Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1977, Blaðsíða 68
66
kaups um 61% að meðaltali, en föst grunnlaun sjómanna á stóru
togurunum höfðu haldizt óbreytt frá því síðustu samningar voru
gerðir i marz 1973. Samningarnir kváðu ennfremur á um, að fasta-
kaup togarasjómanna skyldi eftirleiðis breytastmeð almennum kaup-
breytingum landverkafólks, en engin slik ákvæði voru í eldri samn-
íngi ólíkt því sem var um aðra sjómannasamninga.
September.
Kjaradómur kvað upp úrskurð i máli BHM og ríkisins hinn 20. sept-
ember. Dómsniðurstaða var noklcuð frábrugðin samningi BSRB og
ríkisins i júní, þar sem dómurinn kvað á um hlutfallshækkanir
launa i stað fastrar krónutöluhækkunar. Samkvæmt dómnum skyldi
3% grunnkaupshækkun koma til framkvæmda 1. júni 1975, en frá
1. júlí hækka laun um 6—10% og enn um 2% 1. október. Verðtrygg-
ingarákvæði eru hin sömu og í júnísamningnum.
Desember.
Hinn 9. desember var undirritaður nýr kjarasamningur BHM og
ríkisins fyrir tímabilið 1. júlí 1976—30. júní 1978. Meginákvæði samn-
ingsins voru um áfangahækkanir launa, 3% 1. júlí 1976, 5% 1. októ-
her 1976, 5% 1. febrúar 1977 og 4% 1. júlí 1977, og um verðtryggingu
launa m. v. hækkun framfærsluvisitölu (án verðhækkana áfengis og
tóbaks og hækkana á vinnulið búvöruverðs) frá 1. febrúar 1977.
1976.
Febrúar.
Hinn 28. febrúar tókust sanmingar milli ASÍ og vinnuveitenda eftir
allsherjarverkfall, er staðið hafði i 10 daga. Kjarasamningarnir skyldu
gilda til 1. mai 1977 og ná til allra aðildarfélaga ASÍ að sjómanna-
samtökunum undanskildum. Meginákvæði samningsins eru þessi:
1) 1. marz 1976:
a) Mánaðarlaun 54 000 kr. og lægri hækka um 1 500 kr.
b) Allir launataxtar hækka um 6%.
c) ígildi 1% launahækkunar skal varið til að mæta sérkröfum
einstakra aðildarsambanda ASÍ.
2) 1. október 1976 hækka laun um 6%.
3) 1. febrúar 1977 hækka laun um 5%.
4) Laun skyldu verðtryggð á þann hátt, að fari vísitala framfærslu-
kostnaðar (að frátöldum verðlagsáhrifum liækkunar áfengis- og
tóbaksverðs og hækkunar launaliðar í verðlagsgrundvelli búvöru)