Morgunblaðið - 16.05.2019, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 16.05.2019, Qupperneq 61
Stjarnan vann Víking, 4:3, í markaleik sem spilaður var á gervigrasvellinum í Laugardal. Eftir jafnan leik framan af, þar sem ungir og sprækir Víkingar höfðu átt fleiri færi, þurfti ekki nema eina laglega sókn Stjörnu- manna til þess að breyta leiknum og eftir að hafa komist yfir virtust Stjörnumenn aldrei líklegir til þess að missa forskotið, þrátt fyrir jafnar lokatölur. Úr nánast engu skoruðu Stjörnumenn tvö mörk fyrir hlé þar sem Hilmar Árni Halldórsson og Guðjón Baldvinsson skiptust á að leggja upp fyrir hvor annan, auk þess sem Guðjón bætti við öðru strax eftir hlé. Hans fyrstu mörk í sumar og eflaust þungu fargi létt af honum. Þorsteinn Már Ragnarsson hætti aldrei að hlaupa, lagði upp tvö mörk og enn fleiri færi. Tengingin milli miðju og sóknar hjá Garðbæingum var enn á ný til fyrirmyndar og skap- aði sífellda hættu. Það tók smá- tíma að finna taktinn, en þegar honum var náð var lítið um feil- nótur. Liðið er enn taplaust og sýndi í gær að það er góð ástæða fyrir því. Þrátt fyrir að fá á sig fjögur mörk hættu Víkingar aldrei að reyna og fá hrós fyrir það, enda skilaði það sér í þremur mörkum þegar staðan var þegar orðin svört. Guðmundur Andri Tryggva- son fór beint inn í byrjunarliðið og fyrstu drög að samvinnu hans og Ágústs Hlynssonar eru spennandi, en hinn síðarnefndi var spræk- astur Víkinga í leiknum og síógn- andi. Það er svekkjandi að skora þrjú mörk en fá ekkert út úr leiknum, en barátta Víkinga var til fyrirmyndar. Það skilar hins vegar ekki stigum í sarpinn. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Morgunblaðið/Eyþór Árnason Skoruðu Guðjón Baldvinsson skoraði tvö marka Stjörnunnar í Laugardalnum og Sölvi Geir Ottesen eitt marka Víkings. ÍÞRÓTTIR 61 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2019 Hefur þú séð nýjasta tilboðs blaðið? FOSSBERG Dugguvogi 6 • 104 Reykjavík • www.fossberg.is • 5757600 Holland Excelsior – AZ Alkmaar ......................... 4:1  Elías Már Ómarsson skoraði eitt mark fyrir Excelsior en fór af leikvelli á 83. mín. Mikael Anderson var ónotaður varamaður. Excelsior sem endaði í 16. sæti af 18 liðum og fer í umspil um sæti í deildinni.  Albert Guðmundsson lék í 64 mín., fyrir AZ sem endaði í 4. sæti og fer í umspil um Evrópusæti. Den Haag – Willem II.............................. 6:2  Kristófer Ingi Kristinsson var ekki í hópnum hjá Willem II. sem varð í 10. sæti.  Lokastaða efstu liða: Ajax 86, PSV 83, Feyenoord 65, AZ Alkmaar 58. Pólland Jagiellonia – Legia Varsjá ..................... 1:0  Böðvar Böðvarsson lék allan leikinn fyr- ir Jagiellonia sem er í 5. sæti fyrir loka- umferðina og í baráttu um Evrópusæti. Noregur Bikarkeppnin, 2. umferð: Bryne – Avaldsnes................................... 0:2  Kristrún Rut Antonsdóttir var ekki leik- mannahópi Avaldsnes.  Sigvaldi Björn Guðjónsson og Þráinn Orri Jónsson og fé- lagar í Elverum eru komnir með tvo vinninga í keppni við Nor- egsmeistara Ar- endal um sigur í úrslitakeppninni í norska hand- boltanum eftir sigur í gær, 30:22, á heimavelli í annarri viðureign lið- anna. Sigvaldi Björn skoraði sjö mörk í níu skotum. Þráinn Orri náði hins- vegar ekki að skora. Næst mætast liðinu á heimavelli Arendal á sunnudaginn. iben@mbl.is Íslendingar í góðri stöðu Sigvaldi Björn Guðjónsson KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Kórinn: HK – ÍBV ................................ 18.45 Grindavíkurv.: Grindavík – KR........... 19.15 Würth-völlur: Fylkir – Valur............... 19.15 1. deild karla, Inkasso-deildin: Framvöllur: Fram – Haukar ............... 19.15 3. deild karla: Fjölnisv.: Vængir Júpíters – Kórdrengir 20 Í KVÖLD! Síðari þrír leikirnir í fjórðu umferð úrvalsdeildar karla í fótbolta verða leiknir í kvöld og þar verður fyrst flautað til leiks í Kórnum hjá HK og ÍBV, klukkan 18.45. Sá leik- ur átti að fara fram í gær en var frestað um sólarhring þar sem Eyjamenn komust ekki í land. Liðin tvö sitja sem stendur í tveimur neðstu sætunum með eitt stig eftir þrjá leiki. HK og ÍBV hafa aldrei áður mæst á Íslands- móti í meistaraflokki karla og því er um sögulega við- ureign að ræða. Íslandsmeistarar Vals sem sitja með ÍBV og HK á botni deildarinnar með eitt stig fara í Árbæinn og mæta taplausum Fylkismönnum. Þeir appelsínugulu sýndu mikla seiglu með því að jafna í lokin gegn KR á sunnudaginn og ljóst er að Ólafur Jóhannesson og hans menn þurfa að hafa mikið fyrir hlutunum þar. Grindvíkingar, sem eru án sigurs en með tvö stig, taka á móti taplausum KR-ingum, sem líka hafa gert tvö jafntefli, og spila því sinn þriðja heima- leik í fyrstu fjórum umferðunum. vs@mbl.is Ólafur Jóhannesson Söguleg viðureign í Kórnum 0:1 Hilmar Árni Halldórsson 31. 0:2 Guðjón Baldvinsson 39. 0:3 Guðjón Baldvinsson 48. 1:3 Ágúst E. Hlynsson 54. 1:4 Alex Þór Hauksson 64. 2:4 Júlíus Magnússon 71. 3:4 Sölvi Geir Ottesen 88. I Gul spjöldHeiðar Ægisson (Stjörnunni) VÍKINGUR R. – STJARNAN 3:4 M Ágúst Hlynsson (Víkingi) Davíð Örn Atlason (Víkingi) Júlíus Magnússon (Víkingi) Mohamed Didé Fofana (Víkingi) Alex Þór Hauksson (Stjörnunni) Eyjólfur Héðinsson (Stjörnunni) Guðjón Baldvinsson (Stjörnunni) Hilmar Á. Halldórsson (Stjörnunni) Þorsteinn Már Ragnarss. (Stjörn.) Dómari: Vilhjálmur A. Þórarinss., 8. Áhorfendur: 673. 1:0 Bjarki Steinn Bjarkason 3. 2:0 Bjarki Steinn Bjarkason 68. I Gul spjöldGuðmann Þórisson (FH), Ótt- ar B. Guðmundsson (ÍA), Gonzalo Zamorano (ÍA), Guðmundur Krist- jánsson (FH), Cédric D’Ulivo (FH), Steinar Þorsteinsson (ÍA). I Rauð spjöldPétur Viðarsson (FH) 71. ÍA – FH 2:0 MM Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA) Bjarki Steinn Bjarkason (ÍA) M Árni Snær Ólafsson (ÍA) Einar Logi Einarsson (ÍA) Óttar Bjarni Guðmundsson (ÍA) Stefán Teitur Þórðarson (ÍA) Hjörtur Logi Valgarðsson (FH) Jónatan Ingi Jónsson (FH) Dómari: Pétur Guðmundsson, 8. Áhorfendur: Um 1.300.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.