Morgunblaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2019 hluti að gera saman. Þrátt fyrir að við kæmum hver úr sinni áttinni og frá mismunandi landshlutum, hélst vináttan eftir að heim var komið og styrktist enn frekar með árunum. Þótt tíminn lengdist milli þess sem við hittumst héldum við alltaf góðu sambandi og margar hefðir urðu til. Ein af þeim er að hittast í sumarkjólum síðasta dag vetrar og fagna sumrinu með því að borða góðan mat og drekka kokk- teila. Önnur hefð er hið árlega jólaföndur, þá hittumst við og „föndrum“ eitthvað jólalegt. Ingveldur var mörgum kostum gædd og hafði nánast enga lesti en samt verður að viðurkennast að hún var vonlaus föndrari og oft var mikið hlegið að verkunum hennar og hló þá Ingveldur allra mest. Núna minnumst við með hlýju glimmersprengju jólakort- anna sem hún sendi okkur eftir eitt þessara ógleymanlegu föndur- partía. Við höfum haldið upp á starfs- afmæli okkar á 10 ára fresti með því að ferðast saman til London, fara á kunnuglegar slóðir og rifja upp gömlu, góðu dagana með við- eigandi sögustundum, hlátri og gleði. Það verður erfitt til þess að hugsa að í næstu ferð verðum við einni færri, en við munum gera okkar besta til að fylla það skarð með góðum minningum, fullvissar um að Ingveldur verður með okk- ur í anda. Miðað við málsháttinn hlátur- inn lengir lífið og hve mikið við hlæjum í öllum okkar samveru- stundum, þá ættum við allar að verða 100 ára en svo verður víst ekki. Elsku Ingveldur okkar er farin en minningin um einstaka vinkonu lifir. Ingveldur var vinur vina sinna, ljúf, hrein og bein, orðhepp- in og hjartahlý. Hún var æðrulaus og tókst á við þau verkefni sem hún fékk í hendurnar af yfirvegun, laus við allt drama. Þegar ljóst var að ekki yrði ráðið við sjúkdóminn sagði hún: „Fyrst svona fór verður maður bara að bíta í það súra.“ Það verðum við líka að gera og sætta okkur við að eldast ekki saman og halda upp á 100 ára af- mælin okkar á dvalarheimili fyrir aldraðar au pair-stúlkur. Við kveðjum elsku vinkonu okkar með miklum söknuði en um leið erum við þakklátar fyrir allan tímann okkar saman og hversu lánsamar við erum að hafa allar stigið upp í sömu lest á leið til London fyrir rúmum 20 árum. Elsku Kidda, börnum, foreldr- um, systkinum og öðrum ást- vinum vottum við okkar dýpstu samúð. Anna Hulda, Bryndís, Helga, Margrét og Kristín. Nú þegar vorverkin kalla og lyktin af gróandanum fyllir vitin hefur Inga frænka verið kölluð á annað tilverustig. Hún varð að lúta í lægra haldi í æðrulausri glímu sinni við banvænt mein þrátt fyrir litskrúðug vonarblóm samferðamanna hennar. Inga var mikil mannkostakona. Í huga mér klæddist hún krafti og tign. Hún var hlý, trygg og yfir- veguð í allri framgöngu sinni. Svo vandræðalaus og sjálfri sér trú. Það var sama hvert óútreiknan- legir krákustígar lífsins leiddu hana, hún var ávallt sama Inga, sama hvað á gekk. Já, Inga var engum lík. Andlegur styrkur hennar var langt yfir meðallagi. Hún kunni þá list að lifa hverja stund. Láta hverjum degi nægja sína þjáningu. Fyrir það er ég nú óendanlega þakklát. Framganga hennar kallar fram í hugann eftir- farandi texta Braga Valdimars Skúlasonar: Sérhver draumur lifir aðeins eina nótt sérhver alda rís en hnígur jafnan skjótt hverju orði fylgir þögn og þögnin hverfur alltof fljótt. En þó að augnablikið aldrei fylli stund skaltu eiga við það mikilvægan fund því að tár sem þerrað burt aldrei nær að græða grund. Líttu sérhvert sólarlag, sem þitt hinsta væri það. Því morgni eftir orðinn dag enginn gengur vísum að. Þú veist að tímans köldu fjötra enginn flýr enginn frá hans löngu glímu aftur snýr. Því skaltu fanga þessa stund því fegurðin í henni býr. Það er óendanlega sárt að kveðja kæra frænku í blóma lífsins. Það er ekkert rétt. Per- sónuleiki Ingu og nærvera hennar var með þeim hætti að vart er hægt að hugsa hana fjarri mann- heimum. Það er illskiljanlegt hvers vegna öll vonarblómin sem umvöfðu hana, ásamt hennar eigin óbilandi krafti, náðu ekki að færa hana á sigurbraut lífsins. Ingu er sárt saknað. Guð varð- veiti þá sem eftir standa í lifandi trú, von og kærleika. Minningin um mæta konu lifir. Jóhanna Guðjónsdóttir. Það er erfitt og óendanlega sorglegt að hugsa til þess að ein okkar vinkvennanna sé nú fallin frá í blóma lífsins og skilur hún eftir sig stórt skarð í vinahópnum okkar. Við höfum þekkt Ingu frá bernsku, enda uppaldar í næstu sveit og höfðum því séð hana á íþrótta- og mannamótum frá því við vorum litlar stelpur. Við kynntumst henni hins vegar ekki almennilega fyrr en á unglingsár- um, en þá hófum við allar skóla- göngu í Gaggó á Selfossi. Ófáar minningar eigum við frá þeim ár- um t.d. þegar bíða þurfti eftir blessuðum skólabílunum og drepa tímann með því að hanga í skól- anum, á bókasafninu eða í Kaup- félaginu sem þá var og hét. Þá gafst góður tími til að borða smá nammi, spila og spá í lífið og til- veruna. Það var auðvelt að kynn- ast Ingu því hún var opin og kynntist hún okkur öllum á sinn hátt og það var einstakur hæfileiki hjá henni. Sá hæfileiki gerði það að verkum að hún varð „límið“ milli okkar sveitastelpna og Sel- fossstelpna, sem saman mynda stóran vinkvennahóp í dag sem hittist reglulega. Það var margt heillandi í fari Ingu og til fyrirmyndar. Hún var ákveðin án þess að vera frek, hún hafði gaman af fólki og félagsskap en fór þó eigin leiðir og synti stundum á móti straumnum. Hún hafði seiglu, sýndi fólki að flest er hægt ef viljinn er fyrir hendi og lét ekkert stoppa sig. Hún var forvit- in án þess að vera hnýsin og hafði alltaf áhuga á sögu fólks, einnig var hún hrein og bein án þess að vera dónaleg. Hún leit raunsæjum augum á lífið, laus við alla dramat- ík og tók veikindum sínum af ótrú- legu æðruleysi og styrk. En síðast en ekki síst var Inga skemmtileg, góðhjörtuð og yndisleg vinkona sem gaman var að umgangast og var heiður að fá að kalla vinkonu sína. Inga var sveitastelpa í húð og hár og þó hún hafi ung flutt til Reykjavíkur var hún alltaf fyrst og fremst sveitastelpa í hjarta sínu. Hún var t.d. ein af fáum íbú- um á stúdentagörðunum sem eld- uðu sér reglulega kindabjúgu og kartöflur, aðrir íbúar voru meira í skyndiréttum og pizzum ef við munum rétt. Hvergi undi hún sér svo betur en að eltast við kindur (já kindur, ekki rollur) á Flóa- mannaafrétti í góðum félagsskap hrossa, hunda og manna. En í sveitastelpunni leyndist líka borgardama sem hafði gaman af því að ferðast, fara á söfn, í leik- hús, á tónleika og klæðast falleg- um fötum sem hún bar með stolti og af glæsileika. Elsku Inga okkar, þú varst tek- in frá okkur alltof snemma og við eigum eftir að sakna þín svo óend- anlega mikið. Þú hefur kennt okk- ur að lífið er núna og við eigum að njóta þess, varðveita vináttuna og góðu stundirnar. Það verður skrít- ið að fara í sumarbústað án þín, hafa sveitastelpuhitting án þín, hitta þig ekki í réttunum eða lesa góða grein eftir þig í Mogganum. Við vitum hins vegar að þú verður alltaf með okkur í anda, hress og kát og til í smá sprell. Vinátta og minning þín lifir í hjörtum okkar sveitastelpnanna og við erum þakklátar fyrir þann tíma sem við áttum með þér. Hugur okkar er hjá fjölskyldu Ingu á þessum erfiðu tímum og vottum við henni innilega samúð okkar. Halla, Jóna Bríet, Kristín Birna og Margrét Harpa. Hún skellti sér í gulu regnkáp- una og arkaði út. Rauða hárið, hennar fallega einkenni, var farið að vaxa aftur. Hún var hraustleik- inn, hún var sigurinn, hún var kjarkurinn og hún var fyrirmynd- in okkar sem vílaði það ekki fyrir sér að gera við heita pottinn fyrir okkur í bústaðaferðinni eftir- minnilegu þar sem lífinu skyldi fagnað. Við kölluðum hana hrepp- stjórann í þessari ferð þar sem hún skellti sér í göngu og tók út hvern hól og hverja þúfu. Í sveit- inni sló hjarta hennar örar og fór það ekki framhjá neinum sem henni kynntust hversu sveitalífið stóð þessum hjartahlýja glímu- kappa nærri. Sterk og ákveðin röddin var eitt sem einkenndi Ingveldi og er nokkuð sem eigum auðvelt með að kalla fram í hugann til að finna fyrir nærveru hennar. Við heyrum hana segja; þið eruð svo miklar ofurmömmur, en það fannst okkur ekki jafnast á við þá ofurkonu- krafta sem hún sýndi í sínu ofur- mömmu-hlutverki. Á sama tíma og í ljós kom að mein Ingveldar hefði tekið sig upp aftur kom í ljós að fjölgunar væri von meðal okkar vinkvennanna. Drengurinn sem fæddist fjórum vikum áður en Ingveldur lést hef- ur nú fengið nafnið Ingvar Bragi til heiðurs henni og kallar það fram hlýju að segja nafnið og tengja það við þessa sterku per- sónu sem hafði svo mikil áhrif á líf okkar. Þótt glímuglaði hrepp- stjórinn verði ekki með okkur í næstu bústaðaferð munum við hér eftir gera slíka ferð að árlegri hefð í kringum afmæli Ingveldar, glíma, lyfta glasi og hlæja því ein- mitt þannig hefði Ingveldur viljað að við myndum muna eftir henni. Okkar innilegustu samúðar- kveðjur til Kidda, barnanna og fjölskyldunnar. Þínar vinkonur, María Ólafsdóttir og Signý Gunnarsdóttir. Elsku Inga mín. Besta mín. Ég sakna þín svo mikið. Þú varst einstök persóna, stórglæsileg kona, sjálfstæð með eindæmum, hugrökk fyrir allan peninginn og svo innilega áhuga- söm um allt og alla. Ég sé þig al- veg fyrir mér þegar ég skrifa þetta, þú hefðir ekki fílað svona upptalningu á þínum kostum – værir væntanlega núna að segja já, já þú líka! Þú áttir erfitt með að taka hrósi, gerðir frekar lítið úr þínum frábæru kostum og gjörð- um og náðir alltaf einhvern veginn að snúa hrósinu til baka. Mig langar því til að segja þér hvað ég er ótrúlega stolt af þér, kæra vinkona, ég er svo stolt af því hvernig þú tókst á öllum þess- um áföllum sem á þér dundu án þess að brotna. Ég er svo stolt af því hvernig þú talaðir um og plan- aðir framtíð þína því það kom aldrei annað til greina en að sigr- ast á þessum veikindum. Kíktu á mig í vikunni, þá verð ég búin að jafna mig, voru síðustu orðin sem þú sagðir við mig. Innst inni trúði ég því að þú myndir komast yfir þetta allt því kraftur þinn og styrkur var svo mikill. Ég er svo sorgmædd yfir því að þetta hafi verið þitt hlutskipti, ég er svo sorgmædd að þú hafir ekki fengið meiri tíma með okkur öllum og við með þér. Ég vil þakka þér fyrir vináttu, væntumþykju, hlýju og samveru síðustu 30 ár. Ég held að skarðið sem þú skildir eftir í hjarta ástvina SJÁ SÍÐU 20 Morgunblaðið/Ómar Að störfum Meðal þeirra fjölbreyttu verkefna sem Ingveldur sinnti á Morgunblaðinu var umsjón með Prufutímanum, sem var vikulegur dálkur í þeim hluta blaðsins þar sem fjallað er um daglegt líf. Þar kom hún víða við og kynnti upplifun sína í máli og myndum fyrir lesendum. Ingveldur lét sig fljóta í saltvatni, spreytti sig á keilu, fékk innsýn í þáttagerð í útvarpi og margt fleira. Morgunblaðið/Golli Morgunblaðið/Ernir Vissulega er stétt blaða- og fréttamanna býsna fjölbreytileg, sumir vilja meina að hún sé nokkuð skrautleg, en líklega er fá- gætt meðal blaðamanna að vera menntaður búfræðingur og bókmenntafræðingur, auk meistaraprófs í blaða- og fréttamennsku. Við vitum bara um eitt slíkt eintak og það var hún Ingveldur Geirsdóttir, samstarfs- kona okkar á fréttadeild Morgunblaðsins og kær vinkona sem við kveðjum í dag. Einstök að ótal mörgu leyti. Sem blaðamaður var Ingveldur réttsýn, röggsöm, snjöll, hugmyndarík og fjölhæf og til marks um það tók hún gjarnan að sér verkefni á öðrum deildum blaðsins. Frétta- skýringar, mannlífsviðtöl, skoðanapistlar, bóka- og tónlistardómar; allt fórst henni þetta jafn vel úr hendi. Hún var góður liðs- maður, en ekki síður öflugur leiðtogi sem kom berlega í ljós þegar henni var falin vaktstjórn og fréttastjórn á fréttadeild. En fyrst og fremst var Ingveldur vönduð og góð manneskja sem við, vinnufélagar hennar og vinir, leituðum til og sóttumst eftir að vera í félagsskap við. Á fjölmenn- um vinnustað, eins og Morgunblaðinu, ger- ist það gjarnan að fólk binst sterkum vin- áttuböndum og mörg okkar áttu því láni að fagna að njóta vináttu Ingveldar og eiga með henni skemmtilegar stundir utan vinnu. Um sumt fólk er sagt að gusti af því. Um aðra sagt að sópi að þeim. Í báðum til- vikum er átt við fólk sem hefur ákveðna framgöngu, þetta er fólk með sterka og þægilega nærveru þannig að eftir því er tekið. Fólk sem veit hvert það er og hvert það vill fara. Hún Ingveldur okkar, með sterka nafnið sitt sem þýðir orrusta kon- ungs, tilheyrði þessum hópi fólks. Með styrk, sem engin takmörk virtist eiga sér, aðdáunarvert hugarfar og einstakt æðru- leysi að vopni, háði hún orrustu við sjúk- dóminn skæða sem að lokum hafði betur. Við kveðjum góða samstarfskonu og ein- staka vinkonu með söknuði. Fjölskyldu hennar og ástvinum öllum vottum við okkar innilegustu samúð. Fyrir hönd vinnufélaga á Morgun- blaðinu, Anna Lilja Þórisdóttir, Árni Matthíasson, Björn Jóhann Björnsson, Guðmundur Sv. Hermannsson og Karl Blöndal. Góður liðsmaður og öflugur leiðtogi Á forsíðu sunnudagsblaðs Morgunblaðsins í febrúar 2015 Í viðtali við Orra Pál Ormarsson ræddi Ingveldur um krabba- meinið sem hún greindist með í brjósti á miðri meðgöngu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.