdist alla tíð af- skaplega vel með þjóðlífinu og var mun betur að sér í stjórn- og dægurmálum langt framyfir nírætt heldur en flestir þeir sem ég þekki. Hún fylgist líka einstaklega vel með fólkinu sínu og var stolt af ykkur af- komendum sínum. Elsku Kristín mín – ég þakka þér fyrir einstaka vin- áttu, hvatningu og hlýju í gegn- um öll árin. Þú varst mér mikil fyrirmynd og snertir líf allra þeirra sem umgengust þig. Blessuð sé minning Kristínar Einarsdóttur. Guðrún Helga Jónasdóttir. MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2019 Við skólafélagar Höskuldar kölluðum hann gjarnan okkar á milli Höska röska. Þetta var jákvæð og lýsandi nafn- bót, maðurinn var okkur hinum um svo margt fremri. Einstakur að at- gjörvi, dagfarshress, skemmtileg- ur, uppátækjasamur, vel gefinn og vel máli farinn. Svo hafði hann lík- Höskuldur Sveinsson ✝ HöskuldurSveinsson fæddist 26. júlí 1954. Hann lést 25. apríl 2019. Útför Höskuldar fór fram 10. maí 2019. amsbyggingu sem hefði getað gert hvaða grískan guð sem er grænan af öf- und og sem best get- að verið fyrirmynd helstu hetjulýsinga Íslendingasagnanna. Enda allt vol og væl víðsfjarri Höskuldi. Það einkenni hans átti eftir að fylgja honum til hans síð- asta andartaks. Haldinn ólæknandi sjúkdómi, þar sem spurningin var ekki hvort heldur einungis hvenær, hélt hann kúlinu allan sinn sjúk- dómsferil. Góður heim að sækja, hnyttinn í tilsvörum og aldrei djúpt á húmornum sem gat verið eins svartur og hárið. Fylgdist vel með öllu sem var að gerast í vinahópi og umhverfi þrátt fyrir erfiða aðstöðu, hafði afburða minni og kom manni sífellt á óvart með skensi. En um- fram allt kvartaði hann aldrei yfir sínu hlutskipti. Á þennan hátt verður Höskuld- ar minnst. Hann verður okkur venjulegum mönnum áminning þegar við fjargviðrumst yfir ein- hverju mótlæti, sem er þó lítilræði miðað við það sem sumir mega þola. En umfram allt verður Höski röski okkur lifandi fyrirmynd um það hvernig lita má sitt umhverfi og gefa af sér við erfiðustu hugs- anlegar aðstæður og óbreytanleg- an dóm sem blasti við eftir að sjúk- dómsins varð vart. Fjölskyldu Höskuldar votta ég samúð mína og um leið aðdáun fyr- ir frábæra umönnun í veikindum hans. Jón Baldur. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BALDUR ÁGÚSTSSON, Strikinu 12, Garðabæ, lést miðvikudaginn 1. maí. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 28. maí og hefst athöfnin klukkan 15. Halla Elín Baldursdóttir Helga Guðbjörg Baldursd. Gísli Baldur Garðarsson Ágúst Baldursson Sigurlín Baldursdóttir Guðjón Ómar Davíðsson barnabörn og langafabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR áður til heimilis að Smáraflöt 46 í Garðabæ, lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu í Boðaþingi föstudaginn 10. maí. Útför hennar verður gerð frá Garðakirkju föstudaginn 17. maí klukkan 11. Sigurður Bárðarson Einar Sigurðsson Kristín Ingólfsdóttir Stefanía Sigurðardóttir Andreas Resch Helgi Steinar Sigurðsson Robin Miller Gunnar Tjörvi Sigurðsson Hilda Björk Indriðadóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.