Morgunblaðið - 29.06.2019, Page 34

Morgunblaðið - 29.06.2019, Page 34
34 MESSURá morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2019 Á morgun 30. júní 2019 fagnar Þróttarinn Birgir Hólm Björgvinsson sjómaður, bátsmað- ur, fv. gjaldkeri Sjó- mannafélags Reykjavíkur, stjórnarmaður í líf- eyrissjóðnum Gildi, stjórnarmaður í stjórn Hrafnistu, frambjóðandi fyrir Frjálslynda flokkinn, 80 ára af- mælisdegi sínum í faðmi fjöl- skyldu. Það er ekki annað hægt en að minnast góðs vinar og fé- laga í nær 50 ár. Þegar ungur drengur í blóma lífsins kom um borð í m/s Dettifoss árið 1991, undir stjórn Erlendar Jónssonar heitins, mættust tveir félagar þegar m/s Dettifoss fór í sína fyrstu eins árs ábyrgð til Dan- Birgir Hólm Björgvinsson merkur. Mikið gam- an, mikið fjör í fót- bolta þar sem skiphafnir spiluðu sín á milli. Vináttan hefur haldið áfram síðan eins og lagið Traustur vinur seg- ir. Það var mikið brallað á þessum ár- um en þær sögur verða ekki sagðar hér, en kannski í söguritum síðar. Segja má að réttlæti hafi stýrt gjörðum hans og hugsun þegar sjómenn þurftu að leita til hans. Honum var það gefið að bera virðingu fyrir fólki og lífsbaráttu þess. Um kærleik- ann er sagt að hann sé hvorki til- finning né bara hugtak heldur verknaður í garð náungans. Það sást best þegar hann barðist hetjulega fyrir launum sjómanna á farskipum, þar sem slegist var á bryggjum landsmanna, þar sem erlendir sjómenn á smánarlaun- um áttu í hlut. Hann var hand- samaður á Akureyri eftir að út- gerðarmaður kallaði til lögreglu. Sama átti við í Reykjavík þegar skemmtiferðaskip frá Panama kom og launamál voru ekki í lagi. Þarna er honum best lýst – bar- áttumaður fyrir hinu rétta. Kæri vinur og kaffifélagi í Kaffivagn- inum, innilegar hamingjuóskir, Biggi minn, frá okkur öllum fé- lögum þínum og við þökkum þér áralöng ánægjuleg kynni. Haltu áfram á brautinni sem þú hefur verið á. Réttlætiskenndin er besti kompásinn í lífinu, eins og þú veist af eigin raun. Lifðu heill. Jóhann Páll Símonarson og allir borðfélagar þínir í Kaffivagninum. Afmæli ÁRBÆJARKIRKJA | Gönguguðs- þjónusta kl. 11. Gengið frá kirkjunni um Elliðaárdalinn (Stífluhringinn) og staldrað við á þremur stöðum í íhug- un, söng og bæn. Sr. Petrína Mjöll Jó- hannesdóttir þjónar. Félagar úr kór Ár- bæjarkirkju leiða söng og á eftir er boðið upp á kaffi og kleinur í kirkj- unni. ÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Séra Sig- urður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Kristnýju Rós Gústafsdóttur djákna. Kór Ás- kirkju syngur. Bjartur Logi Guðnason leikur á orgelið. Kaffisopi í Ási eftir messu. ÁSTJARNARKIRKJA | Messa kl. 11. Keith Reed leiðir tónlistina. Prest- ur er Kjartan Jónsson. Hressing og samfélag á eftir. BÚSTAÐAKIRKJA | Kvöldmessa sunnudag kl. 20. Jónas Þórir og fé- lagar úr Kór Bústaðakirkju. Messu- þjónar og sr. Pálmi annast þjónustu. Kvöldhressing eftir messuna. Dómkirkja Krists konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18 og má., mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 er vigilmessa á spænsku og kl. 18 er vigilmessa. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11, séra Eva Björk Valdimarsdóttir prédikar. Dómkórinn og Kári Þormar dómorgan- isti. Minnum á bílastæðin við Alþingi. EGILSSTAÐAKIRKJA | Útimessa í Selskógi á Egilsstöðum 30. júní kl. 10.30. Messað er í útileikhúsinu en þangað liggur göngustígur upp frá bílastæði. Prestur er Þorgeir Arason og Torvald Gjerde leikur á harmon- ikku. Almennur söngur. Boðið upp á grillaðar pylsur í skóginum eftir stund- ina. (Ef illa viðrar til útimessu verðum við í Egilsstaðakirkju.) FELLA- og Hólakirkja | Sameigin- legar gönguguðsþjónustur kirknanna í Breiðholti: 30. júní verður gengið frá Seljakirkju kl. 10 í Fella-og Hólakirkju. Guðsþjón- usta kl. 11. Eftir gönguguðsþjónusturnar er boðið upp á létta hádegishressingu og síð- an er rútuferð til baka að þeirri kirkju sem gengið var frá. GARÐAKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Árni Heiðar Karls- son leiðir safnaðarsöng. GRAFARVOGSKIRKJA | Kaffihúsa- messa kl. 11. Séra Guðrún Karls Helgudóttir prédikar og þjónar. For- söngvari leiðir söng og organisti er Hákon Leifsson. GRENSÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur er María Ágústsdóttir, organ- isti er Ásta Haraldsdóttir. Félagar úr Kirkjukór Grensáskirkju leiða söng og messuþjónar aðstoða. Heitt á könn- unni fyrir og eftir messu. GRUND dvalar- og hjúkrunar- heimili | Guðsþjónusta í umsjón Dómkirkjunnar í Reykjavík sunnudag- inn kl. 14 í hátíðarsal Grundar. Prestur er Eva Björk Valdimarsdóttir héraðsprestur. Félagar úr Dómkórnum syngja. Söngstjóri og organisti er Kári Þor- mar. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðrþjónusta kl. 11. Prestur sr. Leifur Ragnar Jónsson, organisti er Hrönn Helgadóttir og kór Guðríðarkirkju syngur. Kirkjuvörður er Lovísa Guð- mundsdóttir. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Helgi- stund í Garðakirkju kl. 11. Prestur og organisti í Garðaprestakalli leiða stundina. Næsta sunnudag og í júlí- mánuði tekur Hafnarfjarðarkirkja þátt í helgihaldi í Garðakirkju og er ekki messað í Hafnarfjarðarkirkju á með- an. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir pré- dikar og þjónar fyrir altari. Hópur messuþjóna aðstoðar. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Mattias Wager, organisti í Stokkhólmi. Alþjóðlegt orgelsumar: Tónleikar laugard. kl. 12 og sunnud. kl. 17. Mattias Wager, organisti dóm- kirkjunnar í Stokkhólmi, leikur. Fyrir- bænaguðsþjónusta þriðjud. kl. 10.30 Árdegismessa miðvikud. kl. 8. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Organisti Guðný Einarsdóttir, prestur Eiríkur Jóhannsson. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Samkoma kl. 11. Translation into English. Samkoma á spænsku kl. 13. Reuniónes en español. Samkoma á ensku kl. 14. English speaking service. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Sam- koma kl. 20 með lofgjörð og fyrir- bænum. Ólafur H. Knútsson prédikar. Kaffi að samverustund lokinni. KEFLAVÍKURKIRKJA | Sunnudags- kvöld 30. júní verður kvöldgöngu- messa frá Keflavíkurkirkju. Haldið verður af stað frá kirkjutröppum kl. 20. Hörður Gíslason mun flytja fróð- leik er við stöldrum við á nokkrum stöðum í umhverfi kirkjunnar. Arnór organisti leiðir söng við úkúlelespil og sr. Erla biður bænarorð. Endað verður í kvöldkaffi í bakgarðinum hjá sókn- arpresti þar sem boðið verður upp á rjúkandi kaffi og heimabakað. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnu- dagaskóli kl. 11. Messa kl. 20. Sr. Dís Gylfadóttir þjónar. MOSFELLSKIRKJA | Pílagríma- ganga: Bæna- og gönguguðsþjónusta kl. 11. Prestur Ragnheiður Jónsdóttir. Samveran hefst í Mosfellskirkju og síðan gengið út í sumarið í Mosfells- dal. Gengið verður að mestu á jafn- sléttu, áð á útvöldum stöðum. NESKIRKJA | Messa kl. 11.00. Fé- lagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðar- söng. María Kristín Jónsdóttir situr við hljóðfærið. Prestur Skúli S. Ólafs- son. Kaffisopi og samfélag á Torginu eftir messu. SAFNKIRKJAN í Árbæjarsafni | Guðsþjónusta kl. 14.00. Sigrún Stein- grímsdóttir organisti stjórnar almenn- um safnaðarsöng. Prestur Kristinn Ágúst Friðfinnsson. SAUÐÁRKRÓKSKIRKJA | Kvöld- messa kl. 20. Kirkjukórinn leiðir sálmasöng undir stjórn Rögnvaldar Valbergssonar organista. Prestur Sig- ríður Gunnarsdóttir. SELFOSSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar fyrir altari. Kór kirkjunnar syngur, org- anisti Elísa Elíasdóttir. SELJAKIRKJA | Síðasta gönguguðs- þjónusta Breiðholtssafnaðanna, gengið verður frá Seljakirkju kl. 10 í Fella- og Hólakirkju þar sem guðsþjón- usta hefst kl. 11. Boðið verður upp á akstur til baka að Seljakirkju eftir messukaffið. Guðsþjónusta í Skóg- arbæ kl. 15.30, prestur er Bryndís Malla Elídóttir, organisti er Tómas Guðni Eggertsson. SELTJARNARNESKIRKJA | Helgi- stund kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Organisti er Kristín Jóhann- esdóttir. Þorsteinn Freyr Sigurðsson leiðir almennan safnaðarsöng. Kaffi- veitingar og samfélag eftir athöfn í safnaðarheimilinu. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Guðs- þjónusta sunnudag 30. júní kl. 11. Séra Skírnir Garðarsson prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Jón Bjarnason. SLEÐBRJÓTSKIRKJA í Jökulsár- hlíð | Kvöldmessa 30. júní kl. 20. Prestur er Þorgeir Arason, organisti er Jón Ólafur Sigurðsson. Kór Kirkjubæj- ar- og Sleðbrjótskirkju. Meðhjálpari er Margrét Dögg G. Hjarðar. SÓLHEIMAKIRKJA | Guðsþjónusta sunnudag kl. 14. Séra Skírnir Garð- arsson annast prestsþjónustuna, VALLANESKIRKJA | Tónlistarstund 30. júní kl. 20. Fram koma: Berglind Einarsdóttir, sópran, söngkona og kennari á Djúpavogi, og Torvald Gjerde, harmóníum og harmonika, organisti og tónlistarkennari á Héraði. Aðgangur ókeypis. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Þingeyrarkirkja. Orð dagsins: „Kom- ið til mín, öll þér sem erfiðið og þunga er- uð hlaðin, og ég mun veita yður hvíld.“ (Matt 11.28) ✝ Marý KristínCoiner fæddist í Reykjavík 5. júlí 1943. Hún lést á Hraunbúðum, dval- arheimili aldraðra, í Vestmannaeyjum 4. júní 2019. Foreldrar henn- ar voru Stein- gerður Jóhanns- dóttir, f. 27.7. 1919, d. 21.10. 2005, og Earl Gilliam Coiner, f. 25.2. 1922, d. 11.5. 1976. Systkini Marý samfeðra eru Emily Abilene Coiner Simmons, f. 16.7. 1949, Debra Erle Coiner (Moore), f. 6.8. 1951, Brenda Darnell Coiner, f. 8.4. 1953, d. 18.3. 1995, Earl Gilliam Coiner, Jr., f. 26.9. 1955, Yvonne Maree Coiner, f. 26.4. 1957, d. 22.9. 2016. Uppeldissystkini Marý eru Sandra Kolbrún Ísleifsdóttir, f. 31.8. 1937, og Friðþjófur Örn Engilbertsson, f. 23.8. 1946. Þann 25.12. 1963 giftist Marý Stein Ingólf Henriksen f. 2002, og c) Berta, f. 3.2. 2006. 3) Óðinn, f. 25.10 1973, kvænt- ur Steinunni Jónatansdóttur, f. 20.9. 1973. Synir þeirra eru a) Rúnar Kristinn, f. 27.8. 1996, b) Brynjar Ingi, f. 19.11. 1999, og c) Jónatan Árni, f. 20.3. 2005. Marý lauk grunnskólaprófi frá Gagnfræðaskólanum í Vestmannaeyjum. Hún byrjaði ung að vinna í Hraðfrystistöð- inni í Eyjum og eftir að hafa unnið við fiskvinnslu í nokkur ár langaði hana að prófa eitt- hvað nýtt og fór til Akureyrar þar sem hún starfaði m.a. á Hótel KEA og í Hressingarskál- anum. Á Akureyri kynnist hún Bróa sínum og eftir að til Eyja er komið hófu þau búskap í húsinu London. Marý hóf aftur störf við fiskvinnslu, vann lengst af í Fiskiðjunni og síðar í Eyjabergi. Eftir farsæl störf í fiskiðnaði í tugi ára langaði Marý enn að breyta til og hóf störf sem gangavörður í Ham- arsskólanum í Vestmanna- eyjum, þaðan sem hún lauk sinni starfsævi. Sökum veikinda dvaldi Marý síðustu ár ævi sinnar á Hraunbúðum, dvalar- heimili aldraðra. Útför Marý fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag, 29. júní 2019, klukkan 14. 10.1. 1942. For- eldrar hans voru Henry Stefán Hen- riksen, f. 31.7. 1917, d. 19.5. 1982 og Árdís Guðlaugs- dóttir Henriksen, f. 19.3. 1917, d. 27.10. 1985. Synir Marý og Bróa, eins og Stein er alltaf kallaður, eru: 1) Ágúst Vil- helm, f. 1.10. 1962, kvæntur Örnu Ágústsdóttur, f. 23.1. 1964. Börn Ágústs af fyrra hjónabandi eru a) Sigríður Ár- dís, f. 7.9. 1983, hún á einn son, b) Jón Kristinn, f. 6.7. 1985, hann á einn son, og c) Tryggvi Stein, f. 30.10. 1989, hann á tvö börn. Börn Örnu af fyrra hjónabandi eru a) Emma, f. 31.8. 1989, hún á fjögur börn, og b) Logi, f. 17.7. 1992, hann á eina dóttur. 2) Engilbert Ómar, f. 3.12. 1965, kvæntur Arndísi Maríu Kjartansdóttur, f. 3.7. 1971. Börn þeirra eru a) Breki, f. 10.8. 1998, b) Bríet, f. 19.3. Jæja ástin mín, okkur var víst ekki ætlaður lengri tími saman. Það var mér mikið lán að hafa hitt þig fyrir um 60 árum og átt þig sem lífsförunaut. Þú hafðir sterka trú á lífinu en vissir að það gæti verið viðkvæmt og erfitt á stundum, en þú sagðir að það væri bara til að vinna á. Það sést á því að við ræddum alltaf okkar mál til hlítar ef eitthvað bjátaði á og þitt mottó var að fara alltaf sátt að sofa. Þessi þrautaganga þín sem stóð alltof lengi er loks á enda. Það að geta ekki lengur komið til þín á hverjum degi upp á Hraunbúðir og verið hjá þér er sárt. Þessi óvægi sjúkdómur Alzheimer bar þig ofurliði. Þó ég eigi enn erfitt með að viðurkenna það þá hefur hvíldin örugglega verið þér kær- komin. Það verða margir sem munu sakna þín, Marý mín, en nú ertu komin í sumarlandið þar sem foreldrar okkar og aðrir ættingjar hafa tekið á móti þér með ást og umhyggju, vil ég trúa. Þú varst einstök eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma, langamma og vinur vina þinna. Elsku Marý mín, þakkir fyrir allt og allt. Þú munt lifa áfram í hjarta mínu. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Stein I. Henriksen (Brói). Mamma, elsku mamma, man ég augun þín. Í þeim las ég alla, elskuna til mín. Mamma, elsku mamma, man ég þína hönd. Bar hún mig og benti, björt á dýrðarlönd. Mamma, elsku mamma, man ég brosið þitt. Gengu hlýir geislar, gegnum hjarta mitt. Mamma, elsku mamma, mér í huga skín. Bjarmi þinna bæna, blessuð versin þín. Mamma, elsku mamma, man ég lengst og best. Hjartað blíða, heita, hjarta er ég sakna mest. (Sumarliði Halldórsson.) Þinn Ómar. Stundum kemur fólk inn í líf manns sem er betra en maður sjálfur. Fólk sem vill öllum vel, forðast alla árekstra og bætir líf allra í kringum sig. Það var árið 1996 sem gæfan ákvað að gefa mér tengdamóður sem alla tíð um- vafði mig englum, ást og um- hyggju. Aldrei féll skuggi á það ferðalag sem við áttum saman, en það er án efa Marý að þakka að mestu leyti. Hún tengdamamma mín sagði alltaf að lífið væri of stutt fyrir leiðindi. Marý reyndi aldrei að verða mamma mín, né stjórna því hvernig ég var, heimili mitt eða uppeldið á börnunum mínum og fyrir það er ég óend- anlega þakklát. Hún var einhvern- veginn alltaf til staðar, tilbúin að aðstoða ef á þyrfti að halda og allt- af var hún yndisleg heim að sækja. Við áttum fjölmargar stundir saman bara við tvær og krakkarn- ir, þar sem eiginmenn okkar voru oft langdvölum á sjó. Við gerðum ótrúlega margt skemmtilegt sam- an og á ég endalaust margar minningar sem innihalda samveru með Marý. Hún var ofboðslega mikil fjölskyldumanneskja og við deildum áhuga okkar á matreiðslu og bakstri alla tíð. Einna vænst þótti mér um það þegar við fórum loksins saman á tónleika með Tom Jones, ég veit hvað henni þótti það magnað. Sömuleiðis var hún börn- um mínum yndisleg amma, alltaf góð, alltaf blíð og átti ávallt fullt hús matar sem hún útbjó eftir óskum hvers og eins. Hjarta hennar var alltaf barmafullt af ást til okkar allra. Börnin mín þrjú þakka fyrir að hafa átt ömmu sem var svo yndisleg alla daga og það sem þau muna mest og best eftir, er hversu óspör hún var á að gefa þeim af tíma sínum. Tímarnir voru fylltir af skemmtilegum hlut- um sem þau gerðu saman, perl- uðu, spiluðu, lásu, bökuðu, léku eða fóru í berjamó. Dagurinn í dag verður dagurinn sem við minn- umst hennar fyrir það sem hún var okkur í lífinu, ekki það sem sjúkdómurinn tók frá okkur og henni. Það var óendanlega sárt að sjá þessa góðu og yndislegu konu sem elskaði ekkert heitar en fjöl- skylduna sína, vera að fjarlægjast okkur í anda. En nú veit ég að sól- in vermir vanga þína, þú ert komin á betri stað og vona ég af öllu hjarta að þú sért umvafin englum líkt og þú gerðir við allt þitt fólk alla þína tíð. Líkt og vefur sem okkar samvera spann. Börnum og fjölskyldu hún hugástum ann. Horfin á braut, okkur farin að gleyma. En á meðal oss varst enn, vildum við meina. Áttum við þó saman hin ljúfustu ár, þó sjúkdómur þinn myndaði í hjarta okkar sár. Fjölskyldan og vinirnir voru þér alltaf allt. Umhyggja, tími og ástúð er aldrei falt. Elsku yndislega kona, móðir og meyja, þetta var tími sem þér var ætlað að deyja. Við munum þín minnast fyrir hjarta fullt af hlýju, þar til við kveðjum þetta líf og hittumst að nýju. (AMK) Með saknaðarkveðju. Þín tengdadóttir, Arndís. Elsku amma Marý, nú sit ég hér og skrifa þessi orð og trúi því ekki að þú sért búin að kveðja í síð- asta skipti. Það er svo erfitt að lýsa því hversu mikils virði þú varst mér og öllum þeim sem þér þótti vænt um. Það var alltaf svo gott og gaman að koma í Dverghamarinn og svo Hrauntúnið til ykkar afa Bróa, alltaf var tími fyrir mann og ekki vantaði kökurnar og aðrar kræs- ingar hjá þér. Maður var alltaf vel- kominn og man ég vel þegar ég átti heima hjá ykkur um tíma í Dverghamrinum hvað það var gott að vera hjá ykkur. Svo fannst þér ekki leiðinlegt þegar við komum með Sigurð Hjálmar og Sædísi Lilju í heimsókn, varstu alltaf jafn glöð að fá yndislegu langömmu- börnin þín og eru þessar stundir ásamt mörgum fleiri svo dýrmæt- ar nú. Það var alltaf svo stutt í hlát- urinn og gleðina hjá þér, kem ég til með að muna eftir þér og afa dans- andi, brosandi út að eyrum og hlæjandi. Þín verður sárt saknað, elsku amma Marý mín Þinn Tryggvi Stein og fjölskylda. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Marý Kristín Coiner

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.