Morgunblaðið - 16.05.2019, Qupperneq 42
42 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2019
DRAUMAEIGN Á SPÁNI
Nánar á www.spanareignir.is
ÞÚ ERT Í ÖRUGGUMHÖNDUMHJÁ OKKUR
Aðalheiður Karlsdóttir
Löggiltur fasteignasali
adalheidur@spanareignir.is
Sími 893 2495
Ármúla 4-6, Reykjavík
Karl Bernburg
Viðskiptafræðingur
karl@spanareignir.is
Sími 777 4277
Ármúla 4-6, Reykjavík
• Góð staðsetning
• 2-3 svefnherbergi, 2 baðherbergi
• Sér garður, stórar svalir eða þaksvalir
• Flottur sameiginlegur
sundlaugargarður
• Lokað svæði
• Stæði í bílakjallara
• Göngufæri í verslanir og veitingastaði
• Stutt á strönd, flottir golfvellir
• Tilbúnar eða í byggingu
• Góðir skólar í nágrenninu
Verð frá 23.600.000 Ikr.
(172.000 evrur, gengi 1evra/137Ikr.)
Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001
VILLAMARTIN - FLOTTAR ÍBÚÐIR
FRÁBÆR SPA AÐSTAÐA
Ótrúlegt en satt:
Ráðamenn þjóðar-
innar hlusta hvorki á
almenning né sér-
fræðingana!
Í Icesave-málinu
hundsaði ríkisstjórnin
ráðgjöf eins mesta
sérfræðings um laga-
lega stöðu Íslands
gagnvart Evrópu-
bandalaginu, sjálfrar
Evu Joly, eins virtasta lögfræðings
heims á þessu sviði. Athugið. Hún
var vinstri græn, fulltrúi vinstri
grænna á Evrópuþingi. Hún skrif-
aði opið bréf til ís-
lensks almennings og
varaði eindregið við
því að borga Icesave,
dómstólar myndu
aldrei knésetja ís-
lenskan almenning.
Nú er sagan að end-
urtaka sig: Íslenskir
ráðamenn hyggjast
öðru sinni hundsa
bæði vilja almennings
og ráðgjöf færustu
sérfræðinga Íslands í
Evrópurétti. Hvers
vegna? Aðeins tvær ástæður geta
verið fyrir því: Vítaverð fáfræði,
jafnvel heimska í formi ólæknandi
þráhyggju eða á hinn bóginn vísvit-
andi tilraun til að sölsa undir sig
auðlindir í eigin þágu, með öðrum
orðum landráð.
Gegn þessu verða Íslendingar að
bregðast við af öllu afli sem allra
allra fyrst!
Þekkingarleysi eða landráð
Eftir Benedikt
Sigurðsson » Orkupakki þrjú – Er
Icesave-málið að
endurtaka sig? Hvers
vegna læra ráðamenn
þjóðarinnar ekkert af
reynslunni?
Benedikt Sigurðsson
Höfundur er listamaður, talna-
spekingur og útgefandi.
Talsmaður heildsala,
Ólafur Stephensen,
framkvæmdastjóri Fé-
lags atvinnurekenda
(FA), sakar afurða-
stöðvar um tvískinn-
ung í afstöðu gegn inn-
flutningi á kjöti þar
sem þær flytji inn kjöt
og því geti innflutt kjöt
ekki verið hættulegt
eins og haldið er fram.
Þessi ályktun er röng.
Fullyrða má að það sé hagur af-
urðastöðva og innlends landbúnaðar
að Ísland sé sjálfu sér nægt og ekki
sé flutt inn kjöt. En svona er staðan
ekki. Ísland hefur gert tollasamning
við Evrópusambandið sem leyfir
verulegan innflutning á kjöti. Þetta
kjöt verður flutt inn hvort sem
mönnum líkar betur eða verr.
Afurðastöðvar, margar hverjar,
hafa því ákveðið að bjóða í tollkvót-
ana þar sem þær eru í þessum
rekstri og hafa kerfi til
að meðhöndla innflutt
kjöt. En innflutt kjöt er
ekki allt eins. Það er
mikill munur á lyfja-
notkun og aðstæðum til
kjötframleiðslu innan
Evrópusambandsins
en tollasamningur Ís-
lands við ESB gerir
engan greinarmun á
því hvaðan kjötið kem-
ur.
Þær afurðastöðvar,
sem undirritaður þekkir til,
stunda ábyrgan innflutning og velja
að flytja inn kjöt frá löndum þar sem
lyfjanotkun er í lágmarki og því heil-
næmara kjöt en hægt væri að kaupa
annars staðar innan ESB á lægra
verði.
Það er staðreynd sem ekki verður
haggað að sýklalyfjaónæmi er ein
helsta heilsufarsógnun mannkyns.
Átakinu „Öruggur matur“, sem
margir innlendir aðilar standa að, er
ætlað öðru fremur að vekja athygli á
þessari staðreynd og hvetja fólk til
að setja matvælaöryggi í fyrsta sæti
þegar það kaupir inn. Á næstu árum
er mikilvægt að innlend stjórnvöld
móti stefnu á þessu sviði og gerðar
verði kröfur um hámark lyfjanotk-
unar gagnvart erlendum aðilum sem
hingað vilja flytja kjöt.
Eftir því sem fólk neytir meira af
kjöti eða annarri matvöru sem inni-
heldur sýklalyfjaónæmar bakteríur
þeim mun líklegra er að viðkomandi
þrói með sér slíkt ónæmi. Það er því
ástæða til að hafa áhyggjur af aukn-
um innflutningi kjöts.
Eftir Steinþór
Skúlason » Fullyrða má að það
sé hagur afurða-
stöðva og innlends land-
búnaðar að Ísland sé
sjálfu sér nægt og ekki
sé flutt inn kjöt.
Höfundur er forstjóri Sláturfélags
Suðurlands.
Steinþór Skúlason
„Að draga rangar ályktanir“
Hvað gerir Ófeigur
Hrólfsson fjallgöngu-
maður sem óvænt og
skyndilega er stadd-
ur á brún hengiflugs?
Stekkur hann fram af
og vonar það besta?
Nei, hann stígur
nokkur skref aftur á
bak og hugsar málið;
Hvernig hann lenti
þarna og hve litlu
munaði – að hann hrapaði til
bana.
Í dag lifir Ófeigur góðu lífi.
Hann fer í leiki og gönguferðir
með barnabörnin sín og kennir
þeim að þekkja náttúruna.
Heima situr hann oft með þau í
fanginu og segir þeim sögur –
þessa og fleiri. Hann segir þeim
líka hvað má læra af sögunum.
Í dag stendur heil þjóð á brún
hengiflugs – við, íslenska þjóðin.
Málið er að þessa dagana búast
margir þingmenn til að taka
stóran hluta landgæða þjóðar
sinnar – okkar sem þeir eru í
vinnu hjá – og stökkva í fang
þjóðasamsteypu, afhenda henni
þau og vona það besta.
Að afhenda Evrópuþjóða-
samsteypunni – undir hvaða
nöfnum sem hún kýs að birtast
okkur, rafmagnið, sjálft lífæða-
net okkar – til notkunar um alla
Evrópu, dreifingar, framleiðslu-
stýringar og verðlagningar –
m.a.s. hjá okkur Íslendingum
sjálfum, þó að það muni við það
hækka margfalt í verði. Hækkun
ein og sér skekkir rekstrar-
grundvöll langflestra fyrirtækja
og heimila stórlega.
Samkeppnisstaða fyrirtækja
versnar mikið, m.a. af því að það
þarf að greiða hærri laun svo
starfsmenn geti greitt stórhækk-
aðan rafmagnsreikninginn heima
hjá sér og öll aðföng. Meira að
segja skattar og afborganir af
lánum hækka. Þetta kallast að
kynda verðbólgubál. Í stuttu
máli sagt, allt hækkar nema
ánægjustuðull þjóðarinnar sem
byggir þetta land og með hörð-
um höndum byggði upp raforku-
kerfið – allt frá fyrstu „túrbínu“
„Heljar“stökk?
Hvers vegna taka stjórnmála-
menn heljarstökk út í heim með
rafmagnið okkar? Er það satt að
þegar erlendir framámenn segja
„stökkva“ þá spyrji Íslendingar
„hve hátt?“ Og sjaldan átta sum-
ir þingmenn sig á því að oft eru
heljarstökk einmitt það: Stökk til
Heljar.
Hver veit á hverju stjórnmála-
menn átta sig og hverju þeir
vilja átta sig á…?
Allt byrjaði þetta með því að
við gengum í band við þjóðir
Evrópu, svona viðskipta- og
menningarband. Leikhópar, kór-
ar og Sinfóníuhljómsveitir áttu,
til menningarauka, að heimsækj-
ast í kross – sem oft hafði reynd-
ar þegar verið gert. Gagnkvæmt
frelsi í skólanámi milli landa átti
að vera tryggt – hafði reyndar
aldrei verið nein fyrirstaða með
það. Þannig var margt lagað sem
ekki var bilað! Nú, nú, ýta átti
undir viðskipti milli landa með
tollaniðurfellingum. Íslendingar
fundu reyndar strax ráð við því
með nafnabreytingum á vörutoll-
um, sem enn standa það ég best
veit. Já, þannig sluppu Íslend-
ingar – að hluta – við hagræði
lágra tolla, enda engin ástæða til
að þeir sætu, sitji, muni eða
mundu sitja í of miklum mak-
indum. Hinar þjóðirnar ætluðu
víst að fella niður aðflutnings-
gjöld á íslenskum fiski, en hafa
nú ekki staðið alveg við það, seg-
ir utanríkisráðherra okkar enda
aðeins liðin um þrjá-
tíu ár frá samnings-
gerðinni, blekið varla
þornað!
Þessi gjörningur
er glapræði
Ef málið væri ekki
grafalvarlegt gætum
haldið áfram að flissa
að þessum farsa. En,
það er ekki sann-
gjarnt gagnvart þeim
sem upp á horfa, þjást
og eiga eftir að flýja land eða
borga brúsann – eða hvort
tveggja.
Nei, það er ekkert nýtt að sum-
ir þingmenn séu hvorki með fæt-
urna á jörðinni né í sambandi
fólkið í landinu – því miður.
Nú flykkjast sumir þingmenn
til að afhenda ESB rafmagnið
okkar, rétt eins og hægt væri að
skreppa út í búð og kaupa bara
nýtt rafmagn í staðinn! Jú, það
verður hægt að kaupa rafmagn á
„nýja verðinu“ hjá ESB. Það er
að segja, það verður reyndar
gamla rafmagnið frá Lands-
virkjun sem við (þjóðin) munum
reyndar ekki eiga mikið lengur –
það, eða ráðstöfun þess, er nefni-
lega partur af pakkanum.
Ef alþingismenn skilja ekki hve
mikið glapræði þessi gjörningur
er, hversu ómetanleg stoð ódýra
rafmagnið okkar er við búsetu í
landinu, ættu þeir að hugsa upp á
nýtt. Ef þeir skilja þetta tvennt
en ætla samt að samþykkja orku-
pakka þrjú á þingi, þá er kominn
tími til að líta í stjórnarskrána.
Nei, þetta er ekki tíminn til að
samþykkja neitt, bara vegna þess
að það kemur frá Brüssel. Þvert á
móti, við þurfum að læra að segja
nei. Orkupakki ESB er eins og
spenntur dýrabogi sem bíður þess
eins að við tyllum fæti niður á
hann. Sama mun gilda um þá
pakka sem á eftir koma…
Heimsveldi verða seint södd
Pantaður eftirlaunadómari frá
ESB var fenginn til að skrifa
skýrslu um stöðu okkar gagnvart
ESB. Hann var síðan fenginn til
landsins til að segja okkur að ef
við ekki segðum já, þá myndi
ESB hugsanlega refsa okkur; tak-
marka réttindi okkar í EES og
sýna hörku, m.a. vegna þess að
ESB vantar orku – þar höfum við
það!
Nei, þetta er ekki rétti tíminn
til að „lúffa“. Þetta er tíminn til
að segja nei og sjá sjá hver „rétt-
ur“ ESB raunverulega er. Ef þeir
geta, í fullum rétti, hert EES-
samninginn um hálsinn á okkur
þá viljum við vita það sem fyrst.
Ef það er niðurstaða dómstóls, þá
er kveðjustund Íslendinga og
EES runnin upp. Þannig mun
okkur líka best farnast – með
frelsi og fullt af ódýru rafmagni
til að byggja upp landið okkar og
þjóðfélagið.
Ef, já, ef við einhvern tímann
sjáum okkur hag í að selja raf-
magn til útlanda verður það hugs-
anlega eftir að Bretar eru farnir
úr ESB.
Við framleiðum, og seljum –
mælirinn verður á Íslandi, ekki í
Brüssel. Við ráðum ferðinni og
verðinu, milliliðalaust. Átti þessi
strengur annars ekki hvort eð er
að liggja til Skotlands?
Á brún
hengiflugsins
Eftir Baldur
Ágústsson
Baldur Ágústsson
» Orkupakki ESB er
eins og spenntur
dýrabogi sem bíður þess
eins að við tyllum fæti
niður á hann.
Höfundur er fv. forstjóri, flugumferð-
arstjóri og forsetaframbjóðandi 2004.
bagustsson@mac.com