Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1977, Blaðsíða 44
42
Þjónustuútflutningur nam 32 milljörðum króna á síðasta ári saman-
borið við 24,8 milljarða 1975, en það er um 29% krónutöluaukning.
Að raungildi er þjónustuútflutningur talinn hafa orðið um 8% meiri
á síðasta ári en 1975, einkum vegna aukinna tekna af flutningum.
lleildarútflutningur vöru og þjónustu óx um 46% að verðmæti á
árinu 1976 en um 12% að magni.
Kauplag, verðlag og neyzla.
Kauplag.
Þróun kauplags á árinu 1976 réðst einkum af ákvæðum nýrra kjara-
samninga, sem gerðir voru á fyrsta fjórðungi ársins, vaxandi áhrifum
launaskriðs og auknum vinnutíma. Kjarasamningar Alþýðusambands
Islands og vinnuveitenda frá júní 1975 giltu aðeins til ársloka,
en samkomulag um nýjan kjarasamning tókst ekki fyrr en í lok
febrúar 1976, að loknu tæplega tveggja vikna allsherjarverkfalli.
Ákvæði þessa nýja kjarasamnings, sem gilti frá 1. marz 1976 til 30.
april 1977, fólu í sér um 8—9% almenna lcauptaxtahækkun ásamt
sérstakri hækkun lægstu launa. Jafnframt skyldu laun hækka þrisvar
á samningstímabilinu, auk þess sem samið var um greiðslu hlutfalls-
legra verðbóta á laun, ef hækkun kaupgjaldsvisitölu á hverju þriggja
mánaða tímabili færi fram vfir fyrirfram ákveðin þrep. Febrúar-
samningarnir urðu síðan fyrirmynd kjarasamninga hinna ýmsu aðila
á vinnumarkaðinum. Þótt þessir samningar fælu í sér verulega launa-
og taxtahækkanir á síðasta ári, voru þeir engu að síður hóflegir í
þeim skilningi, að þeir leiddu ekki til neinnar aukningar kaupmáttar,
sem þó liafði verið skertur á árinu 1975. Ennfremur fólst það í vísi-
töluákvæðum samninganna, að verðhækkanir voru ekki að fullu
bættar með greiðslu verðbóta og rýrnaði kaupmáttur kauptaxta nokk-
uð á árinu. Að meðaltali hækkuðu kauptaxtar um 26% milli 1975
og 1976 (27% 1974—1975) og var hækkunin nokkuð jöfn hjá ein-
stökum hópum launþega.
Á hinn bóginn jókst kaupmáttur tekna frá upphafi til loka ársins
1976, gagnstætt því, sem gilti um kaupmátt kauptaxta. Eins og
raunar kom fram hér að framan tók að gæta vaxandi launaskriðs
þegar í upphafi ársins, auk þess sem vinnutími lengdist miðað
við 1975 og skýrir þetta þann mun, sem birtist í tölum um kaup-
mátt kauptaxta annars vegar og tekna bins vegar. Tölur um vinnu-
tíma í Reykjavík og nágrenni sýna, að á árinu 1976 hafi vinnu-
stundum á viku fjölgað um 2% að meðaltali frá fyrra ári saman-
borið við um 3% fækkun vinnustunda 1975. Síðari hluta ársins