Morgunblaðið - 16.05.2019, Qupperneq 46
46 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2019
✝ Inga (PetreaBerta) Jóhanns-
dóttir fæddist á
Fagurhóli í Ólafsvík
15. september 1930.
Hún lést á hjúkr-
unar- og dvalar-
heimilinu Brákar-
hlíð 2. maí 2019.
Inga var dóttir
hjónanna Jóhanns
Péturs Ágústssonar
frá Búðum í Staða-
sveit, f. 15. júlí 1892, d. 22. maí
1972, og Maríu Kristborgar
Magnúsdóttur frá Ytri-Görðum í
Staðasveit, f. 17. júní 1894, d. 9.
apríl 1943.
Inga var næstyngst níu syst-
kina sem nú eru öll látin: Val-
gerður Jóhannsdóttir, f. 1915, d.
1973; Aðalheiður Jóhannsdóttir,
f. 1917, d. 1971; Ágústa Jó-
hannsdóttir, f. 1918, d. 2014;
Eggert Torfi Jóhannsson, f.
1920, d. 1990; Magnús Þórarinn
Jóhannsson, f. 1921, d. 1947;
Árni Jóhannsson, f. 1923, d.
1993; Drengur Jóhannsson, f.
1928, d. 1928; Þórunn Sigurborg
Jóhannsdóttir, f.1933, d. 2006.
Inga giftist hinn 18. febrúar
1951 Ólafi Halldóri Auðunssyni
skurðgröfustjóra, f. 10. október
1925, 16. maí 1977, og hófu þau
Auðuns og Sigurjónu sex talsins;
Bryndís Þorbjörg Ólafsdóttir, f.
23. september 1953, gift Jóni
Bergmann Jónssyni, f. 26.
nóvember 1952. Börn þeirra eru
Bergur Þór, Halldór Ingi, Krist-
jón og Kristín. Bryndís og Jón
eiga alls 15 barnabörn og fimm
barnabarnabörn; Kristmar Jó-
hann Ólafsson f. 24 nóvember
1959, giftur Írisi Hlíðkvist
Bjarnadóttur, f. 12. nóvember
1961. Synir þeirra eru Auðunn
Hlíðkvist (látinn), Bjarni Hlíð-
kvist og Sævar Hlíðkvist. Barna-
börn Kristmars og Írisar eru
þrjú; Magnús Þórarinn Ólafs-
son, f. 1. mars 1961, ókvæntur
og barnlaus; Ólafur Ingi Ólafs-
son, f. 3. maí 1964, kvæntur
Björk Guðbjörnsdóttur, f. 25.
janúar 1977. Dætur Ólafs og
Bjarkar eru Arndís og Þórunn.
Dóttir Ólafs úr fyrra hjónabandi
var Ástríður (látin) en móðir
hennar var Erla Sveinbjörg
Hauksdóttir; Þröstur Þór Ólafs-
son, f. 22. desember 1965,
kvæntur Eydísi Líndal Finn-
bogadóttur, f. 29. ágúst 1971.
Synir þeirra eru Árni Teitur,
Dagur Karl og Askur Björn.
Samtals átti Inga 16 barnabörn,
24 langömmubörn og fimm
langalangömmubörn.
Útför Ingu verður gerð frá
Borgarneskirkju í dag, 16. maí
2019, og hefst athöfnin klukkan
14.
búskap sinn í
Ástríðarhúsi í
Borgarnesi. Ólafur
Halldór var sonur
hjónanna Auðuns
Ólafssonar, f. 11.
febrúar 1891, d. 21.
júlí 1933, og Ingi-
bjargar Þorsteins-
dóttur frá Auðs-
stöðum í Borgar-
firði, f. 12. október
1899, d. 15. desem-
ber 1986. Inga og Ólafur fluttust
til Ólafsvíkur árið 1962 og
bjuggu þar til ársins 1971 en þá
fluttu þau aftur í Borgarnes þar
sem þau bjuggu svo bæði til
hinsta dags.
Inga lauk skyldunámi við
Grunnskólann í Ólafsvík og hóf
störf við veitingaskála við Hvít-
árbrú í Borgarfirði ung að aldri.
Inga starfaði síðar sem matselja
í mötuneyti kennara í Grunn-
skólanum, á prjónastofu í bæn-
um, við heimaþjónustu aldraðra
og sem matselja þar sem hún
eldaði fyrir fjölda kostgangara.
Börn Ingu og Ólafs eru í
aldursröð: Auðunn Bjarni Ólafs-
son, f. 8. nóvember 1950, giftur
Sigurjónu Högnadóttur. Börn
þeirra eru Ólafur, Högni og
Harpa og eru barnabörn
Í dag kveð ég móður mína
Ingu Jóhannsdóttur sem lést 2.
maí.
Mamma var fædd í Ólafsvík
1930 og tilheyrði því kynslóð sem
nú er að kveðja. Kynslóð sem
man tímana tvenna og skilgreinir
erfiðleika á dálítið annan hátt en
yngra fólk gerir í dag.
Fyrstu æviárin bjó mamma á
Fagurhóli í Ólafsvík ásamt for-
eldrum sínum og systkinum.
Uppeldið í sjávarplássinu þar
sem lífsbaráttan var oft hörð og
óvægin setti mark sitt á hana.
Öryggisnetið sem við þekkjum í
dag hjá ríki og sveitarfélögum
var einfaldlega ekki til staðar í þá
daga. Fjölskyldan, vinir og nán-
asta samfélag hjálpuðust að en
fyrst og fremst þurfti fólk að
standa á eigin fótum og bjarga
sér þegar áföll dundu yfir. Og það
þurfti mamma svo sannanlega að
gera.
Hennar áfallasaga er lengri en
gerist og gengur. Þegar hún var
13 ára missti hún móður sína og
bróðir hennar drukknaði þegar
hún var 17 ár. Á milli fertugs og
fimmtugs missti hún síðan föður
sinn, tvær systur og eiginmann.
Stærstu áföllin voru hins vegar
að hennar sögn þegar hún missti
tvö barnabörn síðar á ævinni.
Þrátt fyrir að hafa bognað þá
brotnaði hún aldrei. Hún reis allt-
af upp og vann sig út úr erfiðleik-
unum. Hún gerði það á sinn hátt,
í rólegheitunum og kvartaði aldr-
ei yfir eigin hlutskipti.
Tvisvar hef ég verið samferða
henni í gegnum áföll þar sem
styrkur hennar og lífsviðhorf
reyndust vel. Fyrra skiptið var
þegar pabbi dó en mamma var þá
47 ára og heimavinnandi. Við
yngra hollið, bræðurnir fjórir, þá
11-17 ára, vorum allir heima en
eldri systkinin tvö flutt að heim-
an. Mamma varð þá að finna leið
til að sjá okkur farborða en ut-
anaðkomandi fjárhagsleg hjálp
var nánast engin. Þeir tveir yngri
voru það ungir að hún vildi ekki
fara að vinna úti og skilja þá eftir
eina heima. Hún ákvað því að
taka menn í fæði og hafði af því
lífsviðurværi í nokkur ár. Með
ótrúlegri seiglu og útsjónarsemi
tókst henni að láta enda ná sam-
an og gott betur.
Hún kláraði að byggja húsið á
Kveldúlfsgötunni sem var ekki
fullklárað þegar pabbi dó, tók bíl-
próf og hún keypti sér nýjan bíl.
Ekki heyrðist hún kvarta undan
peningaleysi eða of mikilli vinnu,
hún einfaldlega fann leið til að
láta hlutina ganga upp.
Það verður seint sagt að við
bræðurnir höfum hjálpað mikið
til. Við villtumst allir aðeins af
leið á þessum árum en fundum
hana aftur með dyggri hjálp
mömmu.
Seinna þegar Auðunn sonur
okkar dó var hún okkur ómetan-
leg hjálp í þeirri sorg allri. Ég
veit að það reyndi mjög mikið á
hana og það var henni erfitt að
koma til okkar strax á eftir. En
eins og áður þá fann hún styrkinn
og leyfði okkur að njóta hans.
Hún sagði ekki margt en það
þurfti ekki heldur. Hennar fas og
hennar framkoma og ekki síst
hennar saga gerði það að verkum
að það var ómetanlegt að hafa
hana sér við hlið þegar svo stórt
áfall dundi yfir. Fyrir það verð ég
alltaf þakklátur og þetta er
kannski mín aðferð til að þakka
henni fyrir. Það hafði ég aldrei
gert eins vel og ég vildi.
Mamma var hjá okkur á að-
fangadag alveg frá því að Auðunn
dó og hún var hjá okkur um síð-
ustu jól, þá orðin mjög veik. Stór-
fjölskyldan hélt jóladag hátíðleg-
an hjá mömmu alla tíð og þar var
oft glatt á hjalla. Það er hætt við
að jólahátíðin verði með dálítið
öðru yfirbragði nú þegar mamma
er ekki lengur til staðar. Þá
minnumst við glaðværrar konu
sem var sterkari en við öll hin.
Kristmar Ólafsson.
Nú við andlát og útför mömmu
minnar hellist yfir mann mikill
söknuður í bland við ljúfar minn-
ingar og þakklæti fyrir að hafa
átt hana að öll þessi ár.
Þessi kjarnorkukona kom okk-
ur sex systkinum á legg og gerði
okkur eflaust að því sem við er-
um. Pabbi vann mikið út á landi
við skurðgröft meðan við þau tvö
elstu vorum lítil og var þá oftast
farið til Ólafsvíkur til afa á
sumrin, en mamma var alltaf Óls-
ari í hjarta sínu.
Eitt sumar bjuggum við þó að
Bakka í Arnarfirði þegar pabbi
var að grafa í Selárdal og víðar og
er sú minning ennþá kær.
Þegar byrjaði svo að fjölga í
hópnum fluttum við til Ólafsvíkur
1962 og áttum þar heima meðan
þeir yngri komust á legg eða til
1971. Pabbi og mamma fluttu til
Borgarness og tóku þátt í að
byggja upp Tangann en þau voru
hluti af hinum svokölluðu Tíköll-
um. Þegar mamma varð ekkja
1977 voru yngri strákarnir heima
en hún tók sínu hlutskipti af
æðruleysi, tók bílpróf og nokkra
kostgangara og kláraði uppeldis-
dæmið ein og óstudd.
Á þessu árum var alveg óborg-
anlegt að koma á Kveldúlfsgöt-
una og vera þar í hádegismat.
Sex, sjö strákar undir tvítugu og
einn eða tveir aðeins eldri að fífl-
ast og grínast og mamma tók þátt
í öllum fíflaganginum.
Þegar farið var svo að byggja
Brákarhlíð var mamma strax
ákveðin að kaupa og varð ein af
þeim fyrstu sem keyptu sig þar
inn.
Ég gæti haldið svona lengi
áfram en það er ekki nokkur leið
að fara að tíunda þó ekki væri
nema brot af öllum þeim góðu
minningum sem koma fram. Eitt
er þó gegnumgangandi, það var
oftast líf og fjör í kring um
mömmu og þó áföll hafi dunið yfir
vann hún úr þeim af mildi og inni-
leik.
En ein minning er þó líklega
dæmigerð fyrir hug mömmu en
það var þegar mamma á sjötugs-
aldri fór fyrst til útlanda 1994 og
kom til okkar til Króatíu í miðjum
stríðsátökum til að halda jól með
okkur. Félagar hennar að Brák-
arhlíð reyndu að tala um fyrir
henni og benda henni á stöðu
mála og að þarna væri ófriður í
gangi og ekkert vit í að fara
þangað. „Iss, ef þau geta búið
þarna þá get ég alveg farið í
heimsókn.“ Þarna var ekki verið
að láta ótryggar aðstæður draga
úr sér en haldið á vit ævintýra
eins og henni einni var líkt.
Alveg fram til hins síðasta var
mamma með í öllum veislum eða
uppákomum sem haldnar voru í
fjölskyldunni, ekki af skyldu-
rækni heldur einfaldlega af því að
hún var ómissandi með sitt góða
skap, mildi og hlýju.
Það er kannski táknrænt en
mamma verður borin til grafar á
dánardegi pabba þann 16. maí.
Elsku mamma, þín er sárt
saknað.
Auðunn Bjarni og Sigurjóna.
Elskuleg tengdamamma mín,
hún Inga, er látin. Inga átti far-
sæla ævidaga þrátt fyrir að hafa
fengið dágóðan skammt af mót-
læti í lífinu. Hún var lífsglöð og
orkumikil kona og passaði upp á
að hafa alltaf nóg fyrir stafni.
Hún hafði gaman af því að
ferðast og elskaði að hitta fólkið
sitt. Hún tók nýju tengdafólki og
stjúpbörnum opnum örmum og
umvafði alla sína með ást og
hlýju. Hún hafði skemmtilegan
húmor og ekki síst fyrir sjálfri
sér og það var alltaf stutt í hlátur-
inn í kringum hana.
Inga lærði ung að bera harm
sinn í hljóði. Hún var ung að ár-
um þegar hún missti móður sína
og varð ekkja einungis 47 ára að
aldri. Á seinni árum, þegar enn
fleiri áföll dundu yfir, lærði hún
að það eru fleiri leiðir til að vinna
úr sorg en að bíta á jaxlinn og það
var svo ánægjulegt að upplifa það
hvernig hún fann til mikils léttis
að geta loksins rætt um hluti sem
hún hafði í mörg ár byrgt innra
með sér enda var hún í eðli sínu
tilfinningavera. Við áttum allt of
fá en sem betur fer nokkur löng
og gefandi samtöl um fortíðina,
uppvöxtinn í Ólafsvík, móður-
missinn, fráfall eiginmannsins og
lífið sem ekkja og einstæð móðir.
Ég hlustaði oft agndofa og dáðist
að styrknum, dugnaðinum og
æðruleysinu sem einkenndi
þessa ekta íslensku kjarnakonu.
Ég er virkilega þakklát fyrir
að hafa fengið að verða samferða
henni Ingu síðustu 25 árin eða
svo. Hún hafði virkilega margt að
gefa og nærvera hennar var alltaf
svo góð.
Þér ég þakka
vináttu og góðar stundir
Hlýja hönd og handleiðslu,
okkar stundir saman.
Bjartar minningar lifa
ævina á enda.
Hörpu þinnar ljúfa lag
lengi finn í muna.
Því ég minnist þín í dag,
þökk fyrir kynninguna.
(Á.K.)
Hvíldu í friði, elsku Inga.
Þín tengdadóttir,
Björk Guðbjörnsdóttir.
Elsku yndislega amma mín.
Mig langar að þakka þér fyrir
allar óteljandi stundirnar sem við
höfum átt saman. Ég held að eng-
inn hafi verið eins heppinn og ég
með ömmu. Það var alltaf svo
notalegt að vera hjá þér enda
held ég að ég eigi vinninginn í
gistinóttum hjá þér, alla vega er
ég í topp þremur. Spilakvöldin,
ísrúntarnir og hlátrasköllin eru
eftirminnilegust en toppurinn
var þó þegar við dúllindæjurnar
vorum hjá þér saman.
Núna eru þið saman þarna hin-
um megin og ég hitti ykkur svo
eftir mörg ár.
Þegar ég veiktist fyrir tæpum
tveimur árum hringdir þú nánast
daglega og athugaðir með mig.
Það var svo frábært að fá þig
þegar þvottahrúgan var orðin
ansi stór og þú braust allt saman.
Mér leið eins og ég væri tæplega
níræð og þú værir rúmlega þrí-
tug. Þú varst alltaf til staðar fyrir
mig, alltaf tilbúin að hjálpa til og
tókst alltaf á móti mér og mínum
með opnum örmum og full af ást.
Á fermingardaginn hans Vals
núna um daginn tók ég eftir því
að það vantaði eitthvað rosalega
mikið og það varst þú, það var
fyrsta veislan sem þú varst ekki í,
engin amma partídýr.
Það er rosalega sárt að missa
þig en mikið er ég glöð að þú
fékkst að lifa alveg frábæru lífi og
ótrúlega hress og jákvæð alla
daga.
Síðustu mánuðir eftir að þér
fór að hraka voru erfiðir en alltaf
varst þú glöð að fá okkur og sjá
okkur.
Takk fyrir allt, amma mín, enn
og aftur, þú verður alltaf fyrir-
myndin mín í lífinu og ég mun
aldrei gleyma þér. Minning þín
mun alltaf lifa í hjarta mínu.
Englar eins og þú:
Þú tekur þig svo vel út
hvar sem þú ert.
Ótrúlega dýrmætt eintak,
sólin sem yljar
og umhverfið vermir.
Þú glæðir tilveruna gleði
með gefandi nærveru
og færir bros á brá
svo það birtir til í sálinni.
Sólin sem bræðir hjörtun.
Í mannhafinu
er gott að vita
af englum
eins og þér.
Því að þú ert sólin mín
sem aldrei dregur fyrir.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Þín ömmustelpa,
Kristín.
Í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð, leiddu mig
og lýstu mér um ævistig.
(Pétur Þórarinsson)
Elsku amma Inga. það sem ég
er þakklát fyrir allan okkar tíma
saman og að hafa fengið þann
heiður að vera nafna þín.
Við áttum alltaf yndislegar
stundir og ræddum heima og
geima. Það var svo yndislegt að
fá símtöl frá þér og fara með þér í
ótal bíl- og búðaferðir.
Það var dýrmætur tími þegar
ég bjó á Böðvarsgötunni og þú
varst dugleg að taka rúnt og
banka upp á, kenna mér að baka
ömmuspesíur og sjóða saltkjöt.
Þú áttir alla bestu brandarana og
gerðir allt svo miklu skemmti-
legra.
Ég gleymi aldrei þegar þú
komst til mín upp á fæðingar-
deild árið 2017 til að kíkja á
langalangömmustelpuna þína,
hvað þú geislaðir af stolti. Því
miður varstu orðin of veik þegar
stelpa númer tvö kom í febrúar
2019, en ég veit að þú varst alveg
eins stolt þá.
Þú varst alltaf til staðar fyrir
alla sem þú elskaðir og við feng-
um öll að vita hvað þú elskaðir
okkur og varst stolt af okkur. Ég
elska þig, amma mín.
Inga Berta og fjölskylda.
Elsku Inga amma.
Undanfarnar vikur höfum við
fjölskyldan verið að rifja upp
minningar sem við eigum af þér
og alltaf hefur það endað með því
að við höfum brosað, hlegið og
okkur liðið vel. Þú varst yndisleg
í alla staði og allar stundir sem
við höfum átt með þér voru yndis-
legar og eiga eftir að vera dý-
mætar minningar um ókomna tíð.
Ég var svo heppinn að fá að
eiga margar stundir með þér
þegar ég var að vaxa úr grasi
þegar þú áttir heima á 12 eins og
það var alltaf kallað. Þar fékk ég
að sitja innan um allan þann
fjölda sem fór þar um og hitta
endalaust af vinum og ættingjum
sem komu til að spjalla og grín-
ast. Það var alltaf nóg að gera og
yfirleitt mikill erill og mikil læti,
yfirleitt fíflalæti.
Þú varst þeim hæfileikum
gædd að geta blótað okkur öllum
á yndislegan og ástkæran hátt á
meðan þú hlóst að þeim uppá-
tækjum sem við tókum upp á.
Það var ekkert sem við gerðum
sem olli þér áhyggjum og í þínum
augum vorum við ekkert nema
englar. Þú gast alltaf gefið þér
tíma til að setjast niður með okk-
ur til þess að hlusta, dunda, spila
og allt þar á milli.
Amma þú verður í mínum
huga alltaf fullkomin, ég er svo
þakklátur fyrir allan þann tíma
sem ég fékk með þér sem krakki,
unglingur og svo sem ungur mað-
ur. Ég er þakklátur fyrir það að
strákarnir mínir fengu svona
yndislega langömmu.
Elskulega amma mín,
mjúk var alltaf höndin þín,
tárin þorna í sérhvert sinn,
er þú strýkur vanga minn.
Þegar stór ég orðin er,
allt það launa skal ég þér.
(höfundur ókunnur)
Með þökk fyrir allt,
Ólafur Auðunsson
og fjölskylda.
Inga Jóhannsdóttir
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Lára Árnadóttir,
umsjón útfara
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Vesturhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út-
gáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðn-
ir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr
felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að
hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist
áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri
en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein-
göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað
er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan
hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um for-
eldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum.
Minningargreinar