Morgunblaðið - 16.05.2019, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 16.05.2019, Blaðsíða 56
56 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2019 FYRSTA FLOKKS RÁÐSTEFNU- OG FUNDARAÐSTAÐA UM ALLT LAND – ÁRSHÁTÍÐIR, SÖLUFUNDIR, NÁMSKEIÐ, VEISLUR OG VIÐBURÐIR – Nánari upplýsingar: islandshotel.is/fundir Bókanir: fundir@islandshotel.is 50 ára Karl ólst upp á Álftanesi en býr í Reykjavík. Hann er með BSc. í tölvunar- fræði frá Háskóla Ís- lands og er sjálfstætt starfandi. Hann er for- maður Íbúasamtaka 3. hverfis – Hlíðar, Holt og Norðurmýri. Maki: Kristín Vala Erlendsdóttir, f. 1970, flugfreyja hjá Icelandair. Börn: Kristín Ósk, f. 2002, og Gunnar Karl, f. 2004. Foreldrar: Sigurður Thoroddsen, f. 1944, lögfræðingur og vann hjá Seðla- bankanum, og Sigríður Karlsdóttir, f. 1950, leikskólakennari og deildarstjóri í Krakkakoti á Álftanesi. Þau eru búsett á Álftanesi. Karl T horoddsen Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það léttir lífið að slá á létta strengi en mundu að öllu gamni fylgir nokkur al- vara. Ástvinur kemur þér á óvart. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ert í skapi til að kynnast nýju fólki og sjá hvað það leiðir af sér. Þú munt fá einhverja umbun fyrir vel unnin störf fljót- lega. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Reyndu að berjast ekki um völd- in við börn í dag. Einhver gefur þér undir fótinn og þér finnst það bara skemmtilegt. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Líkur eru á rómantík úr óvæntri átt í dag. Sambandið við makann hefur mætt afgangi lengi, gerðu eitthvað í málunum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Nú verðurðu að halda þig til hlés og ýta frá þér fólki sem tekur frá þér orku. Þú gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana þegar þú bítur það í þig. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Einhver reynir að gera þér lífið leitt svo nú reynir verulega á þolinmæðina. Taktu andbyr með brosi á vör, því þinn er sigurinn, þegar upp er staðið. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ert með svo mörg járn í eldinum að þér gefst enginn tími til þess að staldra við og njóta. Taktu þér tíma til að gera upp fortíðina. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er eins og þér verði ekk- ert úr verki, þótt nóga hafir þú kraftana. Til allrar hamingju hefur þú fulla stjórn á aðstæðum. Gerðu hvað þú getur til þess að víkka sjóndeildarhringinn. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Alvarlegar og nærgætnar samræður við vin kunna að verða þýðing- armiklar fyrir báða aðila. Reyndu að ein- beita þér að ástarsambandi þínu. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þér finnst þú standa uppi með fangið fullt af verkefnum. Gefðu þér tíma til þess að slaka á og allt mun fara vel. Makinn hefur allt á hornum sér en reyndu að komast að af hverju. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Félagi lætur skoðun í ljós sem er ólík þinni. Ekki renna af hólmi þó erf- iðleikar komi upp í vinnunni. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er bráðnauðsynlegt að lesa vel allt smáa letrið á þeim skjölum sem þú skrifar undir. Veldu orð þín vel – þau búa yfir mætti til að bölva eða blessa. lausapenni hjá Gestgjafanum árin 2011-2013.“ Eva Lauey byrjaði síðan að starfa hjá fjölmiðlafyrirtækinu 365 árið 2014 við þáttagerð og hét fyrsta þáttaröðin hennar Í eldhúsi hennar Evu sem sýndir voru á Stöð 3. Hún starfar í dag við dagskrár- gerð hjá SÝN (Stöð 2). „Þáttaserí- urnar eru orðnar 12, flestar tengjast „Ég flutti til Oxford eftir útskrift og var þar í fimm mánuði, þar sem ég lærði ensku og starfaði á litlu kaffi- húsi. Ég byrjaði síðan í viðskipta- fræði við Háskóla Íslands, tók þar fyrsta árið í viðskiptafræði en fann að maturinn togaði í mig og ákvað að taka mér pásu frá viðskiptafræðinni og veðja á matinn. Engu að síður náði ég þó að sinna félagsstörfum, sat í Stúdentaráði fyrir hönd Vöku og gegndi formennsku í mennta- málanefnd. Ég átti svo síðar meir eftir að taka upp þráðinn við við- skiptafræðina og er nýútskrifaður viðskiptafræðingur,“ en Eva Laufey útskrifaðist frá Háskólanum á Bif- röst í febrúar 2019. Hún útskrifaðist einnig sem flugfreyja hjá Icelandair árið 2011 og vann þar í þrjú sumur. Eva Laufey hóf matreiðsluferilinn þegar hún opnaði bloggsíðu árið 2011. „Þetta átti til að byrja með að vera bara blogg fyrir sjálfa mig en varð síðar að matarbloggi sem átti eftir að móta minn starfsferil. Ég ákvað að fylgja hjartanu og veðja á matinn og fjölmiðla. Ég fékk tæki- færi til þess að skrifa um mat og var E va Laufey Kjaran Her- mannsdóttir fæddist á Akranesi 16. maí 1989. Hún bjó þar sín æsku- ár og hóf nám í Brekkubæjarskóla á Akranesi. „Faðir minn starfaði og starfar enn sem verkstjóri hjá Ístaki og við fjölskyldan fluttum bæði út á land og erlendis þar sem hann var við störf til lengri tíma. Við fjölskyldan flutt- um til Hammerfest, sem er nyrst í Noregi þar sem við bjuggum í fjögur ár og fluttum síðar aftur heim á Akranes. Svo var tekin stefnan aust- ur á land eða á Reyðarfjörð þegar ég var að byrja í áttunda bekk eða árið 2003 og bjuggum þar í rúmlega þrjú ár.“ Eva Laufey var í grunnskóla Reyðarfjarðar og útskrifaðist þaðan og fyrsta árið í framhaldsskóla var í Menntaskólanum á Egilsstöðum. „Ég var þar á heimavist með vinkon- um mínum og það verður að segjast að það hafi verið eitt skemmtilegasta ár í mínu lífi – mikið fjör. Annars prófaði ég meðal annars að æfa glímu þegar ég bjó á Reyðarfirði og tók virkan þátt í ungliðastarfi björg- unarsveitarinnar. Það er óhætt að segja að ég hafi haft gaman af því að taka þátt – vera með í öllu. Svo fluttum við fjölskyldan heim á Akranes árið 2006, fjölskyldan flutti á undan en ég varð eftir á heimavist- inni, vildi ólm klára fyrsta mennta- skólaárið með mínum vinum og spil- aði einnig fótbolta með Hetti og gerði þar minn fyrsta „alvöru“ samn- ing við fótboltalið.“ Eva Laufey flutti síðan aftur heim á Akranes, hóf nám við Fjölbrautaskólann Vesturlands á Akranesi og byrjaði að spila knatt- spyrnu með ÍA, en hún byrjaði að æfa knattspyrnu með ÍA sex ára og hætti um tvítugt. „Ég held að það hafi ekki verið ein nefnd eftir í FVA sem ég sat ekki í eða gegndi formennsku í, ég fann mikla þörf á að taka þátt í samfélag- inu í kringum mig og geri enn. Ég lék í leikritum, var formaður leiklist- arklúbbsins, formaður nemendaráðs og sat bæði í skólaráði og skólanefnd FVA. Mjög hollt og gott fyrir mig.“ Eva Laufey útskrifaðist úr FVA árið 2009 og fékk verðlaun fyrir félags- störf. mat en svo höfum við Ísskápastríð og Allir geta dansað þar sem ég var einn af kynnum þáttarins. Einnig er ég einn af umsjónarmönnum Ísland í dag.“ Eva Laufey hefur gefið út tvær matreiðslubækur, Matargleði Evu, 2013, og Kökugleði Evu, 2016. „Helstu áhugamál eru matur og bakstur, en ég var svo heppin að alast upp í eldhúsinu hjá bæði mömmu og ömmu Stínu, þær kenndu mér allt sem ég kann er varðar eldamennsku og eru mínar fyrirmyndir. Það var svo auðvelt að smitast af fjölmiðlaáhuganum úr föð- urfjölskyldunni – þannig að það má segja að þetta hafi verið býsna góð blanda. Áhugamálið mitt er þó kannski fyrst og fremst að leika við stelpurnar mínar tvær og manninn minn, að njóta þess að vera með þeim. Þau eru kjarninn minn. Fjölskyldan mín er ansi stór og fjörug, ég ólst upp með mömmu og föður mínum sem ól mig upp, honum Steindóri Óla Ólasyni. Ég var þess vegna óendanlega heppin þegar pabbi minn Steindór tók þá ákvörð- un að eiga mig. Við erum fjögur systkinin þeim megin en faðir minn, Hermann Gunnarsson heitinn, átti sex börn og á ég þess vegna fimm systkini þeim megin – sem sagt níu systkini í heildina. Það var kannski svolítið flókið að útskýra fyrir- komulagið á fjölskylduforminu þeg- ar ég var yngri en nú þegar ég er eldri finnst mér ég vera svo rík að eiga allt þetta góða fólk og myndi ekki vilja hafa þetta neitt öðruvísi. Fullkomlega öðruvísi fjölskyldu- form, en fullkomið fyrir mér.“ Fjölskylda Eiginmaður Evu Laufeyjar er Haraldur Haraldsson, f. 20.3. 1989, starfar hjá sölu- og markaðssviði Icelandair Cargo. Foreldrar hans eru hjónin Haraldur Sturlaugsson, f. 24.7. 1949, fyrrverandi forstjóri HB, og Ingibjörg Pálmadóttir, f. 18.2. 1949, hjúkrunarfræðingur og fyrr- verandi heilbrigðisráðherra. Börn Evu Laufeyjar og Haraldar eru Ingibjörg Rósa, f. 6.7. 2014, og Kristín Rannveig, f. 8.9. 2017. Systkini sammæðra eru Maren Rós Steindórsdóttir, f. 28.10. 1981, Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, dagskrárgerðarmaður hjá Stöð 2 – 30 ára Ljósmynd/Rán Bjargar Fjölskyldan Eva Laufey, Haraldur, Kristín Rannveig og Ingibjörg Rósa. Fylgdi hjartanu og veðjaði á matinn Matargleði Eva Laufey. 40 ára Unnur Erla er Reykvíkingur og er með kandidatspróf í lögum frá HÍ og hér- aðsdómslögmanns- réttindi. Hún er lög- maður hjá Arion banka og er m.a. nefndarmaður í úrskurðarnefnd um við- skipti við fjármálafyrirtæki. Maki: Gunnar Snævarr Jónsson, f. 1972, fasteignasali hjá Mikluborg. Börn: Hlynur, f. 2000 (stjúpsonur), Thelma, f. 2006, Þórunn Erla, f. 2010, og Þórdís, f. 2014. Foreldrar: Jón Eiríksson, f. 1948, löggilt- ur endurskoðandi, og Þórunn Þórisdóttir, f. 1951, húsmóðir. Þau eru búsett í Reykjavík. Unnur Erla Jónsdóttir Til hamingju með daginn Akureyri Helgi Þór Einarsson fæddist þann 25. september 2018 kl. 12.10 á Akureyri. Hann vó 3.862 g og var 51,5 cm langur. Foreldrar hans eru Einar Ómar Eyjólfsson og Ingibjörg Ósk Helgadóttir. Nýr borgari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.