Morgunblaðið - 29.06.2019, Síða 25

Morgunblaðið - 29.06.2019, Síða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2019 Vor og sumar hafa verið þeim sem búa um sunnanvert landið ákaf- lega upplitsdjarft og er langt gengið þegar fólk er farið að kvarta yfir rigningarleysi. Eitt- hvað er nú að rætast úr því þessa dagana. Þessi bjarta sum- arbyrjun kemur eftir langan þingvetur þar sem margt hefur drifið á daga. Stærsta mál vetrarins. Síðast- liðið haust spáðu margir miklu gjörn- ingaveðri á vinnumarkaði með hörð- um vinnudeilum og verkföllum. Ríkisstjórnin tók strax við upphaf samstarfsins upp gott og markvisst samtal við aðila vinnumarkaðarins og ávöxturinn var lífskjarasamning- urinn sem kynntur var í Ráð- herrabústaðnum. Í þeim samningum lék ríkisstjórnin stórt hlutverk. Í þeim samningum voru mál Fram- sóknar í brennidepli og mikilvægur þáttur í lausninni. Vil ég þar sér- staklega nefna húsnæðismálin með „svissnesku leiðina“ í fararbroddi, lengingu fæðingarorlofs og þá ekki síður stórt skref, gríðarstórt skref, í átt að afnámi verðtryggingar, sem Framsókn hefur barist fyrir margar síðustu kosningar. Ég leyfi mér að fullyrða að án Framsóknar í rík- isstjórn hefðu þessar gríðarlegu sam- félagsbætur ekki náð fram að ganga. Öflug ráðuneyti Framsóknar Þau ráðuneyti sem við höfum yfir að ráða hafa verið öflug það sem af er kjörtímabilinu. Það er stórsókn í mennta- og menningarmálum þar sem áhersla á íslenskuna og kenn- arastarfið hefur verið áberandi. Fé- lagsmálin með húsnæðismál og mál- efni barna hafa verið áberandi í félagsmálaráðuneytinu og í ráðuneyti samgangna og sveitarstjórnarmála hefur áherslan verið lögð á stórsókn í samgöngum um allt land sem felst í því að auka öryggi á vegum og aukin lífsgæði um allt land, skosku leiðina í innanlandsflugi, fyrstu flugstefnu Ís- lands og fyrstu stefnumótun fyrir sveitarstjórnarstigið hér á landi. Rauða ljósið fært í lög Á síðustu dögum þingsins voru ný lög um póstþjónustu samþykkt og meðal mikilvægustu þátta þeirrar nýju löggjafar er að sendingarkostnaður er jafnaður um land allt. Lögin höfðu ver- ið í vinnslu í 12 ár og afar ánægjulegt að sjá þau samþykkt á Alþingi. Önnur lög sem hafa tekið langan tíma í vinnslu og strandað á þingi nokkrum sinnum eru umferðarlögin sem samþykkt voru á vor- þingi. Þetta er mikilvæg og umfangsmikil lög- gjöf þar sem er til að mynda í fyrsta sinn fært í lög að bannað sé að aka móti rauðu ljósi. Í þessum nýju lögum er einnig gert ráð fyrir að tækninni muni fljúga fram og settur rammi um sjálfkeyrandi bíla svo eitthvað sé nefnt. Lög um netöryggi voru einnig lögð fram og samþykkt í vetur leið. Þar er tekist á við gríðarlega mikilvægt mál í samtímanum og unnið að því að tryggja öryggi almennings og upplýs- inga. Það var stór stund þegar nýr Herj- ólfur sigldi inn í Friðarhöfn í Vest- mannaeyjum um miðjan júní. Þetta er glæsileg ferja sem á eftir að nýtast vel. Ekki er síst ánægjulegt að um er að ræða fyrstu rafvæddu ferjuna á Ís- landi og er til merkis um alvöruna í stefnu ríkisstjórnarinnar í orkuskipt- um í samgöngum. Blómlegar byggðir Byggðamál hafa fengið sinn verð- skuldaða sess í störfum ráðuneytis og stjórnsýslu og vinna eftir byggða- áætlun sem samþykkt var fyrir ári hafin af krafti. Einn þáttur byggða- áætlunar er stuðningur við verslun í strjálbýli. Ég varð þeirrar ánægju að- njótandi að opna verslun Verzlunarfj- elags Árneshrepps fyrir skemmstu og óhætt að segja að sá stuðningur sem verslunin fær úr byggðaáætlun mælist vel fyrir og er fámennu sam- félagi mikilvægur. Á sumarfundi ríkisstjórnar á síð- asta ári var nýtt þjónustukort kynnt formlega en það er stórt stökk í að opna almenningi leið að upplýsingum um þjónustu á Íslandi á myndrænan og gagnvirkan hátt. Verkinu, sem hefur verið í umsjón Byggðastofn- unar, hefur miðað vel og á eftir að veita almenningi og stjórnvöldum kærkomna yfirsýn yfir þjónustu sem stendur landsmönnum til boða um allt land. Í stjórnarsáttmála er sagt frá stefnu ríkisstjórnar er miðar að því að gera stjórnsýsluna og stofnanir hennar nútímalegri og vinsamlegri landinu í heild sinni og það er að ákveðinn hluti starfa skuli auglýstur án staðsetningar. Við í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu erum stolt af því að hafa riðið á vaðið og auglýst starf lögfræðings í ráðuneyt- inu án staðsetningar og ráðið í stöð- una einstakling sem hefur aðsetur á Sauðárkróki. Það er gríðarlega mikil- væg byrjun á því að við undirbúum okkur undir fjórðu iðnbyltinguna og ólíkar væntingar fólks til atvinnu að geta boðið upp á störf án staðsetn- ingar. Það eru einnig verðmæti fólgin í því að stjórnsýslan njóti krafta fólks af öllu landinu til að tryggja að sjón- arhornið sé ekki einskorðað við það sem einu sinni var póstnúmer 150 Reykjavík. Framsókn fyrir íslenskan landbúnað Það hefur auðvitað verið tekist á á Alþingi eins og heilbrigt verður að teljast. Eitt af þeim málum sem mjög hafa brunnið á okkur í Framsókn er hið svokallaða hráa kjöts-mál þar sem íslenska ríkið hafði verið dæmt til að afnema frystiskyldu á innfluttu kjöti. Og hvað gerðum við í Fram- sókn í þeirri stöðu? Við hófum sókn og börðumst fyrir því að Ísland yrði fyrsta landið í heiminum til að banna dreifingu á matvælum sem innihalda tilgreindar sýklalyfjaónæmar bakt- eríur. Þessi sókn okkar snýst um sér- stöðu íslensks landbúnaðar sem skapar einstaka stöðu okkar hvað varðar lýðheilsu en sýklalyfjaónæmi er ásamt loftslagsbreytingum helsta ógn við líf og heilsu manna og dýra í heiminum. Í þessu máli sýndum við svo ekki verður um villst að við erum fram- sækinn og framsýnn flokkur. Fyrir örfáum misserum, jafnvel mánuðum, hefði ekki verið jarðvegur fyrir slíkar ákvarðanir en með því að beita kröft- um okkar til að gefa vísindamönnum hljómgrunn, til dæmis með fjölmenn- um fundi í vetur, hefur almenningur vaknað til vitundar um gæði íslensks landbúnaðar og einstaka stöðu Ís- lands í heiminum. Sterkari girðingar um hagsmuni Íslands Orkupakkinn hefur reynt mjög á ríkisstjórnarflokkana enda um orku- auðlindir landsins að ræða. Á mið- stjórnarfundi Framsóknar síðasta haust var ályktað um meðferð máls- ins sem eftir það fékk aðra og ít- arlegri umfjöllun. Settar voru sterk- ari girðingar til að vernda hagsmuni Íslands. Með þessari umræðu komust orkumálin fyrir alvöru á dagskrá. Það sem hefur verið kallað eftir af þjóðinni er að íslenskir stjórnmála- menn standi vörð um íslenskar orku- auðlindir og það fyrirkomulag sem hefur ríkt hér sem felst einna helst í því að orkufyrirtækin eru að lang- stærstum hluta í samfélagslegri eigu. Það hefur einnig verið mjög skýrt ákall um að erlendir aðilar geti ekki gert stórinnkaup á íslensku landi. Þar er sýn okkar skýr. Það er ekki í boði að stóreignamenn og braskarar geti vaðið um héruð og keypt upp jarðir og réttindi þeim tengd. Í því er unnið hörðum höndum að styrkja lagaum- hverfi í kringum jarðir. Slá þarf hreinni og sterkari tón í hagsmunagæslu Eftir átök vetrarins hlýtur öllum að vera ljóst að við þurfum að leggja mun meiri áherslu á hagsmuni Ís- lands í allri vinnu varðandi EES- samninginn. Orkupakki þrjú kom á sjóndeildarhringinn fyrir meira en tíu árum og algjörlega óeðlilegt að málið hafi ekki komist inn í almenna um- ræðu fyrr en á síðasta ári. Það er líka alvarlegt hvernig haldið var á málum varðandi innflutning á kjöti á sínum tíma. Þeir sem koma að vinnu við EES-samninginn fyrir Íslands hönd verða að gera sér fulla grein fyrir því að hagsmunir Íslands ganga öllum hagsmunum framar við samninga- borðið. Það er síðan íslenskra stjórn- mála að skilgreina betur ríka hags- muni Íslands og slá hreinni og sterkari tón í hagsmunagæslunni. Framfarir byggðar á samvinnu Íslendingar hafa notið þess að rík- isstjórnir hafa verið samsteypu- stjórnir en ekki tveggja turna stjórn- mál eins og við sjáum frá Bandaríkjunum og Bretlandi. Þær miklu framfarir sem þjóðin hefur upplifað á einni öld eru ekki afrakstur öfga heldur samvinnu. Það er mín trú að samvinna sé grundvöllur góðs samfélags. Traust er skapað með heiðarlegum vinnubrögðum en ekki með því að ala á ófriði og sundrungu. Sú ríkisstjórn sem nú er við völd er sérstök að því leyti að í henni eru þrír flokkar sem allir standa fyrir ákveðnar hugsjónir miðju, vinstri og hægri í íslenskum stjórnmálum. Stjórnin er mynduð til að standa að mikilvægum framfaraverkefnum í ís- lensku samfélagi og til að skapa meiri sátt í samfélaginu. Sú sátt einkennist ekki af doða og framtaksleysi heldur því að sköpuð er umræða um mik- ilvæg málefni og þau leidd til lykta. Um það snýst lýðræðið. Bjóðum unga fólkið velkomið í stjórnmálin Minn ferill í stjórnmálum hófst á sveitarstjórnarstiginu. Það er stund- um eins og sá hluti stjórnmálanna sem sveitarstjórnarstigið er gleymist í umræðunni. Á því stigi eru mörg mikilvægustu svið stjórnmálanna stunduð í mikilli nálægð við íbúa. Eitt af þeim verkefnum sem ég hef veitt forystu sem ráðherra er að hefja vinnu við fyrstu stefnumótunina fyrir sveitarstjórnarstigið. Sú vinna er vel á veg komin og verður lögð fyrir þingið í haust. Þau átök sem við höf- um horft upp á í stjórnmálum víða um heim snúa að því að almenningur upplifir sig valdalausan og að stjórn- málamennirnir séu fjarlægir. Það er því mikilvægt að stjórnmálamenn í sveitarstjórnum séu öflugir í því að virkja fólk til þátttöku og að íbúar láti til sín taka því ef það er eitthvað sem einkennir íslensk stjórnmál þá er það að hver og einn getur haft mikil áhrif í því að móta samfélagið. Þetta sjáum við augljóslega nú þegar unga fólkið okkar hefur upp raust sína og hvetur stjórnvöld áfram varðandi loftslags- mál. Það er ánægjulegt að sjá þetta sterka unga fólk stíga fram með áhyggjur sínar og einnig hugmyndir varðandi hvernig við tökumst á við hlýnun jarðar. Loftslagsváin er staðreynd. Póli- tíkin snýst ekki um að afneita eða taka undir. Pólitíkin snýst um hvern- ig við ætlum að vinna úr stöðunni. Ég vil því hvetja ungt fólk til að stíga óhrætt inn á vettvang stjórnmálanna og inn í starf flokkanna. Við ungt fólk sem þetta les vil ég segja að kraftur ykkar bætir samfélagið, verið óhrædd við að hafa samband, þið finnið Framsókn á Facebook, net- fangið hjá okkur er framsokn- @framsokn.is og símanúmerið 540- 4300. Eftir Sigurð Inga Jóhannsson » Þeir sem koma að vinnu við EES- samninginn fyrir Íslands hönd verða að gera sér fulla grein fyrir að hags- munir Íslands ganga öll- um hagsmunum framar við samningaborðið. Það er síðan íslenskra stjórn- mála að skilgreina betur ríka hagsmuni Íslands og slá hreinni og sterk- ari tón í hagsmungæsl- unni. Sigurður Ingi Jóhannsson Höfundur er formaður Framsóknar og samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðherra. Af stjórnmálum og sólskini Umfangsmikil vinna stendur nú yfir við heildarendurskoðun barnaverndarlaga og endurskoðun á fé- lagslegri umgjörð og stuðningi við börn á Ís- landi. Leiðarstefið í allri þeirri vinnu er samvinna. Samvinna þeirra ráðherra rík- isstjórnarinnar og ráðuneyta sem fara með málefni barna. Samvinna þing- manna úr öllum flokkum sem nú sitja á þingi. Samvinna og samtal fagfólks og sérfræðinga af ólíkum sviðum og samvinna og samtal við notendur kerfisins eins og það er í dag – ekki síst við börn og ungt fólk. Í bréfi sem var sent út í febrúar til ríflega 600 viðtakenda sem hafa með málefni barna að gera var biðl- að til allra þeirra sem hefðu getu og vilja til að leggja sitt af mörkum að taka þátt í vinnunni fram undan. Þar var þeim boðið að sækja fundi hliðarhópa þar sem ýmsar áskoranir og sértæk verkefni yrðu rædd. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og hafa á annað hundr- að þátttakendur verið virkir í hliðarhópum sem hafa verið starf- ræktir í vetur og deilt þar dýrmætri þekkingu og reynslu. Þar hefur til dæmis verið fjallað um forvarnir og fyrirbyggjandi að- gerðir, samtal þjónustukerfa, skipu- lag og skilvirkni úrræða, nýtt barna- verndarkerfi og börn í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Samtakamáttur 20. júní síðastliðinn boðaði ég, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Svandís Svavarsdóttir heilbrigð- isráðherra til vinnufundar þing- mannanefndar í málefnum barna þar sem þátttakendur hliðarhóp- anna komu saman. Má segja að þar hafi farið fram eins konar uppske- ruhátíð þar sem vinna vetrarins var gerð upp og framhaldið kortlagt. Fundurinn var ekki bara merki- legur í ljósi þverpólitískrar sam- vinnu og aðkomu aðila úr ólíkum kerfum heldur var það ekki síður sá andi sem sveif yfir vötnum sem vakti lukku. Trúin á að þetta sé hægt. Að saman getum við breytt kerfinu þannig að það vinni eins og við viljum og styðji betur við börn og fjölskyldur þeirra. Kerfisbreytinga þörf Verkefnið er hins vegar ekki auðvelt og mögulega er róttækra breytinga þörf. Meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum hlið- arhópanna er að einfalda þurfi kerfið eins og það snýr að börnum. Mikilvægt sé að skoða uppstokkun þess og sameiningar stofnana eða breytingar á þeim. Þá þurfi í hví- vetna að skima fyrir vísbendingum um vanda hjá börnum eða fjöl- skyldum og meta þörf fyrir stuðn- ing tímanlega. Tryggja þarf að hægt sé að kalla fram heildarsýn þegar kemur að málefnum barna og að börn þurfi ekki að búa við erfiðleika, stóra sem smáa, til lengri tíma. Það þarf að finna ábyrgð á því að grípa fjölskyldu eða barn í nýju og breyttu kerfi og skilgreina hver á að fylgja málum eftir. Þá þurfa að vera skýrir verkferlar um hvert hlutverk hvers og eins þjónustuað- ila sé og hvernig þeir tala saman. Má þar nefna skóla, félagsþjónustu, heilsugæslu og lögreglu. Eins þarf að gæta þess að börn og fjöl- skyldur fái ekki ófullnægjandi þjónustu vegna þess að ekki er skýrt hver á að borga fyrir hana. Þess utan voru kynntar hugmyndir um að leggja niður barnavernd- arnefndir sveitarfélaga í núverandi mynd og setja á laggirnar mun færri fagskipuð, þverfagleg svæð- isráð. Vel nestuð til aðgerða Það er af ýmsu að taka en eftir vinnuna í vetur og þennan afkasta- mikla vinnufund erum við vel nest- uð til undirbúnings raunverulegra aðgerða. Þær munu krefjast breyt- inga og lausna þvert á kerfi og samstarfs ráðherra. Næsta skref er að undirbúa aðgerðaáætlun þvert á ráðuneyti um hverju þurfi að breyta þegar kemur að lögum og reglugerðum og hvaða skref þurfi að stíga þegar kemur að hinum ýmsu kerfisbreytingum. Við þurfum öll að leggja okkar af mörkum í þessari vinnu. Hún er í þágu barna og fjölskyldna og við erum á réttri leið. Framtíðin býr í börnunum. Eftir Ásmund Einar Daðason » Saman getum við breytt kerfinu þann- ig að það vinni eins og við viljum og styðji bet- ur við börn og fjöl- skyldur þeirra. Ásmundur Einar Daðason Höfundur er félags- og barnamálaráðherra. Samstaða um raunverulegar breytingar fyrir börn og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.