Morgunblaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2019 ✝ Kristín Einars-dóttir fæddist í Reykjavík 1. maí 1924. Hún lést í Reykjavík 1. maí 2019. Foreldrar henn- ar voru Einar Guð- mundsson, stein- smiður í Reykja- vík, f. 30. júní 1858, d. 23. nóv. 1930, og Sigfríður Gestsdóttir, f. 23. mars 1889 í Neðra-Flagbjarnarholti (Flag- veltu) í Landsveit, Rang., d. 28. des. 1967, húsfreyja í Reykja- vík. Kristín ólst upp í Reykjavík en var mikið á Selfossi hjá móðurfólki sínu. Kristín giftist Helga Ólafs- syni fasteignasala 6. apríl 1973. Hann fæddist 27. júní 1924 og dó 30. des. 1991. Hann átti börnin Guðlaugu og Ólaf Helga, sem voru að hluta til alin upp á heimili þeirra Kristínar og Helga. Börn þeirra voru hennar barna- börn. Kristín vann við verslunar- störf ásamt húsmóðurstörfum í Reykjavík en eftir að Bjarni Ragnar féll frá vann hún ýmis störf. Árið 1972 keyptu Kristín og Helgi Flókagötu 1 í Reykjavík, þar sem hún rak stórt gisti- heimili þar til hún varð sjötug og Helgi var með fasteigna- sölu. Kristín var alla tíð mjög virk í starfi við Hallgríms- kirkju og var gjaldkeri í kven- félagi kirkjunnar um áratuga skeið. Útför Kristínar fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 14. maí 2019, klukkan 13. Kristín giftist 8. ágúst 1945 Bjarna Ragnari Jónssyni, húsgagnasmið f. á Arnarstöðum í Norður-Þing. 25. júlí 1920 d. 8. apríl 1961. Börn þeirra eru: 1) Fríða, hjúkrunarfræð- ingur, gift Tómasi Zoëga. Þau eiga fjögur börn og níu barnabörn. 2) Anton, íþrótta- kennari, kvæntur Fanneyju Hauksdóttur. Þau eiga þrjá syni, sjö barnabörn og stjúp- barnabarn. 3) Bjarni, hús- gagnasmiður, kvæntur Kristínu Jónsdóttur. Þau eiga þrjár dæt- ur og sjö barnabörn. Kristín Einarsdóttir tengda- móðir mín andaðist hinn 1. maí sl. á 95 ára afmælisdegi sínum. Það er margs að minnast frá 55 ára kynnum. Reyndar man ég vel þegar hún missti mann sinn Bjarna Ragnar Jónsson í apríl 1961 af slysförum. Það var áður en við Fríða kynntumst en við Anton vorum á þeim tíma að spila körfubolta saman. Kristín átti við sorgina með sínum hætti. Þar sem slysið átti sér stað í heimahúsi var slysa- trygging ekki í gildi og hún var of ung til að fá ekknabætur. Af harðfylgni og dugnaði tók hún að sér margs konar störf og gat með þeim hætti tryggt uppeldi barna sinna, sem hún sá ekki sólina fyrir. Kristín var baráttukona en samt lítillát og hógvær og vildi helst ekki tala mikið um sjálfa sig. Hún var gestrisin með af- brigðum og örlát. Heiðarleiki og hreinskilni voru áberandi þættir í fari Kristínar. Hún var vakin og sofin yfir velferð okk- ar allra. Varkár en útsjónarsöm og dugleg. Marga fleiri þætti mætti telja eins og framsýni og velviljaða afskiptasemi. Síðar er hún og Helgi festu kaup á Flókagötu 1 kom áræði Kristínar vel í ljós. Helgi rak þar fasteignasöluna Húsaval, en Kristín stofnaði Gistiheimilið Flókagötu 1. Þar kom frum- kvöðullinn greinilega fram í Kristínu en gistiheimili hennar var annað gistiheimilið sem stofnað var í Reykjavík. Kristín átti létt með að stjórna, lagin að virkja fólk og láta hlutina gerast með bros á vör. Eins og sannur frumkvöðull gekk hún í öll störf; tók á móti gestum, eldaði mat, færði bókhald, þreif, straujaði, sá um allar bókanir og auglýsti. Reksturinn gekk vel og smám saman þurfti Kristín að taka herbergi á leigu í húsunum í kring, því alltaf var fullt á Flókagötunni. Eldri barnabörnin unnu öll hjá Krist- ínu og lærðu þar hluti sem hafa gagnast þeim í lífinu. Kristín var mjög virk í starfi Kvenfélags Hallgrímskirkju og var þar gjaldkeri um langt ára- bil. Hún var félagslynd, átti margar vinkonur, ferðaðist um allan heim og heimsótti börn sín og barnabörn þegar þau bjuggu erlendis. Hún fylgdist mjög vel með öllu, ættfróð með afbrigðum og virtist geta rakið ættir allra. Hún mundi nöfn allra bæja þegar hún hafði ekið einu sinni um sveitir og var ein- staklega töluglögg og mundi símanúmer eins vel og síma- skráin. Kristín fylgdist með því sem gerðist í þjóðmálum og hafði þar sínar ákveðnu skoð- anir. Kristín var lengst af mjög heilsuhraust en veiktist þó al- varlega af berklum sem ung kona og gekk með yngri soninn Bjarna. Hún var á Vífilsstöðum á þriðja ár en var ein af þeim fyrstu sem læknuðust fyrir til- stilli nýrra berklalyfja. Hún var ævarandi þakklát fyrir þá góðu meðferð sem hún fékk á Vífils- stöðum. Síðasta árið var Kristín orðin veik og óskaði þess að fá að kveðja þennan heim. Hún dvaldi í nokkur ár á Hrafnistu í Reykjavík og fékk þar frábæra þjónustu og umönnun. Megi góður guð blessa minn- ingu Kristínar. Tómas Zoëga. Elsku amma. Nú kveðjum við þig í hinsta sinn með söknuð í hjarta en jafnframt þakklæti fyrir góðu og ljúfu stundirnar sem við átt- um saman. Það væri endalaust hægt að telja upp allar góðu minningarnar. Öll boðin á Flókagötunni, allar ferðirnar sem þú fórst með okkur barna- börnin á listasýningar, kaffihús og fleira. Þegar ég var lítill fannst mér alveg eðlilegt að þú rækir heilt gistihús nánast ein og hefðir samt allan þennan tíma fyrir okkur fjölskylduna þína. Það var ekki fyrr en ég flutti og var í nokkra mánuði uppi á hálofti hjá þér, þegar ég var u.þ.b. 18 ára, að ég gerði mér grein fyrir því hverskonar dugnaðarforkur þú varst. Án efa duglegasta manneskja sem ég hef þekkt. Þú vaknaðir fyrir klukkan 5 á hverjum morgni til að gera morgunverðarhlaðborð- ið klárt fyrir þá sem voru að fara í flug um morguninn. Svo tók við að þrífa öll herbergin, þvo og strauja allan þvott. Allt- af með heitan mat í hádeginu, bakað fyrir kaffið og heitur matur á kvöldin. Þú tókst á móti gestum allan daginn og bauðst þeim í kaffi, tókst á móti pöntunum og margt fleira. Þú fórst aldrei að sofa fyrr en eftir miðnætti. Svona var þetta alla daga vikunnar, 365 daga á ári! Aldrei kvartaðir þú undan álagi eða þreytu. Enda kom það í ljós þegar þú seldir gistiheimilið, þá þurfti nokkra starfsmenn til að manna öll þessi störf sem þú hafðir sinnt á Flókagötunni. Þessir mánuðir á háloftinu hjá þér eru mér ansi minnisstæðir og skemmtilegir. Í gegnum öll árin varst þú í sambandi við okkur barnabörnin, sama hvar við vorum stödd í heiminum. Þú gafst þér alltaf tíma til að skrifa og hringja í okkur til að fylgjast með okkur. Þú varst alltaf tilbúin að hlusta og hjálpa ef eitthvað bjátaði á. Það var alveg sama þótt barnabörnun- um fjölgaði og hópurinn væri orðinn stór, samt fórstu á hverju ári með okkur öll upp í Skíðaskála eða á kaffihús sem gaf okkur rosalega margar skemmtilegar stundir. Það var aðdáunarvert að sjá hvað þú varst dugleg að rækta sam- bandið við langömmubörnin þín og þau báru ómælda virðingu fyrir þér. Allar dætur mínar minntu mig á að kíkja í heim- sókn til þín ef langur tími leið á milli heimsókna því þeim þótti svo vænt um þig og fannst gaman að spjalla við þig. Það er búið að vera ómetanlegt að eiga þig til staðar í öll þessi ár og við munum sakna þín mikið. Eftir allt það góða sem þú hef- ur gefið af þér í þessu lífi vitum við að þú ert komin á góðan stað núna og munt halda áfram að fylgjast með okkur eins og þú hefur gert svo vel í gegnum árin. Við elskum þig óendan- lega mikið, amma mín, og sökn- um þín sárt. Bjarni Antonsson. Komið er að kveðjustund, elsku amma, eftir langt og við- burðaríkt lífshlaup þar sem þú upplifðir ótrúlegar breytingar á síðustu öld. Þú hafðir miklu að miðla til okkar barnabarnanna og reyndir að hafa áhrif á heil- brigð gildi og hvattir okkur til þess að vera dugleg við nám, leik og störf, það mundi skila sér margfalt í lífinu. Þú varst lífsreynd, ung að árum kynntust þið afi Bjarni, unnuð hörðum höndum, stofnuðuð heimili og eignuðust þrjú börn. Þú glímdir við berklaveiki í einangrun á Vífilsstöðum fjarri fjölskyldu og varðst síðar alltof ung ekkja sem markaði þína lífsbaráttu en hélst ávallt uppi heiðri og minn- ingu afa. Þú gafst aldrei upp, byggðir upp nýtt líf á erfiðum tímum og þróaðir lífsstarfið á Gistiheimilinu á Flókagötu 1 ásamt Helga þínum og varst í raun frumkvöðull þess tíma sem kona í atvinnurekstri enda eitt af fyrstu nútíma gistiheimilum í Reykjavík. Mannlífið á Flókagötunni var blómlegt og skemmtilegt, ásamt hótelgestum var mikill gesta- gangur, líktist oft kaffihúsi, þar sem þjóðlífið, heims- og stjórn- málin voru efst á baugi og rök- rædd í þaula. Húsið var æv- intýralegt fyrir okkur börnin þar sem við máttum leika frá háalofti niður í kjallara. Við barnabörnin hófum mörg ung að hjálpa til og vinna á gisti- heimilinu við sendiferðir, mót- töku, símsvörun, eldhúsverk og þrif. Þar brýndir þú fyrir okkur að vinna væri dyggð og að mað- ur uppskeri eins og maður sáir. Þér þótti mikilvægt að veita gestunum fyrsta flokks þjón- ustu og vandaðir mjög til verka á öllum sviðum. Þrátt fyrir miklar annir gafstu þér tíma til fylgjast með því sem við höfðum fyrir stafni og vildir efla kynni okkar á milli. Við fórum lengi í árlegar menningar- og skemmtiferðir um borgina þar sem þú kynntir okkur listasöfn, leik- og kaffihús, styttur bæj- arins og merka staði í borginni. Trúin veitti þér ávallt styrk og miðlaðir þú henni til okkar af kærleika í gegnum barnatrú biblíusagna, bænir og sálma. Einnig með heimsóknum í Hall- grímskirkju þar sem þú starf- aðir í sókninni og kvenfélaginu í um 30 ár og vannst lengi hörð- um höndum að söfnun til org- elsins. Þú hafðir gaman af fal- legu handverki, fylgdist með tískunni og hrósaðir ef við vor- um smart og vel tilhöfð. Þér var umhugað um að okkur myndi vegna vel, gengjum menntaveg- inn, værum vinnusöm, næðum árangri og hugsuðum vel um okkar fólk og varst stolt er við náðum ýmsum áföngum í lífinu. Þú varst vinamörg og áhugi þinn á fólki og ættfræði var mikill þar sem þú gast rakið ættir þínar og annarra langt aftur, mundir einnig nöfn, fæð- ingardaga og símanúmer barna- barna og barnabarnabarna vel á efri ár. Félagslynd varstu og sinntir vinafólki á margan hátt, varst dugleg að sækja með þeim viðburði er veittu ánægju og lést aldur og heilsubrest ekki stoppa þig. Þrátt fyrir veikindi síðustu árin fylgdist þú áfram með þínu fólki, þjóðmálaumræð- unni, stjórnmálum og réttinda- baráttu fólks, hafðir skoðanir á gangi mála og stöðu þjóðarinnar enda fáguð alþýðukona sem fæddist og kvaddir á deginum þínum 1. maí. Við vitum að þú ert sátt við að kveðja, góðar minningar munu lifa, hvíldu í friði og ró. Hlín Bjarnadóttir. Elsku amma Kristín. Ég rifja oft upp sumarið þegar ég var 16 ára gamall og fékk að vinna á Gistiheimilinu við Flókagötu 1 sem þú áttir og rakst í fjölda ára. Það sumar kenndir þú mér svo mikið sem unglingsstrákur hefur ekki mikinn áhuga á, eins og að ryksuga, skúra, skipta á rúmum, þvo þvott og strauja á sjóðandi heitri strauvélinni en það sem ég lærði mest af öllu var að sjá hversu einstök mann- eskja þú varst að öllu leyti. Dugnaður, góðmennska, kær- leikur, hlýja, persónutöfrar og leiðtogi eru orðin sem koma mér fyrst í huga þegar ég hugsa til þín. Dugnaður þinn kristallaðist á gistiheimilinu í 365 daga á ári þar sem þú varst með morgun- mat á hverjum einasta morgni kl. 6.00 sem var á efstu hæðinni þar sem þú bjóst og því var heimilið þitt í raun hluti af gistiheimilinu. Þú lést þig ekki muna um að hlaupa upp og nið- ur stiga á þremur hæðum alla daga ársins heldur kvartaðir þú aldrei og persónutöfrar þínir bræddu alla gesti sem þar gistu. Góðmennska þín sem er einstök sýndi sig þar oft þegar þú leyfðir fólki sem átti í fá hús að venda að gista á gistiheim- ilinu þegar það voru laus her- bergi. Auk góðmennskunnar og kærleikans sem geisluðu frá þér varstu mikill leiðtogi og frábær yfirmaður en þú hrós- aðir mér þegar ég gerði vel en jafnframt léstu mig strax vita ef ég gerði eitthvað rangt eins og t.d. þegar ég var búinn að fylla þvottavélina af sængurföt- um sem voru á röngunni en þú lést mig taka þau út og snúa þeim við þar sem þau þrífast ekki nógu vel á röngunni. Elsku amma, það er með gríðarlegum söknuði sem við fjölskyldan kveðjum þig núna en við vitum að ef það er ein- hver sem á skilið góðan stað hjá æðri mætti ert það þú. Takk fyrir allt það sem þú hefur gefið okkur. Kjartan Antonsson, Hanna Heiður Bjarnadóttir, Bjarni Fannar og Anton Fannar. Elsku amma Kristín var fyr- irmyndin mín. Hún hafði sterka og hlýja nærveru. Hún var næstum því fimmtíu árum eldri en ég en var samt ein mín allra besta vinkona, traust og ráða- góð. Hún tókst ung á við áföll en sá samt alltaf það góða og jákvæða í lífinu og hélt sinni reisn alla tíð. Ég á margar sterkar og góð- ar minningar um hana og ekki síst frá því ég var unglingur og ung kona. Ég var svo lánsöm að vinna hjá henni með skóla á gistiheimilinu á Flókagötu 1, eitt af mörgum barnabörnum sem gerðu það. Ég var bara 16 ára þegar ég byrjaði að vinna hjá henni. Á gistiheimilinu upp- lifði ég hversu ábyrg og vinnu- söm hún var. Hún gekk í öll verk og það var svo áberandi hvað það gaf henni mikið að veita góða þjónustu og upplifa að gestirnir væru ánægðir. Amma Kristín mótaði mig á þessum árum og ég lærði að nálgast vinnu af samviskusemi, gleði og virðingu gagnvart öll- um. Ég átti líka dýrmætar stundir með henni, við náðum svo vel saman og það var hægt að ræða allt við hana. Þegar ég var ekki sátt við eitthvað sá hún alltaf það jákvæða og fékk mig til að horfa öðruvísi á hlut- ina. Þegar vel gekk, samgladd- ist hún innilega, brosti sínu fal- lega brosi og faðmaði mig að sér. Elsku amma mín kvaddi okk- ur á 95 ára afmælisdaginn sinn og mér finnst það svo tákn- rænt. Hún mundi alltaf afmæl- isdaga allra í fjölskyldunni og var alveg einstaklega gjafmild gagnvart okkur öllum, barna- börnum og langömmubörnum. Allir áttu sinn stað í hjarta ömmu Kristínar, hún fylgdist vel með okkur öllum og hún samgladdist öllum svo innilega á afmælisdögum og við önnur tækifæri. Elsku amma mín. Ég man hversu vel þú tókst alltaf á móti mér þegar ég kom í heimsókn eða hringdi. Mér leið alltaf svo vel í kringum þig. Ég man göngurnar þínar með Ölmu Diljá litla í vagninum. Ég var á næturvöktum en þú komst til mín á morgnana þannig að ég gæti sofið eftir vaktina. Ég man allt handverkið sem þú gafst krökkunum, bútateppið hans Tómasar Orra, peysur, smekki, ullarsokkana sem allir krakk- arnir sóttust eftir að vera í. Ég man hjartnæmu gleðina þína og kærleikann á skírnardegi Bjarna Ragnars okkar sem ber bæði nöfn afa míns sem lést fyrir aldur fram og ég fékk aldrei að kynnast. Og ég man öll heilræðin. „Þú verður að vera dugleg að leggja fyrir til að geta keypt þér húsnæði.“ Sum heilræðin þín voru svolítið gamaldags í mínum augum en þau endurspegluðu sterka um- hyggju og kærleika. „Þú verður að gefa eiginmanninum og börnunum vel að borða eftir annasama daga.“ Ég hef gert mitt besta til að fylgja þeim. Ég kveð elsku Ömmu Krist- ínu með þakklæti í hjarta. Hún skilur mig, Almar og börnin okkar eftir með mörg góð minningabrot um einstaka konu. En allra helst skilur hún eftir sig að vera sterka og hlýja fyrirmyndin mín. Hennar minn- ing er leiðarljósið mitt. Hvíl í friði, elsku amma Kristín. Guðrún Zoëga. Amma vakti yfir velferð fjöl- skyldu sinnar. Við vorum henni allt. Hún var örlát á visku og væntumþykju því hún vissi að hamingjan er hverful og lífið óútreiknanlegt. Úr áföllum mótaði hún dýrmæta reynslu og spann sér sitt líf sjálf. Amma var ung þegar hún missti föður sinn og móðir hennar veiktist. Lífið kenndi henni að vera þolinmóð, þraut- seig og sjálfstæð – að gefast aldrei upp. Hún öðlaðist mikla samkennd og átti auðvelt með að setja sig í spor annarra. Amma var óvenjugjafmild, sérstaklega við þá sem minna máttu sín. Fátt gladdi ömmu meira en að geta hjálpað. Hamingjuna fann amma í Kaupfélaginu á Selfossi. Þar kynntist hún afa Bjarna. Hún innrætti okkur barnabörnunum mikilvægi þess að velja sér góð- an lífsförunaut, höfuðmáli skipti að förunauturinn kynni vel til verka og væri örlátur. Ömmu var annt um að búa barnabörn sín undir lífið. Í skírnargjöf gaf hún okkur skuldabréf og sálmabækur og í fermingargjöf biblíur og gjald- eyrisreikninga. Hún kenndi okkur að betra er að gefa en að þiggja, að fyrirgefa er dyggð og að forðast óþarfa árekstra. Amma trúði á kærleik, hún um- vafði okkur ótæmandi ást og umhyggju. Þegar ég veiktist leitaði ég í hennar viskubrunn. Eins og amma var ég send í einangrun og erfiða meðferð burt frá mín- um börnum. Stundum þegar ég var alveg að gefast upp minnti ég sjálfa mig á að amma var að- skilin börnum sínum í hátt í þrjú ár, mínir fjórir mánuðir væru ekkert miðað við það. Amma var 37 ára þegar hún missti Bjarna, sinn lífsförunaut. Hún sagði oft: Forlög koma ofan að, örlög kringum sveima, álögin úr ugga stað, ólög vakna heima. Ekki var annað í boði en að vera úrræðagóð og virkja sorg- ina. Hún sá fyrir grósku í ferðaþjónustu, opnaði eitt fyrsta gistiheimilið í Reykjavík og settist á skólabekk bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum til að læra ensku, málið sem tengdi heiminn og hana betur við gestina sem heimsóttu Ís- land. Það var okkar gæfa að amma kynntist Helga sem gekk okkur í afa stað. Amma og afi voru bæði fróðleiksfús, forvitin og fyndin. Þau fylgdust vel með og voru umkringd fjölskyldu og vinum alla tíð. Kristín Einarsdóttir Sálm. 17.5-6 biblian.is Skref mín eru örugg á vegum þínum, mér skrikar ekki fótur. Ég hrópa til þín því að þú svarar mér, Guð,... FALLEGIR LEGSTEINAR Verið velkomin Á góðu verði Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Opið: 10-17 alla virka daga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.