Morgunblaðið - 29.06.2019, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 29.06.2019, Qupperneq 53
Gleðidans Gestir stíga villtan dans við upphaf hátíðarinnar sem talið er að um 135.000 manns sæki í ár. AFP » Tónlistar- og sviðslistahátíðin Glastonbury hófst með pompi og prakt í fyrradag.Hátíðin hefur verið haldin í 48 ár og er fjölmennasta útitónlistarhátíð heims. Hún stendur yfir í fimm daga og fer fram í Pilton í Somerset á Englandi. Auk tónleika er boðið upp á danssýningar, uppistand, leiksýningar, sirkus og kabarett. Meðal þeirra tónlistarmanna og hljómsveita sem koma fram á hátíðinni í ár eru Stormzy, The Kill- ers, The Cure, Janet Jackson, Kylie Minogue, Wu-Tang Clan og Chemical Brothers. Glastonbury-tónlistarhátíðin hófst í Somerset á Englandi í fyrradag Glæsilegur Vel hærður hátíðargestur með fagurbláan og loðinn víkingahjálm á höfði. Gott að vera við öllu búinn. Nærklæði Boris Johnson og Theresa May héngu á Glastonbury – en að vísu bara á þessum prýðilegu nærbuxum á þvottasnúru. Hressar Ungar konur í partístuði á fyrsta degi hátíðarinnar. Eins og sjá má blómstrar ástin líka á Glastonbury. Nakin Þessi kona vakti eðlilega athygli viðstaddra en ekki fylgir sögunni hvort hún týndi fötunum sínum. MENNING 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2019 PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is skotbómulyftara AG línan frá Manitou býður meðal annars upp á nýtt ökumannshús með góðu aðgengi og útsýni. HANNAÐUR TIL AÐ VINNA VERKIN NÝ KYNSLÓÐ • DSB stjórntakkar • JSM stýripinni í fjaðrandi armi • Stýrð stjórnun og hraði á öllum glussahreyfingum • Virk dempun á bómu Skrautleg Dansandi á því svæði Glastonbury sem nefnist Unfairground. Setning Michael Eavis, einn stofnenda Glastonbury og eigandi landsins sem hátíðin er haldin á, setti hátíðina formlega 27. júní.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.