Morgunblaðið - 29.06.2019, Page 23

Morgunblaðið - 29.06.2019, Page 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2019 Lyfjalaus meðferð án þekktra aukaverkana. Bionette er hentugt tæki sem notar ljóstækni til að draga úr einkennum ofnæmis- kvefs s.s. hnerra, kláða, höfuðverk, nefrennsli, nefstíflu og tárvotum augum. Bionette hentar vel gegn frjókornum úr trjám, grasi, illgresi og blómum. Myglu, gróum frá plöntum, ryki, rykmaurum, dýrum og öðrum loftbornum ofnæmisvökum. HEILSAÐUVORINU lgueyðandi ljósameðferð gegn einkennum ofnæmiskvefs Fæst í apótekum Sölustaði má finna á facebook.com/bionetteisland Reykjavíkurvegur 62 | Sími 527 0640 | 220 Hafnarfjörður | www.wh.is óB Ljósinu er stungið upp í nasirnar, kveikt á því og haft þangað til það slokknar (um 4 mín.). Má nota tvisvar til þrisvar á dag við upphaf einkenna. Síðan eftir þörfum þegar einkenni hafa lagast. Eftirstöðvar Morandi-brúarinnar í Genúa á Ítalíu sem hrundi í ágúst í fyrra voru í gærmorgun sprengdar í loft upp. Alls létust 43 þegar brúin hrundi í fyrra með þeim afleið- ingum að 35 fólksbílar og fjöldi sendibíla steyptist um 45 metra nið- ur í gilið. Málið vakti athygli á lé- legu vegakerfi og skorti á viðhaldi á innviðum. Niðurrif þess sem eftir stóð hófst í febrúar sl. Eftir stóðu tveir turnar sem voru hluti af burðarvirki brú- arinnar og var það sprengt upp í gær líkt og áður segir. Stendur nú til að koma fyrir nýju samgöngu- mannvirki á staðnum. Næstum 4.000 íbúar í nágrenni brúarrústanna þurftu að yfirgefa heimili sín áður en sprengt var en að sögn fréttaveitu AFP fylgdust þeir Matteo Salvini varaforsæt- isráðherra og Luigi Di Maio iðn- aðarráðherra með aðgerðum. ÍTALÍA AFP Sprenging Morandi-brúin í Genúa þegar hún var endanlega felld í gær. Restin af brúnni sprengd í loft upp Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Hitamet var slegið í Frakklandi í gær þegar hæsti hiti frá upphafi mælinga var mældur í bænum Gallargues-le- Montueux í suðurhluta landsins. Fór þá hitamælirinn upp í 45,9 gráður, en hitamet voru slegin nokkrum sinnum yfir daginn í gær, fyrst með 44,3 gráðu hita í Carpentras í suðaustur- hluta landsins og svo með 45,1 gráðu hita í Villevieille, nálægt Montpellier. Fram til dagsins í gær hafði hæsti hiti í Frakklandi verið mældur í hita- bylgjunni árið 2003 þegar hann mældist 44,1 gráða. Hitabylgjan sem nú ríður yfir meginland Evrópu hefur nú þegar kostað nokkra lífið, þeirra á meðal eru tveir sem létust á Spáni og var annar þeirra 17 ára vinnumaður á sveitabæ í Andalúsíu. Sá fann fyrir svima við hveitiuppskeruvinnu og stakk sér því til sunds til að kæla sig. Hann féll stuttu eftir komuna upp úr lauginni í krampakast og var ekið á spítala í borginni Cordoba hvar hann lést. „Maður fer ekkert út“ Í samtali við Morgunblaðið í gær sagðist Eva Morgan, hálfíslenskur og hálffranskur íbúi í Montpellier í Suður-Frakklandi, að búið væri að lýsa yfir hæsta viðbúnaðarstigi (f. vi- gilance rouge) og að hún ætlaði að bíða hitann af sér inni. „Ég sit hérna bara með viftuna beint fyrir framan mig. Maður fer bara ekkert út. Það er verið að segja fólki að vera annað hvort heima hjá sér eða á stöðum þar sem loftkæling eða viftur eru til stað- ar. Og ekki að fara á ströndina fyrir fjögur í eftirmiðdaginn.“ Spurð hvort vinnustöðum hafi ver- ið lokað, líkt og sumum skólum á svæðinu, sagðist Eva ekki vita til þess en sagðist halda að veitingastað- ir yrðu opnir, enda mikið af ferða- mönnum á svæðinu. Á fimmtudag átti Eva afmæli og bauð vinum sínum af því tilefni á ströndina enda svalara þar. „En í dag verður maður bara að halda sig inni. Það er orðið allt of heitt.“ Aðspurð sagðist hún ekki hafa heyrt fréttir af fólki sem hafi verið í hættu vegna ofhitnunar en sagði að hugur margra væri hjá eldri borg- urum því sá hópur eru í mestri hættu. Aldrei heitara í Frakklandi  Hiti fór upp í 45,9 stig  Viðmælandi í Suður-Frakklandi sat við viftuna og beið af sér hitann  Hæsta viðbúnaðarstig  Sautján ára drengur lést á Spáni AFP Við Eiffelturninn Parísarbúar kæla sig í hinum fræga Trocadero-gosbrunni við þekktasta kennileiti landsins. Leiðtogar stærstu og voldugustu ríkja heims komu saman í Osaka í gær þegar leiðtogafundur G20 ríkjanna var settur. Gestgjafinn Shinzo Abe, forsætis- ráðherra Japans, lagði áherslu á samstöðu milli leiðtoganna, en eins og Morgunblaðið greindi frá í vik- unni er búist við að fundurinn verði að miklu leyti litaður af tollastríði Bandaríkjanna og Kína. „Með ykkar hjálp vona ég að við munum koma á fallegum samhljómi í Osaka. Frekar en að einblína á ágreining okkar skulum við leita að því sem sameinar okkur,“ sagði Abe í ávarpi. Donald Trump Bandaríkjaforseti virðist hafa tekið þessi orð Osaka til sín því það kvað við nokkuð óvæntan sáttatón í máli hans við upphaf fund- arins. Trump, sem nýverið gagn- rýndi Þjóðverja harðlega fyrir að greiða ekki nóg til Atlantshafs- bandalagsins, jós Angelu Merkel Þýskalandskanslara lofi og sagði: „Hún er stórkostleg manneskja, stórkostleg kona. Og ég er ánægður með að vera vinur hennar.“ Mega ekki ógna stöðugleika Eins og við var að búast voru ýmis mál rædd meðal leiðtoganna í gær og var Theresa May, fráfarandi for- sætisráðherra Bretlands, nokkuð harðorð í garð Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta. Var þetta í fyrsta skipti sem leiðtogarnir tveir hittust eftir að eitrað var fyrir fyrrverandi njósnaranum Sergei Skrípal í Sal- isbury á Englandi í fyrra. „Hún sagði forsetanum [Pútín] að sam- band ríkjanna gæti ekki komist í fyrra horf fyrr en Rússland hætti aðgerðum sem væru óábyrgar og tefldu stöðugleika í hættu og ógnuðu Bretlandi og bandamönnum þeirra. Þar nefndi hún fjandsamleg afskipti í öðrum ríkjum, upplýsingafölsun og tölvuárásir,“ sagði talsmaður May. Þá er hún einnig sögð hafa sagt hon- um að Bretar hefðu óhrekjanlegar sannanir fyrir því að Rússar hefðu staðið á bak við árásina á Skrípal. Sagði talsmaður Pútíns að Pútín og May hefðu m.a. rætt Skrípal- málið og að hún hefði fengið nauð- synleg svör frá rússneska forset- anum. Fleiri ósammála Pútín Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, var líkt og May harðorður í garð Pútíns og sagðist vera „staðfastlega ósam- mála“ Pútín um að frjálshyggja væri „úrelt“ eins og Pútín sagði í blaða- viðtali nýverið þegar hann ræddi flóttamannastefnu Merkel kanslara. Gagnrýndi hann þar að Merkel hefði leyft meira en einni milljón flótta- manna inn í Þýskaland og lofaði Do- nald Trump fyrir tilraunir hans til að stöðva flæði innflytjenda við landa- mæri Bandaríkjanna að Mexíkó. „Hver sem heldur því fram að frjáls- lynt lýðræði sé úrelt heldur því sam- hliða fram að frelsi sé úrelt, að lög og regla séu úrelt og að mannréttindi séu úrelt,“ sagði Tusk. teitur@mbl.is Leiðtogarnir tókust á í Osaka  Bandaríkja- forseti jós Angelu Merkel lofi AFP Leiðtogarnir Í fremstu röð má meðal annars sjá Jair Bolsonaro Brasilíuforseta, Emmanuel Macron Frakklands- forseta, Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta, Donald Trump Bandaríkjaforseta, Shinzo Abe forsætisráðherra Japans, Vladimír Pútín Rússlandsforseta, Xi Jingping Kínaforseta og Angelu Merkel Þýskalandskanslara.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.