Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1977, Blaðsíða 5
Formáli
I því sjötta hefti í ritröð Þjóðhagsstofnunar um þjóðarbúskapinn,
sem hér fylgir, er birt yfirlit yfir framvindu efnahagsmála á árinu
1976, settar fram áætlanir um helztu þjóðhagsstærðir þessa árs,
gefið yfirlit yfir efnahagsþróunina i umheiminum og gerð grein fyrir
liorfum næsta árs eins og' þær virðast um þessar mundir. Nánari
grein verður gerð fyrir þessum drögum að þjóðhagsspá 1978 í fjöl-
riti stofnunarinnar, Úr þjóðarbúskapnum, á næstunni.
Skýrslan er samin i Þjóðhagsstofnun. Hagfræðideild Seðlabanka
íslands hefur lagt til efni um peninga- og lánamál og greiðslujöfnuð
við útlönd. Auk þess er stuðzt við upplýsingar fjárlaga- og hagsýslu-
stofnunar og ríkisbókhalds um fjármál ríkisins. Skýrslur Fiskifélags
ísiands eru og mikilvægar heimildir. I mörgum greinum er stuðzt
við heimildir frá Hagstofu íslands, einkum um utanríkisverzlun og
verðlagsþróun en einnig um önnur atriði. Þá eru og fréttabréf Kjara-
rannsóknarnefndar mikilvægar heimildir, einkum að þvi er varðar
efni um launamál og vinnutíma.
Hér er aðeins getið i almennum orðum lielztu heimilda, en það er
augljóst, að víða í skýrslunni er stuðzt við atliuganir og upplýsingar
frá öðrum aðilum en þeim, sem hér að framan eru nefndir, bæði
opinberum aðilum og einkaaðilum. Allir eiga þeir þakkir skildar
fyrir allar upplýsingarnar. Öll efnismeðferð er að sjálfsögðu á ábyrgð
Þjóðliagsstofnunar einnar, ekki sízt þar sem sumt, sem hér er sagt
um nýliðna tíð, er reist á áætlunum, sem fylla í eyður fyrirliggjandi
beimilda. Sama gildir um það mat á horfum komandi árs, sem hér
er sett fram.
Reykjavik í október 1977.
Þjóðhagsstofnun
Jón Sigurðsson.