Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1977, Blaðsíða 14
12
að draga á næstunni, nema til komi aukið útstreymi fjár frá Seðla-
bankanum. Til þess má þó ekki koma, ef takast á að hemja verð-
þensluna, en óefað verður úr ýmsum áttum þrýst fast á um útlána-
aukningu. Bæði er nú knúið á um aukningu rekstrarlána og raunar
liafa afurðalán til atvinnuveganna þegar farið fram úr fjárbindingu
lijá Seðlabankanum til þessara þarfa. Kjarasamningar ríkis og
bæja við opinbera starfsmenn munu einnig hafa óhagstæð áhrif á
stöðu ríkissjóðs og sveitarfélaga gagnvart bönkunum. Það sem af er
árinu hefur þróun gjalda og tekna ríkisins hins vegar verið í samræmi
við þá áætlun fjárlaga yfirstandandi árs, að bæta stöðu ríkissjóðs
nokkuð gagnvart Seðlabankanum.
Þannig hefur hagþróunin á árinu bæði sínar björtu og svörtu
hliðar. Annars vegar hefur atvinna verið næg, viðskiptajöfnuður
við útlönd viðunandi, þjóðarframleiðsla, kaupmáttur heimilanna og
viðskiptakjör hafa stefnt upp á við og liggja nærri bezta lagi að
fyrri reynslu, en hins vegar er vandi verðþenslunnar óleystur og ýms-
ar hættur framundan í þeim efnum.
Horfurnar 1978.
Eftir því sem á árið 1977 hefur liðið, hefur hægt á viðskiptakjara-
batanum, sem hófst í fyrra. Þó virðist að svo stöddu ekki ástæða til
að ætla, að þróunin snúist til versnandi viðskiptakj ara fvrir íslezkan
útflutning, að því tilskildu að hagsveiflan í heiminum haldi áfram á
sinni uppleið á næsta ári. Reyndar benda spár ýmissa alþjóðastofn-
ana á þessu sviði til þess, að viðskiptakiörin gætu enn batnað lítil-
lega, og þróun hráefnaverðs síðustu vikurnar styður þessa skoðun,
þar sem lækkun matvælaverðs um mitt árið hefur hætt og e. t. v.
suúizt til hækkunar. Útflutningshorfur eru þó óvissar af ýmsum
ástæðum. Skreiðarverzlun við Nígeríu hefur strandað á innflutnings-
levfum, þrátt fyrir viðskiptasamninga við rikisfyrirtæki þar i landi;
efnahagsástandið — og þar með sölumöguleikarnir fyrir saltfisk —
er bágborið í helzta markaðslandinu, Portúgal; á hinn bóginn hefur
Bandaríkjamarkaðurinn fyrir frystan fisk verið sterkur og horfur
þar i landi góðar, og fiskmjöls- og lýsismarkaðir hafa rétzt við á ný
eftir verðhrapið í sumar, þótt þar séu horfurnar ótryggar sem fyrr.
Yfir öllum spám um milliríkjaverzlun á næstunni vofir þó sérstök
óvissa vegna vaxandi tilhneigingar til verndarstefnu í ýmsum lönd-
um. Þessi nýja kaupauðgistefna hirtist i ýmsum myndum; styrkjum,
niðurgreiðslum og óbeinum stuðningi við útflutnings- og samkeppnis-
íðnað og innflutningshömlum. Nærtækt dæmi eru styrkir Norðmanna
til sjávarútvegs og innflutningstregða á saltfiski til Spánar og Portú-