Morgunblaðið - 29.06.2019, Side 31

Morgunblaðið - 29.06.2019, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2019 31 SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700 Upplýsingar veita: Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is Rannveig Jóna Haraldsdóttir, rannveig@hagvangur.is. Umsóknarfrestur er til 15. júlí. Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is Einstaklingar af báðum kynjum eru hvattir til að sækja um starfið. Umsókn um starfið þarf að fylgja kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur veittur fyrir hæfi viðkomandi í starfið. Starfskjör eru í samræmi við kjarasamninga ríkisins við viðkomandi stéttarfélag. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. SKJALASTJÓRI – BISKUPSSTOFA Biskup Íslands óskar eftir að ráða skjalastjóra. Starfið heyrir undir embætti biskups Íslands. Næsti yfirmaður er skrifstofustjóri Biskupsstofu. Um er að ræða fullt starf. Æskilegt væri að viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst. Starfs- og ábyrgðarsvið • Skjalasafn embættis biskups Íslands, kirkjuráðs, kirkjugarðaráðs og annarra kirkjulegra aðila sem njóta þjónustu Biskupsstofu hvað varðar skjalamál • Söfnun, móttaka, skráning, varðveisla og miðlun skjala Biskupsstofu • Þróun skjalastefnu og verklags við skjalastjórn • Svörun fyrirspurna og upplýsingaleit • Umsjón, uppbygging og þróun rafræns skjalastjórnunarkerfis Biskupsstofu • Umsjón og ábyrgð á varðveislu eldri skjala, skil til Þjóðskjalasafns, gerð skjalavistunaráætlunar og framkvæmd hennar • Fræðsla, ráðgjöf og stuðningur á sviði skjalamála og skjalakerfis við stjórnendur og starfsmenn á Biskupsstofu • Umsjón með bókasafni Biskupsstofu, útlánum, skráningu og innkaupum bóka Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólamenntun á sviði upplýsinga- og skjalastjórnar • Þekking og reynsla af skjalastjórn • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er æskileg • Mjög góð almenn tölvuþekking, færni og vilji til að tileinka sér nýjungar. • Mjög góð íslenskukunnátta og færni í erlendum málum, í ræðu og riti • Geta til að vinna undir miklu álagi • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum, háttvísi og lipurð • Skipulagshæfni, nákvæmni og fagmannleg vinnubrögð • Sjálfstæði í vinnubrögðum og frumkvæði Biskupsstofa er embættisskrifstofa biskups Íslands, þar sem annast er um starfsmannahald vegna presta þjóðkirkjunnar og stuðningur veittur í starfsmannamálum í sóknum, stofnunum og prófastsdæmum. Hlutverk Biskupsstofu er umfram allt að hvetja og styðja söfnuði, presta og aðrar stofnanir kirkjunnar til að sækja fram í starfi og þjónustu. Biskupsstofa sinnir m.a. í því skyni fræðslumálum, málefnum er varða kærleiksþjónustu, guðfræði og þjóðmál, kirkjutónlist og helgihald, upplýsingamál og samkirkjutengsl. Starfsmannastefnu Þjóðkirkjunnar má lesa á kirkjan.is Skólamatur ehf. leitar að metnaðarfullum og skipulögðum rekstrarstjóra. Rekstrarstjóri starfar náið með öðrum stjórnendum fyrirtækisins. Leitað er að einstaklingi sem býr yfir frumkvæði, metnaði og vilja til nýsköpunar. Rekstrarstjóri þarf að búa yfir framúrskarandi leiðtogafærni, samskiptahæfileikum og hafa styrk til að taka ákvarðanir og vinna undir álagi. Helstu verkefni · Ábyrgð á framleiðsluáætlunum · Ábyrgð á skipulagi framleiðslu · Ábyrgð á viðhaldi og endurnýjun tækja og búnaðar · Innkaup og samningagerð · Umsjón lagerbókhalds · Kostnaðareftirlit · Sala og reikningagerð · Þátttaka í stefnumótun og markmiðasetningu Hæfniskröfur · Reynsla og/eða menntun sem nýtist í starfi · Miklir samskipta- og skipulagshæfileikar · Framúrskarandi þekking og færni á upplýsingakerfum sem nýtast í starfi · Sjálfstæði og frumkvæði · Lausnamiðuð hugsun · Afburða leiðtoga- og stjórnunarhæfni · Reynsla af stjórnun Umsókn fylgi starfsferilsskrá ásamt kynningarbréfi. Umsóknarfrestur er til og með 16. júlí 2019. Fyrirspurnir um starfið og umsóknir berist til Fannýjar Axelsdóttur, mannauðsstjóra, skolamatur@skolamatur.is. Rekstrarstjóri Skólamatur ehf. er fjölskylduvænt fyrirtæki sem býður upp á ferskan, hollan og næringaríkan mat - eldaðan frá grunni. Fyrirtækið þjónustar um fimmtíu mötuneyti á suðvesturhorni landsins og eru starfsmenn þess rúmlega eitthundrað. Félags – og skólaþjónusta RANGÁRVALLA- OG VESTUR-SKAFTAFELLSSÝSLU Suðurlandsvegur 1-3, 850 Hella og Austurvegur 4, 860 Hvolsvelli Skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu, Hvolsvelli, auglýsir eftirfarandi störf laus til umsóknar: Stöðu forstöðumanns skólaþjónustunnar sem auk stjórnunar stofnunarinnar, sinnir einnig að hluta sérkennsluráðgjöf í grunnskólum á svæðinu. Krafist er menntunar í sérkennslufræðum auk almennra kennsluréttinda og farsællar reynslu á sviði kennslu/sérkennslu í grunnskóla. Menntun og reynsla á sviði stjórnunar og kennsluráðgjafar í grunnskólum er æskileg, auk réttinda á helstu greiningartæki sem notuð eru til að greina námserfiðleika nemenda á því skólastigi. Um er að ræða 100% starf. Stöðu kennsluráðgjafa í grunnskólum. Leitað er að ráðgjafa í sérkennslu og almennri kennslu. Krafist er menntunar á sviði sérkennslu auk almennra kennsluréttinda og farsællar reynslu af kennslu/sérkennslu í grunnskóla. Reynsla af kennsluráðgjöf er æskileg, auk réttinda á helstu greiningartæki sem notuð eru til að greina námserfiðleika nemenda í grunnskólum. Um er að ræða 50 - 100% starf. Skólaþjónustan veitir tíu leik- og grunnskólum á svæðinu lögbundna sérfræðiþjónustu. Við stofnunina starfar öflug liðsheild sérfræðinga sem samanstendur af forstöðumanni, kennsluráðgjafa, leikskólaráðgjafa, náms- og starfsráðgjafa og sálfræðingi. Sérfræðingar skólaþjónustunnar eiga í nánu og góðu samstarfi við starfsfólk félagsþjónustunnar með heildarhagsmuni barna og unglinga að leiðarljósi. Leitað er að áhugasömum og jákvæðum einstaklingum sem búa yfir afbragðsgóðri samskiptahæfni, sjálf- stæði í vinnubrögðum og sveigjanleika og frumkvæði í starfi. Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Skólastjórafélags Íslands vegna starfsmanna á skólaskrifstofum. Umsóknarfrestur er til 15. júlí nk., en viðkomandi þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir ásamt náms- og starfsferilsskrám berist á netfangið skolamal@skolamal.is, eða í pósti á Skóla þjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu, b.t. Eddu G. Antonsdóttur forstöðumanns, Austur- vegi 4, 860, Hvolsvelli. Nánari upplýsingar veita Edda í netfanginu edda@skolamal.is eða í síma 862 7522 og Lilja Einarsdóttir formaður stjórnar Byggðasamlags um félags- og skólaþjónustu í netfanginu lilja@hvolsvollur.is eða í síma 863 8282. www.hagvangur.is Ný tækifæri, nýjar áskoranir!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.