Morgunblaðið - 16.05.2019, Side 10

Morgunblaðið - 16.05.2019, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2019 Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar: Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds sem fallið hefur í eindaga til og með 15. maí 2019, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 6. maí 2019 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 15. maí 2019, á staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds, virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, vanskilum launagreiðenda á gjöldum í og utan staðgreiðslu, fjármagnstekjuskatti á skilaskylda aðila, áfengisgjaldi, bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, olíugjaldi, kílómetragjaldi, gisti- náttaskatti, fjársýsluskatti, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, árgjöldum, aðflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, fasteigna- gjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjöldum, jarðarafgjaldi, sektum skattrannsóknarstjóra, ofgreiddri uppbót á eftirlaun, eftirlitsgjaldi Fjármálaeftirlitsins, árgjaldi handhafa markaðsleyfis, veiðigjaldi og álögðum þing- og sveitarsjóðsgjöldum, sem eru: Tekjuskattur og útsvar ásamt álagi á ógreiddan tekjuskatt og útsvar, útvarpsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, auðlegðarskattur og viðbótar auðlegðarskattur, fjármagnstekjuskattur ásamt álagi á ógreiddan fjármagnstekjuskatt, ógreiddur tekjuskattur af reiknuðu endurgjaldi ásamt álagi, búnaðargjald, sérstakur fjársýsluskattur, sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki, jöfnunargjald alþjónustu, ofgreiddar barnabætur og ofgreiddar vaxtabætur. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 25.000 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald er 2.500 kr. auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald, afdreginn fjármagnstekjuskatt, áfengisgjald, fjársýsluskatt, gistináttaskatt og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara, þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og kílómetragjald mega eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara og þeir gjaldendur sem skulda gjöld þar sem lögveð fylgir mega búast við að send verði út sérstök greiðsluáskorun fyrir gjaldföllnum kröfum. Greiðsluáskorunin hefur ekki áhrif á þessi innheimtuúrræði þannig að fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum. Reykjavík, 16. maí 2019 Ríkisskattstjóri Sýslumaðurinn á Vesturlandi Sýslumaðurinn á Vestfjörðum Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra Sýslumaðurinn á Austurlandi Sýslumaðurinn á Suðurlandi Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Suðurnesjum Samfara hinni miklu uppbyggingu á Hafnartorgi í Kvosinni í Reykjavík hafa orðið til tvær nýjar göngugötur, Kolagata og Reykjastræti. Kolagata er nú fullkláruð. Hún liggur eftir endilöngu torginu, frá vestri til austurs. Hún nær frá Toll- húsinu (Kolaportinu) að Lækjargötu/ Kalkofnsvegi, gegnt Arnarhóli. Þar er m.a. að finna verslun H&M og fleiri verslanir verða opnaðar þarna síðar meir. Kolagata mælist 136 metrar í Borgarvefsjá. Tillaga að nafninu kom frá nafna- nefnd Reykjavíkur með tilvísun til þess að þarna hafi kolum verið skipað á land fyrr á árum. Þá stóð kolakran- inn Hegri skammt þar norðan við. Hann var reistur 1927 og rifinn 1968. Reykjastræti nær frá Hafnar- stræti alveg norður að Hörpu. Það liggur milli stórhýsa sem risið hafa á Hafnartorgi og einnig milli stórhýsa sem nú eru í byggingu á Hörpulóð- inni. Eru það annars vegar íbúðarhús og Marriott Edition Hótel, fimm stjörnu glæsihótel, og hins vegar ný- bygging Landsbankans. Hið nýja stræti verður tilbúið þegar Lands- bankahúsið verður fullbúið. Nafnið vísar til heitis höfuðborgar Íslands, Reykjavík. sisi@mbl.is. Morgunblaðið/sisi Hægt er að ganga Kolagötuna á enda Kolagata Hin nýja göngugata er fullkláruð. Horft í áttina að Kolaportinu. Viðbúið er að atvinnuleysisbætur á þessu ári muni rjúka upp og verða mörgum milljörðum hærri en gert hafði verið ráð fyrir. Þetta sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra á Alþingi í gær í svari við fyrirspurn frá Oddnýju G. Harðar- dóttur, þingflokksformanni Sam- fylkingarinnar, um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Benti Oddný á að von væri á fjármálaáætluninni í næstu viku og yrði henni væntan- lega mikið breytt í ljósi „óhag- stæðrar hagspár sem Hagstofan kynnti á dögunum“. „Það sem við erum að glíma við núna, eftir að ný hagspá var birt á föstudaginn, er mesta breyting í hagvexti sem við höfum séð í áratugi þegar hrunið er tekið til hliðar, þ.e. það er mesta breyting til hins verra á milli spágerða. Spurningin sem við stöndum frammi fyrir er sú hvort mér beri ekki hreinlega, og ég hall- ast að því, að koma með nýja fjár- málastefnu sem markar þá sporin fyrir framtíðina,“ sagði Bjarni. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Alþingi Bjarni Benediktsson. Endurskoðar fjármálaáætlun Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við erum alla daga að skoða kjör rithöfunda og auðvitað styðjum við glæpasagnahöfunda ef þeir vilja bæta sína stöðu. Við getum hins veg- ar ekki haft áhrif á úthlutanir starfs- launa, hverjir fá laun og hversu oft. Það væri óeðlilegt. Það verður að vera traustur eldveggur á milli út- hlutunarnefndar og okkar,“ segir Karl Ágúst Úlfsson, formaður Rit- höfundasambands Íslands. Gagnrýna skort á framlögum Morgunblaðið greindi í gær frá óánægju glæpasagnahöfunda með skort á opinberum stuðningi við höf- unda í þeirri grein bókmenntanna. Metsöluhöfundarnir Yrsa Sigurðar- dóttir og Ragnar Jónasson bentu þar á að glæpasagnahöfundar hafa að- eins fengið 0,63% af listamannalaun- um úr launasjóði rithöfunda síðasta áratug. Eins gagnrýna þau skort á framlögum til þýðinga glæpasagna og benda á að ungur glæpasagnahöf- undur hafi aldrei hlotið nýræktar- styrk. Allt heyrir þetta að einhverju leyti undir Rithöfundasambandið því þriggja manna úthlutunarnefnd launasjóðs rithöfunda er skipuð sam- kvæmt tillögum RSÍ. Þá eru tveir af fimm stjórnarmeðlimum Miðstöðvar íslenskra bókmennta, sem úthlutar m.a. þýðingarstyrkjum og nýrækt- arstyrkjum, skipaðir af sambandinu. Gerum ekki upp á milli barnanna „Það eru mjög margir hópar sem eru ekki ánægðir með sinn prósentu- hlut, til að mynda barnabókahöfund- ar og þýðendur. Mér vitanlega hefur aldrei verið rætt í fullri alvöru að taka upp kvótaskiptingu. Það hefur aldrei nokkurn tímann verið neinn vilji til þess,“ segir Ragnheiður Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Rithöfundsambands Íslands. Hún segir að líta verði til þess að aðeins séu ein lög um listamanna- laun, ekki séu sérstök lög um rithöf- undalaun. Ef gera ætti breytingar þyrftu þær breytingar að ná yfir alla launasjóðina. „Þau félög sem til- nefna í úthlutunarnefndir hafa ekki eitt einasta umboð til að vera með puttana í úthlutuninni sjálfri. Það er sjálfsagt að rithöfundar hafi skoðun á þessu en við getum ekki ákveðið áherslur í úthlutun. Þá værum við farin að gera upp á milli barnanna okkar.“ Vill verðlauna glæpasögur Yrsa setti fram þá hugmynd í sam- tali við Morgunblaðið í gær að glæpasögur yrðu verðlaunaðar í sér- stökum flokki á Íslensku bók- menntaverðlaununum. Karl Ágúst telur þá hugmynd góðra gjalda verða. „Það er bara ekkert að því. Mér finnst að við eigum að sýna rit- höfundum sem mestan sóma, sama í hvaða grein sem það er.“ Margir hópar eru óánægðir  Forsvarsmenn Rithöfundasambands Íslands segja erfitt að ætla að stýra úthlut- unum ritlauna  Glæpasagnahöfundar ósáttir  Gerum ekki upp á milli höfunda Morgunblaðið/Rósa Braga Bækur Glæpasagnahöfundar eru óánægðir með skort á opinberum stuðn- ingi. Þeir telja að ungir glæpasagnahöfundar eigi erfitt með að fóta sig. Karl Ágúst Úlfsson Ragnheiður Tryggvadóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.