Morgunblaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2019 PFAFF • Grensásvegi 13 • 108 Reykjavík • Sími: 414 0400 • www.pfaff.is – þegar gæði og ending skipta máli. síma- og tölvuh eyrna rtólSENNHEISE R 14. maí 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 121.89 122.47 122.18 Sterlingspund 158.73 159.51 159.12 Kanadadalur 90.56 91.1 90.83 Dönsk króna 18.323 18.431 18.377 Norsk króna 13.946 14.028 13.987 Sænsk króna 12.668 12.742 12.705 Svissn. franki 120.14 120.82 120.48 Japanskt jen 1.1089 1.1153 1.1121 SDR 168.87 169.87 169.37 Evra 136.82 137.58 137.2 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.3063 Hrávöruverð Gull 1285.4 ($/únsa) Ál 1764.0 ($/tonn) LME Hráolía 70.45 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Seðlabanki Íslands hefur greint frá því að boðuð skýrsla á hans vegum um neyðarlánið sem bankinn veitti Kaupþingi í október 2008 upp á 500 milljónir evra frestist um a.m.k. 10 daga frá áður áætlaðri birtingu. Þann 30. apríl greindi Morgunblaðið frá því að skýrslan myndi koma út í dag, 14. maí, en samkvæmt upplýsingum frá bankanum þarf að fresta skýrslunni þar sem viðræður standa enn við aðila er- lendis um birtingu upplýsinga. Þá segir bankinn að væntanlega verði hægt að birta skýrsluna eftir næstu vaxta- ákvörðun, þ.e. 23. eða 24. maí. Í skýrslunni er einnig ætlunin að varpa ljósi á sölu SÍ á FIH-bankanum en neyðarlánið var veitt gegn allsherjar- veði í honum á sínum tíma. Seðlabankinn boðaði ritun skýrsl- unnar árið 2015. Margoft síðan hefur því verið lýst yfir að birting hennar væri á næsta leiti. Seðlabankaskýrsla frestast enn STUTT Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Nálægt þrjú þúsund manns hafa náð í app markaðstorgsins Noona á að- eins einni viku, en með appinu getur almenningur bókað tíma hjá 100 ólíkum þjónustu- fyrirtækjum. Á markaðs- torginu, sem einnig er vefur, má finna margar af vinsælustu hárgreiðslustof- um, snyrtistofum, sálfræðistofum, kírópraktorstof- um og nuddstof- um landsins, að sögn Kjartans Þórissonar, stofnanda og stjórnarformanns fyrirtækisins. Appið byggist á forritinu Tímatal sem hefur verið í þróun síðastliðin fimm ár, en það er skipulags- og tímaskráningarkerfi sem fyrirtæki nota innbyrðis. Þar skrá starfsmenn tíma sem þeir hafa bókað fram í tím- ann, og alla viðskiptavini sem hafa bókað tíma. Hafa íslensk fyrirtæki að sögn Kjartans bókað tæplega milljón tíma í gegnum kerfið frá því það kom á markaðinn. „Ég settist niður til að skrifa Tímatal þegar ég var 18 ára gamall nemi í Verslunar- skólanum. Upphafið var þannig að eigandi hárgreiðslustofunnar Sjopp- unnar hafði samband við mig og bað mig að smíða svona kerfi. Núna fimm árum seinna hefur teymið stækkað og ég starfa að þessu með tveimur af bestu vinum mínum.“ Óraði ekki fyrir umfanginu Hann segir að á þeim tíma þegar hann byrjaði að skrifa Tímatal hafi hann ekki órað fyrir því að verkefnið myndi verða jafn umfangsmikið og raunin varð. „Fólk tók strax vel í þetta, og þetta spurðist út. Þetta fór svo að dreifast enn víðar þegar Jón Hilmar Karlsson kom í teymið og fór að sjá um sölumennskuna.“ Kjartan segir að allt frá byrjun hafi rík áhersla verið lögð á að hlusta grannt á viðskiptavini og vinna náið með þeim. „Það viðhorf hefur komið okkur alveg ótrúlega langt.“ Fyrirtækið hefur lengst af vaxið innri vexti, en nýverið kom nýtt fé inn í fyrirtækið í formi skuldabréfa- láns með breytirétti í hlutafé. „Við erum núna fluttir í nýjar skrifstofur og erum að leita að hæfileikaríku fólki til að stækka teymið og hjálpa okkur að fylgja þessu eftir.“ Spurður um muninn á Tímatali, sem um 170 fyrirtæki nota, og Noona, segir Kjartan að Tímatal sé innra kerfi fyrirtækjanna, en Noona sé glugginn inn í það kerfi fyrir al- menning. „Ég og þú getum núna bókað beint lausa tíma hjá þessum fyrirtækjum sem eru með lausnina, því Tímatal veit allt um hvenær tímar eru lausir. Þú getur bókað tíma í klippingu, nudd, golfherminn eða hjá sálfræðingi jafnvel þó að lok- að sé hjá fyrirtækinu. Þú getur svo séð alla tíma sem þú átt bókaða í framtíðinni og ef eitthvað kemur upp á getur þú líka afbókað.“ Kjartan telur að í framtíðinni muni fólk hætta að bóka tíma í gegn- um síma. „Ég held að það verði smátt og smátt úrelt fyrirkomulag. Við sjáum núna mikinn vöxt í net- bókunum hjá okkur, en þær hafa meira en tvöfaldast á seinustu 12 mánuðum. Þetta sparar tíma bæði fyrir starfsmenn og almenning. Þeg- ar slíkar lausnir koma fram á sjónar- sviðið eru þær oft mjög fljótar að hasla sér völl.“ Spurður um markhópinn segist Kjartan hafa fundið að þessi smærri fyrirtæki eigi oft ekki peninga til að reka eigin tæknideild. „Við viljum vera tækniarmur fyrir þau.“ Hann bætir við að þó að flest fyrir- tækin í viðskiptavinahópnum séu smærri þjónustufyrirtæki, þá eru einnig stærri félög inn á milli, eins og bílaumboðið Hekla. „Stærri fyrir- tækin eru meira og meira að átta sig á gildi þessara lausna.“ Þúsundir náðu í þjónustu- appið Noona á einni viku Skipulag Hægt er að bóka margvíslega þjónustu fram í tímann. Tímabókanir » Eigendur Tímatals og Noona eru Kjartan Þórisson, Jón Hilmar Karlsson og Gunnar Torfi Steinarsson. » 180 íslensk þjónustufyrir- tæki hafa bókað rúmlega millj- ón tíma í gegnum Tímatal. » Rúmlega 60.000 tímar eru bókaðir í hverjum mánuði, þar af 6.000 í gegnum markaðs- torgs-arm Tímatals: Noona.  Telja að bókanir í gegnum síma verði brátt úreltar  Fengu fjármagn nýlega Kjartan Þórisson Fyrirtækið Umbúðir & Ráðgjöf hef- ur fest kaup á Pappír hf. Samúel Guðmundsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir tilganginn með kaupunum vera að styrkja vöru- framboð félagsins með sérstaka áherslu á umhverfisvænar lausnir og stækka um leið viðskiptavinahópinn. „Við keyptum Umbúðir & Ráðgjöf snemma árs í fyrra. Sá rekstur hefur gengið vel. Nú erum við að nýta tækifærið til þess að halda áfram að vaxa,“ segir Samúel við Morgunblað- ið. Sóknarfæri í pappír Að sögn Samúels er fyrirtækið að stíga inn á nýjan markað með um- verfisvænum lausnum. Er stefnan að nýta hratt þau sóknarfæri á mark- aðnum sem bjóðast. „Þarna erum við að kaupa fyrirtæki sem hefur selt bréfpoka til minni aðila í 30 ár. Við höfum ekki verið þar. Við höfum ver- ið að þjónusta stærri matvælafyrir- tæki,“ segir Samúel. Umbúðir & Ráðgjöf var stofnað árið 2001 og býður upp á alhliða lausnir fyrir matvælaframleiðendur hér á landi. Pappír hf. var stofnað ár- ið 1988 af Sigurði Jónssyni og fjöl- skyldu sem hafa alla tíð starfað við reksturinn. Fyrirtækið hefur sér- hæft sig í sölu á búðarkassa-, reikni- véla- og posarúllum, auk sölu á um- búðapappír, apótekarapokum og pappírsburðarpokum. Pappír hf. hefur einnig annast alla dreifingu til viðskiptavina. peturh@mbl.is Pokar Pappír hf. selur m.a. pappírs- burðarpoka til verslana. Festa kaup á Pappír hf.  Fyrirtækið Umbúðir & Ráðgjöf breikkar vöruúrval

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.