Morgunblaðið - 16.05.2019, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 16.05.2019, Qupperneq 32
32 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2019 Fagleg og persónuleg húsfélagaþjónusta Eignarekstur leggur áherslu á að einfalda og hagræða málin fyrir húsfélög Traust - Samstaða - Hagkvæmni eignarekstur@eignarekstur.is • www.eignarekstur.is • Sími 566 5005 Ráðgjöf Veitum faglega ráðgjöf til húsfélaga Bókhald Höfum umsjón með bókhaldi fyrir húsfélög Þjónusta Veitum persónulega þjónustu sem er sérsniðin að hverju og einu húsfélagi Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á BAKSVIÐ Pétur Hreinsson peturh@mbl.is Sprotafyrirtækið Flow, sem fram- leiðir hugleiðsluhugbúnað fyrir sýndarveruleika og leiðir notandann í gegnum hugleiðsluæfingar, aflaði sér 118 þúsund evra fjárfestingar, um 16 milljóna króna, í gegnum fjár- festingarvettvanginn Funderbeam nýverið, fyrst íslenskra fyrirtækja. Um nýja leið er að ræða fyrir ís- lensk fyrirtæki til að afla sér fjár- magns en Funderbeam er eistneskt fyrirtæki. Það er nokkurs konar markaðstorg fyrir fjárfestingar í sprota- og vaxtarfyrirtækjum og gerir fjárfestum kleift að fjárfesta allt frá litlum upphæðum í stærri upphæðir í óskráðum fyrirtækjum og eignast hlut í þeim. Nýtt app í júlí Hingað til hefur Flow aðeins verið aðgengilegt með sýndarveruleika- búnaði frá annaðhvort Samsung eða Oculus Go. Býður fyrirtækið m.a. upp á hugleiðslunámskeið fyrir fyrirtæki, bæði innlands sem og er- lendis, í þeim tilgangi að minnka streitu og álag á vinnustöðum með mælanlegum árangri, svo sem á hjartslætti eða öndun. Hlutafjár- söfnun sem er nýlokið gerir fyrir- tækinu aftur á móti kleift að þróa hugleiðsluapp sem fólk getur notað án þess að eiga sýndarveruleikabún- að. „Við stefnum á að hleypa þessu appi í loftið í júlí. Kostir þessa apps eru að það býður upp á sama há- gæða myndefni án sýndarveruleik- ans. Þú getur þess vegna stundað hugleiðslu með augun opin, á meðan þú t.d. stundar líkamsrækt, eða með augun lokuð þegar þú ert heima,“ segir Tristan Gribbin, framkvæmda- stjóri fyrirtækisins, við Morgun- blaðið. Tristan hefur stundað hugleiðslu í tæp 20 ár en einnig fylgst grannt með gangi mála hjá Startup Iceland og haft hug á því að vinna við ný- sköpun í nokkurn tíma og því óhætt að segja að Flow sameini þessa hluti vel. Yfir 100 erlendir fjárfestar Stærsti einstaki fjárfestirinn í Flow er íslenska fjárfestingarfyrir- tækið Iceland Venture Studio en þeir Bala Kamallakharan og Freyr Ketilsson stofnuðu fyrirtækið á árinu. Lagði Iceland Venture Studio 25 þúsund evrur til fyrirtækisins í þessu hlutafjárútboði Flow. Að sögn Tristan eiga nú yfir 100 alþjóðlegir fjárfestar hlut í fyrirtækinu en það fékk í gegnum tengslanet Funder- beam 25 þúsund fyrirspurnir frá fjárfestum. Hluti af ferlinu í gegnum Funder- beam felst í því nýta sér tengslanet fyrirtækisins með tilheyrandi kynn- ingum á starfsemi Flow en teymið fór m.a. til allra landanna á Norð- urlöndum, Tallinn og Lundúna. „Það var skemmtileg reynsla að safna hlutafé í gegnum þennan hóp- fjármögnunarvettvang. Við fórum meðal annars til Eistlands. Þar tek- ur fólk svo vel á móti Íslendingum en við fengum mjög öflugan eist- neskan fjárfesti, sem hefur náð miklum árangri í sprotafjárfesting- um á undanförnum árum,“ segir Tristan en fyrirtækið stefnir á enn frekari hlutafjársöfnun á næstu mánuðum. Fyrsta hópfjármögnunin í gegnum Funderbeam Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hugleiðsla Tristan Gribbin, til vinstri, hefur 20 ára reynslu af hugleiðslu.  Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Flow VR hyggst gefa út nýtt app í júlímánuði meðaltali 2,8% á næstu fimm árum og 2,7% næsta áratuginn. Verð- bólguvæntingar til fimm ára hald- ast óbreyttar frá fyrri könnun en væntingar til tíu ára fara eilítið lækkandi. Könnunin gefur einnig til kynna að markaðsaðilar telji að gengi krónunnar gefi lítillega eftir á næstu misserum og að gengi evru verði 140 krónur eftir eitt ár en op- inbert viðmiðunargengi Seðlabank- ans er nú 137,4 krónur á móti hverri evru. Verðbólguvæntingar markaðsaðila hafa dvínað nokkuð frá því í janúar. Þetta sýnir könnun sem Seðlabanki Íslands stendur fyrir ársfjórðungs- lega. Þannig sýnir miðgildi niður- stöðunnar að markaðsaðilar geri ráð fyrir 3,3% verðbólgu á öðrum og þriðja ársfjórðungi en að hún fari niður í 3% í lok árs. Fyrri könn- un sýndi að sömu aðilar gerðu ráð fyrir að verðbólgan yrði í kringum 3,6-3,7% yfir sama tímabil.Þá telja markaðsaðilar að verðbólga verði 2,8% eftir tvö ár og að hún verði að Telja minni verðbólgu í pípunum  Krónan gefi nokkuð eftir næsta árið Morgunblaðið/Ómar Seðlabanki Kannar reglulega væntingar markaðsaðila til verðbólgu. 16. maí 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 122.43 123.01 122.72 Sterlingspund 158.59 159.37 158.98 Kanadadalur 90.89 91.43 91.16 Dönsk króna 18.395 18.503 18.449 Norsk króna 14.018 14.1 14.059 Sænsk króna 12.75 12.824 12.787 Svissn. franki 121.34 122.02 121.68 Japanskt jen 1.1155 1.1221 1.1188 SDR 169.4 170.4 169.9 Evra 137.42 138.18 137.8 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.4128 Hrávöruverð Gull 1297.6 ($/únsa) Ál 1765.0 ($/tonn) LME Hráolía 70.02 ($/fatið) Brent
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.