Morgunblaðið - 17.08.2019, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 17.08.2019, Qupperneq 11
Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2019 „Þetta var sannkölluð ævintýraferð og gekk öllum vonum framar,“ segir Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins. Á fimmtudag lauk hátíð Hróksins í Kullorsuaq, 450 manna þorpi á sam- nefndri eyju á 74. breiddargráðu við vesturströnd Grænlands, með sirk- ussýningu og fyrsta meistaramóti bæjarins í skák. Meirihluti bæjarbúa og nánast öll börnin í Kullorsuaq tóku þátt í hátíðinni, þar sem gleðin var allsráðandi. Hrókurinn skipu- lagði hátíðina annað árið í röð í sam- vinnu við heimamenn. Sirkuslistamennirnir Axel Diego og Roberto Magro voru með sirkus- skóla fyrir börn og fullorðna og slógu upp mikilli sýningu í íþrótta- húsi bæjarins í hátíðarlok. Þeir voru líka í föruneyti Hróksins til Kullor- suaq í fyrra og segir Roberto að Kullorsuaq sé einstakur staður. „Ég hef sýnt og kennt í flestum heims- álfum, en aldrei kynnst öðru eins og hérna,“ sagði Roberto. Hann segir að jafnt ung börn sem veðurbarðir veiðimenn hafi sýnt einstaka takta og hæfileika. „Það býr einhver gald- ur hér í Kullorsuaq. Og að heilt þorp taki þátt í hátíð af þessu tagi er óvið- jafnanlegt.“ Hrafn kenndi skák í grunnskól- anum, þar sem eru um hundrað nemendur, og hann var ekki síður í skýjunum með árangurinn. „Við bú- um að heimsókninni í fyrra og þá var stofnað skákfélag í bænum. Börnin sýndu hreint undraverða leikni við skákborðið og öll voru þau jafn áhugasöm og yndislegt að upp- lifa leikgleðina,“ segir Hrafn og bætir við að undirbúningur fyrir næstu hátíð í Kullorsuaq sé þegar hafinn. Heimsókn Liðsmenn Hróksins heimsóttu meðal annars leikskólann í Kull- orsuaq með bangsa handa börnunum. Hér sést Hrafn Jökulsson með þeim. Vel heppnuð hátíð á afskekktri eyju  Frægðarför Hróksins til Grænlands Stafrænu strætóskýlin sem Dengsi ehf. setur upp fyrir Reykjavíkur- borg verða 210 en ekki 50 eins og sagt var í frétt Morgunblaðsins um málið í gær. Rauntímaupplýsingar um strætisvagnaferðir verða á 50 stöðum. Beðist er velvirðingar á þessum mis- tökum. Skýlin verða ekki 50 talsins heldur 210 LEIÐRÉTT H a u ku r 0 1 .1 6 Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is • Falleg lífstíls- og heimilisvöruverslun í Kringlunni með virkilega flottar vörur. Verslunin er ung að árum og þannig gefst tækifæri fyrir nýjan eiganda að móta hana eftir sínum hugmyndum. Hagstæður leigusamningur í boði. • Framleiðslufyrirtæki á matvælasviði. Fyrirtækið fullvinnur ákveðnar fiskafurðir og selur innanlands sem og erlendis. Það er í leigu- húsnæði og býr við góðan tækjakost. Velta 200-300 kr. og afkoma með ágætum. • Heildverslun sem flytur inn ýmsan tæknibúnað til hitunar, kælingar og loftræstingar. Velta yfir 200 mkr. og góð afkoma. • Bílaþjónustufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu sem sér um minni háttar viðgerðir og viðhald. Velta 90 mkr. Góður hagnaður. • Rótgróin heildsala með sérhæfðar vörur fyrir byggingariðnað. Velta 100 mkr. Góður hagnaður. • Trésmiðja með 40 ára rekstrarsögu sem sérhæfir sig í innréttinga- smíði fyrir heimili, fyrirtæki og stofnanir. Fyrirtækið er vel tækjum búið og í eigin húsnæði. Velta 130 mkr. • Fyrirtæki sem framleiðir ákveðnar tegundir einfaldra matvæla fyrir aðra aðila á markaði. Töluverð sjálfvirkni þannig að kostnaði er mjög stillt í hóf. Velta 100 mkr. og afkoman sérlega góð. • Lítið ferðaþjónustufyrirtæki í góðum vexti sem býður fjölbreyttar ferðir á Suðurlandi. Eigið húsnæði og góður búnaður. Velta 50mkr. Góður vöxtur. • Þjónustufyrirtæki á mjög sérhæfðu sviði sem hefur eftirlit mað hreinlæti á vinnustöðum, gerir tillögur að kerfum og sér um úttektir. Velta 100 mkr. og góð afkoma. Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Þórarinn Arnar Sævarsson fasteignaráðgjafi, thorarinn@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, brynhildur@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hæstaréttarlögmaður, sigurdur@kontakt.is Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Skoðið laxdal.is Skipholti 29b • S. 551 4422 LAXDAL SUMARSALAN ÚTSÖLULOK VERÐHRUN 60-70% afsláttur + Ýmsir aukaglaðningar gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn S í ð a n 1 9 9 5 TIL SÖLU FERÐAÞJÓNUSTUFYRIRTÆKI Í SJÓFERÐUM VIÐ ÍSAFJARÐARDJÚP OG NORÐANVERÐA VESTFIRÐI R e y k j a v í k – S n æ f e l l s b æ – H ö f n H o r n a f i r ð i | S í m i 5 8 8 4 4 7 7 | w w w . v a l h o l l . i s Um er að ræða rótgróin (um 30 ára) rekstur Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar á Ísafirði sem hefur frá upphafi komu skemtiferðaskip til Ísafjarðar séð alfarið um þjónustu við ferðaenn skipana ásamt alhliða sjóferðaþjónustu á svæðinu. Til sölu eru allir þrír bátar fyrirtækisins sem taka 30, 38 og 48 farþega með öllum búnaði til farþegaflutninga. Þjónustuhúsnæði við sér- hæfða bryggjuaðstöðu fyrirtækisins á Ísafirði og flotbryggja til notkunar á Hesteyri. Samningur er við ferðaþjónustufyrirtækið Vesturferðir um þjónustu við skemtiferðarskipin sem skipuleggja m.a. hinar vinsælu ferðir til Vigur og Hesteyrar. Um 80-90 skemtiferðarskip koma til Ísafjarðar hvert sumar og er um að ræða mjög ábátasaman rekstur. Talsverðir ónýttir möguleikar til staðar sérstaklega yfir haust, vetrar og vortíman. Skuldlaust fyrirtæki. Óskað er eftir verðtilboði. Allar upplýsingar veitir Ingólfur Gissurarson lg.fs. í síma: 896-5222 eða ingolfur@valholl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.