Morgunblaðið - 16.05.2019, Síða 24

Morgunblaðið - 16.05.2019, Síða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2019 Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70 hitataekni.is – sjö viftur í einni Ein sú hljóðlátasta á markaðinum (17-25 dB) Valin besta nýja vara ársins, Nordbygg 2016 Sjálfvirk, raka-og hitastýring, fer sjálfkrafa í gang þegar ljós eru kveikt eða við hreyfingu í rými. Klimat K7 er fjölnota vifta, þróuð og framleidd í Svíþjóð. BAKARÍ / KAFFIHÚS / SALATBAR Sunnumörk 2, Hveragerði, sími 483 1919, Almar bakari • Opið alla daga kl. 7-18 SÉRBAKAÐfyrir þig SALATBAR ferskur allan daginn bílar á dag í febrúar árið 2011 en 165.020 bílar í febrúar sl. Það er aukning um 43 þúsund bíla. Stóra myndin í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu á síðustu árum virðist því vera sú að þrátt fyrir fjölgun farþega hjá Strætó hafi hlut- fall farþega í öllum ferðum lítið breyst. Þá einkum vegna stórauk- innar bílaumferðar. Sterk fylgni er milli umferðar og hagvaxtar. Hlutfallið náð hámarki Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir að- spurður að kannanir á ferðavenjum bendi til að hlutfall fólks sem notar Strætó daglega hafi náð hámarki. Þá miðað við núverandi aðstæður. „Þessi hlutföll virðast haldast nokkuð stöðug. Það má velta því fyrir sér hvort við séum komin á það stig að þurfa frekari uppbyggingu innviða til að fá fleiri um borð. Þá til dæmis með forgangi í umferðinni. Farþegar Strætó eru yfirleitt lengur á leiðinni í núverandi kerfi. Það er erfitt að keppa við það,“ segir Guð- mundur Heiðar og bendir á að far- þegum Strætó hafi fjölgað í ár. Þannig hafi 3,109 milljónir far- þega ferðast með Strætó fyrstu þrjá mánuði ársins, eða rúmlega 200 þús- und fleiri farþegar en sömu mánuði í fyrra. Þetta séu ríflega 100 þúsund fleiri farþegar en áætlað var. Fjallað er um hlutfallslegan fjölda strætófarþega í umferðinni í nýrri skýrslu verkfræðistofunnar Eflu, Almenningssamgöngur: Hvaða þættir skipta máli á höfuðborgar- svæðinu? sem styrkt var af Rann- sóknarsjóði Vegagerðarinnar. Við- fangsefnið var að skoða leiðir til að bæta núverandi kerfi almennings- samgangna á höfuðborgarsvæðinu og til að auka notkunina. Þar er fjallað um áðurnefndar kannanir Gallup á ferðavenjum, auk þess sem bætt er við niðurstöðum viðhorfskönnunar sem Maskína gerði á ferðavenjum vorið 2018. Lægra hlutfall en 2016-2017 Skýrsluhöfundar benda á að um 20% íbúa höfuðborgarsvæðisins noti Strætó einu sinni eða oftar í mánuði. Það sé sambærilegt og aðrar ferða- venjukannanir gefi til kynna árið 2018. Það sé hins vegar lægra hlut- fall en árin 2016-2017. Meðal annarra niðurstaðna er að búseta innan höfuðborgarsvæðisins hafi markverð áhrif á ferðavenjur. Notkun almenningssamgangna sé mest hjá þeim sem búa í Reykjavík vestan Elliðaáa. Þá sé notkunin meiri eftir því sem fleiri leiðir Strætó eru í göngufæri við heimili. Bílaeign er sögð hafa áhrif. Þann- ig séu almenningssamgöngur mest notaðar af fólki sem ekki á bíl. Fram kemur í skýrslunni að hlut- fall farþega með Strætó hafi lækkað. „Strætó hefur látið framkvæma ferðavenjukannanir árlega innan höfuðborgarsvæðisins þar sem spurt er um notkun Strætó. Í þeim könn- unum er spurt hversu oft íbúar nota almenningssamgöngur. Þegar kann- anir frá 2011 til 2018 eru skoðaðar [sjá neðra grafið], þá gefa niður- stöður til kynna að dregið hefur úr hlutfalli íbúa sem nota almennings- samgöngur reglulega (oftar en 1 sinni í mánuði) á síðasta ári (2018) eftir að notkun jókst talsvert frá 2013 til og með árinu 2017. Mældist hlutfall þeirra sem nota Strætó oftar en 1 sinni í mánuði 29-34% árin 2016- 17 en lækkaði í 21-26% árið 2018,“ segir þar orðrétt um þróunina. Daði Baldur Ottósson, einn skýrsluhöfunda Eflu, segir hér stuðst við ferðavenjukannanir Gallup fyrir Strætó og svo könnun Maskínu fyrir Eflu 2018. Rúmlega 1.300 manns, 18-75 ára, tóku þátt í könnun Maskínu Í skýrslunni er hins vegar ekki getið um nýjustu könnun Zenter í vor en hlutfall farþega sem nota Strætó vikulega er þar eilítið hærra, eða 5%, sem áður segir. Tvöfalda átti hlutfallið Haustið 2011 var undirrituð vilja- yfirlýsing af hálfu innanríkis- ráðuneytisins, fjármálaráðuneyt- isins, Vegagerðarinnar og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um 10 ára tilraunaverkefni um að efla almenningssamgöngur á höfuð- borgarsvæðinu. Meðal markmiða var að „tvöfalda a.m.k. hlutdeild al- menningssamgangna í öllum ferðum sem farnar eru á höfuðborgar- svæðinu á samningstímanum“. Benda áðurnefndar niðurstöður til að þetta sé enn fjarlægt markmið. Þrefalda á hlutfallið Meðal markmiða borgarlínu er að árið 2040 verði 12% ferða á svæðinu farin með almenningssamgöngum. Fram kom í Morgunblaðinu í fyrra að ferðavenjukönnun Gallup bendi til að hlutfall strætisvagna í öllum ferðum á höfuðborgarsvæðinu hafi haldist stöðugt á öldinni. Það hafi þannig verið um 4% árin 2002, 2011, 2014 og 2017. Fyrsta könnunin var gerð í febrúar 2002 en hinar þrjár að hausti. Veðurfar er meðal þess sem getur haft áhrif á niður- stöður slíkra kannana á Íslandi. Notkun Strætó samkvæmt ferðavenjukönnunum 2010 til 2019 100% 90% 80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% ➜ Þrisvar í viku eða oftar ➜ Einu sinni í mánuði til tvisvar í viku ➜ Sjaldnar en einu sinni í mánuði eða aldrei nóv. feb. júlí nóv. feb. júlí sept. des. feb. júlí des. feb. mars júlí des. feb. júlí des. mars júlí des. maí mars júlí des. apríl 2010 2017 20192011 20182015 201620142012 2013 Apríl 2019 AB 31108 5 HLEMMUR TRÆTÓ *Með einni ferð er átt við staka ferð en ekki ferð fram og til baka Hversu margar ferðir* fórst þú með Strætó að meðaltali sl. 12 mánuði? Heimild: Skýrsla Zenter fyrir Strætó, apríl 2019 Daglega, 5% 3-6 sinnum í viku, 4% 1-2 sinnum í viku, 4% 1-3 sinnum í mánuði, 7% Sjaldnar en 1 sinni í mánuði, 33% Aldrei, 47% Hlutfall strætó hefur lítið breyst  Kannanir benda til að hlutfall fólks á höfuðborgarsvæðinu sem tekur strætó daglega haldist í 3-5%  Upplýsingafulltrúi Strætó segir tölurnar vitna um þörfina fyrir nýja innviði fyrir strætisvagna BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hlutfall fólks á höfuðborgarsvæðinu sem tekur strætó vikulega eða oftar jókst lítillega í vor eftir að hafa farið lækkandi síðustu misseri. Einn af hverjum tuttugu íbúum á svæðinu tekur strætisvagn daglega. Þetta má lesa úr könnunum sem unnar hafa verið fyrir Strætó bs. frá árinu 2010. Benda síðustu kannanir til að hlutfall fólks sem tekur strætó dag- lega hafi verið 5% í könnun Zenter í vor en 4%, 3% og 2% í könnunum Gallup í fyrra. Þá hefur hlutfall fólks sem tekur strætó 3-6 sinnum í viku verið 3%-4% á sama tímabili. Meirihlutinn tekur ekki strætó Á sama tímabili hefur hlutfall fólks sem tekur strætó 1-3 sinnum í mánuði sveiflast frá 13%, 7%, 11% og 7% á tímabilinu. Þá hefur saman- lagt hlutfall þeirra sem taka strætó sjaldnar en einu sinni í mánuði, eða aldrei, verið 73%, 82%, 80% og 80% í þessum könnunum. Sjá má niður- stöðurnar í töflu hér til hliðar. Síðustu ár hefur umferð aukist mikið á höfuðborgarsvæðinu. Má þar nefna að summa meðalumferðar á höfuðborgarsvæðinu var 122.063 Guðmundur Heiðar Helgason Ferðavenjukannanir Strætó 2011 til 2018 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2018 2018 Aldrei 57% 53% 55% 53% 53% 44% 36% 48% 56% 49% Sjaldnar en 1 sinni í mán. 22% 25% 25% 25% 23% 27% 29% 26% 24% 32% 1-3 sinnum í mánuði 6% 8% 7% 7% 8% 13% 15% 13% 11% 10% 1-2 sinnum í viku 3% 5% 4% 5% 5% 4% 7% 5% 4% 3% 3-6 sinnum í viku 4% 3% 2% 5% 4% 5% 6% 4% 3% 3% Daglega 8% 6% 7% 5% 7% 7% 5% 4% 3% 3% Ferðavenjukannanir gerðar af Gallup Hversu margar ferðir fórst þú með Strætó að meðaltali sl. 12 mánuði? Könnun Maskínu fyrir EfluHeimild: Efla

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.