Morgunblaðið - 16.05.2019, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.05.2019, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2019 ● Landaður afli íslenskra skipa í apríl sl. var 113.094 tonn sem er 23% minni afli en í apríl 2018. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofu Íslands. Samdrátturinn skýrist, samkvæmt fréttinni, af minni kolmunnaafla, en af honum veiddist rúmt 61 þúsund tonn samanborið við tæp 94 þúsund tonn í apríl 2018. Botnfiskafli nam 49 þúsund tonnum í apríl sem er á pari við apríl 2018. Aflamagn í ufsa dróst saman um 18% og í karfa um 20%, en mikil afla- aukning í ýsu er sögð vega það upp. Í fréttinni segir einnig að flatfiskafli hafi minnkað um 15% milli ára og skel- og krabbadýraafli um 32%. Landaður afli dregst saman um 23% ● Rauðar tölur voru áberandi í Kaup- höll Íslands í gær, en þó hækkuðu bréf nokkurra félaga í verði. Þar fremst í flokki fór Origo, en verð bréfa félagsins hækkaði um 2,41% í 44 milljóna króna viðskiptum. Næstmest hækkun varð á bréfum Granda, eða um 1,01% og stendur gengi bréfa félagsins nú í slétt- um 30 krónum á hlut. Heildarviðskipti með bréfin námu tveimur milljónum króna. Þriðja félagið sem hækkaði í verði í gær var svo Arion banki, en bréf bankans hækkuðu um 0,13% í 176 millj- óna króna viðskiptum. Mest lækkun gærdagsins varð á bréfum Sjóvár, eða um 1,12%, og næst- mest lækkun varð á bréfum Regins, um 1,09%. tobj@mbl.is Origo hækkaði mest allra í kauphöllinni STUTT Árið 2018 voru konur 33,5% stjórn- armanna í fyrirtækjum með 50 laun- þega eða fleiri, og er það í fyrsta sinn sem það hlutfall mælist hærra en þriðjungur, samkvæmt frétt Hagstofunnar. Til samanburðar var hlutfall þeirra í stjórnum stórra fyr- irtækja 12,7% árið 2007 og 9,5% árið 1999, en náði fyrra hámarki 33,2% árið 2014. Í fréttinni kemur fram að árið 2010 voru samþykkt lög um að hlut- fall hvors kyns skyldi vera yfir 40% í stjórnum fyrirtækja með fleiri en 50 starfsmenn, og tóku þau að fullu gildi í september 2013. Hlutfall kvenna í stjórnum fyrir- tækja með færri en 50 launþega stendur nánast í stað milli ára, og er nú 25,9%, samkvæmt frétt Hagstof- unnar. tobj@mbl.is Konur yfir þriðjungur  Voru 12,7% stjórn- armanna árið 2007 Úrskurðar er að vænta frá Lands- rétti um hvort Sveinn Andri Sveinsson, annar tveggja skipta- stjóra þrotabús WOW air, verði látinn víkja. Ar- ion banki, sem er einn af stærstu kröfuhöfum bús- ins, gerði þá kröfu í kjölfar þess að flugfélagið varð gjaldþrota og Sveinn Andri var ásamt Þorsteini Einarssyni skipaður skiptastjóri af Héraðsdómi Reykjavíkur. Telur bankinn Svein Andra vanhæfan til verksins vegna annarra mála sem Sveinn Andri hefur rekið gegn Val- itor, dótturfélagi bankans. Símon Sigvaldson, dómstóri Hér- aðsdóms Reykjavíkur, komst að þeirri niðurstöðu að Sveinn Andri skyldi ekki víkja. Þeim úrskurði vildi bankinn ekki una. Úrskurðar að vænta  Arion heldur kröfunni til streitu Sveinn Andri Sveinsson Nánari upplýsingar má finna á reykjavik.is/athafnaborgin Athafnaborgin Opinn fundur Opinn fundur um athafnaborgina Reykjavík verður haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur föstudaginn 17. maí kl. 9-11. Fjallað verður um skapandi greinar, verslun, þjónustu og nýsköpun. Sagt verður frá uppbyggingarverkefnum sem eru að taka á sig mynd í borgarumhverfinu, sem og verkefnum sem enn eru á hugmyndastigi. Einnig verður fjallað um hönnunardrifna nýsköpun, sem og stöðu og þróun verslunar í borginni. Dagskrá  Hvað getur borgin gert fyrir atvinnulífið? Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs  Uppbygging atvinnuhúsnæðis í Reykjavík – staða og horfur Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri  Landsbankinn – fjölbreytt atvinnu- og verslunarhúsnæði í miðborginni Halldóra Vífilsdóttir, arkitekt  Gróska - hugmyndahús í Vatnsmýri Árni Geir Magnússon, framkvæmdastjóri Grósku  Landspítali Háskólasjúkrahús – nýr meðferðarkjarni Ögmundur Skarphéðinsson, arkitekt  Hönnunardrifin nýsköpun – lykill að samkeppnisforskoti framtíðarinnar Ragna M. Guðmundsdóttir, stofnandi Mstudio - Innovationlab  Verslun í Reykjavík – greining á stöðu og framtíðarþróun Árni Sverrir Hafsteinsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs Verslunarinnar Fundarstjóri er Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs. Boðið verður upp á léttan morgunverð frá kl. 8.30. Fyrirlestrar hefjast kl. 9.00 og verður þeim streymt. Skapandi greinar, þróun verslunar og atvinnustarfsemi UPPBYGGING NÝSKÖPUN ÞJÓNUSTA VERSLUN HÖNNUN SAMKEPPNISHÆFNI SAMFÉLAG ATVINNUHÚSNÆÐI HUGMYNDAHÚS FJÖLBREYTNI ÞEKKING EFL ING MIÐBORGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.