Morgunblaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 44
44 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2019 rmúla 24 • S. 585 2800Á Picasso  Handknattleikskonan Helena Ósk Kristjánsdóttir er gengin í raðir Hauka. Hún kemur frá HK í Kópavogi þar sem hún lék eitt tímabil en þar áð- ur lék hún með uppeldisfélagi sínu, Fjölni. Helena, sem er 21 árs gömul og hefur spilað með yngri landsliðunum, leikur í stöðu vinstri hornamanns.  Gamla ítalska stórveldið AC Milan fær ekki að taka þátt í Evrópudeild UEFA á komandi keppnistímabili. UEFA dæmdi félagið brotlegt fyrir að fylgja ekki reglum um fjárhagslega háttvísi. AC Milan, sem hefur sjö sinnum orðið Evrópumeistari í knattspyrnu, síðast árið 2007, áfrýjaði dómnum til Al- þjóðaíþróttadómstólsins sem í gær úr- skurðaði UEFA í hag. Roma tekur sæti AC Milan í riðlakeppni Evrópudeild- arinnar og Torino kemst inn í undan- keppnina í staðinn.  Knattspyrnumaðurinn Þórarinn Ingi Valdimarsson leikur ekki meira með Stjörnunni á þessu keppnis- tímabili og verður væntanlega frá keppni fram á næsta vor. Þórarinn, sem á að baki 169 leiki í efstu deild með Stjörnunni, FH og ÍBV, meidd- ist á hné í leik gegn Fylki fyrir skömmu og Stjarnan greindi frá því á Twitter-síðu sinni í gær að krossband og sin í hægra hné hefðu gefið sig, auk áverka á liðböndum. Eitt ogannað FÓTBOLTI Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Liðin tólf sem leika í úrvalsdeild karla í knattspyrnu, Pepsi Max- deildinni, ætla sér misjafna hluti í lengsta sumarglugganum til þessa en þau eiga það þó öll sameiginlegt að ef eitthvað spennandi dettur inn á borð til þeirra, verði það skoðað af fullri alvöru. Félagaskiptaglugginn er opnaður á nýjan leik mánudaginn 1. júlí næstkomandi en glugginn verður opinn til 31. júlí. Staðan í deildinni er sérstök eftir fyrstu tíu umferðirnar. KR er í efsta sæti deildarinnar með 23 stig, Breiðablik er í öðru sæti með 22 stig, ÍA er í þriðja sæti með 16 stig og Stjarnan í fjórða sætinu með 15 stig. Sex lið eru svo að berjast um miðja deild en KA, Fylkir og FH eru öll með tólf stig og Valur, Víkingur Reykjavík og Grindavík koma þar á eftir með 10 stig. HK er svo í næst- neðsta sætinu með 8 stig og ÍBV er í botnsæti deildarinnar með 5 stig. KR Björgvin Stefánsson og Finnur Orri Margeirsson snúa báðir aftur í liðið á næstu vikum. Björgvin var dæmdur í fimm leikja bann í júní á meðan Finnur Orri hefur ekkert spilað síðan 25. maí vegna meiðsla Skúli Jón Friðgeirsson er heill heilsu og tilbúinn í slaginn og því verður að teljast afar ólíklegt að toppliðið styrki sig mikið enda mikil breidd í Vesturbænum. „Við erum mjög sáttir með leikmannahópinn okkar,“ sagði Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, í samtali við Morgunblaðið í gær. Breiðablik Jonathan Hendrickx er farinn til Lommel í Belgíu en liðið hefur hins vegar fengið Gísla Eyjólfsson aftur frá Mjällby úr láni og mun Gísli nýt- ast liðinu vel í baráttunni sem fram- undan er. Liðið skortir ákveðna breidd í bakvarðastöðurnar og þar vonast Blikar til þess að styrkja sig í glugganum. „Við erum að leita okk- ur að bakverði og það er ekkert leyndarmál en heilt yfir erum við annars mjög sáttir með hópinn hjá okkur,“ sagði Snorri Arnar Við- arsson, formaður meistaraflokks- ráðs Breiðabliks, við Morgunblaðið. ÍA Skagamenn hafa fengið á sig tíu mörk í síðustu fjórum leikjum og hefur varnarleikurinn, sem var afar sannfærandi í upphafi móts, virkað tæpur og óskipulagður. Hægri bakv- arðastaða liðsins hefur verið ákveðin vandræðastaða í sumar en það verð- ur að teljast ólíklegt að nýliðar Skagamanna fari í frekari styrk- ingar í glugganum. „Við erum með ákveðið plan í gangi og höldum áfram að vinna eftir því,“ sagði Magnús Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar ÍA. Stjarnan Þórarinn Ingi Valdimarsson miss- ir af restinni af tímabilinu og því má leiða að því líkur að Garðbæingar reyni að fylla skarð hans með ein- hverjum hætti. Það hefur aðeins vantað upp á mörkin í Garðabænum í sumar en framherjar liðsins, þeir Guðjón Baldvinsson og Guðmundur Steinn Hafsteinsson, hafa skorað fjögur mörk samtals í sumar. „Við erum með stóran og breiðan hóp sem á að vera tilbúinn að takast á við þau skakkaföll sem koma upp og við ætlum okkur ekki að fara í ein- hverjar breytingar,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörn- unnar, í samtali við Morgunblaðið. KA Elfar Árni Aðalsteinsson, fram- herji KA, hefur verið að rétta úr kútnum í undanförnum leikjum þar sem hann hefur skorað fimm mörk í deildinni í sumar og því ólíklegt að Akureyringar hreyfi mikið við liði sínu. „Ég á ekki von á því að við séum að fara að styrkja okkur eitt- hvað,“ sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA. „Við erum með stóran hóp í bland við unga og efnilega stráka og þeir eru tilbúnir á hlið- arlínunni ef kallið kemur.“ Fylkir Varnarleikur liðsins hefur ekki verið sannfærandi og Aron Snær Friðriksson í marki Fylkismanna hefur gert sig sekan um slæm mis- tök í sumar. Þá vonast félagið til þess að halda Kolbeini Birgi Finns- syni hjá félaginu en hann hefur komið við sögu í átta leikjum í deild- inni þar sem hann hefur skorað eitt mark. Hann er í láni frá Brentford. „Við höfum ekki rætt við neinn og við munum treysta nýverandi leik- mannahópi liðsins fyrir verkefninu sem framundan er,“ sagði Hrafnkell Helgi Helgason, formaður meist- araflokksráðs Fylkis. FH Hafnfirðingum hefur gengið illa að verjast föstum leikatriðum, líkt og á síðustu leiktíð, og Guðmann Þórisson hefur virkað eins og hann sé á annarri löppinni í meira og minna allt sumar. FH vantar afger- andi miðvörð, leiðtoga í vörnina, en hvort hann verði sóttur verður að koma í ljós. „Við erum alltaf að skoða leikmenn en hópurinn er nokkuð þéttur hjá okkur eins og staðan er í dag og við erum mjög sáttir við hann,“ sagði Valdimar Svavarsson, formaður knatt- spyrnudeildar FH. Valur Gary Martin var leystur undan samningi í lok maí eftir að hafa kom- ið til félagsins í janúar. Öll kaup fé- lagsins í vetur hafa misheppnast ef svo má að orði komast en liðið þarf nauðsynlega á framherja að halda sem getur skorað mörk líkt og Pat- rick Pedersen gerði fyrir liðið á síð- ustu tveimur árum. „Við erum mjög vel mannaðir, bæði utan sem innan vallar, og það verða engar breyt- ingar hjá okkur í glugganum,“ sagði Edvard Börkur Edvardsson for- maður knattspyrnudeildar Vals. Víkingur Kári Árnason er kominn aftur heim í Víkina og hann og Sölvi Geir Ottesen skipa öflugasta mið- varðapar deildarinnar í dag. Fram- herjar Víkinga, þeir Nikolaj Han- sen, Örvar Eggertsson og Rick Ten Voorde, hafa ekki skorað mikið og Víkingar gætu leitað sér að fram- herja. „Það er ekki nauðsynlegt að bæta við hópinn,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, við Morgunblaðið í gær. „Við erum hinsvegar að skoða það að bæta við sóknarmanni.“ Grindavík René Joensen er farinn aftur til Færeyja en liðið sárvantar alvöru markaskorara. Grindavík hefur skorað sjö mörk í deildinni í sumar sem er alltof lítið. Varnarleikurinn hefur verið góður og því má leiða líkur að því að höfuðáherslan verði lögð á að sækja framherja. „Við er- um að leita leiða til þess að stækka hópinn. Við þurfum að bæta við okk- ur fyrir baráttuna sem framundan er,“ sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari Grindavíkur. HK Þeir Kári Pétursson, Máni Aust- mann og Aron Kári Aðalsteinsson eru allir á leið erlendis í nám í ágúst. Miðvörðurinn Hafsteinn Briem er hins vegar væntanlegur aftur í ágúst eftir krossbandsslit og með honum kemur inn dýrmæt reynsla í van- arlínu liðsins. „Við ætlum okkur að styrkja hópinn. Við viljum bæta við okkur sóknarmönnum,“ sagði Bald- ur Már Bragason, formaður meist- araflokksráðs HK. ÍBV Gary Martin er kominn til ÍBV og hann verður gríðarlegur styrkur fyrir liðið sem hefur aðeins skorað átta mörk í deildinni í sumar. Varn- arleikurinn hefur verið mikill höf- uðverkur en liðið hefur fengið á sig 23 mörk í 9 leikjum. „Við erum með alla anga úti en eins og staðan í dag er ekkert sem hægt er að tala eitt- hvað sérstaklega um. Það ætti að vera öllum ljóst að við þurfum að styrkja varnarleikinn hjá okkur,“ sagði Gunný Gunnlaugsdóttir, fram- kvæmdastjóri ÍBV. Misjafnt hvað félögin ætla sér í júlí  Farið yfir mögulegar breytingar hjá liðunum tólf í úrvalsdeild karla Morgunblaðið/Ómar Liðsstyrkur Gísli Eyjólfsson mun klára tímabilið með Breiðabliki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.