Morgunblaðið - 16.05.2019, Síða 47
MINNINGAR 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2019
✝ Sigríður Vil-helmína 0Elías-
dóttir fæddist 26.
júní 1923 á Akra-
nesi. Hún lést á
hjúkrunardeild
Sjúkrahússins í
Neskaupstað 7. maí
2019.
Foreldrar Sig-
ríðar voru Elías
Níelsson, fæddur
27.7. 1896, og
Klara Sigurðardóttir, fædd 17.6.
1899. Sigríður var þriðja elsta
barn þeirra hjóna, en þau eign-
uðust 14 börn og 11 komust á
legg.
Maður Sigríðar var Ívar Sig-
urður Kristinsson, f. 19.6. 1925,
d. 9.6. 1992, frá Neskaupstað.
Þau giftu sig 26.12. 1946. Ívar
og Sigríður eignuðust þrjú börn:
1) Kristinn, fæddur 17.6.
a) Ívar, f. 16.6. 1969, kvæntur
Stellu Rut Axelsdóttur, f. 20.5.
1972. Þau eiga tvær dætur. b)
Sigurborg, f. 10.3. 1975. Seinni
maður Klöru var Guðmundur
Bjarnason, f. 18. júlí 1949, d. 11.
júlí 2015.
3) Erla, fædd 26.11. 1958, gift
Hermanni Ö. Steingrímssyni, f.
25.8. 1964. Sonur þeirra er
Steingrímur, f. 17.12. 1993.
Sigríður kynntist Ívari manni
sínum þegar hann kom á vertíð
á Akranes 1943. Þau hófu bú-
skap í Reykjavík þar sem Ívar
lærði húsasmíði. Árið 1949
fluttu þau til Neskaupstaðar og
bjuggu þar alla tíð. Sigríður
vann við ýmis þjónustustörf og
saumaskap heima á Akranesi og
í Reykjavík. Í Neskaupstað
starfaði hún frá 1969 við þvotta-
hús sjúkrahússins sem almenn-
ur starfsmaður. Hún varð síðar
forstöðumaður þvottahússins
þar til hún hætti störfum vegna
aldurs.
Útför Sigríðar fer fram frá
Norðfjarðarkirkju í dag, 16. maí
2019, og hefst athöfnin klukkan
14.
1946, kvæntur
Steinunni Lilju
Aðalsteinsdóttur, f.
15.6. 1945. Börn
þeirra: a) Aðal-
steinn Þórðarson, f.
25.9. 1965, kvæntur
Jónínu Róberts-
dóttur, f. 5.11.
1966. Þau eiga tvö
börn og tvö barna-
börn. b) Sigríður, f.
22.1. 1968, sam-
býlismaður hennar er Jóhann
Sveinmar Hákonarson, f. 25.6.
1962. Sigríður á eina dóttur en
Jóhann á þrjú börn og sjö barna-
börn. c) Ívar Sigurður, f. 20.6.
1974, kvæntur Erlu Halldórs-
dóttur, f. 7.1. 1975. Þau eiga
þrjár dætur. 2) Klara, fædd 23.3.
1953, fyrri maður hennar var
Sæmundur Sigurjónsson, f. 5.7.
1949, og eignuðust þau tvö börn.
Mig langar að skrifa nokkrar
línur í minningu tengdamóður
minnar sem lést 7. maí. Hún var
húsmóðir af gamla skólanum.
Alltaf allir hlutir á sínum stað.
Hún var mikil hannyrðakona,
saumaði föt o.fl., heklaði og
prjónaði. Hún byrjaði snemma
að sauma, vann á saumastofu
sem ung kona og byrjaði
snemma að sauma á bræður sína
en hún var næstelst af 11 systk-
inum sem komust á legg. Hún
saumaði föt á sjálfa sig, börnin
sín og jafnvel nágrannabörnin
líka. Allt var þetta sérlega vel
gert. Þegar börn og barnabörn
voru vaxin úr grasi saumaði hún
dúkkuföt, flotta dúkkukjóla.
Sigga dóttir mín fékk marga fal-
lega kjólana frá ömmu sinni.
Seinna meir þegar hún hætti að
sauma á sjálfa sig og fór að
kaupa sér flíkur þurfti hún æði
oft að sauma þær upp þar sem
vaxtarlagið hennar passaði ekki
alltaf í númerin frekar en hjá
okkur mörgum. Eftir að hún var
komin á hjúkrunardeildina hélt
hún áfram að hekla. Hún heklaði
litlar glasamottur sem hún gaf.
Allir sem komu á heimilið
hennar á Þiljuvöllum 25 töluðu
um hvað það væri fallegt. Alls
staðar voru munir sem bentu á
handbragðið hennar, sama hvort
það voru gardínurnar, púðarnir
eða dúkarnir. Í svefnherberginu
blasti við manni rúmið með
rennislétt rúmteppi og glugga-
tjöld í stíl. Og ofan á rúminu sat
þessi flotta dúkka í prinsessukjól
sem enginn fékk að snerta.
Sigga varð ekkja fyrir rúmum
20 árum. Hún tók því með æðru-
leysi og var sjálfri sér nóg. Hún
sat gjarnan inni í hliðarherbergi
með handavinnuna sína og hlust-
aði á tónlist og oftar en ekki var
það diskur með Álftagerðis-
bræðrum. Hún horfði mikið á
sjónvarp og lærði að taka upp á
vídeó í sjónvarpinu. Hún elskaði
enska boltann og horfði mikið á
hann. Hún var líka dugleg að
taka þátt í eldri borgara starf-
inu.
Nokkur sumur sóttu hún og
tvær vinkonur hennar púttvöll-
inn á golfvellinum okkar. Ein
átti bíl og ef hún var forfölluð
fékk ég að keyra þær. Það var
gaman að fylgjast með þeim,
þær fögnuðu mikið ef einhver
fékk holu í höggi. Auðvitað var
hún búin að sauma poka utan
um pútterinn fyrir þær allar.
Okkar samskipti voru mikil
og góð gegnum árin. Ég sá
reglulega um að setja í hárið á
henni, fór gjarnan með hana í
bæinn og stundum fór ég með
hana og vinkonu hennar á rúnt-
inn. Hún var alltaf þakklát fyrir
það hvort sem það var bara ísr-
úntur í bæinn eða yfir Skarð.
Síðustu fimm árin gat hún ekki
lengur lagað fötin sín og treysti
mér fyrir því. Alltaf fór hún yfir
hvernig væri best að gera þetta,
var alltaf búin að gera það í hug-
anum. Nú er rúmlega 50 ára
samvistum okkar lokið. Það skil-
ur alltaf eftir tómarúm þegar
það hefur verið fastur liður í
mörg ár að kíkja við næstum
daglega. Hún Sigga hefði orðið
96 ára nú í júní og er ég þakklát
að hafa fengið að hafa hana
svona lengi með okkur. Hvíl í
friði, elsku tengdamamma.
Þín tengdadóttir,
Steinunn Lilja
Aðalsteinsdóttir.
Elsku amma mín, nú ert þú
farin í draumalandið og komin til
afa eftir næstum tuttugu og sjö
ára bið fyrir hann og mikið held
ég að hann sé glaður að sjá þig.
Níutíu og sex ár er langur tími
og ég fékk að hafa þig í næstum
50 ár, að hafa þig allan þennan
tíma eru forréttindi og það eru
ekki allir jafn heppnir og ég. Ég
átti þig og þrjár aðrar ömmur á
tímabili, langömmu, tvær alvöru
ömmur og svo Láru sem ég fékk
auka þegar mamma og fóstri
minn tóku saman. En þú varst
samt alltaf amman af því ég átti
alltaf mitt annað heimili hjá þér
og afa. Var ég þar löngum
stundum og eru þær ófáar
stundirnar sem ég varði uppi á
lofti að smíða og brasa á Þilju-
völlum 25. Ég kom bara niður til
að fá kökur eða annað bakkelsi
sem var alltaf til hjá þér í kaffi-
tímanum. Svo var það sláturtíð-
in, það sem mér þótti spennandi
að vera með afa úti í bílskúr, að
klippa hausa, hreinsa lappir,
snyrta punga og svíða þetta allt
saman og borða.
Það var líka voða spennandi
fyrir lítinn strák að fá að gista
hjá ykkur afa um helgar og eru
mér ofarlega í minni sunnudags-
bíltúrarnir inn á sand að skoða
farfuglana, með viðkomu í sjopp-
unni þegar ísvélin var í gangi –
alltaf var keyptur ís eða annað
góðgæti. Eftir að ég varð full-
orðinn fengum við okkur tára-
kaffi á tyllidögum, þú varst
þannig amma.
Það eru svo margar minning-
ar sem ég á um þig, elsku amma,
að það væri efni í heila bók, þær
bestu eru allar ferðirnar í úti-
legu með ykkur afa. Þá var yf-
irleitt alltaf farið í Skaftafell og
er ég enn heillaður af útilegum
og verð ég ykkur afa ævinlega
þakklátur fyrir það að hafa tekið
mig með í þær. Minningin um
veiðiferðirnar í Vopnafjörð eru
mér líka kærar þar sem ég lærði
að veiða, þar leið okkur stórfjöl-
skyldunni svo ótrúlega vel, allir
saman í litlu veiðihúsi að hafa
gaman og þannig eiga fjölskyld-
ur að vera. Við áttum líka marg-
ar góðar stundir yfir sjónvarp-
inu að horfa á fótbolta og það
var svo skemmtilegt hvað þú
varst áhugasöm og fylgdist vel
með.
Þær hrúgast yfir mig minn-
ingarnar og ég gæti haldið enda-
laust áfram en ég geymi þær
bara í hjartanu. Ég var svo lán-
samur að fá þig. Þú skilur eftir
þig stórt tóm sem verður erfitt
að fylla því þú varst „Amman“
með stóru A og ég geymi þig
alltaf í hjartanu, þar hefur þú
alltaf verið og munt alltaf verða
og ef englana vantaði ömmu þá
ert þú komin í það hlutverk.
Hvíldu í friði, elsku Sigga
amma, ég elska þig að eilífu.
Þinn dóttursonur,
Ívar Sæm.
Sigga amma var eins og ömm-
ur eiga að vera, hún kenndi mér
bæði siði og ósiði eins og að
drekka kaffi með mikilli mjólk,
sykri og með bleyttu kexi, en þó
aðallega betri siði eins og að
meta vönduð vinnubrögð. Amma
var mjög vandvirk í öllu sem
hún tók sér fyrir hendur og
handavinnan hennar hvort sem
hún var saumuð eða prjónuð var
óaðfinnanleg. Heimili hennar
bar þess merki og voru púðarnir
og gardínurnar hennar stolt. Við
vitnum oft í ömmu þegar við
sjáum lélegan frágang á fötum
eða gardínum og höfum á orði að
Sigga amma hefði nú ekki verið
ánægð með þennan frágang.
Meira að segja uppvaskið hjá
ömmu var fallegra en hjá öðrum.
Heimili ömmu og afa var okkur
frændsystkinum alltaf opið og
eru ófáar stundirnar í gegnum
tíðina sem við dvöldum þar.
Minnisstæðar eru árlegu veiði-
ferðirnar í Vopnafjörð með fjöl-
skyldunni og einu sinni allavega
fengum við Sæmundsson að fara
með ömmu og afa degi fyrr og
gista á hótel Tanga og alltaf var
stoppað í nesti á Jökuldalnum
við brúna áður en farið var upp
á heiðina.
Sem unglingur vann ég í
þvottahúsi sjúkrahússins undir
hennar stjórn ásamt Önnu
frænku og Rúnu á Hól, þær
kenndu mér margt sem ég hef
tekið með mér út í lífið, ég kann
t.d. að strauja skyrtur sem er
ákveðin kúnst svo vel sé gert.
Elsku amma, en nú er komið að
kveðjustund, það eru forréttindi
að hafa fengið að alast upp með
þér og það ber að þakka. Síðustu
ár varstu við hliðina á mér í
orðsins fyllstu merkingu þegar
við bjuggum hlið við hlið á Þilju-
völlunum í rúmlega 10 ár og svo
þegar þú bjóst í íbúðum aldraðra
í Breiðabliki og á hjúkrunardeild
Umdæmissjúkrahúss Austur-
lands í Neskaupstað núna í lok-
in. Ég kom oftar en ekki við hjá
þér að loknum vinnudegi til að
heilsa upp á þig og ná mér í
súkkulaðibita. Við mæðgur nut-
um góðs af því búa við hliðina á
þér og átti Bergrós Arna gott
athvarf hjá langömmu sinni og
þegar hún fermdist valdi hún
rauðan síðkjól af henni og lét
sauma eftir honum nýjan, sem
var reyndar ekki síðkjóll þegar
Bergrós var komin í hann.
Meðan þú hafðir heilsu til að
elda keypti ég stundum í matinn
og þú eldaðir og við borðuðum
saman, kjöt í karrý, steikt kjöt
eða kálböggla sem voru í uppá-
haldi, það bragðaðist bara betur
hjá þér. Undanfarinn áratug
hafa hlutverkin okkar ömmu að-
eins snúist við og vona ég að ég
hafi náð að gefa til baka aðeins
af því það sem þú gafst mér. Í
lokin langar mig að þakka
starfsfólki hjúkrunardeildar
FSN kærlega fyrir góða umönn-
un meðan hún dvaldi þar.
Sigríður Kristinsdóttir.
Elsku Sigga amma.
Það eru margar fallegar
minningar sem koma upp þegar
ég hugsa til baka. Að sitja í litla
eldhúsinu þínu við hringlaga eld-
húsborðið, borða kjöt í karrý
sem þú eldaðir best af öllum og
fá ísblóm með sultu í eftirrétt.
Heimilið þitt sem var alltaf svo
fallegt og notalegt á sérstakan
stað í hjarta mínu, hvort sem
það er saumaherbergið uppi á
lofti þar sem við þurftum að
passa okkur á nálum í teppinu,
sitja í stofunni með þér og horfa
á sjónvarpið eða einfaldlega vera
í heimsókn og njóta kyrrðarinn-
ar sem ríkti á heimilinu. Þegar
ég var yngri fór ég í pössun til
þín eftir skóla þar sem ég eyddi
mörgum stundum inni á skrif-
stofunni hans afa að leika mér
með dót og gamla skífusímann.
Í seinni tíð urðu bíltúrarnir
okkar skemmtilegustu stundir,
rúntandi um bæinn að skoða hús
og fá okkur pulsu og ís á sjopp-
unni. Verst að við unnum aldrei í
lottóinu með þeim fjölmörgu
lottómiðum sem þú keyptir og
deildir með okkur.
Ég mun sakna þess að geta
ekki kíkt í heimsókn til að
spjalla um lífið og tilveruna, stel-
ast í súkkulaði og hlæja yfir
línulegri dagskrá. Takk fyrir allt
sem þú gafst mér.
Bergrós Arna Sævarsdóttir.
Sigríður Vilhelmína
Elíasdóttir
Sálm. 16.1-2
biblian.is
Varðveit mig, Guð,
því að hjá þér leita
ég hælis. Ég segi
við Drottin: „Þú ert
Drottinn minn, ég
á engin gæði nema
þig.”
FALLEGIR LEGSTEINAR
Verið velkomin
Á góðu verði
Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is
Opið: 10-17 alla virka daga
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGRÚN JÓHANNESDÓTTIR,
áður Byggðavegi 88,
andaðist aðfaranótt fimmtudagsins 9. maí
á dvalarheimilinu Hlíð.
Útförin verður gerð frá Akureyrarkirkju föstudaginn 17. maí
klukkan 13.30. Blóm og kransar afþökkuð.
Guðrún Bjarnadóttir Björn Sigmundsson
Jóhannes Bjarnason Þórey Edda Steinþórsdóttir
Unnur Bjarnadóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
HANS STEFÁN GÚSTAVSSON
garðyrkjubóndi,
síðast búsettur í Ási,
Hveragerði,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 2. maí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Sérstakir þakkir fær starfsfólk í Ási og á Heilbrigðisstofnun
Suðurlands fyrir hlýja og góða umönnun.
Jóna Hansdóttir Gísli Jónsson
Skúli Einarsson Ásdís Teresita Einarsson
Klara Hansdóttir Eyþór Hjartarson
Björg Elva Hansdóttir Magnús B. Kristjánsson
Friðrik H. Hansson
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við
andlát og útför ástkærrar móður okkar,
tengdamóður, systur, ömmu og langömmu,
VIGDÍSAR GUÐFINNSDÓTTUR,
sem lést 26. apríl. Sérstakar þakkir færum
við starfsfólki á Hrafnistu í Reykjavík fyrir
einstaka umönnun og hlýju.
Marta Loftsdóttir Gunnar Jóhannsson
Svava Loftsdóttir Ásmundur Kristinsson
Pétur Guðfinnsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
GUÐBJÖRG ELENTÍNUSDÓTTIR,
Espigerði 4,
lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugar-
stöðum þriðjudaginn 7. maí.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 20. maí
klukkan 15.
Sigurjón Sigurðsson
Rafn Sigurjónsson Elísabet Skúladóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Hjartans þakkir sendum við öllum sem
sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát
og útför
HERMANNS EINARSSONAR
kennara og útgefanda.
Guðbjörg Ósk Jónsdóttir
Sigurborg Pálína Hermannsdóttir, Páll Friðbertsson
Steinunn Ásta Hermannsdóttir, Ágúst Ingi Jónsson
barnabörn og barnabarnabarn
Ástkær móðir okkar,
SIGRÍÐUR KONRÁÐSDÓTTIR,
fyrrum húsfreyja á Stórhóli í Víðidal,
lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands,
Hvammstanga, föstudaginn 3. maí.
Útför hennar fer fram frá
Hvammstangakirkju
föstudaginn 17. maí klukkan 15.
Fyrir hönd annarra aðstandenda,
Birna Torfadóttir
Konráð Ingi Torfason