Morgunblaðið - 16.05.2019, Síða 69
MENNING 69
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2019
Hvað getum
við gert?
KPMG stendur fyrir ráðstefnunni en Kristín Linda
Árnadóttir forstjóri Umhverfisstofnunar opnar.
Meðal fyrirlesara verður Tomas Otterström
sem fer fyrir sjálfbærniráðgjöf KPMG á
Norðurlöndunum og er leiðandi á sviði sjálf-
bærra fjármála hjá KPMG Global. Tomas býr
yfir 20 ára reynslu úr ráðgjöf og eignastýringu
og hefur aðstoðað fyrirtæki, fagfjárfesta og
sjóði við að skilja og samtvinna þætti umhverfis,
samfélags og stjórnarhátta við starfsemi sína.
Ráðstefnustjóri er Hrund Gunnsteinsdóttir
framkvæmdastjóri Festu.
Tomas Otterström, KPMG
Trends in sustainable finance
Margrét Sveinsdóttir, Arion Banka
Ábyrgar fjárfestingar
Hrefna Hallgrímsdóttir, Elkem
Kolefnishlutlaus framtíð
Sigurður Friðleifsson, Orkusetur
Tækifæri fyrirtækja í orkuskiptum
Óskar Þórðarson, Omnom
Sjálfbærni og virðiskeðja Omnom
GRAND HÓTEL REYKJAVÍK
FÖSTUDAGINN 17. MAÍ | KL. 9-12
3.500 KR. | SKRÁNING Á KPMG.IS
RÁÐSTEFNA UM SJÁLFBÆRNI FYRIRTÆKJA
Málverk eftir franska meistarann
Claude Monet, Meules eða Kornsát-
ur frá árinu 1890 var slegið hæst-
bjóðanda hjá Sotheby’s uppboðshús-
inu á þriðjudagskvöld fyrir 110,7
milljónir dala, um 13,6 milljarða
króna. Er þetta hæsta verð sem
nokkru sinni hefur verið greitt fyrir
málverk eftir einhvern impressjón-
istanna á uppboði og níunda hæsta
verð sem greitt hefur verið fyrir
listaverk á uppboði.
Seljandinn er óþekktur safnari og
kaupandinn er heldur ekki þekktur.
Samkvæmt The New York Times
keypti seljandinn verkið á uppboði
árið 1986 og greiddi þá tvær og hálfa
milljón dala. Verðið á verkinu við
hamarshögg var tvöfalt matsverð
þess.
Á árunum 1890 og 91 málaði
Monet 25 verk af kornsátum nærri
heimili sínu í Giverny í Frakklandi
og túlkaði ólíka birtu í hverju þeirra.
Þetta eru rómuð og vinsæl verk og
flest í eigu safna; það sem nú var selt
er eitt af átta sem enn eru í einka-
eigu og hafa ríkir safnarar barist um
þau sem hafa komið á markaðinn á
síðustu áratugum.
Dýrasta málverkið
eftir impressjónista
AFP
Litríkt Gestir hjá Sothebys ræða hið verðmæta verk eftir Claude Monet sem var selt fyrir um 13,6 milljarða.
Vortónleikar Kvennakórs Háskóla
Íslands verða haldnir í Hátíðarsal
Háskólans 18. maí kl. 16. Verða þetta
síðustu tónleikar Margrétar Bóas-
dóttur sem stjórnanda kórsins en
hún stofnaði kórinn ásamt hópi nem-
enda í desember 2005.
Kórinn skipa nemendur og kenn-
arar HÍ ásamt nokkrum útskrifuðum
nemendum og mun hópur fyrri kór-
félaga syngja með í nokkrum lögum.
Efnisskráin verður fjölbreytt en kór-
inn mun flytja þrjú lög úr leikritinu
Híbýli vindana eftir Pétur Grétars-
son og mun hann sjálfur leika með á
harmonikku. Hafa lögin aldrei áður
heyrst utan leiksviðs. Auk þess verða
frumfluttar tvær heimspekisonnett-
ur eftir Kristján Hreinsson. Mun
kórinn jafnframt flytja fyrstu
kvennakóraútsetningu á verðlauna-
laginu „Landið mitt“, eftir Jóhann G.
Jóhannsson. Ýmis önnur lög verða
flutt á tónleikunum, til að mynda
kórtónlist eftir Xavier Sarasola og
Eric Whitacre.
Stjórnandi Margrét Bóasdóttir.
Stjórnar í
síðasta sinn
Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar
Íslands í Eldborg í kvöld munu
strengjaleikararnir Ari Þór Vil-
hjálmsson fiðluleikari ásamt
Sigurgeiri Agnarsyni sellóleikara
leika einleik. Munu þeir flytja
tilfinningaþrunginn tvíkonsert eft-
ir Johannes Brahms fyrir fiðlu og
selló, síðustu hljómsveitarverk
tónskáldsins. Önnur verk sem
flutt verða á tónleikunum eru
Akademískur hátíðarforleikur eft-
ir Brahms sem lýkur með stúd-
entasöngnum Gaudeamus igitur,
Sinfónía 3. eftir píanóleikarann
Louise Farrenc og España eftir
Emmanuel Chabrier. Stjórnandi
er Bjarni Frímann Bjarnason,
aðstoðarhljómsveitarstjóri Sinfón-
íuhljómsveitar Íslands.
Ari Þór Annar þeirra sem munu
leika einleik í Eldborg í kvöld.
Einleikur
í Eldborg