Morgunblaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2019 ✝ Stefán MárHaraldsson fæddist í Reykjavík 9. júlí 1980. Hann lést á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg 21. apríl 2019. Foreldrar Stef- áns eru Helga Steingerður Sig- urðardóttir hjúkr- unarfræðingur, f. 9. mars 1954, og Haraldur Stef- ánsson sjóntækjafræðingur, f. 9. október 1955. Bræður Stefáns eru Kristinn Freyr, f. 10. október 1976, kvæntur Ásthildi Knútsdóttur, f. 2. júlí 2007. 2) Patrekur Rafn, f. 15. desember 2010. Stefán ólst upp á Miðvangi í Hafnarfirði og gekk í Engidals- skóla, Víðistaðaskóla og varð stúdent frá Flensborg árið 2000. Hann og Eva Dís fluttu til Dan- merkur árið 2004 þar sem hann lagði stund á nám og útskrif- aðist sem sjóntækjafræðingur árið 2009 frá TEC, Teknisk Er- hvervsskole Center, í Frederiks- berg. Samhliða námi og eftir út- skrift starfaði hann við hlið föður síns í gleraugna- versluninni Augnsýn í Hafnar- firði. Stefán starfaði hjá Optical Studio frá árinu 2010 til dán- ardags. Stefán æfði körfubolta með Haukum lengi vel og var alla tíð virkur í félagsstarfi Hauka og öflugur stuðnings- maður. Útför Stefáns fer fram frá Víðistaðakirkju í dag, 14. maí 2019, klukkan 15. 13. maí 1975. Börn þeirra eru Helga María, f. 17. sept- ember 2005, og Knútur Atli, f. 20. október 2007. Sæv- ar Ingi, f. 21. júní 1984, giftur Sigur- laugu Jónsdóttur, f. 27. maí 1984. Börn þeirra eru Róbert Hugi, f. 25. janúar 2010, Hrafn, f. 10. október 2011, og Auður Rut, f. 7. nóvember 2014. Eiginkona Stefáns er Eva Dís Þórðardóttir skipulagsfræð- ingur, f. 24. júní 1984. Börn þeirra eru: 1) Alexander Rafn, f. Elsku Stebbi minn, ástin mín og besti vinur. Mikið sem ég sakna þín. Sár- ast er að strákarnir okkar fá ekki að hafa þig hjá sér í gegn- um lífið. Ég hefði ekki trúað að manni gæti verið illt í hjartanu en mér er illt í mínu hjarta. Í biðtímanum ræddum við oft um hvernig við ætluðum að komast í gegnum þetta. Ég man eftir mörgum dögum þeg- ar ég kom heim úr vinnunni og þú búinn að vera heima að láta daginn líða, sumir dagar voru erfiðari en aðrir. Við stóðum inni í eldhúsi, bölvuðum þessu ástandi í nokkrar mínútur en föðmuðumst síðan og kysst- umst, gáfum hvort öðru „high five“ og sögðum: „koma svo áfram með þetta, einn dagur í einu, við getum þetta“. Það er sárt að geta ekki sagt þér núna augliti til auglitis hversu vel þú stóðst þig, æðruleysi þitt var stórkostlegt. Þú stoppaðir mig alltaf af þegar ég fór á flug um hvað við ætluðum að gera í framtíðinni þegar þú værir bú- inn að jafna þig, vildir ekki hleypa þér í að hugsa of mikið um framtíðina því fyrst þyrfti að taka stóra skrefið. Þú nefnd- ir oft við mig að þú myndir ekki verða gamall. Ég trúi því að þú hafir verið undir það búinn að ævi þín yrði mögulega styttri en mín. Þegar ég hugsa til baka þá finnst mér gott að hlýja mér við að þú varst aldrei hræddur í öllu þessu ferli, og heldur ekki hræddur við að deyja. Ég og strákarnir sitjum eftir með margar yndislegar minn- ingar sem við munum halda á lofti. Einu sinni í einhverri spít- alaheimsókninni baðstu mig að passa strákana ef þú færir ein- hvern tímann. Elsku Stebbi minn, ég mun umvefja strákana okkar allri minni ást og umhyggju og segja þeim daglega að ég og þú elsk- um þá og að við séum stolt af þeim. Ég mun einnig kenna þeim að tileinka sér þá góðu kosti sem þú hafðir, umburð- arlyndi, góðmennsku við náung- ann, æðruleysi, þakklæti, þol- inmæði, kappsemi og ást og nóg af henni. Ekkert kemur í stað- inn fyrir þig, en ég mun gera allt sem ég get til að lina sorg þeirra og fylla líf þeirra af ást og körfubolta rétt eins og þú gerðir. Elska þig, elsku ástin mín. Ég er svo stolt af þér og hvern- ig þú gekkst inn í þetta stóra verkefni, ég veit að þú gerðir allt sem þú gast til að berjast. Ég hef ekki hitt hugrakkari manneskju. Minning þín mun lifa með okkur á hverjum degi. Það er erfitt að setja punkt- inn við þessi orð, því ég vil ekki kveðja. Ég elska þig heitar en orð geta tjáð. Ég sakna þín í birtingu að hafa þig ekki við hlið mér og ég sakna þín á daginn þegar sólin brosir við mér. Og ég sakna þín á kvöldin þegar dimman dettur á. En ég sakna þín mest á nóttinni er svipirnir fara á stjá. (Megas) Þín Eva Dís. Elsku Stebbi bróðir, ég sakna þín. Orð fá því ekki lýst hvernig mér leið þennan dag á Sahlgrenska-sjúkrahúsinu þeg- ar okkur var sagt að þetta væri búið og þú værir að fara frá okkur. Hluti af mér dó þennan dag. Ég skil ekki og mun líkleg- ast aldrei skilja af hverju, en ég veit í hjarta mínu að þín hefur verið þörf á öðrum stað í mik- ilvægari verkefni eins veikt og það kann að hljóma. Það sem ég sakna mest er nærvera þín og lífsgleði. Þú varst óeigin- gjarn húmoristi með risastórt hjarta sem sló hátt fyrir fjöl- skyldu og vini og fyrir íþróttir og kappleiki. Ég er svo óend- anlega þakklátur fyrir að hafa átt þig fyrir bróður og vin. Bros þitt bjarta yljar mér Það máttu vita ég segi þér hlátur þinn bergmálar í huga mér hluti hjarta míns brotinn er. Þú hildina háðir frá fyrstu stund ómælt hugrekki hafðir í þinn mund þögull víkingur veigraðir þér einskis vopnaður æðruleysi þíns aðalmerkis. Svo fegurðin fann þig og á höndum sér bar í formi bjartrar meyjar og tveggja sona þar þú lifðir vel og gerðir þér góðan garð þakklátur er ég að lifa þinn arf. Öxl við öxl þrír bræður saman þétt stóðu nú skarð er skorið og það ekki af góðu þitt stríð er búið og við fána þinn berum bjartur hann er og stoltir við erum. (KFH) Kristinn Freyr Haraldsson og fjölskylda. Mér er algerlega ómögulegt að lýsa því hversu mikið ég sakna þín og mun gera, elsku bróðir. Að hugsa til þess að geta ekki hitt þig aftur er óbærilegt. Alla tíð hefur þú ver- ið til staðar fyrir mig sem bróð- ir, en ekki síður sem einn minn besti vinur. Nánast frá því að ég gat gengið elti ég þig út um allt, hvort sem þér líkaði það betur eða verr. Oftast endaði það úti á körfuboltavelli þar sem ég fékk að spila með þér og vinum þínum þegar það vantaði auka- leikmann. Jordan var þinn mað- ur, sem var mjög viðeigandi þar sem þú varst alltaf með þeim betri á vellinum. Ég þurfti því ekkert að finna mér einhvern NBA-leikmann til að líta upp til, þú varst alltaf mitt idol. Ef ég fékk að vera með þér í liði var ég sáttur. Þegar ég hugsa út í það þá er í raun alveg magnað hvað þú varst þolinmóður og umhyggju- samur að nenna að hafa fjórum árum yngri bróður þinn alltaf með. Ég fékk að vera svo mikið með að ég lít á vini þína sem vini mína. Það er ekki sjálf- gefið. Það var ekki bara í körfu- bolta sem ég leit upp til þín. Sem dæmi, þá hef ég einhverra hluta vegna alltaf verið með svipaðan tónlistarsmekk og þú. Á fullorðins árum breyttist vinátta okkar ekkert og hélt bara áfram að styrkjast. Svona var þetta alltaf hjá okkur, við að spila, horfa á eða tala um körfubolta og aðrar íþróttir. Síðustu ár höfum við yfirfært þetta á börnin okkar, sem mér þykir svo vænt um hvað ná vel saman. Ég sé svo mikið af okk- ur í þeim og hversu heppin þau eru að hafa hvert annað, eins og við vorum. Það er svo lýsandi fyrir þig að í gegnum veikindi þín hefur þú aldrei kvartað eða leyft neinum að hafa áhyggjur af þér. Þegar maður spurði þig hvernig þú hefðir það var svar- ið yfirleitt „ég er góður“ og leiddir umræðuefnið eitthvert annað. En þannig varst þú, vildir yf- irleitt spyrja og tala um aðra og hafðir einlægan áhuga á fólkinu í kringum þig, hvort sem það voru börn eða fullorðnir. Það er svo ótrúlega sárt að þurfa að kveðja þig að sinni, elsku vinur, en á sama tíma er ég svo þakklátur fyrir að hafa átt þig að allt mitt líf. Það er líklega smá kaldhæðni að skrifa það en þú varst með eitt falleg- asta hjarta sem ég þekki. Þú varst með svo hlýja nærveru og alltaf gott að vera í kringum þig. Líf okkar sem eftir erum verður ekki eins. Um aldur og ævi þú verður mér nær, aldrei ég skal þér gleyma. Þinn litli bróðir, Sævar. Hjarta mitt er brostið ég eigi sé hann né heyri framar Guð og englarnir hann geymi. Þau eru erfið þessi spor í dag, að kveðja þig, elsku Stebbi. Það var alltaf svo gott að vera í kringum þig, svo ljúfur og yfirvegaður. Þú varst ein- stakur pabbi sem vissir ekkert betra en stússast með strákun- um þínum við að fylgja þeim eftir í körfubolta eða á fótbolta- æfingar og diskútera alls lags tækni sem væri gott fyrir þá að læra. Við Doddi erum svo þakklát fyrir að leiðir ykkar Evu Dísar lágu saman. Margar góðar minningar koma upp í hugann frá öllum góðu stundunum með ykkur, t.d. árunum í Kaupmannahöfn og ferðinni norður. Öll spilakvöldin þar. Þá var mikið hlegið og þá kom nú stundum upp keppnisskapið þitt, ó já, því borðin fengu stundum að finna fyrir því. Þú varst mikill húmoristi og gast verið ansi hnyttinn í svör- um með glotti og skemmtilegu orðavali. Það var svo gaman að sjá hvað lítil börn hændust að þér því þau fundu svo vel hvaða mann þú hafðir að geyma. Þú barst veikindi þín aldrei á torg eða kvartaðir yfir þeim heldur fórstu í gegnum þau af miklu æðruleysi. Ef maður spurði þig hvernig þú hefðir það þá var alltaf sama svarið: ég er góður en þú? Elsku Stebbi, takk fyrir að gefa okkur strákana okkar, Al- exander Rafn og Patrek Rafn, við skulum halda minningu þinni á lofti hjá þeim. Elsku Stebbi, takk fyrir að hafa fengið að vera samferða þér í lífinu síðastliðin 17 ár og að hafa verið ástin í lífi Evu Dísar okkar. Okkur Dodda langar til að kveðja þig með fallegu bæninni sem Guðbjörg amma mín orti og fylgir okkur fjölskyldunni allri. Englana skarinn skær skínandi sé mér nær svo vil ég glaður sofna nú sætt í nafni Jesú. Minning um góðan dreng lifir um ókomna tíð. Guðbjörg Hjálm- arsdóttir og Þórður Rafn Stefánsson Stebbi frændi. Fyndnari og ljúfari manneskju er erfitt að hugsa sér. Hans nærvera var þannig að lífið virtist bjartara og sólríkara þar sem hann var. Meira að segja voru gráir morgnar í rekstrarbókhaldstím- um í Háskólabíó vorið 2001 ekki eins ferkantaðir, þar sem við sátum og flissuðum saman á meðan hvorugt okkar var búið að finna réttu hilluna í lífinu. Við Stebbi vorum perluvinir. Stebbi fæddist þremur mánuð- um á eftir mér. Yndislega mamma hans og pabbi minn eru systkin. Margar af fyrstu minningum mínum eru með honum hjá Fjólu ömmu okkar beggja. Hann og bræður hans voru alltaf með allt á hreinu varðandi NBA-körfubolta og hefðbundin strákaleikföng og tel ég nándina við þá stóra ástæðu þess að ég lét allan áhuga á hefðbundnum „stelpu- leikföngum“ fljúga. En þrátt fyrir að alast upp hvort í sínu bæjarfélaginu héld- um við tengslunum og bröll- uðum mikið saman. Tengslin jukust einnig eftir stúdentspróf og áttum við svo mikið af dásamlegum tíma saman. Stebbi tók öllu með sínu ótrú- lega jafnaðargeði. Í sálfræðinni er ein aðferð sem við sálfræð- ingar notum að hugsa um ein- hvern í lífi sínu sem er með slíkt jafnaðargeð. Í því sam- hengi var Stebbi með hugsun- arhátt sem gæti nýst öðrum að tileinka sér. Stebbi sá heiminn á réttan hátt. Hann var einn af þeim sem hægt er að læra af. Hann var sko ekki að æsa sig yfir litlu hlutunum og sá yf- irleitt húmorinn í flestu. Sá sársauki að missa einhvern sem hefur leikið eins stórt hlutverk í lífi manns er erfitt að útskýra, en að hafa fengið að alast upp með honum eru alger forrétt- indi. Ég á erfitt með að komast yfir það hve ósanngjarnt það er að Stebbi frændi fékk ekki að verða 40 ára. En minning hans mun lifa í hjörtum okkar sem fengum að ganga í gegnum lífið með honum og í öllu fólkinu hans sem hann gaf svo mikið með nærveru sinni. Og votta ég Steingerði, Halla, Kristni, Sæv- ari, Evu Dís, Alexander og Pat- reki mína dýpstu samúð. Fjóla Dögg Helgadóttir. Elsku Stebbi, það er með miklum trega sem ég skrifa þessi orð, ég hefði viljað fá að kveðja þig í eigin persónu. Það virðist svo stutt síðan við lékum okkur í hrauninu í Norðurbæn- um, hófum skólagönguna sam- an, eyddum sumrunum saman heima eða í sumarbúðunum í Vatnaskógi. Allar minningarnar af körfuboltavöllunum eru í fersku minni þó sérstaklega þeim sérútbúna í bílskúrnum heima hjá þér, sem aldrei geymdi bíl heldur sveitta félaga sem iðuðu af gleði og vináttu. Oft öttum við þar kappi, get- umunurinn hallaði þó talsvert á mig en ætíð hvattir þú mig til dáða gegn þér og leyfðir mér alltaf að halda í vonina um að ég væri skrefinu nær með hverjum leik. Þannig vinur hefur þú alltaf verið, hvatt mann til dáða við hvert tilefni með gjörðum sem vega miklu meira en nokkur orð. Ég er þakklátur fyrir allar þessar stundir okkar saman og þau vináttubönd sem við bund- umst í æsku og rofnuðu aldrei þrátt fyrir breytta búsetu. Það er óraunverulegt að vera að kveðja þig nú, ég hélt að við myndum fylgja hvor öðrum lengra og minnast allra okkar góðu stunda saman, ég hélt að við hefðum miklu meiri tíma. Gjarnan er talað um að góð- ur vinur sé sá sem nær fram því besta í fari manns. Það á svo sannarlega við um þig, elsku frændi. Þegar ég hugsa til þín er jákvætt hugarfar þitt og hlýja í garð annarra efst í huga. Engum manni hallmæltir þú og samkennd þín sterk. Ég á eftir að sakna þín og okkar samtala, takk fyrir allar okkar góðu stundir, þinn hlýhug, hug- hreystingu og góða vinskap. Minning þín lifir. Fjölskyldu Stefáns, foreldr- um, bræðrum og öðrum að- standendum votta ég mína dýpstu samúð. Ragnar Sigurðsson. Að kveðja þig á þessum tíma- punkti er ekki það sem við lögðum upp með að gera. Þegar Eva sendi skilaboð þess efnis að þið væruð komin til Svíþjóð- ar og þú værir farinn í aðgerð þá kom yfir mann gleðitilfinn- ing. Loksins var komið að því að fá nýtt hjarta og ég var svo ánægður fyrir þína hönd og fjölskyldu þinnar. Þá gætum við farið að gera allt það sem við töluðum um að gera. Allt það sem var búið að vera á bið að undanförnu. Við nafnarnir höfum gengið í gegnum lífið saman frá því við vorum smá guttar og hefur vin- áttan styrkst með hverju árinu sem hefur liðið. Ég hef oft verið spurður að því hvort það sé ekki leiðinlegt að eiga nafna sem besta vin og ég hef ávallt svarað að svo sé ekki enda er ég mjög stoltur að bera sama nafn og þú. Núna fyrst á ævinni á ég ekki nafna sem fylgir mér. Það má segja að körfuboltinn hafiverið rauður þráður í gegn- um líf okkar og þegar ég skrifa þessi orð er ég einmitt að horfa á körfuboltaleik. Leik sem við hefðum örugglega verið að horfa á saman. Þeir sem þekkja mig vita að ég met vini mína mikils og hef alltaf litið á þig og Emil vin okkar sem fjölskyldu mína. Þannig að ég er ekki að kveðja vin heldur mann sem ég hef alltaf litið á sem bróður. Hvíl í friði og takk fyrir allar þær góðu, skrýtnu og fallegu stundir sem við eyddum saman. Stefán Þór. Ég er bara góður, sagði Stebbi ætíð þegar hann var spurður hvernig hann hefði það. Og skipti þá engu hver raun- veruleg líðan hans væri. Það var ekki Stebba að skapi að hafa mörg orð um sjálfan sig og óþarfa umstang hans vegna var eitur í hans beinum. Ég er bara góður sagði Stebbi. Og hann hafði svo sann- arlega rétt fyrir sér! Þau dýr- mætu minningabrot sem nú eiga hug okkar allra varpa svo sterku ljósi á þá staðreynd að Stebbi var bara góður. Ég er bara góður sagði Stebbi. Og það var hann svo sannarlega þegar United gekk vel. Hann hélt sko með sínum mönnum alla leið. Augu hans leiftruðu þegar körfubolti var annars vegar og áttu þar bæði Haukar og Chicago Bulls ein- stakan stuðningsmann. Og ljúf- sárar minningar munu alltaf vakna þegar þessi lið eigast við í framtíðinni. Ég er bara góður sagði Stebbi. En ég er ekki bara góð- ur. Þetta er alls ekki sann- gjarnt og það er erfitt að finna svör. Við vorum svo vongóð um aukin lífsgæði en lífið býður sko ekki upp á neitt jöfnunarkerfi og skammtar okkur mislangan tíma. Stebbi skildi það og nálg- aðist sitt líf af æðruleysi og án þess að vera með óþarfa áhyggjur. Það er til eftir- breytni. Ég er bara góður sagði Stebbi. Og þannig ætla ég að minnast þessa einstaka drengs. Ég ætla að reyna að vera bara góður eins og Stebbi. Jón Bergþór. Við vorum harmi slegin þeg- ar faðir Stefáns hringdi frá Sví- þjóð á páskadagsmorgun og tjáði okkur að ástkær sonur hans hefði látist þá um nóttina. Við höfðum, eins og allir í vina- og fjölskylduhópi Stefáns, haft svo sterka trú á því að stóra að- gerðin hans tækist vel og hann myndi eignast nýtt líf með nýju og sterku hjarta. Stefán Már kom til starfa í fyrirtæki okkar fyrir níu árum, Optical Studio í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Það var mikil lukka að fá hann í okkar lið. Ekki bara fyrir það hversu góð- ur fagmaður hann var, heldur hafði hann einnig svo góða nær- veru að allir samstarfsmenn hans elskuðu hann og nutu þess að vinna með honum. Hann var Stefán Már Haraldsson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.