Morgunblaðið - 29.06.2019, Síða 35

Morgunblaðið - 29.06.2019, Síða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2019 Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elsku amma Marý, núna ertu komin til pabba þíns, ég bið að heilsa. Takk fyrir allt. Ameríkufarinn þinn, Grétar Ingi Helgason. Mín kæra vinkona Marý hefur kvatt okkur. Við hittumst fyrir nokkrum mánuðum. Þú tókst á móti mér með bros á vör. „Systa mín, gaman að sjá þig,“ sagðir þú. Þú varst svo hress, fín og flott, eins og þú varst alltaf. Við töluð- um um krakkana okkar og annað sem við báðar þekktum. Svo allt í einu varstu farin frá mér. Hvert fórstu? Þá áttaði ég mig á því að eitthvað var að, vildi bara ekki trúa því. Þegar ég kvaddi þig, elsku Marý, sorgmædd, sagðir þú: „Brói verður leiður að hitta þig ekki.“ Ekkert var eðlilegra. Við eigum margar sameiginleg- ar minningar og leyndarmál. Unn- um saman, pössuðum strákana hvor fyrir aðra, bökuðum lagköku hvor fyrir aðra, hvíta með sultu og brúna með bleiku kremi. Skemmt- um okkur saman. Já, margs er að minnast, þetta er bara minnsti kubburinn í stóra púslinu. Vinátta og virðing var og er merki Marýjar. Kæri Brói, Villý, Ómar, Óðinn og fjölskyldur. Innilegar samúð- arkveðjur. Eygló Systa Einarsdóttir. Elsku amma, ef þú bara vissir hvað ég er búin að þurfa að standa oft upp og byrja aftur til að geta komið hugsunum og minningum frá mér í röð en ekki í hrærigraut. Það er næstum eitt ár síðan þú hélst í höndina á móðurömmu minni, vinkonu þinni, og sagðir öll fallegu orðin og ætlaðir að passa ömmubörnin ykkar, ekki hélt ég að það yrði svona stuttur tími sem við myndum ná saman eftir það. Manstu þegar við, þú og afi, sváfum í tjaldi við einhvern læk á leiðinni norður og burstuðum tennurnar í læknum, eða á öllum ættarmótunum fyrir norðan, eða þegar ég var sérlegur DJ í partí- um hjá þér þegar afi var á sjó því þessar græjur voru einum of flóknar, eða þegar ég bjó hjá þér og við sátum og horfðum á sjón- varpið og lögðumst svo upp í rúm til að lesa eða bara spjalla um allt og ekkert. Ég man svo vel ham- ingjuna þegar þú varst loksins bú- in að finna föðurfjölskylduna þína eftir margra ára leit og eftir sím- tölunum þar sem þið systur töl- uðuð og ég túlkaði þó að það hafi varla þurft því hjá ykkur var nóg að heyra röddina hvor í annari. Þau eru ófá bréfin sem við höfum setið saman og þýtt yfir á íslensku og svo frá þér yfir á ensku. En svo byrjaði sjúkdómurinn að herja á og eitt og annað fór að gleymast eins og uppskriftir að öllum góðu kökunum sem þú bakaðir, við stöllur redduðum því nú með því að koma þessum helstu í stærri stafi og þannig að þú gast merkt við fyrir hvert efni sem fór í skál- ina. Þegar afmælisdagarnir fóru að detta út græjaði ég dagatal með öllum helstu afmælisdögum inná þannig að þú gætir áfram verið með dagana á hreinu. Þú varst ekki nema fertug þeg- ar ég fæddist og sextíu og fimm ára þegar ég gerði þig að lang- ömmu, miðað við gleðina, stoltið og hamingjuna sem ég sá úr aug- unum þínum þegar Grétar Ingi fæddist þá get ég ímyndað mér hvernig það var 25 árum áður. Þú varst að fara yfir um af spenningi að bíða heima eftir afa þegar ég sagði að þér væri nú alveg vel- komið að sjá prinsinn þó þú værir ein. Að hafa náð þessari fyrstu og svo síðustu myndum af ykkur Grétari Inga mun ylja mér um hjartarætur lengi lengi. Þið afi sögðuð oft að ég væri meira eins og fjórða barnið ykkar en ekki fyrsta barnabarnið ykkar, alltaf boðin og búin að aðstoða ykkur í einu og öllu alveg sama hvað, bara eins og það átti að vera. Elsku amma, ég get ekki staðið við öll loforðin sem ég gaf þér því að það er enginn sem fékk jafn- aðargeðið þitt en ég skal passa upp á afa áfram og halda góða sambandinu okkar við fjölskyld- una okkar úti í Staunton. Elsku amma, ég skal reyna að fara eftir orðum þínum. Ég sakna þín svo mikið en veit að það hafa verið fagnaðarlæti á himnum þar sem þú hittir loksins pabba þinn og alla sem hafa beðið þín. Við sjáumst þar þegar minn tími kemur. Þín Sigríður Árdís. Í hinsta sinn við lútum höfði og lygnum aftur augum. Til hinstu hvílu í kyrrð og ró þá vökna annarra augu. Elsku Marý, uppeldissystir og besta vinkona. Átta ára komst þú á heimili móður minnar og Engilberts móð- urbróður þíns. Aldrei varð okkur sundurorða öll þessi ár. Við byrj- uðum að búa með fjölskyldur okk- ar í húsinu London. Við byggðum síðan báðar í Dverghamri og var samgangur fjölskyldna okkar mikill. Á jólum og öðrum hátíðis- dögum voru matarveislur og spil- að fram á nótt. Við minntumst oft á hvað þessi ár voru skemmtileg og góð. Marý lét engan eiga neitt hjá sér, launaði vel fyrir sig. Það sýndi hún vel í veikindum fóstru sinnar, var alltaf tilbúin að hjálpa á sinn einlæga hátt. Marý var lífsglöð, góð og glæsi- leg kona sem hugsaði vel um allt sitt fólk. Hún naut þess að vera í góðra vina hópi og elskaði að dansa við Bróa sinn. Það var sárt þegar Alzheimers- sjúkdómurinn fór að sækja á Marý og hrifsaði hana smátt og smátt frá okkur. Við héldum að hægt væri að hindra för og reynd- um margt en þessi vágestur hafði betur. Ég er þakklát fyrir að hafa ver- ið hjá þér þegar þú kvaddir og er viss um að þú skynjaðir nærveru mína. Þú varst sannkölluð Eyj- arós, brostir á móti sólinni og raul- aðir með. Þannig vil ég muna þig. Þín Sandra. Elsku Marý. Mér telst til að við höfum unnið saman í átta ár. Kannski ekki allt- af hlið við hlið en í nokkur ár gerð- um við það. Ég, ung kona á sama aldri og elsti sonur þinn, ákvað að nú væri kominn tími til að skella sér í bónusbransann í frystihús- inu. Þú tókst mig að þér, kenndir mér handbrögðin og unnum við saman á borði nr. 15 (í minning- unni) í nokkur ár í Fiskiðjunni í Vestmannaeyjum. Ég flutti frá Eyjum 1986 og við tók eitt elsta jólakortasamband sem ég hef átt, rúm 35 ár. Þegar ég hitti þig tók á móti mér fallega brosið þitt og hlýtt faðmlag. Takk fyrir allt, ljúfa Marý. Elsku Brói og fjölskylda, megi Guð styrkja ykkur á þessum erf- iðu tímum. Góða ferð, elsku Marý, og hvíldu í friði. Þín vinkona, Iðunn Lárusdóttir. HINSTA KVEÐJA Vinsemd alla ég þakka þér þú varst alltaf hlý og kát indæl þín minning er hjá mér muna þig glaða ætíð lát. Blessuð sé minning þín. Örn. ✝ Hrefna Hann-esdóttir fædd- ist á Akureyri 21. ágúst 1932. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Ísa- fold 21. júní 2019. Foreldrar henn- ar voru Sólveig Einarsdóttir, f. 29. ágúst 1905, d. 11. maí 1976, hús- freyja og kennari á Akureyri, og Hannes J. Magnússon, f. 22. mars 1899, d. 18. febrúar 1972, skólastjóri og rithöfundur á Akureyri. Hrefna var næstelst fimm systkina en eldri systir henn- ar, Sigríður Jakobína, f. 3. ágúst 1931, dó haustið 1935 aðeins fjögurra ára gömul. Eftirlifandi systkini Hrefnu eru: Heimir, f. 10. júlí 1936, Sigríður Jakobína, f. 15. ágúst 1938, og Gerður, f. 1. febrúar 1941. Hrefna ólst upp á Akureyri fram yfir menntaskólaárin og tók hún stúdentspróf úr mála- deild frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1952. Þá tóku háskólaárin við 1952-1955 þegar hún stundaði nám í ensku og dönsku við Háskóla Íslands. Hún tók hlé á náminu en lauk því haustið 1992. Skólaárið 1956-1957 nam hún spænsku við háskólana í Sa- lamanca og Madrid. Hrefna starfaði í Landsbanka Ís- lands, Seðlabanka Íslands, 1957-1964 og eitt ár í Den Danske Nation- albank í Kaup- mannahöfn. Hún starfaði hjá Manu- facturers Hanover Trust Co í New York í Bandaríkj- unum og í fram- haldi af því vann hún hjá Flugleiðum hf. í New York 1967-1980. Þá var hún komin í ferðamennskuna og síðustu tvö árin í New York vann hún hjá British American Tours eða þar til hún flutti aftur heim til Íslands haustið 1982. Starfsvettvangurinn varð áfram ferðamálin hjá Ferða- skrifstofunni Útsýn hf. til árs- ins 1989. Þá vendir hún sínu kvæði í kross og endar starfs- ferilinn með því að kenna í Iðnskólanum í Hafnarfirði í 13 ár. Hrefna giftist John Arthur Jeanmarie, f. 20. október 1925, d. 19. september 1992, þann 14. september 1969. Þau hófu búskapinn í New York en fluttu saman til Íslands 1982. John Arthur starfaði lengst af á Keflavík- urflugvelli. Útför Hrefnu fór fram 28. júní 2019 í kyrrþey. Það er bjart yfir minningu Hrefnu, elstu systur minnar og elsta barns skólastjórahjónanna á Akureyri, Hannesar J. Magn- ússonar og Sólveigar Einars- dóttur. Hrefna lést á hjúkrun- arheimilinu Ísafold í Garðabæ á sumarsólstöðum 21. júní síðast- liðinn eftir skammvinn veikindi. Að loknu stúdentsprófi frá MA starfaði hún hjá dönsku fyrir- tæki í Kaupmannahöfn og hélt eftir það til háskólanáms í spænsku við háskóla á Spáni. Eftir að heim var komið starf- aði hún sem sérstakur aðstoð- armaður Vilhjálms Þórs, banka- stjóra Landsbankans, þar sem starfsvettvangurinn var meðal annars í New York. Hrefna undi sér vel í menningarborg- inni þar sem hún var um ára- raðir á meðal starfsmanna Loft- leiða og tók þátt í uppbygg- ingarstarfi félagsins á mótunar- tímum í ferðaþjónustu. Hrefna undi sér vel á Loftleiðaárunum á skrifstofu félagsins á Rocke- feller-torginu. Í New York fann hún ástina, John Arthur Jeanmarie, Banda- ríkjamann með uppruna á frönsku eynni Martinique. Þau giftu sig á Íslandi árið 1969. Þau bjuggu lengst af í 12. stræti í Greenwich Village í suðupotti menningar og fjöl- breytts mannlífs. Þau voru höfðingjar heim að sækja. Við Birna mín áttum þar margar góðar stundir. Hrefna og John voru dugleg að uppfræða gesti að heiman um undur stórborg- arinnar og fjölbreytta menn- ingu Bandaríkjanna. Minnst er ótalinna leikhúsferða á Broad- way og frábærra veitingastaða. Það var líka unun að hlusta á John segja frá uppvexti sínum í Karaíbahafinu og fyrstu búsetu- árunum í Bandaríkjunum. John barðist meðal annars í herliði Bandaríkjanna í Kóreustríðinu og særðist eftir að hafa fengið í sig sprengjubrot. Elstu barna- börnin í fjölskyldunni höfðu sér- stakan áhuga á því að fræðast um þann þátt og hvernig örið stóra á upphandleggnum væri til komið. Barnabörnunum þótti líka upphefð í því að eiga ná- frænku í útlöndum sem aldrei gleymdi afmælisdögum. Það voru glæsilegar afmælis- og jólagjafirnar sem komu frá Hrefnu. Þau hjón deildu áhuga á ljós- myndun og voru dugleg að fanga augnablik í iðandi mann- lífinu. Þessi áhugi dró þau einn- ig á nýjar og framandi slóðir, einkum í Suður-Ameríku. Hrefna og John fluttust til Íslands vorið 1982. Hrefna hélt áfram að starfa í ferðaþjónust- unni og við kennslu en John fékk starf hjá bílaumboði í Reykjavík. Það var ekki auðvelt fyrir John að flytjast til Íslands og aðlögun að íslensku umhverfi gekk hægt. Það var Hrefnu mikið áfall þegar John lést í september 1992 og það mynd- aðist tómarúm. Með hjálp fjöl- skyldu og vina náði hún sér á strik og naut síðustu æviáranna við leik og störf. Hún var dug- leg að spila golf með góðum vin- um og ræktaði samskiptin með heimsóknum til vina og kunn- ingja erlendis. Hún tók einnig að sér kennslu í ensku við fram- haldsskóla og þótti gaman að sitja yfir í prófum í Háskóla Ís- lands. Þessi litlu aukaverk gáfu henni mikið. Síðustu mánuðina dvaldi hún á hjúkrunarheimilinu Ísafold í Garðabæ og er starfsfólki þar sérstaklega þakkað fyrir góða umönnun og hlýju í hennar garð. Blessuð sé minning Hrefnu systur minnar. Heimir Hannesson og börn. Hrefna Hannesdóttir HINSTA KVEÐJA Gull á ég ekki að gefa þér og gimsteina ekki neina. En viltu muna að vináttan er verðmætust eðalsteina. (Hjálmar Freysteinsson) Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Bessuð veri minning þín. Fyrir hönd golf- og ferðafélaga, Guðrún Andrésdóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku fjölskyldu okkar, ÆGIS-IB WESSMAN flugmanns ELLENAR DAHL WESSMAN sjúkraþjálfara og JONS EMILS WESSMAN flugmanns Fjölskyldan Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR JÓHANN JÓNSSON, Brúnavegi 13, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 21. júní. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna, fimmtudaginn 27. júní. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Jón Jóel Einarsson Sigurbjörn Einarsson Hans Ágúst Einarsson Ingólfur Kristinn Einarsson Helgi Einarsson Bjarklind Sóley Einarsdóttir Sævar Bjarki Einarsson Ingrid Jónsdóttir tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR GEIR ÞORSTEINSSON, Móaflöt 45, Garðabæ, lést fimmtudaginn 27. júní. Ingveldur Björg Stefánsdóttir Stefán Árni Einarsson Sigurrós Ragnarsdóttir Þorsteinn Einarsson Ásta Sigrún Helgadóttir Guðni Geir Einarsson Andrea Gerður Dofradóttir Áslaug Einarsdóttir Einar Örn Ólafsson Ástkær móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURVEIG SIGÞÓRSDÓTTIR Klébergi 12, Þorlákshöfn andaðist miðvikudaginn 26. júní á Landspítalanum við Hringbraut. Útför hennar verður gerð frá Þorlákskirkju í Þorlákshöfn fimmtudaginn 4. júlí klukkan 14. Sigrún Guðfinna Þorgilsd. Hallgrímur Erlendsson Hafdís Þorgilsdóttir Kári Hafsteinsson Elsa Þorgilsdóttir Sturla Geir Pálsson Dóra Jóhanna Þorgilsdóttir Gunnar Sigurvin Þorgilsson María K. Jónasdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær sambýliskona mín, móðir, amma, systir og mágkona, INGIBJÖRG JÓNA ÁRNADÓTTIR, Bæjartúni 6, Kópavogi, lést á heimili sínu föstudaginn 14. júní. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Snorri Hlíðberg Kjartansson Árni Þór Sævarsson Sara Stardal Árni Auðunn Árnason Svava Níelsdóttir Helgi Árnason Ingibjörg Sigvaldadóttir Anna Þóra Árnadóttir Jón Már Jónsson Vilhjálmur Árnason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.