Morgunblaðið - 16.05.2019, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 16.05.2019, Qupperneq 59
ÞÝSKALAND Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Sandra María Jessen lá inni á sjúkrahúsi þegar Morgunblaðið heyrði í henni til að ræða hádrama- tíska lokaumferð þýsku 1. deildar- innar í fótbolta þar sem Sandra og félagar hennar í Leverkusen héldu sér í deildinni þrátt fyrir afar dökkt útlit um tíma. Sandra fékk þungt höfuðhögg í leiknum en fann ekki al- mennilega fyrir afleiðingum þess fyrr en sigurvíman rann af henni, en þá tók við hausverkur og uppköst. „Við vissum það fyrir leikinn að þetta væri „allt eða ekkert“-leikur. Það tók einhvern veginn pressuna af okkur. Maður fann það allan tímann hvað stemningin var góð og við vel samstilltar, og við áttum sennilega okkar besta leik á tímabilinu. Þetta var engu að síður mjög erfitt,“ segir Sandra um lokaleik tímabilsins, en Leverkusen vann þá liðið í 4. sæti, Essen, 2:1, þrátt fyrir að vera 1:0 undir þegar 20 mínútur voru eftir. Leverkusen varð að vinna leikinn og treysta á að Werder Bremen myndi ekki vinna Freiburg. Þeim leik lauk með 1:1-jafntefli og Lever- kusen hélt sér uppi á kostnað Brem- en. „Í þessum leik okkar við Essen þá fengu bæði lið mikið af færum en þær skoruðu fyrsta markið. Á sama tíma var svo Bremen komið í 1:0 gegn Freiburg. Á þessum tíma- punkti þurftum við því að skora tvö mörk og treysta á að Freiburg næði að jafna metin gegn Bremen. Þetta leit því ekki vel út í hálfleik en við bara héldum áfram og náðum inn tveimur mörkum í seinni hálf- leiknum,“ segir Sandra, en eftir leik tóku við taugatrekkjandi mínútur: Ekki síðra en að verða meistari „Eftir leik vissum við svo ekki hvernig staðan væri hjá Bremen. Þjálfarinn talaði við okkur og við biðum þarna eftir því að sjá staðfest úrslit á netinu, en allt í einu byrjuðu einhverjir að öskra af gleði uppi í stúku, fólk sem var greinilega með leikinn í beinni. Þá vissum við að þetta væri komið og við tóku sturluð fagnaðarlæti. Ég hef upplifað það að verða Íslandsmeistari og það að bjarga sér svona frá falli er ekkert síðra. Þetta var mjög skemmtilegt,“ segir Sandra, sem varð Íslands- meistari með Þór/KA árið 2017. Hún var valin besti leikmaður Íslands- mótsins í fyrra áður en hún gerði samning til eins og hálfs árs við Lev- erkusen í janúar. Þjálfarinn öskraði á mig að halda áfram Sandra fékk að fara heim af sjúkrahúsinu í gær en eins og fyrr segir fékk hún höfuðhögg í leiknum sem hún þarf nú að jafna sig á. Höggið truflaði hana þó ekki í mestu fagnaðarlátunum: „Tíu mínútum fyrir leikslok fékk ég boltann beint aftan á hnakkann og fann að ég varð pínu ringluð og missti aðeins jafn- vægið. Ég man svo bara að þjálfar- inn öskraði á mig að halda áfram að hlaupa og það var ekkert annað í boði en að gera það. Við vorum komnar yfir, 2:1, það var allt undir og við búnar með skiptingarnar líka. Maður gleymdi sér einhvern veginn í þessu. Eftir leikinn var maður svo bara í sigurvímu yfir þessum frétt- um að við hefðum haldið okkur uppi. Það var ekki fyrr en ég gat sest nið- ur og slakað aðeins á sem ég fór að finna fyrir hausverk og ógleði, og byrjaði að kasta upp. Þá fór ég upp á spítala með sjúkraþjálfaranum,“ segir Sandra en henni líður betur núna: „Ég er öll að koma til. Ég er með smáhausverk núna en þetta verður allt í góðu. Tímabilið er búið núna og ég tek mér núna viku í algjörri pásu áður en ég get farið að æfa eitthvað aftur. Maður veit helling um það hvernig höfuðmeiðsli geta verið, eft- ir umræðuna og frásagnir í blöð- unum, og veit því hversu mikilvægt er að hugsa vel um sig fyrstu vik- urnar eftir svona. Ég fer bara al- gjörlega eftir þeim ráðleggingum sem ég hef fengið.“ Fyrsta sumarfrí síðan í 5. flokki Sandra segir mikla ánægju ríkja með að Leverkusen hafi haldið sér áfram í efstu deild: „Þegar ég skrifaði undir samning við félagið vorum við í mikilli fallbar- áttu og ég vissi alveg að ég væri á leið í þá baráttu. Markmiðið var bara að við næðum að halda okkur uppi. Við erum með rosalega ungt og reynslulítið lið, mikið af efnilegum leikmönnum sem hafa staðið sig vel þegar á reyndi en við misstum þrjá leikmenn út vegna krossbandsslita. Það eru margar í liðinu búnar að taka þvílíkum framförum og nú þeg- ar við höfum tryggt okkur áfram sæti í deildinni stefnum við bara hærra á næstu leiktíð,“ segir Sandra. Nýtt tímabil í Þýskalandi hefst í september en Sandra fær þó ekki ýkja langt sumarfrí: „En þetta er mjög langþráð sumarfrí, það fyrsta síðan í 5. flokki. Ég tek mér gott frí núna á meðan ég jafna mig á þessu höfuðhöggi en svo fæ ég kannski að sprikla eitthvað með Þór/KA áður en ég byrja að gíra mig fyrir næsta tímabil. Við er- um að fá nýjan þjálfara og hann vill fá hópinn saman snemma, svo við mætum til æfinga í kringum 20. júní,“ segir Sandra, sem er 24 ára gömul og á að baki 26 A-landsleiki. Hún hefur skorað 73 mörk í 116 leikjum fyrir Þór/KA í efstu deild, liðið sem hún hefur lengst af leikið með, en hún lék sem lánsmaður hjá Leverkusen vorið 2016 og með Slavia Prag í fyrravor. Í sigurvímu á spítalann  Sandra María og Leverkusen héldu sér í efstu deild á dramatískan hátt  Gleymdi sér í gleðinni eftir höfuðhögg en fær góðan tíma til að jafna sig Ljósmynd/Leverkusen Þýskaland Sandra María Jessen fagnar marki í leik með Leverkusen. ÍÞRÓTTIR 59 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2019 TE N G IT A U G A R Fallvarnarbúnaður Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Fjölbreytt og gott úrval til á lager Námskeið um fallvarnir fyrir viðskiptavini Skoðanir og eftirlit á fallvarnarbúnaði FA LLB LA K K IR BELTI Hvernig datt mönnum í hug að breyta agareglunum í fótbolt- anum á þá leið að refsingar fyrir gul og rauð spjöld í bikarkeppni karla og kvenna væru bara tekn- ar út í bikarkeppninni sjálfri en ekki næsta leik á Íslandsmótinu? Þessi regla er nú í gildi annað árið í röð og ég sé ekki annað en þetta sé tóm vitleysa. Stærstur hluti leikbanna verður aldrei tekinn út þar sem gul spjöld fyrnast á milli ára, en þeir sem fá rautt spjald í bikar- leik geta þurft að bíða í heilt ár eða jafnvel lengur eftir því að taka út bannið. Í einhverjum tilvikum taka þeir það jafnvel aldrei út því þeir geta verið hættir fótboltaiðkun þegar að því kemur! Ef leikmaður er semsagt rekinn af velli í bikarleik, og lið hans tapar og fellur úr keppni, tekur hann bannið út í fyrsta bik- arleik á næsta ári. Hann gæti fengið spjaldið í fyrstu umferð í kringum 10. apríl og þurft að taka út bannið í leik í 32ja liða úrslitum 1. júní á næsta ári. Fái hann tveggja leikja bann gæti hann þurft tvö ár til að af- plána refsinguna! Leikmaður sem ætlar að hætta að tímabili loknu getur í raun brotið af sér að vild í sínum síðasta bikarleik og síðan spilað næstu leiki í deildinni eins og ekkert hafi í skorist. Ég held að gamla kerfið þar sem spjöld og refsingar gengu á milli bikars og deildar hljóti að vera skárra. Jafnvel þótt gult eða rautt spjald í deildarleik geti kostað leikmann þátttöku í úr- slitaleik bikarkeppninnar nokkr- um dögum síðar. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Israel Martin hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Hauka í körfu- knattleik. Martin skrifaði undir þriggja ára samning. Vænta for- ráðamenn körfuknattleiksdeildar Hauka mikils af starfi Martins hjá félaginu. Hann tekur við starfinu að Ívar Ásgrímssyni en undir hans stjórn hafnaði lið Hauka í 10. sæti Dominos-deildarinnar í vor. Martin þjálfaði karlalið Tinda- stóls á síðasta keppnistímabili en axlaði sín skinn eftir að liðið féll úr keppni í átta liða úrslitum eftir tap fyrir Þór frá Þorlákshöfn. Martin tekinn við þjálfun Hauka Morgunblaðið/Árni Sæberg Hafnarfjörður Israel Martin þjálfar hjá Haukum næstu þrjú ár. Íslendingaslagur verður í undan- úslitum dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik karla þegar Óðinn Þór Ríkharðsson og samherjar í GOG mæta Aalborg. Með síðar- nefnda liðinu leika Janus Daði Smárason og Ómar Ingi Magnússon auk þess sem Arnór Atlason er að- stoðarþjálfari liðsins. Danmerkurmeistarar Skjern með þá Tandra Má Konráðsson og Björgvin Pál Gústavsson innan- borðs mætir Bjerringbro/Silkeborg í hinni viðureign undanúrslitanna sem hefjast á miðvikudag. Íslendingaslagur í undanúrslitum Ljósmynd/GOG.dk Fljótur Óðinn Þór Ríkharðsson gekk til liðs við GOG í fyrra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.