Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1977, Blaðsíða 67
65
Mai.
Lög um launajöfnunarbætur, bætur almannatrygginga, verðlagsmál
o. fl. samþykkt á Alþingi (lög nr. 13/1975), en í lögum þessum fólst
staðfesting bráðabirgðalaganna frá 24. september. Jafnframt var í
lögum þessum kveðið á um hækkun bótafjárhæða lífeyristrygginga
til samræmis við samkomulag ASÍ og' vinnuveitenda frá 26. marz
og sérstaka hækkun tekjutryggingar elli- og örorkulífeyrisþega af
tilefni skattabreytinganna í apríl.
Júní.
Kjaradómur kvað upp úrskurði í málum BSRB og BHM og ríkisins
hinn 4. júní. Úrskurðir dómsins voru í meginatriðum í samræmi við
hráðabirgðasamkomulag ASÍ og vinnuveitenda frá 26. marz. Frá 1.
marz 1975 skulu mánaðarlaun lægri en 69 000 kr. hækka um 4 900,
en laun á bilinu 69 000—73 900 kr. verða öll 73 900. Frá 1. maí skulu
þó öll mánaðarlaun hækka um 4 900 kr.
Hinn 13. júni var undirritaður kjarasamningur ASÍ og vinnuveit-
enda fyrir tímabilið 13. júní til 31. desember 1975. Samkvæmt samn-
ingnum skyldu öll mánaðarlaun þegar hækka um 5 300 kr. og á ný
um 2 100 kr. 1. október, jafnframt skyldu 3 500 kr. launajöfnunarbæt-
ur, samkvæmt bráðabirgðalögum frá 24. september, svo og 4 900 kr.
hækkun mánaðarlauna, samkvæmt bráðabirgðasamkomulaginu frá
26. marz, greiðast óskertar til allra launþega frá 13. júní. Ennfremur
var samið um, að færi visitala framfærslukostnaðar 1. nóvember 1975
fram úr 477 stigum (þó að undanskildum verðlagsáhrifum hækkunar
áfengis- og tóbaksverðs og hækkunar launaliðar í verðlagsgrund-
\elli búvöru) skyldi hinn 1. desember greiða hlutfallslegar verðlags-
bætur á laun að því marki sem framfærsluvísitala væri umfram 477
stig. Launahækkunin 13. júní var talin nema 10—11% að meðaltali
fyrir þá sem samningarnir náðu til.
Hinn 14. júní var undirritaður nýr kjarasamningur milli BSRB og
ríkisins, sem kvað á um hliðstæðar launahækkanir og sömu meðferð
verðlagsbóta og' í samningi ASÍ og vinnuveitenda.
I hinum almennu kjarasamningum í júní er áætlað, að meðalhækk-
un kauptaxta allra launþega liafi numið um 10% í fyrsta áfanga, en
3%% l.október.
Samkomulag tókst í deilu sjómanna á stóru togurunum og útvegs-
manna hinn 27. júní, og lauk þar með rúmlega 9 vikna verkfalli
togarasjómanna. Meginákvæði samningsins fólu í sér hækkun fasta-