Morgunblaðið - 16.05.2019, Page 45

Morgunblaðið - 16.05.2019, Page 45
MINNINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2019 ✝ Gísli Halldórs-son verslunar- maður fæddist á Drangsnesi 29. apríl 1945. Hann lést 7. maí á gjör- gæsludeild Land- spítalans. Gísli ólst upp á Drangsnesi til níu ára aldurs en þá flutti hann til Reykjavíkur og bjó í Kópavogi frá 1966. Foreldrar hans voru Ágústa Friðrika Gísladóttir húsmóðir, f. 15.8. 1915, d. 28.9. 1997, og Halldór Jónsson smiður, f. 14.7. 1913, d. 17.11. 2000. Syst- ur Guðmundar voru Guð- munda Sigurborg Halldórs- dóttir matráðskona, f. 19.9. 1934, d. 2.12. 2017, og Ólöf Svava Halldórsdóttir, f. 8.2. 1941, húsmóðir í Skorradal. Ísak Loki, c) Jón Gísli f. 1993, sambýliskona Unnur Sif Hjartardóttir, dóttir þeirra er Móeiður Kara. 2) Ágústa Frið- rika Gísladóttir viðskiptafræð- ingur, f. 12.5. 1968, gift Guð- mundi Gísla Guðmundssyni rafvirkjameistara, f. 14.4. 1966. Börn þeirra eru Gísli Már, f. 1998, unnusta Patrycja Lazarek, Viktor Már, f. 2003, og Fríða Margrét, f. 2005. Að loknu landsprófi fór Gísli að vinna og starfaði við versl- un meira og minna sinn starfs- feril, lengst sem verslunar- stjóri og sem sjálfstæður atvinnurekandi. 18 ára gamall stofnaði hann Verslun Óla og Gísla í Kópavogi og Holtskjör á Langholtsvegi. Gísli starfaði sem húsvörður í Selásskóla frá 2007-2014. Síðustu tvö árin tók Gísli þátt í rekstri Lín Design með dætrum sínum. Útför Gísla fer fram frá Digraneskirkju í dag, 16. maí 2019, og hefst athöfnin klukk- an 13. Hinn 19.11. 1967 giftist Gísli Ásu Margréti Ásgeirs- dóttur verslunar- konu, f. 20.6. 1948. Foreldrar hennar voru Guðrún Katr- ín Jónína Ólafs- dóttir húsmóðir, f. 9.10. 1926, d. 25.11. 2010, og Ás- geir Einarsson skrifstofustjóri, f. 4.5. 1923, d. 28.12. 2011. Dæt- ur Gísla og Ásu eru 1) Guðrún Katrín Gísladóttir bókari, f. 1.9. 1966, gift Kristjáni Páli Ström útgerðarmanni, f. 3.5. 1964. Börn þeirra eru a) Ása Margrét, f. 1987, sambýlis- maður Samúel Ingi Stefáns- son, sonur þeirra er Alexander Leó, b) Jónína Björg, f. 1993, sambýlismaður Reynir Karl Sverrisson, sonur þeirra er Elsku pabbi okkar. Það er sárt að setjast niður og skrifa minningargrein um þig, við áttum ekki von á að þurfa að kveðja þig svona fljótt, en lífið er ekki alltaf sann- gjarnt, en á sama tíma koma fram svo góðar minningar sem við munum aldrei gleyma, minningar sem við eigum eftir að deila áfram með okkar fólki, fólkinu þínu sem þér þótti svo vænt um. Skrifstofan okkar verður tómleg án þín og eigum við eft- ir að sakna þess að hitta þig ekki á morgnana, fá okkur kaffi saman og fara yfir verkefni dagsins, þar sem þú hefur verið með okkur frá upphafi í rekstri Lín Design. Elsku pabbi, við erum ævinlega þakklátar fyrir þá aðstoð og þau góðu ráð sem þú hefur gefið okkur alla tíð. Fjölskyldan var þér hugleik- in og var þér ekkert dýrmæt- ara en mamma, við dæturnar, tengdasynirnir, barnabörnin og langafabörnin þín þrjú. Alltaf spurðir þú hvernig fólkið þitt hefði það og hvað það væri að aðhafast, velferð þeirra skipti þig miklu máli. Elsku pabbi, þú varst alltaf jákvæður, vinmargur, reyndist fólki vel, sýndir náunganum tryggð, bóngóður, greiðvikinn og alltaf tilbúinn að leggja hönd á plóg við útréttingar eða skutl, hvort sem var með barnabörnin, ættingja eða vini. Þú stráðir svo sannarlega gleði, góðvild og kærleika til sam- ferðafólks þíns. Ferðalögin með þér á Strandirnar eru okkur ógleym- anleg, á heimaslóðum sagðir þú okkur sögur og hvernig lífið var hér áður fyrr á Ströndum og kom þá berlega í ljós fróð- leikur þinn og viska. Elsku pabbi, fyrir ári stóðum við saman á Torgi hins him- neska friðar í Peking í Kína, þar áttum við saman ótrúlegt ferðalag sem þú áttir aldrei von á að upplifa, bjóst aldrei við að heimsækja þá staði sem við heimsóttum, Kínamúrinn, For- boðnu borgina ásamt konungs- höllum og musterum. Það er okkur systrum og tengdasonum þínum mjög dýrmætt að hafa upplifað þetta einstaka ferðalag með þér. Elsku pabbi, þú háðir hetju- lega baráttu við krabbameinið með jákvæðnina að vopni og ætluðum við svo sannarlega að sigra þennan vágest. Elsku pabbi, ekki vitum við hvernig lífið verður án þín, við eigum eftir að sakna þín mikið og þíns hlýja föðurfaðms. Við eigum þér svo gífurlega mikið að þakka, þú hefur kennt okkur svo margt og værum við ekki þær manneskjur sem við erum í dag ef við hefðum ekki alist upp við þín jákvæðu gildi, þú varst alltaf til staðar fyrir okkur og alltaf tilbúinn að að- stoða okkur og ráðleggja. Við vitum að þú munt alltaf fylgjast vel með okkur og mun minning þín lífa áfram í hjört- um okkar. Blíði Jesú blessa þú bænaiðkan mína, veit mér bæði visku og trú og velferð alla þína. Ljúfi Guð, ó lít til mín, ljá mér blessun þína. Láttu alltaf ljósin þín, lífs á veg minn skína. Vertu hjá mér nú í nótt, með náðarfaðminn bjarta. Sofna ég þá sætt og rótt, með sælu og frið í hjarta. (Halldór Jónsson) Elsku pabbi, takk fyrir allt. Þínar dætur, Ágústa og Guðrún. Elsku afi, orð fá því ekki lýst hve mikið við munum sakna þín. Þú varst og ert okkur öll- um svo mikilvægur. Þér fylgdi ávallt rósemd, gleði, hamingja, kærleikur, jákvæðni og um- burðarlyndi. Að fá ekki lengur að sjá þig hlæja eins og þú gerðir svo oft, við getum séð þig svo vel fyrir okkur hlæja af allri þinni innlifun með tárum og öllu. Það er svo sárt að fá ekki lengur að tala við þig, um hvað sem er því þú varst alltaf til í að spjalla við okkur. Alltaf til staðar fyrir okkur og tilbúinn til að styðja við bakið á okkur í hverju sem var, íþróttum eða námi. Komst á svo marga leiki, skutlaðir á svo margar æfingar, settir okkur alltaf í fyrsta sæti. Deildir gleði okkar og sorgum. Stóðst alltaf við hlið okkar tilbúinn að taka hverju sem er með opinn faðm. Þegar þú áttir sjoppuna og við krakkarnir fengum að gæða okkur á einhverju nammi pass- aðir þú upp á að allir fengju jafnt. Þú varst alltaf tilbúinn til að leyfa fólki að skrifa hjá sér, í bók eða litla miða sem jafnan fylltu kassann, þó að þú hafir örugglega oft vitað að pening- urinn kæmi líklega ekki til baka. Þegar þú sast með okkur að horfa á sjónvarpið, þú með epli eða peru og skarst niður í bita fyrir okkur. Þegar við vorum veik heima komst þú alltaf með samloku og gotterí úr afa- sjoppu og færðir okkur. Þú kenndir okkur svo margt, sanngirni, væntumþykju, náunga kærleik. Hvernig eigi að fara í gegnum lífið brosandi. Við erum þér svo þakklát fyrir allt sem þú hefur gefið okkur, allar minningarnar, hvað þú varst alltaf stoltur af okkur. Það eru forréttindi að hafa fengið að alast upp með þig sem afa og þú varst svo stoltur af því hlutverki. Þú varst ekki bara afi heldur líka vinur. Þú átt svo mikinn þátt í því hvaða manneskjur við erum öll í dag. Þú skilur svo margt eftir og munt alltaf fylgja okkur. Þú áttir svo hlýjan faðm, elsku afi, sem gott var að kúra í og minningin um hann mun aldrei fara frá okkur. Við elskum þig, afi okkar, og við munum halda minningunni um þig á lofti og það sem þú kenndir okkur lifir áfram. Komdu minn Jesús komdu til mín í kvöld er það bænin mín til þín. Ljá mér blessun þína ljós og frið um lausnarans himnesku sælu ég bið (Halldór Jónsson) Þín barnabörn, Ása Margrét, Jónína Björg, Jón Gísli, Gísli Már, Viktor Már og Fríða Margrét. Við kveðjum í dag Gísla Halldórsson móðurbróður minn, sem féll frá allt of snemma. Elsku Gísli. Það er sárt að kveðja þig. Mínar fyrstu minn- ingar um þig eru þegar ég var lítið barn og við áttum heima í Njörvasundi. Þá áttir þú verslunina Holtskjör. Þú komst oft í stuttar heimsóknir í hvíta verslunarsloppnum þínum (sem mér fannst eins og læknis- sloppur), skelltir mér upp á eldhúsborð og hlustaðir mig með pennanum þínum. Þetta þótti mér alltaf skemmtilegt. Þú varst líka með smá gotterí í vasanum til að gefa okkur systkinunum. Á þessum tíma fannst þú fallegu Ásu þína og ég man hvað ég var heilluð af henni. Þið Ása hafið gengið í gegnum lífið saman af mikilli ást og umhyggju. Þið eignuðust Gunnu og Gústu frænkur mínar og alltaf var mikill samgangur og samskipti milli heimila ykk- ar og mömmu og pabba. Á sumrin voruð þið með hjól- hýsið ykkar í Selskóginum í Skorradal. Það var alltaf mikil tilhlökkun hjá okkur systkinum þegar þið komuð þangað og við fylgdumst með í glugganum í Hvammi hvort við þekktum bíl- inn ykkar koma niður Dragann. Það var gaman bæði að koma til ykkar og að fá ykkur í Hvamm. Á menntaárum mínum eftir að mamma og pabbi fluttu al- farin í Skorradalinn átti ég ykkur Ásu að sem aukaforeldra í bænum og ykkar heimili mitt annað heimili. Alltaf voru dyr ykkar opnar og opinn faðmur sem beið mín. Það var gott að leita til ykkar með hvað sem var. Að sjálfsögðu vann ég í sjoppunum ykkar með námi og vinnu. Fyrst í Hverfisbúðinni við Hlemm, svo Mekka í Borgarkringlunni og í Smára í Kópavogi. Það var gott að vinna hjá ykkur og ég lærði mikið af ykkur. Eftir að ég eignaðist Ágúst Skorra og var ein með hann í bænum reyndust þið Ása okkur alveg einstaklega vel. Við vor- um mikið hjá ykkur og þið lituð til okkar á kvöldin ef við höfð- um ekkert sést yfir daginn. Þið pössuðuð Ágúst Skorra oft og leyfðuð honum að gista hjá ykkur. Hann var mjög hændur að ykkur og kallaði ykkur afa og ömmu. Þér hefur alltaf verið um- hugað um stórfjölskylduna og að halda henni saman. Allar samverustundirnar eru ómetanlegar. Útilegurnar á Bryggjuhátíðinni á Drangsnesi. Ferðir í skála víðs vegar um landið þar sem afkomendur ömmu Gústu og afa Dóra komu saman og alltaf gaman. Stelpurnar ykkar erfa áhugann á að halda okkur öllum saman og hafa verið duglegar við að halda þorrablót fjölskyldunnar þar sem við komum öll saman. Þitt mesta stolt var Ása, stelpurnar ykkar og fjölskyldur þeirra. Missir þeirra er mikill. Elsku Ása, Gunna, Gústa og fjölskyldur, og mamma mín. Megi Guð styrkja ykkur á þess- um erfiðu stundum. Guð geymi þig, elsku Gísli. Halldóra Ágústsdóttir. Þá er Gísli farinn yfir móð- una miklu. Ég kynntist Gísla fyrir 20 árum. Þá ráku hjónin Ása og Gísli söluturninn Smára við Dalveg. Ég varð fljótt var við að þarna var góður karl sem vert væri að kynnast. Hann var mikill fjölskyldu- maður sem dýrkaði konu sína, börn sín og barnabörn og var mjög stoltur af þeim. Flesta laugardaga kom hann á vinnu- stað minn þar sem fyrir voru aðrir, einnig til að spjalla. Hann hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum, þá var oft glatt á hjalla. Þá minntist hann oft á æskuslóðirnar á Ströndum og sagði okkur frá lífinu þar. Eftir að sjoppu- rekstrinum fór hann að starfa í Selásskóla þar sem ég veit að hann var mjög vel liðinn. Fyrir- tæki dætra hans var honum mjög hugleikið. Nú þegar ég kveð þennan vin minn veit ég að ég má nefna nöfnin Sæbjörn Þorgeir og Sigfús. Við vitum jafnframt hve Ása konan hans hefur misst mikið og óskum henni velfarnaðar ásamt börn- um og barnabörnum. Sigurþór H. Sigurðsson. Fallinn er frá elskulegur vin- ur minn Gísli Halldórsson. Ég kynntist Gísla og konu hans Ásu fyrir tæpum fimm áratugum. Það er því margs að minnast þegar kær vinátta hefur staðið yfir í svo langan tíma. Við Ása urðum strax góðar vinkonur og erum enn í dag. Missir hennar er mikill því þau hjónin voru nánast óaðskiljanleg. Gísli var rúmlega tvítugur þegar hann kynnist Ásu, sem þá var sautján ára blómarós frá Keflavík. Ása sagði mér að hún hefði kolfallið fyrir honum því hann var ekki einungis fjallmyndarlegur ung- ur maður heldur rak hann þá einnig matvöruverslunina Gísli og Óli í Kópavogi sem hann stofnaði aðeins átján ára gamall með vini sínum Óla. Þremur ár- um síðar um svipað leyti og hann kynnist Ásu opnuðu þeir félagar aðra verslun í Reykja- vík. Þegar ég hafði á orði hvað hann hefði verið duglegur að opna eigin verslun svo ungur að árum þá gerði hann lítið úr því þar sem hann var hógvær að eðlisfari en bætti við að líklega væri það Strandablóðinu að þakka. Gísli var afar stoltur af því að vera Strandamaður og á seinni árum þegar tími gafst þá fannst honum gaman að sitja við tölvuna og grúska í ættfræði. Gísli var fyrst og síðast fjöl- skyldumaður. Fjölskyldan var honum allt. Ég hef reyndar aldrei kynnst manni sem átti eins stóran frændgarð frá Ströndum og Gísli. Við hentum oft gaman að þessu eins og svo mörgu öðru þar sem Gísli var bæði skemmtilegur og jákvæður persónuleiki. Gísli var nánast alla sína ævi viðriðinn verslunarrekstur. Hann naut sín í góðra vina hópi og sá yfirleitt það góða í fólki og var illa við róg og leiðindi. For- eldrar Gísla, þau Halldór og Ágústa, voru nánast daglegir gestir, auk Svövu systur Gísla og Gústa mági. Ása átti fimm systur í tröppugang, hvora ann- arri skemmtilegri. Það voru mörg partíin haldin og oft var dansað fram á rauðar nætur. Þær minningar sem þó hæst rísa að öðrum ólöstuðum eru samverutímarnir með börnun- um okkar og börnum alls þessa fólks. Stundir okkar í Skorra- dalnum, þar sem systkini og makar Gísla og Ásu, ásamt vin- um voru með allan barna- skarann voru ómetanlegar stundir. Þessi herskari af börn- um sem í dag eru rígfullorðnir einstaklingar man þessa tíma og dásamar. Þetta var allt yndis- legt fólk og ekki við öðru að bú- ast þegar Gísli á í hlut. Það kom sér vel þegar Ása fór að vinna með Gísla í rekstr- inum að amma og afi sem bjuggu í næstu götu gátu gætt Guðrúnu og Ágústu. Það sem einkenndi samband Gísla og Ásu var virðing hvors fyrir öðru, samheldni og umhyggja fyrir fjölskyldunni og ekki síst dætrum þeirra tveimur. Það má með sanni segja að Gísli hafi varla séð sólina fyrir dætrum sínum. Stoltari föður hef ég ekki kynnst og þegar barna- börnin komu þá var hann fyrir- myndar afi. Allt snerist um afa- börnin og síðar litlu langafa- krílin sem nú eru orðin þrjú talsins. Mikill er söknuður þeirra og missir. Það sem kem- ur í staðinn er hugsunin og minningarnar um sérlega vel gerða og góða persónu sem Gísli var. Megi minning hans lifa í okkur öllum. Helga María Bragadóttir. Gísli Halldórsson Ekkert er sárara en þögnin svefnvana nátthlustun þegar við bíðum hins eina svars svarsins sem aldrei kemur. (Þ.V.) Í dag kveðjum við kæra mág- konu mína, Rögnu Matthías- dóttur, hinstu kveðju. Ragna var langyngst mágkvenna minna sem ég eignaðist þegar ég fór að búa með Bjarna mínum fyrir rúmlega 20 árum. Framan af hittumst við Ragna sjaldan, helst ef hún kom austur á Síðu. Bjarni hennar var sjómaður, langdvölum í burtu og tækifærin fá til að hitta þau tvö saman. Hún deildi einkalífi sínu lítt með fjöl- skyldunni, en þau Bjarni hennar undu sér best ein, í húsinu og Ragna Matthíasdóttir ✝ Ragna Matt-híasdóttir fæddist 24. sept- ember 1962. Hún lést 4. maí 2019. Útför Rögnu fór fram 15. maí 2019. garðinum sínum, á rjúpnaveiðum til fjalla eða með fé- lögum sínum í keil- unni. Eftir að við Bjarni minn fórum að leggja leið okkar á Öldugötuna kynntumst við Ragna betur. Hún lét sér afskaplega annt um sitt fólk, sérstaklega föðurinn austur á Síðu. Hún var framkvæmdastjóri systkinanna varðandi jóla- og af- mælisgjafir, sá bæði um verklegt og bókhaldið, með allt frændliðið á hreinu. Bestu minningar sem ég á um Rögnu eru m.a. frá veiðiferð á Hólmana, þar sem hún öslaði brosandi á vöðlum með veiði- stöng full af veiðihug. Úr göngu- ferðum með Ægisíðunni, úti í Gróttu eða í Elliðaárdalnum þar sem hún, náttúruunnandinn, þekkti hvert blóm og hvern fugl. Við Ragna í bíói með popp og kók, sleikjandi sólina fyrir utan Kaffihús Vesturbæjar í kvöldsól- inni. Hnyttin tilsvör og glettnis- glampinn í augunum endurspegl- uðu grallarann sem bjó í þessari annars yfirveguðu og stilltu konu. Ég man þegar þær þrjár syst- ur Bjarna slógust í hópinn með okkur hjónum fyrir þremur árum og skoðuðu með okkur umhverfi Bodensee að Rínarfossum og upp á hæstu toppa Norður-Alpanna. Við hættum ekki landkönnun fyrr en fjöllin Drei Schwestern blöstu við augum okkar, fundin til heiðurs Breiðabólsstaðarsystr- unum þremur í aftursætinu. Það voru sagðar sögur, flissað, hlegið og grínast og dáðst að náttúru- fegurðinni allt um kring. Við trúðum bjartsýn á góða tíma Rögnu til handa. Mönnum eru sköpuð ólík ör- lög, en margir úr nánustu fjöl- skyldu og vinahóp Rögnu hafa veikst og kvatt langt um aldur fram, aðeins á nokkurra ára tíma- bili . Þegar móðir systkinanna dó var Ragna aðeins 18 ára. Í fráföll- um síðustu ára var Bjarni hennar síðastur fyrir rúmum þremur ár- um eftir löng og erfið veikindi. Fyrir einu og hálfu til tveimur árum fór að bera á breytingum í fari Rögnu sem komu öllum í opna skjöldu. Hún bar allt í hljóði og deildi engu, ekki gefin fyrir að deila sínum innstu sálarkjörum með öðrum. Örvæntingarfull elskandi systkini hennar, um- hyggjusamir sambýlingar á Öldugötunni, við nokkrar ná- komnar konur og heilbrigðis- og meðferðarstarfsfólk, allir lögðu sig fram um að beina sjónum hennar að öllum færum vegum og lífinu framundan. Bakkus var sá eini sem hún leitaði til. Skuggi Rögnu stækkaði ört. Visnuð eins og blóm á hausti hvarf hún í van- mátt sinn og veikindi og dó, án ásetnings og án þess að nokkur mannlegur máttur fengi nokkru um það ráðið. Eftir sitjum við, fólkið hennar, sorgmædd, full spurnar. En lífið heldur áfram minningarnar sem við varðveitum verða um ljós- hærða, kvika hrokkinkollinn sem leit yfir sviðið glettnum bláu augum. Fari hún í eilífum friði! Vertu sæl, systir, – yndi og líf þeim garði sem þú gistir. Systkin víðs vegar minnast þín, og ljós og loft þig tregar. Móðir Guðs man þér nafnið þitt og lífs og yndis ann þér. Lítill vænglami flýgur nú í nýjum geislahami. (Þ.V.) Meira: mbl.is/minningar Elín Erlingsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.