Morgunblaðið - 16.05.2019, Side 60

Morgunblaðið - 16.05.2019, Side 60
60 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2019 Utanborðsmótorar Frá 1940 www.velasalan.is Sími 520 0000, Dugguvogi 4 , 104 Reykjavík Leitið upplýsinga hjá sölumönnum okkar Fyrirliggjandi á lager, margar stærðir utanborðsmótora Verkstæði Vélasölunnar hefur á að skipa sérhæfum starfsmönnum til viðgerða og viðhalds á Mercruiser bátavélum og Mercury utanborðsmótorum. Bátar á sjó og vötn Ný sending af TERHI bátum TERHI 475 BR TERHI 450 Pepsi Max-deild karla Víkingur R. – Stjarnan ............................ 3:4 KA – Breiðablik ........................................ 0:1 ÍA – FH ..................................................... 2:0 Staðan: ÍA 4 3 1 0 9:4 10 Breiðablik 4 3 1 0 8:3 10 Stjarnan 4 2 2 0 7:5 8 FH 4 2 1 1 6:5 7 Fylkir 3 1 2 0 6:3 5 KR 3 1 2 0 5:2 5 KA 4 1 0 3 4:7 3 Grindavík 3 0 2 1 3:5 2 Víkingur R. 4 0 2 2 8:11 2 Valur 3 0 1 2 4:6 1 HK 3 0 1 2 2:5 1 ÍBV 3 0 1 2 2:8 1 Mjólkurbikar kvenna 2. umferð: Völsungur – Sindri ................................... 2:0 Afturelding – Grindavík........................ (4:4)  Ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. Tindastóll – Hamrarnir ........................... 8:1 Augnablik – Grótta................................... 4:1 England Umspil, undanúrslit, seinni leikur: Leeds – Derby .......................................... 2:4  Derby sigraði 4:3 samanlagt og mætir Aston Villa í úrslitaleik á Wembley um sæti í úrvalsdeildinni mánudaginn 27. maí. Svíþjóð Helsingborg – AIK .................................. 1:3  Andri Rúnar Bjarnason lék fyrstu 76 mín., fyrir Helsingborg og lagði upp mark.  Kolbeinn Sigþórsson lék ekki með AIK vegna meiðsla. Rosengård – Piteå ................................... 2:0  Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leik- inn fyrir Rosengård. Kristianstad – Linköping ....................... 1:1  Sif Atladóttir lék allan leikinn fyrir Kristianstad, Svava Rós Guðmundsdóttir lék í 68 mínútur en Þórdís Hrönn Sigfús- dóttir kom inn á fyrir hana. Elísabet Gunn- arsdóttir þjálfar liðið.  Anna Rakel Pétursdóttir lék í 78 mín., fyrir Linköping. Djurgården – Vittsjö............................... 1:3  Ingibjörg Sigurðardóttir og Guðrún Arnardóttir léku allan leikinn fyrir Djur- gården. Guðbjörg Gunnarsdóttir var vara- markvörður. Kungsbacka – Limhamn Bunkeflo........ 2:2  Andrea Thorisson kom inn á sem vara- maður hjá Limhamn Bunkeflo á 59. mín- útu. B-deild: Mjällby – Trelleborg ............................... 2:1  Gísli Eyjólfsson fór út af á 90. mínútu hjá Mjällby en Óttar Magnús Karlsson kom inn á sem varamaður á 69. mínútu. Rússland Bikarkeppnin, undanúrslit, seinni leikur: Rostov – Lokomotiv Moskva .................. 0:2  Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Rostov en Björn Bergmann Sigurðarson sat á varamannabekknum allan leikinn.  Lokomotiv í úrslit, 4:2 samanlagt. KNATTSPYRNA AKRANES/AKUREYRI/ LAUGARDALUR Jóhann Ingi Hafþórsson Baldvin Kári Magnússon Andri Yrkill Valsson Góð byrjun nýliða ÍA hélt áfram er liðið vann 2:0-sigur á FH á heimavelli. ÍA er nú með tíu stig eftir fjóra leiki; með þrjá sigra og eitt jafntefli. Tapið var það fyrsta hjá FH. Bjarki Steinn Bjarkason skoraði strax á þriðju mínútu eftir glæsilega skyndisókn og svo aftur á 68. mínútu með fallegu skoti í slá og inn. Tryggvi Hrafn Haraldsson lagði upp fyrra markið eftir að hann stakk vörn FH af. Tryggvi er búinn að spila afar vel eftir að hann kom aftur í ÍA eftir veru hjá Halmstad í Svíþjóð og réðu FH- ingar illa við hann allan leikinn og enn verr við Bjarka sem er ungur og spennandi sóknarmaður sem var að skora sín fyrstu mörk í efstu deild. Mikið sjálfstraust var í liði Skagamanna eftir sigur á deildarmeisturum Vals í síðustu umferð og ekki minnkaði það við að skora snemma leiks. Það gekk illa hjá FH að skapa færi gegn þéttri og sterkri fimm manna vörn heimamanna. Hinum megin voru sóknarmenn Skaga- manna stórhættulegir og þá sér- staklega í skyndisóknum, þar sem þeir nýttu hraða sinn vel gegn vörn sem er ekki með fótfráa leik- menn. Það vantar meiri sköpunarkraft á miðjuna hjá FH og áttu kant- mennirnir ekki góðan dag í gær, þótt þeir hafi verið aðeins skárri í seinni hálfleik. Halldór Orri Björnsson fékk úr litlu sem engu að moða í framlínunni og leið varnarmönnum ÍA vel stærstan hluta leiks. FH-ingar virkuðu pirr- aðir og fékk Pétur Viðarsson beint rautt spjald fyrir mótmæli skömmu eftir annað markið. Byrj- un nýliðanna er aðdáundarverð og er Jóhannes Karl Guðjónsson að gera mjög skemmtilega hluti með spennandi lið. Það verður spenn- andi að sjá hversu lengi Skaga- menn verða með í toppbaráttunni. Mark út víti gerði gæfumuninn Breiðablik vann sterkan útisigur 1:0 á KA-mönnum á Akureyri í gær. Mark úr víti frá Thomas Mikkelsen snemma leiks gerði gæfumuninn. Mikkelssen var gríð- arlega öflugur í liði Breiðabliks. Í fyrri hálfleik var háum sendingum dælt á hann trekk í trekk og varn- armenn KA réðu lítið við Danann. Tölvuvert dró af honum í seinni hálfleik. Heimamenn voru sérstaklega hættulegir í föstum leikatriðum. Hallgrímur Mar er gríðarlega öfl- ugur spyrnumaður og hann sýndi það í leiknum. KA-menn voru oft ansi nálægt því að skora úr horn- spyrnum og aukaspyrnum Hall- gríms. Það skipti miklu fyrir Blika að Elfar Freyr Helgason fór meiddur af velli um miðjan fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur var ró- legri en sá fyrri og lítið um opin færi. Gestirnir settu Andra Rafn Yeoman inn á eftir klukkutíma leik og spilaði hann vel. Það segir mikið um breiddina í leik- mannahópi Breiðabliks á þessu tímabili að geta haft Andra á bekknum. Eftir því sem leið á leikinn jókst pressan frá heimamönnum. KA- menn fengu 15 hornspyrnur og voru oft nálægt því að skora. Damir Muminovic spilaði frábær- lega í vörninni. Vörn Blika stóð vel og þar var Damir Muminovic fremstur í flokki. Gestirnir úr Kópavogi voru hálf- partinn í nauðvörn seinustu 15 mínútur leiksins. Markaveisla í Laugardal Það má segja að það hafi verið reynslan sem skildi á milli þegar Bjarki Steinn af- greiddi FH  ÍA, Breiðablik og Stjarnan eru ennþá taplaus  Víkingar eru enn án sigurs M Akranes Arnar Már Guð- jónsson, miðjumaður ÍA, og Hjörtur Logi Val- garðsson, bakvörður FH, eigast við á Akranesvelli. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason Mark Blikar fagna sigurmarki Thomas Mikkelsen gegn KA. 0:1 Thomas Mikkelsen 3.(víti) I Gul spjöldElfar Freyr Helgason (Br.), Arnar S. Geirsson (Br.), Ýmir Már Geirsson (KA), Kolbeinn Þórðarson (Br.), Guðjón Pétur Lýðsson (Br.) MM Damir Muminovic (Breiðabliki) KA – BREIÐABLIK 0:1 M Haukur Heiðar Hauksson (KA) Hrannar Björn Steingrímsson (KA) Almarr Ormarsson (KA) Hallgrímur Mar Steingrímss. (KA) Elfar Árni Aðalsteinsson (KA) Gunnleifur Gunnleifsson (Breið.) Guðmundur B. Guðjónss. (Breið.) Höskuldur Gunnlaugsson (Breið.) Dómari: Ívar Orri Kristjánsson, 6. Áhorfendur: 947. Fimm nýliðar eru í sextán manna landsliðshópi karla í körfuknattleik sem Craig Pedersen hefur kallað saman til æfinga fyrir Smáþjóðaleikana sem hefjast 27. maí í Svartfjallalandi. Ísland verður án flestra lykilmanna sinna á mótinu en þeir eru ýmist enn að spila með sínum félagsliðum erlendis eða frá vegna meiðsla eða af öðrum ástæðum. Nýliðarnir eru Björgvin Hafþór Ríkharðsson (Skallagrími), Halldór Garðar Hermannsson (Þór Þ.), Hilmar Smári Henningsson (Haukum), Ingvi Þór Guð- mundsson (Grindavík) og Sigvaldi Eggertsson (Obrado- rio). Sigurður Gunnar Þorsteinsson (ÍR) er reyndastur með 54 landsleiki. Aðrir eru Ragnar Nathanaelsson (Val/40), Elvar Már Friðriksson (Njarðvík/38), Ólafur Ólafsson (Grinda- vík/28), Gunnar Ólafsson (Keflavík/10), Kristinn Pálsson (Njarðvík/9), Hjálmar Stefánsson (Haukum/8), Þórir G. Þorbjarnarson (Nebraska/5), Haukur Óskarsson (Haukum/4), Breki Gylfason (Appalachian State/2) og Dagur Kár Jónsson (Wels/2). vs@mbl.is Sigurður Gunnar Þorsteinsson Fimm nýliðar í landsliðshópi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.