Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1977, Blaðsíða 16
14
tonn. Framleiðsla annarrar iðnaðarvöru til útflutnings hefur farið
stöðugt vaxandi nokkur undangengin ár og horfur um áframhald-
andi aukningu sýnast bærilegar, þótt rekstrarstaða þessara greina
sé erfið um þessar mundir. Kísilgúrframleiðslan er þó næsta ótrygg,
eins og kunnugt er.
Nú í október er talið, að útflutningsverð sjávarafurða sé 18—19%
hærra í erlendri mynt en að meðaltali 1976. Verð frystiafurða hefur
liækkað hægt og sígandi á þessu ári, en á hinn bóginn féll fiskmjöl
og lýsi mikið í verði um mitt sumar, en verð bræðsluafurða var orðið
afar hátt fyrri hluta ársins. Mjölverðið hækkaði hins vegar á ný á
haustmánuðunum en markaðurinn virðist nokkuð ótryggur. Mark-
aðurinn fyrir frystan fisk virðist alltraustur um þessar mundir. Ekki
er hægt að húast við, að útflutningsverð sjávarafurða hækki mikið
á næsta ári og vart meira en að meðaltali um 7% í erlendri mynt.
Verðlag annars útflutnings er talið hækka um svipað hlutfall og er
þá byggt á spám ýmissa alþjóðastofnana á sviði efnahagsmála um
verðlag í utanríkisviðskiptum árið 1978. Spáin um hækkun innflutn-
ingsverðlags er þvi hin sama og þannig gert ráð fyrir, að viðskipta-
kjörin i utanríkisverzluninni haldist óbreytt frá 1977 til 1978.
Kj arasamningarnir, sem gerðir hafa verið á þessu ári, ákveða veru-
legar launahækkanir, bæði með áfangahækkun grunnkaups og verð-
bótum, sem mjög mun gæta á næsta ári. Torvelt er að áætla nákvæm-
lega, að hvaða kaupmáttaraukningu gerðir samningar stefna, en
einkum á grundvelli samninga Alþýðusambandsfélaga virðist aukning
kaupmáttar stefna á 7—8% að meðaltali á næsta ári. í fjárlagafrum-
varpinu fyrir árið 1978 er hins vegar gert ráð fyrir breytingum á skatt-
heimtu, bæði hvað varðar beina skatta og benzíngjald (og aðra skatta
af bifreiðanotkun), sem héldi nokkuð i við vöxt ráðstöfunartekna
heimilanna. Fari svo fram eykst lcaupmáttur ráðstöfunartekna um
5%—6% og er reiknað með sömu aukningu einkaneyzlu.
Samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1978 er samneyzla talin
munu aukast um 1,5%, en opinberar framkvæmdir taldar munu
dragast saman um 5% á næsta ári. Framkvæmdaáform hins opin-
bera liafa raunar þegar verið kynnt i fjárlagafrumvarpinu, en meg-
instefna þess er í aðhaldsátt í opinberum útgjöldum, einkum þó á
sviði orkumála, en á þvi sviði hefur orðið einna mest útgjaldaaukn-
ing á síðustu þremur árum. Þó er ráðgerð veruleg aukning i vega-
framkvæmdum á næsta ári. Fjárfesting atvinnuveganna er talin munu
minnka um 3% en ibúðabyggingar hins vegar aukast um 5—6%.
Ileildarfjárfestingarútgjöld eru því talin minnka um 1—2% 1978.
Þegar dregnir eru saman helztu þættir útgjaldanna, virðast þjóð-