Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1977, Blaðsíða 40
Yfirlit 1976
Eftir afturkippinn í þjóðarbúskap Islendinga árin 1974—1975 urðu
allsnörp umskipti á árinu 1976 og mun snarpari en spáð hafði verið.
Afturbatinn var þó fremur hægur fram undir mitt ár, að hluta vegna
samdráttar í afla, einkum loðnu- og botnfiskafla. Bætt viðskiptakjör
á fyrsta ársfjórðungi gáfu hins vegar vísbendingu um, að vænlegar
liorfði um hag þjóðarbúskaparins á árinu 1976 en undangengin miss-
eri. Tölur um vinnutíma á fyrsta ársfjórðungi sýndu ennfremur
nokkra aukningu frá fyrra ári og raunar lengdist vinnutími miðað
við fyrra ár allt fram á síðasta ársfjórðung 1976. Heildarafli jókst
verulega á síðari hluta ársins, einkum vegna mikils loðnuafla á
sumar- og haustvertíð, og var hann mun meiri en búizt hafði verið
við á fyrri hluta ársins. Heildaraflinn fór því vaxandi og raunar
jókst sjávarvöruframleiðslan enn meira vegna breyttrar samsetningar
aflans.
Yöxtur þjóðarframleiðslunnar nam 2,4% 1976 samanborið við 2%
samdrátt 1975, en fram eftir árinu var ekki búizt við framleiðslu-
aukningu 1976. Þá bötnuðu viðskiptakjörin um nær 13% að
meðaltali og leiddi það til enn meiri aukningar þjóðartekna, og
þjóðartekjur á mann jukust — í fyrsta sinn frá því á árinu 1973 —
um 4,9% samanborið við 7% minnkun 1975. Hallinn á viðskiptunum
við útlönd varð jafnframt mun minni en búizt var við síðari hluta
ársins og verulega miðaði í átt til jafnaðar borið saman við síðustu
ár. Var hallinn um 1,7% af þjóðarframleiðslu samanborið við 11—12%
1974—1975. Á hinn bóginn var hraði verðbólgunnar um eða yfir 30%.
Erlendar skuldir jukust einnig, þótt nokkuð drægi úr miðað við
fvrri ár, og sem hlutfall af þjóðarframleiðslu lækkuðu skuldirnar
úr 39% 1975 í 37% i árslok 1976.
Framleiðsla og útflutningur.
Heildarframleiðsla er talin hafa aukizt um 2^4% 1976, einkum vegna
verulegrar aukningar útflutningsframleiðslu, en framleiðsla fyrir
innanlandsmarkað óx liins vegar mun liægar. Hagur atvinnuveganna
rýmkaðist verulega hæði vegna aukinnar eftirspurnar og hærra út-