Morgunblaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 34
34 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2019 HANDBOLTI Austurríki Undanúrslit, annar leikur: West Wien – Alpla Hard ..................... 29:22  Viggó Kristjánsson skoraði 8 mörk fyrir West Wien, Ólafur Bjarki Ragnarsson 5 og Guðmundur Hólmar Helgason 1.  Staðan er jöfn, 1:1. Frakkland JL Bourg – Nanterre .......................... 75:70  Haukur Helgi Pálsson lék í 29 mínútur fyrir Nanterre,skoraði ekki stig, tók 3 frá- köst og átti 2 stoðsendingar. Argentína Mercedes – Regatas ............................ 99:78  Ægir Þór Steinarsson skoraði 8 stig fyr- ir Regatas og átti 2 stoðsendingar. Úrslitakeppni NBA Austurdeild, undanúrslit: Toronto – Philadelphia ........................ 92:90  Toronto sigraði 4:3 og mætir Milwaukee í úrslitum. KÖRFUBOLTI KNATTSPYRNA Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin: Origo-völlur: Valur – Stjarnan ............ 19.15 Mjólkurbikar kvenna, 2. umferð: Eimskipsvöllur: Þróttur R. – Haukar ..... 19 Kaplakriki: FH – ÍA.................................. 19 HANDKNATTLEIKUR Fyrsti úrslitaleikur karla: Schenker-höll: Haukar – Selfoss ........ 18.30 Í KVÖLD! Viggó Kristjáns- son átta góðan leik með West Wien í gærkvöldi þegar liðið vann Alpla Hard, 29:22, í annarri viðureign lið- anna í undan- úrslitum austur- rísku 1. deildar- innar í hand- knattleik. Viggó skoraði 8 mörk, Ólafur Bjarki Ragnarsson 5 og Guðmundur Helgason 1. West Wien jafnaði metin í rimmunni 1:1. Sjö marka heimasigur Viggó Kristjánsson KEFLAVÍK/KÓRINN/ ÁRBÆR Jóhann Ingi Hafþórsson Bjarni Helgason Guðmundur Hilmarsson Íslands- og bikarmeistarar Breiða- bliks unnu sannfærandi 3:0-útisigur á Keflavík í 3. umferð úrvalsdeildar kvenna í fótbolta í gærkvöldi, Pepsi Max-deildinni. Breiðablik er því með fullt hús stiga og byrjar titil- vörnina af krafti. Staðan í hálfleik var 1:0, en Breiðablik hefði getað skorað mun fleiri mörk í hálf- leiknum. Hvað eftir annað skapaði liðið sér fín færi, en illa gekk að hitta á markið. Um leið og Agla María Alberts- dóttir skoraði fyrsta markið á 38. mínútu var hins vegar ljóst í hvað stefndi. Hildur Antonsdóttir og Berglind Björg Þorvalsdóttir bættu við mörkum í seinni hálfleik og var sigurinn aldrei í hættu. Það var við hæfi að Agla María skoraði fyrsta markið, því hún var stórhættuleg allan leikinn. Keflvíkingum leið illa þegar hún var með boltann og var hún ófeimin við að sækja á markið. Agla lagði einnig upp annað markið og spilaði í heild glimrandi vel, þótt hún hafi ekki nýtt vítaspyrnu í seinni hálfleik. Agla hefur sjaldan eða aldrei leikið eins vel og í upp- hafi leiktíðar. Alexandra Jóhannsdóttir og Hildur Antonsdóttir stýrðu miðj- unni þar fyrir aftan og Berglind Björg Þorvalsdóttir virðist alltaf skora. Marki Breiðabliks var sjald- an ógnað og náði Keflavík ekki að skapa sér gott færi í leiknum. Sveindís Jane Jónsdóttir var frá vegna meiðsla og vantaði því meiri ógn fram á við hjá Keflavíkur- konum. Keflavík gat helst þakkað Katrínu Hönnu Hauksdóttur í markinu fyrir að mörkin urðu ekki fleiri. Hún varði oft á tíðum afar vel og þar á meðal vítaspyrnuna frá Öglu. Spilamennska Breiðabliks er framhald á síðasta sumri. Með stórhættulega leikmenn fram á við sem alltaf valda usla, sterka miðju og örugga vörn. Þar fyrir aftan hefur Sonný Lára Þráinsdóttir stundum lítið að gera í markinu. Keflavík er enn án stiga, en liðið varðist þokkalega stóran hluta leiks og getur tekið eitthvað jákvætt út úr erfiðu verkefni. Niðurstaða Keflavíkur ræðst ekki á leikjum við lið eins og Breiðablik, en hægt er að nýta leik gærkvöldsins í fram- haldið. Rapp var á skotskónum Fyrsti sigur Selfoss í deildinni kom gegn HK/Víkingi í Kórnum í gær. Leiknum lauk með 1:0-sigri Selfyssinga en það var Grace Rapp sem skoraði sigurmark á 80. mín- útu. Selfyssingar fengu tvö frábær færi til þess að komast yfir í fyrri hálfleik en tókst ekki að skora og staðan í hálfleik markalaus. Eftir tvö sláarskot í síðari hálfleik fór boltinn loksins í netið hjá Selfyss- ingum þegar Grace Rapp kláraði í nærhornið af stuttu færi eftir frá- bæran undirbúning Barbáru Sólar Gísladóttur. HK/Víkings stúlkur sköpuðu sér ekki mörg marktækifæri í leiknum og þær ógnuðu einna helst úr föst- um leikatriðum. Liðið fékk nokkrar álitlegar skyndisóknir til þess að skora en alltaf klikkaði síðasta sendingin. Varnarleikur liðsins var góður og Eygló Þorsteinsdóttir átti fínan leik á miðjunni en liðið skorti gæði fram á við til þess að koma inn marki. Selfyssingar voru sterkari aðilinn í leiknum og allt annað en sigur hefði verið vonbrigði fyrir liðið. Ef Selfoss hefði nýtt færin sín hefði leikurinn hæglega getað endað 5:0- fyrir Selfossi en liðið þarf að gera betur á síðasta þriðjungi vallarins. Sóknarleikurinn hrökk í gang þeg- ar Barbára Sól fór úr hægri bak- verðinum á hægri kantinn og óskiljanlegt að Alfreð Elías ákveði að skipa hana sem hægri bakvörð leik eftir leik enda einn besti sókn- armaður liðsins. Sóknarlega er HK/Víkingur í basli en liðið hefur aðeins skorað eitt mark í sumar. Þórhallur Vík- ingsson þarf að finna svör í sókn- arleiknum sínum og liðið hans verður að skora mörk ef þær ætla sér ekki niður um deild. Selfyss- ingar eiga ennþá eftir að stilla bet- ur saman strengi sína en þegar lið- ið er á deginum sínum og nýtir færin sín geta Selfyssingar hæg- lega staðið í sterkustu liðum deild- arinnar. Annar sigur Fylkis Nýliðar Fylkis byrja tímabilið í deild þeirra bestu ljómandi vel en Fylkir hafði betur gegn KR 2:1 á heimavelli sínum og er Árbæjar- liðið þar með komið með sex stig eftir þrjá fyrstu leiki sína. KR- ingar eru hins vegar ekki komnir á blað en Vesturbæjarliðinu tókst þó að skora sitt fyrsta mark í deildinni á tímabilinu. Fylkir var sterkari aðilinn lengi vel en KR sótti í sig veðrið á loka- kafla leiksins og gerði heiðarlega tilraun til að ná að jafna metin en tókst það ekki. Hulda Hrund Arnarsdóttir kom Fylki í forystu á 16. mínútu þegar hún skaut boltanum yfir Agnesi Þóru Árnadóttur, markvörð KR, af um 25 metra færi. Skotið var gott hjá Huldu en Agnes stóð of fram- arlega í markinu og náði ekki til boltans. Þremur mínútum fyrir leikhlé bætti hin 17 ára gamla Ída Marín við öðru marki fyrir Fylki af stuttu færi eftir góðan undirbúning Mariju Radojicic. Ída á ekki langt að sækja hæfileikana en faðir hennar er Hermann Hreiðarsson, fyrrverandi landsliðsmaður og at- vinnumaður, og móðir hennar er Ragna Lóa Stefánsdóttir, fyrrver- andi landsliðskona. Fylkir hélt góðum tökum á leikn- um fyrri hlutann í seinni hálfleik en KR-liðið vann sig jafnt og þétt inn í leikinn og Guðmunda Brynja Óla- dóttir gaf því von þegar hún minnkaði muninn á 78. mínútu með hörkuskoti utarlega úr teignum. Fylki tókst að halda fengnum hlut og fagnaði sætum sigri en KR þarf að bíða eitthvað lengur til þess að komast á blað. Byrja titilvörnina af krafti  Sannfærandi sigur Breiðabliks  Agla María sjaldan spilað betur  Mörkin hefðu getað orðið fleiri  Nýliðar Fylkis byrja vel  Fyrsti sigur Selfoss Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Boltinn Ída Marín Hermannsdóttir, Fylki, sætir færis að ná boltanum af Ásdísi Karen Halldórsdóttur og Guðmundu Brynju Óladóttur, KR-ingum. Keflavík – Breiðablik 0:3 0:1 Agla María Albertsdóttir 38.. 0:2 Hildur Antonsdóttir 54. 0:3 Berglind Björg Þorvaldsd. 72. I Gul spjöldNatasha, Þóra Kristín (Keflavík), Heiðdís (Breiðabliki) MM Agla María Albertsdóttir (Breið.) M Katrín Hanna Hauksdóttir (Kef.) Þóra Kristín Klemensd. (Kef.) Aníta Lind Daníelsdóttir (Kefl.) Karólína L. Vilhjálmsd. (Breið.) Berglind B. Þorvaldsd. (Breið.) Ásta Eir Árnadóttir (Breiðabliki) Alexandra Jóhannsdóttir (Breið.) Hildur Antonsdóttir (Breiðabliki) Dómari: Elías Ingi Árnason, 7. HK/Víkingur – Selfoss 0:1 0:1 Grace Rapp 81. I Gul spjöldEygló (HK/Vík.), Magda- lena (Selfossi) KEFLAVÍK – BREIÐABLIK 0:3 HK/VÍKINGUR – SELFOSS 0:1 FYLKIR – KR 2:1 M Grace Rapp (Selfossi) Magdalena A. Reimus (Selfossi) Barbára Sól Gísladóttir (Self.) Anna M. Friðgeirsdóttir (Self.) Cassie Boren (Selfossi) Halla Hinriksdóttir (HK/Víkingi) Gígja V. Harðardóttir (HK/Vík.) Eygló Þorsteinsdóttir (HK/Vík.) Tinna Óðinsdóttir (HK/Víkingi) Dómari: Bryngeir Valdimarsson, 6. Fylkir – KR 2:1 1:0 Hulda Hrund Arnarsdóttir 16. 2:0 Ída Marín Hermannsd. 42. 2:1 Guðmunda Brynja Ólad. 78. I Gul spjöldIngunn (KR) M Cecilia Rán Rúnarsdóttir (Fylki) Ída Marín Hermannsdóttir (Fylki) Hulda Hrund Arnarsdóttir (Fylki) Maria Radojicic (Fylki) Ásdís Karen Halldórsdóttir (KR) Katrín Ómarsdóttir (KR) Guðmunda Brynja Óladóttir (KR) Dómari: Atli Haukur Arnarsson, 6.Við framleiðum lausnir Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is TENGISTYKKIN Dvergarnir R Skoðið nýju heimas íðuna islands hus.is FÁST Í BYGGINGA-VÖRUVERSLUNUM Sérsmíðuð tengistykki á dvergana léttir vinnuna – margar tegundir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.