Morgunblaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2019 ✝ Elsa JónaTheódórs- dóttir fæddist 20. nóvember 1929 í Byggðarhorni, Sandvíkurhr., Árn. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Grund 3. maí 2019. Foreldrar henn- ar voru Margrét Gissurardóttir ljósmóðir, f. 6. júlí 1904 í Byggðarhorni, d. 17. maí 1985, og Theódór Jónsson, skipstjóri í Boston, Mass. í Bandaríkj- unum, f. 17. ágúst 1898 í Holtsmúla, Landmannahr., Rang., d. 25. febrúar 1975. Elsa Jóna giftist 7. apríl 1951 Lúðvík Hjaltasyni, skrif- stofumanni og leikara, f. 11. febrúar 1924, d. 7. júlí 1953. Synir þeirra: Hjalti Garðar, f. 29. desember 1961, maki Þór- mundur Bergsson. Börn: Berg- ur, Einar og Ólöf Helga. Ein- ar, f. 9. ágúst 1965, maki Steinunn Helga Agnarsdóttir. Börn: Guðbjörg Helga og Mar- grét Elsa. Elsa Jóna ólst upp í Byggðarhorni og á Selfossi. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Ingimarsskóla í Reykjavík. Elsa Jóna útskrifaðist frá Fóstruskóla Íslands 1958. Hún starfaði sem fóstra í Reykjavík um áratuga skeið; á ýmsum leikskólum og dag- heimilum 1960-1969, Efri-Hlíð 1969-1974, Austurborg 1974- 1978, forstöðukona Baróns- borgar 1978-1979, eftirlits- fóstra með gæsluvöllum Reykjavíkur 1979-1981, og 1983-1985, forstöðukona Álfta- borgar 1981-1983 og við um- sjón með dagmæðrum á Dag- vist barna í Reykjavík frá 1985 og til starfsloka árið 1999. Útför Elsu Jónu fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 14. maí 2019, athöfnin hefst klukkan 15. 23. janúar 1951, maki Ólafía Jóna Eiríksdóttir. Börn: Nína Kristbjörg, Hugrún Elfa og Valdís Eva. Theó- dór, f. 23. janúar 1952, maki Elísa- bet Jóhannsdóttir. Börn: Lilja Huld, Elsa, Anna Freyja og Þóra Margrét. Langömmubörn Elsu Jónu eru níu talsins. Elsa Jóna giftist 16. desem- ber 1960 Einari Laxness, cand. mag., sagnfræðingi, f. 9. ágúst 1931, d. 23. maí 2016. Börn þeirra: Sigríður, f. 13. mars 1958, maki Paolo Turchi. Börn: Ingibjörg Elsa og Jó- hann. Halldór, f. 18. sept- ember 1959, maki Kristin Mckirdy. Börn: Stefán Einar og Daníel Ronald. Margrét, f. Þá er tengdamóðir mín öll. Elsa var eiginlega bara ynd- isleg manneskja eins og ég þekkti hana. Góð við allt og alla. Bar jafnan blak af mönn- um og konum sem sættu gagn- rýni minna líka í hversdags- nöldrinu. Góð kona. Við áttum það sameiginlegt að vera „að austan“ – sem í okkar tilviki er Suðurlandið. Henni þótti vænt um Flóann, Holtin, Selfoss, mýrar og flat- lendi. Þar stóðum við saman. Kannski synd að við skyldum ekki slá saman í bústað „fyrir austan fjall“ – hefði líklega glatt hana mikið. Við tókum stundum þá um- ræðu og Elsa vildi alltaf hafa hann lítinn, jafnvel bara með köldu vatni og kertum. Það var staðurinn frekar en kofinn sem var málið. Við vorum líka tengd á viss- an hátt. Móðir Elsu var ljós- móðir „fyrir austan fjall“ og með góðar hendur. Hún tók á móti a.m.k. hluta af systkinum mínum á Selfossi – þó ekki Ólöfu Helgu, því þá var Elsa að eignast hann Hjalta. Þetta var sama dag í janúar 1951. En Elsa hafði líka góðar hendur. Hún prjónaði, heklaði, vann hluti í keramik, saumaði og eldaði. Ég græddi mest á því síðastnefnda. Hún var snillingur í lambalæri á sunnu- degi. Frábærlega brúnað, sósa og meðlæti í ótal skálum – og alltaf nóg til frammi. Það er líka til vitnis um hversu góð og örlát hún var að oft kom það fyrir að hún eldaði margréttað svo allir við borðið væru ánægðir. Hún vildi hafa alla góða og glaða. Ég áttaði mig aldrei á því hvernig hún gat haldið svona mörgum pottum á lofti í einu. Hún hafði dálæti á öllu er sneri að heimili – ekki síst heimilum annarra og þá eink- um barna sinna. Hún bar ófáa hlutina inn á heimilin; púða, styttur, skálar, sokka, teppi, rúmföt og dregla. Allt til að gleðja. Stundum var þetta dá- lítið yfirdrifið og reyndi á við- takendur, sem vildu sjá um sín heimili sjálf – en ... allt með góðum hug. Þannig var Elsa. Elsa og Einar Laxness (tengdafaðir minn, sem er fall- inn frá) héldu fallegt heimili, voru örlát við börnin sín og dugleg við barnabörnin. Eigin- lega alveg óþreytandi þegar kom að barnabörnunum og einstaklega samhent í því. Þau voru lestrarhestar og fylgdust vel með þjóðmálum, sóttu leikhús, tónleika og list- sýningar af miklum móð. Ferðuðust um landið og voru góðir fulltrúar sinnar kyn- slóðar. Þeim fækkar sem geta gert gott lambalæri. Þannig snýst veröldin. Elsa fer nú á góðan stað og tekur fram saumelsið og góða skapið. Þá verður allt í lagi. Þórmundur Bergsson. .Þetta er aldrei auðveld grein að skrifa og í byrjun veit maður ekki hvernig á að lýsa öllum þeim tilfinningum og minningum sem hellast yfir. Þær eru svo margar að erfitt er að velja úr. Fyrsta minn- ingin mín er frá því ég var lík- lega fjögurra ára í borðstof- unni að borða grillaða samloku og hlusta á ævintýri á plötu sem Bessi Bjarnason les. Svo voru líka margir dagar sem ég sat við lestur á Andrésar Andar-blöðum á bekknum í eldhúsinu, gott ef ég lærði ekki að lesa af þessum blöðum. En helsta og kærasta minn- ingin er líklega hvað þú varst alltaf kát. Ég man ekki eftir einu augnabliki þar sem þú varst ekki með bros á vör sama hvað á gekk, alltaf varstu með opinn faðm tilbúin að hugga ef eitthvað bjátaði á. Og mikið þótti þér vænt um börn, en enn þann dag í dag hugsa ég „æ greyið litla“ þeg- ar ég hitti lítil börn. Og alltaf varstu að dunda þér, aldrei sastu auðum höndum, ekki er til það heimili í fjölskyldunni sem ekki á útsaumaðan kodda, bútateppi og leirmuni eftir þig. En helst er það hvað þú varst sterk manneskja, varst stoð og stytta fyrir okkur öll og sjálfstæð manneskja. Aldr- ei amaði neitt að, aldrei léstu í ljós neinar áhyggjur, alltaf hafði maður á tilfinningunni að þetta myndi reddast. Þakka þér fyrir allt, elsku amma mín, þú munt ávallt lifa með okkur vegna allra minn- inganna. Guð geymi þig. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring, sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Prest- hólum) Lilja Huld Theódórsdóttir. Nú kveðjum við Elsu ömmu okkar sem var órjúfanlegur hluti af tilverunni alla tíð. Við eigum bara ljúfar minningar um hana ömmu. Heimili henn- ar og afa í Stóragerðinu var okkar annað heimili og stóð okkur alltaf opið. Hvenær dagsins sem var dró hún fram kræsingar og lagði sig alla fram um að okkur vanhagaði ekki um neitt. Amma var líka mjög örlát og gjafmild. Hún hafði mjög gaman af því að hafa okkur hjá sér og setti það í algjöran forgang að taka á móti okkur barnabörnunum og passa þegar við vorum lítil. Sem krakkar eyddum við mikl- um tíma í Stóragerði, þá sát- um við með henni úti í sól- stofu, hlustuðum saman á útvarpið á meðan hún prjón- aði, en hún var afskaplega góð í höndunum og var alla tíð mjög iðin. Hún prjónaði, mál- aði myndir, stundaði leirmótun og svo las hún mikið og hafði gaman af tónlist. Náttúran skipaði einnig stóran sess hjá henni og þótt hún væri komin á efri ár hikaði hún ekki við að sinna garðverkum og gefa fuglunum. Eftirminnilegar eru sumarbústaðaferðirnar í Brekkuskóg sem við fórum með þeim afa á hverju sumri. Þar fórum við í göngutúra, spiluðum og spjölluðum og höfðum það voðalega gott. Eftir að amma fór á Grund ári eftir að afi lést var gott að vita af henni í nánast næsta húsi og var auðvelt að stökkva yfir og fá sér kaffi með henni eða sitja og spjalla. Amma var alltaf mjög minnug á það sem maður var að gera, hvort sem það var vinna, ferðalög eða um vini og vinkonur og hafði áhuga á því öllu og var stolt af því. Gott er að ylja sér við minningar um samveru sem við áttum með henni síðustu ævidagana en þá sátum við saman og hlustuðum á þátt í útvarpinu, spjölluðum um allt milli himins og jarðar, fórum saman í kaffið og hún var al- veg eins og hún átti að sér að vera, brosmild og ljúf, og stutt var í kímnina. Henni var umhugað um að fjölskyldan væri saman og undir það síð- asta tók hún fram hversu gott það væri að við systkinin og frændsystkinin héldum hóp- inn jafnvel þótt við byggjum ekki öll í sama landi. Við minnumst ömmu með mikilli hlýju og þakklæti fyrir allt það góða sem hún gerði fyrir okkur og er söknuðurinn mik- ill. Megi hún hvíla í friði. Ingibjörg Elsa og Jóhann. Tilgangur ferðar minnar breyttist. Ég var búin að búa mig undir að kyssa hana ömmu mína. Sitja hjá henni og horfa á hana sofa margar klukku- stundir undir sólskinsglugga. Jafnvel sofna í stólnum við hennar hlið. Fylgjast með kringlóttu augunum hennar opnast annað slagið. Strjúka hennar hlýju og viðkvæmu húð, dást að silf- urhári hennar glansa í ljósi, ljósi lífsins. Því amma mín var lifandi manneskja. Lifði lífinu í ást, í barmi fjölskyld- unnar. Fagnandi öllu og öllum. Sterk lifandi nútímakona. Kraftur lífsins í hjarta hennar. Tilgangur ferðar minnar breyttist, nú er ég komin til að hanga og láta tímann líða og ég sé ömmu ekki neitt. Ég skal minnast hennar, ég skal minnast hennar í Kringlunni, ég skal minnast hennar í Austurveri, ég skal minnast hennar í Sundhöllinni, ég skal minnast hennar á Kjarvals- stöðum. En hvergi er hún. Jú, hún situr enn á litla kollinum sínum inni í eldhúsi, að súpa kaffi í smá bolla. Á meðan kjötbollurnar steikjast og kartöflurnar sjóða. Kveikt er á litla útvarpinu við eld- húsgluggann, klassísk músík, Rás 2, eitthvað svo örugg og óendanleg tilfinning að sitja á bekknum undir eldhúsglugga með bakið upp við hlýjan ofn- inn. Örugg tilfinning að allt þetta muni aldrei taka enda. Þó að myrkur sé úti við götu, myrkur undir glampandi ljósastaur. Amma mín er birtan, silfur og stál, logandi björt. Ljósið sem alltaf mun loga, hún amma. Elsa Theódórsdóttir. Það er undarleg tilfinning að amma sé látin. Hún var mikill hluti af lífi mínu bæði í æsku og þegar maður varð fullorðinn. Það markar í raun tímamót að hún og afi séu far- in, það er erfitt að skilja ná- kvæmlega hvernig en það er engin leið að losa sig við þá til- finningu að hlutir séu breyttir og verði aldrei alveg eins og þeir hafa verið. Það er ómögu- legt að vita hvort breytingar séu góðar eða slæmar fyrr en eftir á og því er mikilvægt að minnast þess góða sem maður átti. Það er erfitt að safna saman öllum minningunum um ömmu Elsu í gegnum þá þrjá áratugi sem ég þekkti hana. Margar góðar stundir koma í hugann; að fara í bústað með henni og afa, að fara í heimsókn í lambalæri þar sem allir voru samankomnir, að fá þau í heimsókn á jólunum eða um áramótin. Þó er mér alltaf minnisstæðast að sitja rólegur í bekknum hjá þeim þegar maður var yngri. Amma var eitthvað að stússa í eldhúsinu, oftar en ekki að kokka ofan í okkur bræðurna og frænd- systkinin. Þá var svo notalegt að spjalla við ömmu og afa um líðandi stund. Það skipti líka engu hvað var í gangi, hvort manni leið illa eða vel, amma gerði hlutina alltaf betri. Amma var þolinmóð og góð og ég man vart eftir því að hafa nokkurn tímann heyrt hana hækka róminn við okkur krakkana þegar við vorum í heimsókn. Hún var, líkt og afi, geysilega stolt af barnabörn- unum. Hún vildi okkur alltaf vel og hvatti okkur áfram í öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur. Ég er ekki trúaður maður en amma var það. Hluti af uppeldi hennar og lífi var trú- in. Það hefur auðvitað fylgt eldri kynslóðum Íslands. Þó að hún hafi nú alltaf vonað að við krakkarnir yrðum trúuð var hún heldur aldrei að neyða okkur til neins, það var ekki í hennar eðli gagnvart okkur barnabörnunum. Með það í huga er ég viss um að hún er komin á þann betri stað sem beið hennar, enda var hún ekkert nema yndisleg móðir, amma og langamma. Bergur Þórmundsson. Ég kynntist frú Elsu á ís- lensku heimili í litlu þorpi í Frakklandi þar sem ég var heimagangur hjá góðvinum mínum um langt árabil. Þangað var henni kært að koma í heimsókn ásamt seinni eiginmanni sínum, Einari Lax- ness sagnfræðingi, til sonar síns Theódórs Lúðvíkssonar og tengdadóttur, Elísabetar Jóhannsdóttur. Á heimilinu hitti hún ávallt fjórar sonar- dætur sér til ánægju og ynd- isauka. Þær töluðu allar góða íslensku, þótt tvær þeirra hefðu fæðst í fjarlægri álfu og átt heima erlendis alla tíð. Hún naut þess einnig að spjalla við barnabarnabörnin, og það kom henni skemmtilega á óvart, þegar hún áttaði sig á því að Máni litli Theo, á fjórða ári, átti í engum vandræðum með að skipta úr frönsku í ís- lensku, ef honum virtist það henta betur. Þetta gladdi lang- ömmuna. Sveitastúlkan frá Byggðar- horni í Sandvíkurhreppi fædd- ist í gömlum torfbæ afa síns og ömmu. Faðir hennar, Theó- dór Jónsson frá Holtsmúla í Landsveit, fluttist alfarinn vestur um haf hálfu ári áður. Fulltíða stúlka heimsótti hún föður sinn, þeim báðum til mikillar ánægju. Á uppvaxtarárunum hefur Elsa eflaust tileinkað sér tungutak móður sinnar, Mar- grétar Gissurardóttur ljós- móður, og afa síns og ömmu. Auk þess sá móðir hennar til þess að hún fengi sem barn og unglingur eins góða skóla- göngu og völ var á á fyrri hluta síðustu aldar. Þann góða grunn hefur hún nýtt sér vel og ræktað. Fyrri eiginmann sinn, Lúð- vík Hjaltason leikara, missti Elsa frá tveimur barnungum drengjum. Með seinni manni sínum, Einari Laxness, sem féll frá fyrir þremur árum, eignaðist hún fjögur börn, tvo syni og tvær dætur. Börn hennar lifa öll móður sína. Hún lét ekki mikið yfir sér, en það var eftirtektarvert hvað hún hafði gott vald á tungunni og vandaði málfar sitt. Í þeim efnum voru þau hjón samstiga, fyrrverandi forseti Sögufélags og konan hans. Auðlindin íslensk tunga var þeim báðum dýrmæt. Nú á dögum virðast allt of margir hirða lítt um þessa auðlind, væru jafnvel tilbúnir til að af- sala sér henni, óvart eða af sinnuleysi. Mér er fengur í því að hafa kynnst þeim hjónum og átt þau að vinum. Blessuð sé minning þeirra beggja. Börn- um þeirra og fjölskyldum flyt ég hlýjar kveðjur mínar. Jakob Þ. Möller. Elsa Jóna Theódórsdóttir Hryggðar hrærist strengur hröð er liðin vaka ekki lifir lengur ljós á þínum stjaka. Skarð er fyrir skildi skyggir veröldina eftir harða hildi horfin ertu vina. Klukkur tímans tifa telja ævistundir ætíð lengi lifa ljúfir vinafundir. Drottinn veg þér vísi vel þig ætíð geymi ljósið bjart þér lýsi leið í nýjum heimi. Með þessu fallega ljóði Há- Helga Hafsteinsdóttir ✝ Helga Haf-steinsdóttir fæddist 5. júlí 1967. Hún lést 14. apríl 2019. Útför Helgu fór fram 2. maí 2019. konar Aðalsteins- sonar og nokkrum orðum langar mig að kveðja mæta konu, Helgu Haf- steinsdóttur. Kynni okkar hófust þegar börnin okkar, Haf- dís hennar og Ingi minn, fóru að draga sig saman fyrir nokkrum ár- um. Ég vissi af þessari töffaralegu konu með stóru bláu augun og hrokknu lokkana, hafði séð hana við störf á Medullu en ekki kynnst henni né hitt á öðrum vettvangi fyrr. Eftir að Frosti Snær, ömmust- rákurinn okkar, fæddist árið 2015 lágu leiðirnar oftar saman, enda komnar með dásamlegt sameiginlegt hlutverk, urðum amma Sigga og amma Helga í lífi lítils manns. Í ársbyrjun 2017 dundi yfir reiðarslag, þegar Helga greind- ist með illvígt krabbamein og fljótt varð ljóst að slagurinn við það gæti orðið tvísýnn. Frá upphafi var það samt alveg á hreinu að þarna hafði krabbinn hitt fyrir baráttujaxl, sem ekki ætlaði sér að gefast upp fyrir honum fyrr en í fulla hnefana, hvað þá að láta hann trufla lífið meira en nauðsyn krefði og lagði hún galvösk upp í slaginn og sagði illræmdum gestinum stríð á hendur, vopnuð eðlis- lægri bjartsýni og einstöku lundarfari. Þrátt fyrir að horfur yrðu tvísýnar og á móti blési, hélt hún bjartsýninni og léttu lundinni gegnum allt. Æðru- leysið og jafnaðargeðið sem hún sýndi alla þessa mánuði var aðdáunarvert og lífsglaða bar- áttukonan smitaði út frá sér já- kvæðni og heilindum hvar sem hún kom. Hún lét ekki lækna- stúss og lyfjagjafir trufla sig um of, tók hverjum degi fagn- andi, var dugleg að ferðast, naut lífsins eins og kostur var og svo málaði hún, dásamlegar myndir. Myndirnar hennar eru litríkar og skemmtilegar, þær endurspegla lífsbaráttuna, líð- anina, baráttuna við krabbann, en sýna jafnframt lífið og til- veruna í öllum sínum lit- brigðum. Allar hafa myndirnar boðskap fram að færa, eru full- ar af tjáningu og visku. Þó skaparinn sem á penslinum hélt sé farinn, lifa myndirnar og halda áfram að gleðja og næra sálir eigenda sinna um ókomin ár. Í veikindum Helgu kom styrkur fjölskyldu hennar og vina glögglega í ljós. Dæturnar þrjár, tengdasyn- irnir, systur hennar, móðir og fyrrverandi eiginmaður stóðu traust við bak hennar og síðustu vikurnar sem hún lifði mynduðu þau ásamt fleirum sterkt stuðn- ingsnet sem hélt þétt utan um hana til hinstu stundar. „Amma Sigga, af hverju er krabbameinið svona grimmt“ spurði ömmustrákurinn eftir að hafa fært ömmu Helgu fallegt blátt blóm í bláu kistuna sína. Það er von að barnið spyrji og við hin sem í kring stöndum og fullorðin eigum að teljast spyrj- um líka, en fátt virðist um svör. Mín kæra „Helga amma“, þó ekki lifi lengur ljós á þínum stjaka, eins og segir í ljóðinu hér á undan, þá mun minning þín lifa með öllum sem þig þekktu. Takk fyrir samveruna. Sigríður Sigurðardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.