Morgunblaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 50
50 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2019 Alræði fegurðar! er yfirskrift sýn- ingar sem verður opnuð á Kjar- valsstöðum á morgun, sunnudag, klukkan 16 með verkum hins kunna og áhrifamikla breska hönnuðar, skálds og listamanns Williams Morris (1834-1896). Sýn- ingin gerir skil hinu fjölbreytilega ævistarfi Morris sem auk þess að hafa markað djúp spor í hönn- unarsögu Bretlands og verið slyngur listamaður var jafnframt framúrskarandi handverksmaður. Hann hafði háleitar hugmyndir um alþýðufræðslu gegnum handverk og listir og hugmyndir hans um samfélag iðnbyltingarinnar þóttu á sínum tíma byltingarkenndar. „Ég vil ekki list fyrir fáa fremur en menntun fyrir fáa eða frelsi fyrir fáa,“ skrif- aði hann árið 1877. Á sýningunni á Kjarvals- stöðum eru, auk frumteikninga af frægum mynstr- um Morris, til að mynda glæsileg útsaumsverk, húsgögn, steindir gluggar, fagurlega skreyttar bæk- ur, veggteppi og flísar. Þá eru sýnd verk eftir fræga samferða- menn hans og vini úr hópi fremstu listamanna Bretlands á þeirra tíð, til að mynda svokallaða Pre-Rafa- elíta á borð við Dante Gabriel Rossetti (1828-1882). Eins og fyrr segir hafði Morris sem hönnuður, listamaður og sam- félagsrýnir mikil áhrif á samtíma sinn. Og eins og segir í tilkynn- ingu frá Listasafni Reykjavíkur skildi hann eftir sig sjónrænan menningararf og hugmyndafræði sem hafa haft áhrif allt til okkar daga. Þá eru tengsl Morris við Ís- lands athyglisverð á margan hátt. Hann hafði mikinn áhuga á nor- rænni sögu og menningu, lagði á sig að læra íslensku og þýddi ásamt Eiríki Magnússyni, bóka- verði í Cambridge, nokkrar Íslendingasagnanna á ensku. Sög- urnar urðu honum einnig upp- spretta í skáldskap og orti hann þekkt ljóð sem byggjast á drama- tísku efni þeirra. Morris ferðaðist tvisvar um Ísland ásamt Eiríki og breskum félögum sínum, sumrin 1871 og 1873, og hélt fræga dag- bók á ferðunum, ekki síst þeirri fyrri. Komu þær út á íslensku árið 1975 undir heitinu Dagbækur úr Íslandsferðum. Morris varð fyrir djúpum áhrifum hér á landi og heillaðist bæði af menningu og náttúru. Fyrsta sýning um Morris hér Sýning sem verður opnuð á Kjarvalsstöðum á morgun er unn- in í samstarfi við William Morris Gallery í London og Millesgården í Stokkhólmi, þar sem hún var fyrst sett upp, en hún er einnig sett upp í Danmörku og Edinborg. Þetta er fyrsta sýningin sem sett er upp hérlendis þar sem fjöl- breyttum ferli Morris eru gerð skil með allrahanda verkum eftir hann og nána samferðamenn. Og þá eru Íslandstengingunni gerð sérstök skil á sýningunni hér á landi og er það sérstök viðbót við það sem sýnt er á hinum sýningarstöðunum. Hér eru til að mynda gripir sem Morris tók með sér héðan og höfðu áhrif á þann myndheim sem hann skapaði, þar á meðal útskorið horn og fleiri áhöld úr horni. Áhersla á gæði handverks William Morris var afar fjölhæf- ur og áhugasamur um margt, eins og einkenndi iðulega menntamenn Viktoríutímans. Hann hóf ungur nám í arkitektúr en sneri sér fljótt að öðru og er í dag þekktastur sem hönnuður og skáld. Hann stofnaði ásamt félögum sínum fyrirtæki og framleiddu þeir vand- aðar handgerðar vörur úr gæða- efnum; húsbúnað, veggfóður, vefn- að og húsgögn en einnig gler- glugga og flísar. Morris barðist gegn iðnvæðingu sem var að ryðja sér til rúms í Englandi, lagði mikla áherslu á gæði handverks og mikilvægi þess fyrir samfélagið og var talsmaður Lista- og handverkshreyfingar- innar (e. Arts and Crafts Move- ment). Hann tók virkan þátt í stjórnmálum og var einn af stofn- endum fyrirrennara breska Verka- mannaflokksins. Allt sem William Morris gerði var innblásið af bylt- ingarkennd. Hann leitaðist við að gera heiminn og líf fólks betra með hönnun sinni – með því að láta fegurðina ráða. Einnig verk eftir Rossetti Auk verka Morris verða á sýn- ingunni verk eftir listmálarann Dante Gabriel Rossetti en hann var mikill áhrifavaldur í lífi Morr- is. 22 ára gamall gerðist Morris lærlingur hjá Rossetti og bjuggu þeir saman ásamt öðrum félaga í listinni. Í framhaldi af því kynntist Morris verðandi eiginkonu sinni, Jane Burden (1839-1914), sem var módel hjá þeim félögum og þekkt af fjölda málverka. Rossetti og Burden hófu ástarsamband sem var opinbert leyndarmál. Þegar Morris hélt í sínar löngu ferðir til Íslands 1871 og 1873 bjuggu þau öll undir sama þaki og segja ævi- söguritarar Morris að hann hafi farið til Íslands vitandi að hann skildi konu sína eftir með ást- manni sínum, sem jafnframt var náinn vinur hans. Meðan á sýningunni á Kjarvals- stöðum stendur verður boðið upp á leiðsagnir sérfræðinga um hann auk þess sem efnt verður til fjöl- skyldudagskrár og námskeiða fyr- ir ólíka hópa. Hrífandi listaverk og hönnun  Sýning með verkum eftir William Morris opnuð á Kjarvalsstöðum á sunnudag  Einn áhrifamesti hönnuður 19. aldar og mikilvirkur listamaður  Áhersla er lögð á Íslandstenginguna á sýningunni Morgunblaðið/Einar Falur Merkisverk Starfsmenn Listasafns Reykjavíkur unnu að uppsetningu sýningarinnar í vikunni. Á henni er úrval veggteppa og veggfóðurs sem Morris hannaði, steindir gluggar, húsgögn og ýmiskonar hönnunar- og myndverk. William Morris Alþjóðlegt orgelsumar stendur enn yfir í Hallgrímskirkju og í dag kl. 12 verða haldnir tónleikar þar sem Mattias Wager, organisti Dóm- kirkjunnar í Stokkhólmi, flytur verk eftir Edward Elgar, Dimitri Shostakovitsj, Jean Guillou og Jo- hann Sebastian Bach. Á morgun, sunnudag, kl. 17 leikur Wager aftur og þá verk eftir Elgar, Guillou, Bach og Grieg. Wager fæddist árið 1967 og lærði á orgel og stundaði nám í kirkju- tónlist við Royal College of Music hjá kennurunum Torvald Torén og Anders Bondeman. Þaðan hélt hann til Þýska- lands og lærði hjá organist- anum Johannes Geffert í Bonn og síðar hjá Naji Hakim í París. Hann hefur unn- ið til fjölda verð- launa og auk þess að starfa sem dómorganisti í Stokkhólmi hef- ur hann komið fram á tónleikum, masterclass-námskeiðum og org- elhátíðum víða um Evrópu og í Brasilíu. Wager leikur í Hallgrímskirkju Mattias Wager Fjórir íslenskir rithöfundar verða gestir bókamessunnar í Gautaborg sem haldin verður 26.-29. sept- ember. Er það stærsta og fjölsótt- asta bókamessa Norðurlanda og hana sækja ár hvert um hundrað þúsund manns, eins og segir í til- kynningu. Íslenskir höfundar og íslenskar bókmenntir hafa fengið sinn sess á messunni á undanförnum árum og í ár kemur Auður Ava Ólafsdóttir, handhafi bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir Ör, fram í aðaldagskrá messunnar og Kristín Ómarsdóttir, sem tilnefnd er til bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs fyrir Kóngulær í sýningarglugg- um, tekur þátt í ljóðadagskránni Rum för poesi. Auk þessa taka Auður Ava og Kristín þátt í hliðarviðburði sem þýðandinn John Sweden- mark stýrir í Världskultur- muséet í Gautaborg. Ragnar Jón- asson tekur þátt í glæpasagna- dagskránni Crimetime en hann nýtur mikilla vinsælda meðal sænskra lesenda. Fjórði höfund- urinn er svo Sigrún Eldjárn sem kemur fram í barnadagskránni Barnsalongen en nýjasta bók hennar, Silfurlykillinn, er tilnefnd til barna- og unglingabókaverð- launa Norðurlandaráðs. Fjórir íslenskir höf- undar á messunni Auður Ava Ólafsdóttir ... stærsti uppskriftarvefur landsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.