Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1977, Blaðsíða 26
24
sem varð árið 1976. Sé litið á tímabilið frá 1972 má segja, að á ný hafi
skapazt samræmi milli breytinga kaupmáttar ráðstöfunartekna og'
raunverulegra þjóðartekna eftir hina miklu kaupmáttaraukningu
árið 1974.
Neyzla.
Sé gert ráð fyi’ir óbreyttu hlutfalli sparnaðar og tekna einstaklinga,
mætti á grundvelli fyrri reynslu af samhengi breytinga kaupmáttar
ráðstöfunartekna og einkaneyzlu búast við, að 8,5% aukning kaup-
máttar hefði í för með sér um 8% aukningu einkaneyzlu. Upplýsingar
um útgjöld til einkaneyzlu fyrri liluta þessa árs benda til þess, að
einkaneyzlan hafi vaxið talsvert á fyrstu mánuðum ársins, en á
öðrum ársfjórðungi var aukningin sennilega litil eða engin miðað
við sama tima árið áður. Sýnt er, að útgjöld hafa beinzt í verulegum
mæli að innflutningi, ekki sízt til kaupa á bílum og öðrum varanleg-
um neyzluvörum. Neyzla landbúnaðarafurða hefur minnkað, en út-
gjöld til annarrar innlendrar vöru og þjónustu, svo og húsnæðis-
útgjöld, gætu aukizt heldur í ár. Spáin um einkaneyzluna er aðal-
lega reist á spánni um aukningu kaupmáttar, en jafnframt er hún
studd upplýsingum um útgjöld fyrri hluta ársins. Þessi spá sýnir
meiri neyzluaukningu en reiknað var með á miðju ári, enda er nú
Ijóst, að kaupmáttur hefur aukizt mun meira um mitt árið en áður
var gert ráð fyrir, auk þess sem neyzlan hefur aukizt talsvert þegar
á fyrri hluta ársins.
1 spám um samneyzlu hefur verið gert ráð fyrir um 2% aukn-
ingu, og hefur þá einkum verið litið til þeirra útgjalda, sem fjárlög
ákveða. Frá þvi fjárlög voru samþvkkt hafa engar meiriháttar ráð-
stafanir í fjármálum hins opinbera verið gerðar, sem hafa falið í
sér raunverulega útgjaldaaukningu. Þvi er enn gert ráð fyrir, að
samneyzla auliist um 2% á þessu ári. Litlar upplýsingar eru fyrir
hendi um samneyzluútgjöld sveitarfélaga, en þar sem þau nema
einungis um 30% af heildarsamneyzluútgjöldum, eru áhrif sveitar-
félaga á heildina takmörkuð.
Fjármunamyndun.
I fyrri spám fyrir árið 1977 var búizt við nokkrum samdrætti í fjár-
munamyndun, einkum vegna þess, að virkjunarframkvæmdum við
Sigöldu og Kröflu var því nær lokið árið 1976 og einnig vegna
samdráttar í innflntningi skipa og' flugvéla. Eftir þvi sem á árið
hefur liðið liefur liins vegar komið i ljós, að innflntningur skipa,
bæði fiskiskipa og flutningaskipa, verður mun meiri en haldið var