Morgunblaðið - 16.05.2019, Page 2

Morgunblaðið - 16.05.2019, Page 2
Morgunblaðið/Árni Sæberg Á makrílveiðum Skipverji gerir klárt áður en trollið er látið fara. Ráðlögð makrílveiði tvöfaldast  Mun meira er til skiptanna en útlit var fyrir  Strandríkin funda um nýja stöðu í London eftir helgi Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) hefur endurskoðað ráðgjöf sína um makrílveiðar. Ráðlögð veiði í ár er rúmlega 770 þúsund tonn sem er meira en tvöfalt meiri afli en stofn- unin taldi í haust að óhætt væri að veiða. Strandríkin funda um þessa nýju stöðu eftir helgi. „Þetta er framhald af vinnu sem staðið hefur yfir frá því í október þeg- ar ráðgjöfin var fyrst kynnt. Þá voru uppi efasemdir um að allt væri með felldu í þeim líkönum sem notuð voru við stofnstærðarmat. Farið var í það að skoða aðferðafræðina,“ segir Þor- steinn Sigurðsson, sviðsstjóri á upp- sjávarsviði Hafrannsóknastofnunar. Upp fyrir hættumörk Niðurstaða upphaflegs mats gaf til kynna að stofninn væri kominn niður fyrir áhættumörk. Með endurskoðun á mati hrygningarstofnsins fer hann upp fyrir þessi mörk og þess vegna eykst ráðlögð hámarksveiði makríls úr 318 þúsund tonnum í rúmlega 770 þúsund tonn. Aukningin er 142%. Ekki er samkomulag um skiptingu kvótans og hefur aflinn farið langt fram úr ráðgjöf á undanförnum ár- um. Noregur, Evrópusambandið og Færeyjar ákváðu 653 þúsund tonna heildarkvóta. Skiptu 551 þúsund tonnum á milli sín og skildu 102 þús- und tonn eftir fyrir Íslendinga, Grænlendinga og Rússa sem er langt undir afla þessara ríkja undanfarin ár. Íslensk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau muni miða kvóta sinn við 16,5% af heildarkvótanum sem hin ríkin miða við, eða tæplega 108 þús- und tonn og Grænlendingar hafa gef- ið út að þeir taki sér 60 þúsund tonn. Stjórnvöld á Íslandi hafa hins vegar ekki gefið út kvóta vegna óvissu um úthlutunarreglur eftir dóma Hæsta- réttar. Evrópusambandið sem sér um fundi strandríkjanna þetta árið hefur boðað til fundar í London á mánudag og þriðjudag til að fara yfir endur- skoðaða ráðgjöf ICES. Kristján Freyr Helgason, formaður íslensku viðræðunefndarinnar, segir alltaf markmiðið að ná samningum enda betra að stunda veiðar innan samn- ings en utan. Hann segir að það ætti að auðvelda samninga að nú sé meira til skiptanna en gert var ráð fyrir. Af- staða Noregs, ESB og Færeyja eigi þó eftir að koma í ljós. 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2019 a. 595 1000 ugs Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a 60+Gran Canaria ur br ey st án fyr irv r ðGu va 12. nóvember í 16 nætur Frá kr. 234.995 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Seinni umræðu um þingsályktunartil- lögu utanríkisráðherra um innleiðingu á þriðja orkupakkanum svonefnda var fram haldið í gær. Var umræðunni ekki lokið þegar Morgunblaðið fór í prentun í gærkvöldi og var rúmlega tugur þing- manna eftir á mælendaskrá. Voru ít- arlegar umræður um málið og veittu þingmenn tíð andsvör við ræðum. Einungis átta þingfundadagar eru eftir á yfirstandandi löggjafarþingi samkvæmt starfsáætlun þingsins og lagði varaforseti þingsins, Guðjón S. Brjánsson, til við upphaf þingfundar að vikið yrði frá þingsköpum svo að fund- urinn gæti staðið fram á kvöld. Sagði Guðjón í samtali við Morgun- blaðið um kvöldmatarleytið í gær- kvöldi að ólíklegt væri að þingfundur- inn myndi standa fram yfir miðnætti, en í umræðum um fundarstjórn for- seta í gærkvöldi kom fram vilji þing- manna til þess að slíta umræðunni á skikkanlegum tíma vegna nefndar- starfa Alþingis í dag. Sagði Guðjón því nær öruggt að halda þyrfti umræðunni um orkupakk- ann áfram á næsta þingfundadegi sem er á mánudag. „Það er ljóst að þing- menn vilja tjá sig um málið og það er mikilvægt að þeir fái að gera það,“ sagði Guðjón. Spurt um gildi fyrirvarans Meginlínur umræðunnar voru nokk- uð ljósar, þar sem það voru einkum þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins sem lýstu efasemdum um gildi þess að orkupakkinn yrði samþykktur en þingmenn annarra flokka sem tóku til máls voru öllu hlynntari málinu. Snerust umræðurnar í gær að miklu leyti um þann fyrirvara sem þings- ályktunartillagan gerir við innleiðingu reglugerða er tengjast orkuflutningi frá Íslandi og hvert lagalegt gildi hans yrði. Orkupakkinn ræddur á þinginu fram á kvöld  Rúmlega tugur þingmanna enn á mælendaskrá Morgunblaðið/Ómar Alþingi Umræður um orkupakkann stóðu fram á kvöld í gærkvöldi. Mikill áhugi var á veglegu flugukastsnámskeiði Moggaklúbbsins og Veiðihornsins, sem haldið var í húsakynnum Árvakurs við Hádegismóa í gær. Fengu þátttakendur þar fyrst bóklega kennslu í flugukastsfræðunum, og svo var haldið að Rauðavatni þar sem nemendurnir fengu að spreyta sig, bæði á einhendur og tvíhendur. Var gerður góður rómur að námskeiðinu þó að aflinn hafi verið í minni kantinum að þessu sinni. Veglegt flugukastsnámskeið í boði Moggaklúbbsins og Veiðihornsins Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sýndu réttu handtökin í flugukasti Ísland er í fyrsta sæti barnaréttar- stuðulsins eða KidsRights in- dex, sem er mælikvarði á það hvernig aðildarríki Barnasátt- mála Sameinuðu þjóðanna virða réttindi barna. Frjálsu félagasamtökin Kids- Rights birta stuðulinn árlega. Um er að ræða alþjóðleg samtök sem hafa það að markmiði að stuðla að velferð barna um allan heim og vinna að því að réttindi þeirra séu virt. Á þessu ári eru birtar tölur frá 181 landi og er Ísland sem fyrr segir í fyrsta sæti. Í fyrra var Ísland í öðru sæti á eftir Noregi en árið 2017 var Ísland í fjórða sæti. Stuðullinn byggist á tilmælum barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna til aðildarríkja Barnasátt- málans, upplýsingum frá UNICEF og UNEP. Þá byggjast niðurstöð- urnar á 20 mælikvörðum um líf, heilsu, vernd, menntun og umhverfi réttinda barna. mhj@mbl.is Ísland í fyrsta sæti á lista yfir rétt- indi barna  Barnaréttar- stuðullinn 2019

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.