Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1977, Blaðsíða 29
27
sparnaði í olíuinnflutningi eins og innflutningstölur bera reyndar
þegar glöggt vitni um.
Samgönguframkvæmdir munu enn dragast saman í ár eins og tvö
undangengin ár, en vegaframkvæmdir voru í hámarki árin 1973 og
1974. I heild er gert ráð fyrir, að fjármunamyndun hins opinbera
dragist saman um 16% árið 1977, en hún jókst um 62% árin 1972—
1976, á sama tíma og heildarfjárfestingin í landinu jókst um 18%.
Heildarútgjöld til fjármunamyndunar í ár eru nú talin verða nær
3% meiri að raungildi en í fyrra, en um 31% meiri í krónutölu. Yísi-
tala byggingarkostnaðar reynist að líkindum nær 30% hærri að
meðaltali i ár en í fyrra, en verð innfluttra véla mun hækka heldur
minna. I lieild er gert ráð fyrir, að um 102 milljörðum króna verði
varið til fjárfestingar árið 1977 og er það um 28% af þjóðarfram-
leiðslu samanborið við 30—34% undangengin fjögur ár.
Þjóðarútgjöld — innflutningur.
Þjóðarútgjöld.
Niðurstaða spánna um nevzlu og fjármunamyndun, sem raktar voru
bér að framan, er sú, að þjóðarútgjöld að frátöldum birgðabreyting-
um aukist um 6% árið 1977. Þá aukningu, sem hér er spáð, má bera
saman við 0,3% aukningu árið 1976 og fyrri spár um þjóðarútgjöld
þetta ár, sem gáfu til kynna 2—3% aukningu. Séu birgðabreytingar
meðtaldar verður talsvert meiri niunur á síðustu spá fyrir árið 1977
annars vegar og niðurstöðu ársins 1976 og fyrri spám fyrir 1977 hins
vegar. Er nú búizt við, að birgðir aukist, en þær drógust saman árið
1976 og í fyrri spám fyrir 1977 var einnig reiknað með áframhaldandi
birgðaminnkun.
1972 1973 1974 1975 1976 Spá 1977
Þjóðarútgjöld Breytingar frá fyrra ári, % íheild 1,9 11,2 10,4 -^8,0 -S-3,4 6,9
Að frátöldumbirgðabreytingum 6,7 10,1 8,0 H-8,6 0,3 5,9
Innflutningur.
Almennur vöruinnflutningur fyrstu átta mánuði þessa árs reyndist
um 20% meiri að magni en á sama tíma í fyrra. Innflutningsaukn-
ingin var þegar nærri 20% á fyrsta fjórðungi ársins og rúmlega það
á öðrum ársfjórðungi, og' þá tvo mánuði eftir júnísamkomulagið, sem
verzlunarskýrslur ná til, hefur innflutningsþróunin baldizt svipuð